Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. Iþróttir íslandsmótiö í blaki Víkingar steinlágu - fyrsta tap Hæöargarðsliðsins 1 vetur Það var ansi dapurlegt að sjá til Víkingsstúlkna er þær léku gegn Völsungum á föstudag. Eftir þokka- lega byrjun (5-1) slökuðu þær á og Húsavíkurstúlkum tókst svo sannar- lega að nýta sér það. Þær sigldu fram úr og unnu, 15-11, í hrinunni. Völsungar voru nú farnir að leika af mikilli hörku en Víkingsstúlkur virtust vera annars hugar og gerðu mikið af klaufalegum mistökum. í annarri hrinu komst heimaliðið í 9-0 áður en andstæðingarnir náðu að svara fyrir sig. En svör gestanna voru máttlaus og virtist allur vindur vera úr þeim. Eftirleikurinn var Völsungum auðveldur enda stóðu þær uppi sem sigurvegarar eftir að- eins þrjár hrinur (15-11,15-7,15-10) og Víkingar máttu játa sig sigraða í fyrsta sinn í vetur. Völsungar léku sinn hesta leik til þessa og börðust firnavel. Bestar í annars jöfnum liði voru Jóhanna Guðjónsdóttir og Eyrún Sveinsdóttir. Sigurður Haröarson dæmdi leikinn gerði það vel. Daginn eftir léku hressir Víkingar síðan við KA. Akureyrarstúlkur máttu sætta sig við 0-3-tap (7-15, 11-15, 9-15). Aðrir leikir • Þróttarar þurftu ekki nema þrjár hrinur gegn IS til að tryggja sér stig- in eftirsóttu. Hinir síðarnefndu voru afskaplega mistækir, klúðruðu miklu af uppgjöfum og Þróttarar, sem léku agað án tilþrifa þó, unnu réttlátan sigur (15-12, 15-13, 15-12). • Eftir að hafa tapað tveimur hrin- um gegn Breiðabliki (11-, 14-16) færðist fjör í leik ÍS-stúlkna en and- stæðingarnir gáfu eftir. Stúdínur unnu í tveimur næstu hrinum, 15-9 og 15-13, en í úrslitahrinu var tölu- vert jafnræði með liðunum. í stöð- unni 11-11 urðu Blikum hins vegar á slæm mistök og misstu þeir af sigr- inum. ÍS-ingar unnu 15-11. • Á Neskaupstað unnu Þróttar- stúlkur góða sigra á HK-ingum, sem enn hafa ekki unnið leik. Fyrri leik- urinn var þriggja hrina (16-14,15-12, 15-13) en sá seinni fjögurra (16-14, 15-8, 14-16, 15-11). • Það voru hins vegar HK-sveinar, sem hrepptu stigin ijögur eftir viður- eignir sínar og Þróttara. Sú fyrri var heldur tvísýn (15-13, 15-12, 12-15, 12-15,15-10) en sú síðari var einung- is upp á þrjár hrinur. -gje Sagteftirleikinn: Vantar meiri samæfingu -segirÞorbergur „Það er samæflnga- leysi sem háir okkur. Það var ein æfing með öllum hópnum fyrir leikinn en Héðinn kom það seint til landsins að hann gat ekki æft með okkur. Byrjunin var góð en eftir aö vörn Ungverjanna kom framar riðlaðist sóknarleikur okkar,“ sagði Þorgbergur Aðal- steinsson landsliösþjálfari eftir að ísland hafði lagt Ungverjaland að velli í Laugardalshöll í gær- kvöldi, 22-20. „Á æfingunni í hádeginu mun ég finna svar við varnarleik Ung- verjanna. Það þarf að fá meiri hreyfanleika í sóknarmennina og hlaupaleiðirnar verðum við að lagfæra. Það var algjör óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en menn slökuðu of mikið á eftir þessa góðu byrjun. Ég er samt bjartsýnn á framhaldið, við leik- um vonandi betur á morgun hekh ur en í kvöld. Það verður kannski ein breyting á hópnum, Júlíus hefur átt við flensu að stríða og það er óvíst hvort hann