Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991. 25 Lífsstfll - Bensínverð á fslandi: í miðjum hópi Evrópulanda Landinn hefur löngum kvartað undan háu bensínverði hér á landi og finnst ríkið leggja óhóflega mikla skatta á bensín sem hleypa upp verð- inu. Vel má vera að skattar ríkisins á bensín séu háir. Hitt er staðreynd að ísland er ekki lengur í hópi þeirra landa í Evrópu þar sem bensínverðið er hæst. ítalía er með langhæsta bensín- verðið í Evrópu, en þarlwstar lítrinn af súperbensíni 75 krónur. í landinu þar sem verðið er lægst, munar helming, sé borið saman við ítalíu. Bensín er ódýrast í Lúxemborg en þar kostar lítrinn af blýlausu 36 krónur og lítrinn af súperbensíni 40 krónur. Danmörk er eina landið af Norður- löndunum þar sem bensín er ódýrara en á íslandi. Bensín er dýrast í Nor- egi af fyrrnefndum löndum, og jafn- framt næstdýrast allra landa Evr- ópu. Segja má að ísland sé frekar í hærri kantinum miðað við önnur Evrópulönd. Athuga ber að allar töl- urnar í töflunni hér til hliðar eru námundagildi, það er að segja rúnn- aðar af í hálfa eða heila krónu. ÍS Bensínveröiö í Vestur-Evrópu Vátryggingar póstsendinga Póstur og sími og Tryggingamið- stöðin hafa gert með sér samkomulag um að sérstakar vátryggingar fyrir böggla, ábyrgðarsendingar og EMS- forgangspóst, verði seldar á öllum pósthúsum. Nú geta þeir sem vilja tryggt póstsendingar sínar. Hægt er að tryggja sendingarnar fyrir allt að 150 þúsund krónur. Ið- gjaldið fer eftir vátryggingarupphæð, frá 300 til 500 krónur. Prentað hefur verið sérstakt tryggingarskírteini fyrir þessa þjónustu og sér af- greiðslufólk um að fylla það út að beiðni tryggingartaka. Með þessu er reynt að minnka fyrirhöfn þeirra sem vilja kaupa sérstaka tryggingu fyrirpóstsendingarsínar. IS í dag er ekki ólíklegt að einhver eti sig mettan af þessu góðgæti, saltkjóti, baunum, rófum, lauk og pylsum. Verðkönnun á saltkjöti, baunum og rófum: Mikill verðmunur á milli verslana í dag er sprengidagur og þá er til siðs að borða yfir sig af saltkjöti og baunum. Samkvæmt gömlum sið, sem fyrr á tímum var í heiðri hafður hér á landi, var sprengidagur síðasti dagurinn sem neyta mátti kjöts áður en fasta hófst. Sú fasta stóö fram að páskum og því varð fljótt vinsælt að borða yfir sig af kjöti, fyrir magra daga föstunnar. íslendingar halda enn fast við þann sið að borða yfir sig af saltkjöti og baunum á þessum degi. Hins vegar fer minna fyrir því að menn fasti á sjálfri fóstunni. En hvað skyldi kosta í matinn á sprengidaginn? Blaða- maður Neytendasíðu gerði verð- könnun á saltkjöti, rófum og baunum í sjö verslunum. Miðað er við kíló- verð. Niðurstöðuna má sjá á með- fylgjandi töflu. Verslunin Bónus er með lægsta Neytendur verðið á saltkjöti og rófum. Munur á kílóverðinu á rófum er þó varla marktækur á milli verslana Bónuss, Hagkaups, Fjarðarkaupa og Mikla- garðs. Matvóruverslunin í Austur- veri er með lægsta kílóverðið á baun- um. Kjörbúð Hraunbæjar og Kjöt- borg Ásvallagötu eru með nokkru hærra verð á samanburðartegund- unum. Telja verður eðlilegt að minni verslanir séu með eitthvað hærra verð heldur en stórmarkaðirnir^g stærri verslanir, en athygli vekur þó hversu miklu munar á kílóverði á rófum. Munur á hæsta og lægsta verði á saltkjöti í könnuninni var 36%. Munur á hæsta og lægsta verði á baunum var 156%. Munur á hæsta og lægsta verði á rófum var enn meiri eða 169%. ÍS Verslun Saltkjöt Rófur Baunir Hagkaup H 429 kr. kg 45kr.kg 152kr.kg Mikligarður 448kr.kg 44 kr. kg 216 kr. kg Bónus 399kr.kg _ -43,50kr.kg Fjarðarkaup 430kr.kg 44kr.kg Austurver Mllipillllilf 480kr.kg 79kr.kg t /Z,OU Kr. Kg 140kr.kg 85kr.kg Kjötborg, Ásvallagötu 527 kr. kg 98kr.kg 218kr.kg Kjörbúð Hraurtbæjar 543kr,kg * 117kr.kg 186kr.kg t Kjötátásprengidag: Yfir 600 ára gamall siður Sprengidagur er úr kaþólskum sið, síðastí dagurinn sem borða niátö kjöt áður en langafasta skall yfir. Það héfur í aldaraðir verið sið- ur hér á lanrM að borða yfir sig af kjötmeti á;þessum degj. Elstu dæmi um þennan sið úr heimildum eru úr orðabók Jóns Ólafssonar Grunnvíkings sem er liklega frá áririu 1735. í þeirri bók heldur Jón því fram að orðið „sprengikvöld" sé alþýðu- orð um meiri háttar matarveislu. Af því má ráða að siðurinn var al- mennur hér á landi. Þó er talið að hann hafi farið að breiðast út mun fyrr, eða eftir miöja fjórtándu öld. Fátt er um skrifuð rit frá þeim tíma, og það gæti verið ástæðan fyrir því að dágsins er ekki getið í heimild- um fyrr. íslendingar virðast almennt álíta að nafn dagsins sé dregið af því að landsraenn eti yfir sig af kjöti svo við liggi að þeir springi. Sennilega er orðið þó ekki dregið af því en sprengidagur náði hér samt fót- festu. Hitt er öllu líklegra, eins og Árni Bjömsson þjóöháttafræðingur hef- ur bent á, að sprengidagur sé dreg- ið af þýska orðiriu „Sprengetag". Sprengetag var dagur í kaþólskura sið þegar vigðu vatni var stökkt yfir söfnúð og matvæli. Sprengetag var að þýskum sið á svipuðum tíma á árinu og sprengidagur er nú eftir íslensku almanaki. Árni Björnsson hefur fært rök fyrir því að orðið haii borist hingað tíl lands með Hansakaupmönnum sem voru tiðir gestir hér á landi á 16. og 17. öld. Almennt er taliö að þessi skýrihg sé sennilegust um uppruna nafns- ins „sprengidagur". Hins vegar var ekki alltaf bprðaö saltkjöt og baun- ir áþessum degi heidur ýmiss kon- ar kjöt eins og hangikjöt, nauta- kjöt, pylsur. Saltkjötið hefur hJns vegar verið að yinna á. Morðið serja menn samasemmerki á rmlli saltkjöts og bauna annars vegar og sprengidags hins vegar. ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.