Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991. Sviðsljós „Smellkúlur'' nýjasta æðið Nýjasta leikfangadellan, sem geng- ur vestan hafs um þessar mundir, er samsett úr teini, bandi og tveim plastkúlum. Þessu er síðan sveiflað fram og til baka og skella kúlurnar þá saman með ógnarhraða og viðeig- andi hávaða. Þær eru ófáar leikfangadellurnar sem gengið hafa yfir í gengum tíðina. Einu sinni voru það húlahopphringir og jójó hafa öðru hverju orðið geysi- vinsæl. Þau síðarnefndu ekki alls fyrir löngu hér á landi. Þá voru gormarnir gangandi nokkuð spenn- andi um tíma og einhvern tíma snemma á áttunda áratugnum voru annars konar smellkúlur mjög vin- sælar. En þessar kúlur þóttu hættu- legar því þær voru harðar og brotn- aði mörg nýsprottin fullorðinstönnin í viðureigninni við þær. Þessar nýju smellkúlur eru ekki ósvipaðar en þykja þó ekki eins hættulegar nema þá ef vera skyldi geðheilsu foreldra og kennara. Fregnir herma að hinn stöðugi hvelli hávaði frá kúlunum sé að gera marga úr þessum hópum gráhærða. Að vísu eru fullorðnir líka spenntir fyrir leik- fanginu og segja sumir að þetta sé sérlega gott til að þjálfa einbeitingu og róa taugarnar. ^. Þess er væntanlega ekki langt að bíða að smellkúluæðið nái hingað til lands. Og jójóin, sem voru svo ómiss- Smellkúlurnar þykja „algjört æði" hjá krökkunum sem láta ekki á sig fá þótt fullorðnir séu að ærast af hávaðanum. andi í. haust, falla í gleymsku en smellkúlur verða ómissandi hjá hverju barni. En foreldrarnir standa varnarlausir eins og venjulega og eiga ekki um annað að velja en að útvega sUkar kúlur og koma við í apótekinu eftir eyrnatóppum í leið- inni. Þorrablót á Hrafnistu í síðustu viku tóku vistmenn á DvalarheimiU aldraðra sjómanna, Hrafn- istu í Reykjavík, sig til og blótuðu þorrann. Var tekið hraustlega til matar síns af veisluföngum þeim er flestir vistmanna muna sjálfsagt sem hluta af sínu daglega brauði í fyrri tíð. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði. Meðal annars söng Hrafnistukórinn nokkur lög undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar og Erlingur Klemensson söng einssöng. Guðmunda Jónsdóttir og Sigrún Guöbjartsdóttir skemmtu sér konunglega. Hjónin Sigrún Kristjánsdóttir og Friðþjófur Helgason. Ólyginn sagði... Macaulay Culkin litli snáðinn í myndinni Aleinn heima, gerir það gott í Hollywood þessa dagana. Fréttir frá Holly- wood herma að peningamenn þar í borg voni að hann vaxi aldrei úr grasi. Aleinn heima hefur hal- að inn gifurlega peninga sökum vinsælda. Er stefnt að því að gera aðra svipaða í kjölfarið. En Mac- aulay litli er önnum kafinn þessa dagana við að leika í annarri mynd, Ég er kona, og þénar hann um það bil 70 milljónir íslenskra króna fyrir það hlutverk. Drew þessi unga stúlka, Drew að eftir- nafni, varð heimsfræg sjö ára gömul er hún lék í myndinni um geimveruna ET. Þrettán ára göm- ul var hún komin á kaf í eiturlyf og þurfti að leita sér hjálpar hjá sérfræðingum til að losna úr þeirri klípu. Nú er stúlkan fimmt- án ára og heldur betur að flýta sér að lifa lífinu. Nýlega trúlofað- ist hún 24 ára gömlum manni og hyggja þau á hjónaband í nánustu framtíð. Hrafnistukórinn söng undlr stjórn Kristjáns Sigtryggssonar. A innfelldu myndinni eru talið frá vinstri: Jón, Ólafía, Anna, Ari og Iðunn, sem lyftu glösum í tilefni dagsins. DV-myndir Hanna Janet Jackson sem er 24 ára gómul, stefnir í það að verða jafnvel enn vinsælli en bróðir hennar Michael. Síðasta plata hennar, Rythm Nation 1814, hefur selst í gífurlegu magni. Fréttir herma að stóru útgáfufyr- irtækin; Atlantic, Virgin, Capitol og A&M sláist nú um að gera fjög- urra eða fimm plötu samning við stjörnuna. Er mál manna að það verði gífurleg uppgrip hjá þeim aðila er hnossið hreppir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.