geti leik- ið en það skýrist betur á æfing- unni í dag,“ sagði Þorgbergur. „Eigum að vinna þetta lið með 7-8 mörkum“ „Þetta var frekar lélegt hjá okkur og leikurinn í heild var slakur. Ég held samt að við eigum aö vinna þetta lið með 7-8 mörkum á góðum degi,“ sagði Geir Sveins- son, línumaðurinn sterki. „Annars er erfitt að dæma um þennan leik, lið okkar hefur ekk- ert æft saman og Ungverjarnir komu nánast beint í leikinn úr flugvélinni. Eftir að hafa náð þessu forskoti í byrjun slökuðum við alltof mikið á, það var ein- beitingarleysi og það var greini- legt á leik okkar að við van- mátum Ungverjana eftir þessa góðu byijun. Það er hlutur sem við getum ekki leyft okkur enda erum við ekki það góðir. Ég vona að við náum að stilla strengi okk- ar saman í kvöld og að fólk fjöl- menni í Höllina og hvetji okkur,“ sagði Geir. -GH Badminton: Haraldur þrefaldur meistari - á íslandsmótinu Haraldur Kornelíus- son, hinn gamalkunni badmintonmaður úr TBR, varð þrefaldur íslandsmeistari um helgina en þá lauk keppni á íslandsmeistara- mótinu. Haraldur sigraði í A- flokki karla, og ennfremur bæði í einhða- og tvíliðaleik í öðhnga- flokki, 40 ára og eldri, en í tvíliða- leik lék hann með Steinari Pet- ersen. Friðleifur vann tvöfalt Annar reyndur kappi, Friðleifur Stefánsson úr KR, vann tvöfaldan sigur í æðsta flokki, 50 ára og eldri. Hann sigraði í einliðaleik, og í tvíliðaleik þar sem hann lék með Óskari Guðmundssyni. -VS Finnbogi nálægt metinu Finnbogi Gylfason úr FH var nálægt því að slá 19 ára gamalt íslandsmet Þor- steins Þorsteinssonar í 800 metra hlaupi innanhúss á móti í Johnsburg í Arkans- asfylki í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Finnbogi hljóp vegalengdina á 1 mín- útu, 53,49 sekúndum og var tæpum 2/10 úr sekúndu frá meti Þorsteins. Fjórir aðrir íslendingar kepptu á mótinu og náðu ágætum árangri. Árni Jens- son úr ÍR skipaði sér í hóp átta bestu kúluvarpara landsins innanhúss þegar hann kastaði 17,16 metra og stórbætti árangur sinn. Einar Kristjánsson úr FH stökk 2,08 metra í hástökki og átti góðar tilraunir við 2,13. Frímann Hreinsson úr FH hljóp mílu á 4:23,4 mínútum og Súsanna Helgadóttir úr FH hljóp 55 metra á 7,30 sekúndum. Steinn Jóhannsson úr FH dvelst einnig í Bandaríkjunum og um fyrri helgi hljóp hann mílu á 4:25,9 mínútum á móti í Oklahoma. -VS Sportstúfar Þau mistök áttu sér staö í blaðinu í gær að leikur Gróttu og Selfoss var á einum stað sagöur hafa endað með jafntefli en annars stað- ar aö Grótta heföi unnið, 25-20. Það síöarnefnda er rétt og staðan í 1. B land, Frakkland, Indland, Portúgal og Svíss. Alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, mun ákveða í næsta mánuði hvaða land fær að halda keppnina. deild er þannig: Víkingur .20 19 0 1 .501-412 38 Valur .20 16 1 3 500-439 33 Stjarnan 20 12 1 7 485-478 25 Haukar........ 20 11 2 7 477^79 24 FH 20 10 3 7 472-470 23 ÍBV .20 8 4 8 482^74 20 KR 20 6 6 8 461-465 18 KA 20 7 3 10 467-454 17 Grótta .20 5 2 13 445-468 12 ÍR 20 3 4 13 437-479 10 Fram 20 3 4 13 416-460 10 Selfoss......... 20 3 4 13 407 472 10 Hulda varð í 67. sæti Hulda Pálsdóttir, hlaupakona úr ÍR, varð í 67. sæti í viðavangshlaupi í San Marínó á laugardaginn en ekki í 76. sæti eins og fram kom í blaðinu í gær. Þá hafnaði sveit ÍR í 14. sæti í fyrra en ekki í 18. sæti. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Atta þióðir vilja HM árið 1998 Lokafrestur til að sækja um að halda heims- meistarakeppnina í knattspyrnu árið 1998 rann út í gær. Alls eru þaö átta þjóðir sem sækjast eftír því ,aö fá keppnina og áttunda og síðasta þjóán, sem sótti um, var Marokkó. Hin löndin eru Brasilía, Chile, Eng- W. Hörkuleikir í bikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld Þrír leikir fara fram í bikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld, 8-liða úrslit Kl. 19.30 leika Þór og ÍR á Akureyri og kl. 20 eru hinir tveir leikirnir. Valur og Keflavík eigast viö að Hlíðar- enda og í Grindavík er stórleikur þegar Grindvíkingar taka á móti nágrönnum sínum úr Njarðvík. Síðasti leikurinn í 8-liða úrslitun- um fer fram á miðvikudagskvöldiö þegar KR-ingar fá UBK í heimsókn íHöllina. BREIÐABLIKSMENN - FÉLAGSFUNDUR Él Félagsfundur verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, í kvöld, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Staða mála vegna byggingar íþróttahúss á félagssvæðinu. Félagsmenn í Breiðabliki eru hvattir til þess að fjölmenna. Aðalstjórn. • Júlíus Jónasson sést hér brjótast framhjá Ungverjanum Gábor Fekéte í leikn Hrútlei - f sland vann Ungverjaland, 22-20. Fur< Landsleikur Islendinga og Ungveija í handknattleik í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi var hreint ótrúlega leiðinlegur og illa leikinn af beggja liða hálfu. íslendingar sigruðu, 22-20, eftir mikið basl og sigurinn var það eina já- kvæða sem þessi leikur skildi eftir sig. Ungveijar mættu hingað með hálfgert varalið sitt og í það vantaði í það minnsta íjóra snjalla leikmenn. í fyrstu virtist sem íslenska liðið ætl- aði að keyra yfir það ungverska. Staðan varð fljótlega 6-2 en Ungverjarnir breyttu stöðunni í 9-12 og staðan í leik- hléi var 11-12, Ungveijum í vil. Léku Ungverjar vörnina mjög framarlega er þeir minnkuðu muninn og komust yfir og íslenska liðið átti ekkert svar. Síðari hálfleikur var jafnari en bæði lið gerðu ótrúlega mikið af mistökum og þegar upp var staðið í lokin var ein- hverjum leiðinlegastaa landsleik, sem undirritaöur hefur séð, lokið. Ótrúlega léleg framkoma Ungverja í síðari hálfleik átti sér stað sérstakt atvik. Þá kom í ljós að forráðamenn ungverska hðsins eru ekki miklir Handbolti: Rúmenar sigruðu Ungveijaland - Rúmenía.22-21 Danmörk - Finnland.23-22 Rúmenía - Finnland.35-23 Danmörk - Ungverjaland.21-20 Finnland - Ungverjaland.23-22 Rúmenía - Danmörk..30-23 Rúmenar fengu 4 stig, Danir 4, Ungverjar 2 og fönnar 2. Ungverjar héldu beint til íslands eftir mótið. -VS Ungveijar máttu sætta sig við að tapa bæði fyrir Dönum og Finnum á alþjóðlegu handknattleiksmóti í Danmörku sem lauk á sunnudag- inn. Þeir sigruðu þó Rúmena í fyrstu umferð mótsins en það voru Rúmenar sem stóöu uppi sem sig- urvegarar eftir sjö marka sigur á Dönum í úrslitaleik. Úrslit leikja á mótinu urðu þessi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.