Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR1991.
Sjómenn enn ósammála
fiskifræðingunum
- talið að leyft verði að veiða 50 til 100 þúsund lestir
Á fundinum voru ráðherra sé mun stærri en fiskifræðingar víkingi GK, en skipið er eitt sex unni. Bjarni Sæmundsson mun
kynntar niðurstöður nýafstaðins telja hann. skipa sem tekið hafa þátt í loðnu- hins vegar fara út í kantinn austur
loðnuleitarleiðangurs en þegar síð- „Mín persónulega skoðun er sú leitarleiðöngrum að undanfórnu af landinu til loðnuleitar, síðan
asta leitarleiðangri Hafrannsókna- aö það sé helmingi meiri loðna í ásamt skipum Haírannsóknastofn- höldum við norður fyrir land og
stofnunar lauk um miðjan janúar ár en á síðasta ári. Torfan út af unar. „Við teljum að langstærsti munum athuga hvort einhver
töldu fiskifræðingar stofninn vera Homafirði, sem við höfum verið hiuti stofnsins sé við suðaustur- loöna finnst þar og út af Vestfjörö-
um 370 þúsund tonn. Til saman- aö veiða úr, er álíka stór ef ekki ströndina núna og það muni ekki um. Viö höfum haft spurnir af því
burðarmágetaþessaöávetrarver- stærri en gangan í fyrra og siðan finnast miklu meiri loöna, sagði að togarar, sem veriö hafa á veiöuni
tíðinni í fyrra voru veiddar um 600 kemur töluvert magn þar á eftir Hjálmar Vilhjálmsson. á Kópanesgrunni, hafi fundið eitt-
þúsund lestir af loönu. semerekkijafiiþétt. Viðhöfumþví Á næstunni mun rannsóknar- hvaðafloðnu.
Sjómenn eru ekki sammála niö- reiknað með að það yrðl leyft að skipið Árni Friðriksson fara til -J.Mar
urstööum fiskifræðinga Hafrann- veiða töluvert magn,“ segir Rúnar síldarleitar á þessar slóðir en jafn-
sóknastofnunarogteljaaðstofninn Björgvinsson, skipstjóri á Grind- framt mun hann fylgjast með loðn-
„Við teljum okkur hafa mælt
stofnstærð loðnunnar í göngunni
milli Hálsa og Lónsvíkur 450 þús-
und tonn. Við greindum ráðherra
frá þessum niðurstööum okkar
í dag. Ef miðað er við aö 400þúsund
tonn af loðnu fái aö hrygna eru 50
þúsund tonn umfram það,“ segir
Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangurs-
stjóri á Bjarna Sæmundssyni, eftir
fund fiskifræðinga með sjávar-
útvegsráðherra á Reyðarfirði í
gær.
íslendingur fór í augnaögerö til Búlgaríu:
Sjónin lagaðist
aðmestu
- segirHaraldurHelgason
„Ég hafði vitað um þessar aðgerðir
í nokkur ár og þegar ég sá auglýsing-
una frá Kjartani Helgasyni um ferðir
til Búlgaríu ákvað ég að slá til. Ég
fékk upplýsingar um dreng í Vest-
mannaeyjum sem hafði farið í augn-
aðgerð í Moskvu og hann sagði mér
hvernig þetta færi fram,“ segir Har-
aldur Helgason sem fór í ágúst á síð-
asta ári í augnaðgerö til Búlgaríu og
hann er eini íslendingurinn sem hef-
ur farið í slíka aðgerð í Búlgaríu.
Haraldur var mjög nærsýnn, með
-9,5 á öðru auganu og -10,5 á hinu.
„Ég þurfti að senda augnvottorð héð-
an út því læknarnir vilja vita um
hvers konar nærsýni er að ræða.
Hún má ekki stafa af sjúkdómi held-
ur verður að vera dæmigerð nær-
sýni. Ég fékk síöan staðfestingu á að
mín nærsýni væri innan við það sem
þeir réðu við en þurfti að fara í rann-
sókn hjá þeim til að fá endanlegan
úrskurð um hvort þeir gætu skoriö
mig eða ekki. Það kom svo í ljós að
það var hægt.“
Læknarnir gátu gefið Haraldi vonir
um að nærsýnin færi niöur í -2 og
-2,5 ef allt gengi samkvæmt óskum.
„Ég fór nú ekki alveg að þeim fyrir-
mælum sem þeir gáfu mér þannig
að nærsýnin er núna -3. Maður þarf
að fara mjög vel með sig í sex mán-
uði eftir aðgerðina og forðast allan
þrýsting á augun. En ég var til dæm-
is í líkamsrækt sem ég mátti í raun-
inni ekki. Ég myndi mæla með því
að menn færu algerlega eftir fyrir-
mælum læknanna ef þeir ætla að fá
fullan bata.“
í aðgerð eins og Haraldur fór í
þurfa menn að vera vakandi- og fá
einungis staðdeyfingu. „Aðgerðin
sjálf er mjög lítið mál og tekur ekki
nema 5 mínútur. En maður verður
að vera vakandi til að augasteinarnir
dragist ekki saman eins og gerist
þegar maður er meövitundarlaus. Ég
hef aldrei fundiö fyrir neinum óþæg-
indum, hvorki í aðgeröinni sjálfri né
á eftir. Einu eftirköstin sem ég fann
fyrir voru ljósfælni fyrsta mánuðinn
eftir aögerðina."
Haraldur segist mæla með svona
aðgerð fyrir menn með mjög mikla
nærsýni. „En fyrir fólk með kannski
-3 eöa -4 er þetta matsatriði því það
fylgir auövitað viss áhætta svona
aðgerðum.“
Aðgeröin, með rannsóknum og öllu
saman, kostaöi tæpar 60 þúsund
krónur. „Það er ekki nokkur pening-
ur því gleraugu eins og ég þurfti,
meö hnausþykkum glerjum eins og
botn á kókflösku, kosta um 40 þús-
und krónur. Ég myndi þess vegna
ekki hika við að fara aftur ef ég
þyrfti." -ns
Aldraðir taka til sinna ráða
í húsnæðismálum
- mikill skortur er á hj úkrunarrými fyrir aldraða
Felög aldraöra í Reykjavík hafa
stofnað samstarfsnefnd til að vinna
aö úrbótum í húsnæðismálum aldr-
aðra, en mörg hundruð umsóknir um
vist á dvalar- og hjúkrunarheimilum
liggja hjá Félagsmálastofnun Reykja-
víkur.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar
hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur
eru umsóknir um vist á hjúkrunar-
heimili 204 og þarfnast allar bráðrar
úrlausnar. Umsóknir um vist í þjón-
ustuíbúðir eru 356 og af þeim eru um
230 sem brýnt er að leysa. Gunnar
segir að fyrst og fremst þurfi fleiri
rými á hjúkrunarheimilum.
„Það eru margir á vistheimilum
okkar sem-þurfa á hjúkrun aö halda
og það fólk heldur plássum vegna
þess að það kemst ekki að á hjúkr-
unarheimilum. En lausn á þessum
vanda er ekki í sjónmáli," segir
Gunnar.
Samstarfsnefndin hefur bent á að
þróun undanfarinna ára sýni að
aldraöir muni verða tvöfalt fleiri á
næstu árum. Það sé því mjög brýnt
að húsnæðismál þessa fólks verði
leyst. Gunnar segir að umsóknum
um vist á dvalar- og hjúkrunar-
heimilum hafi fjölgað mikið síöustu
ár. „Sem dæmi má nefna að 1983
voru um 70 umsóknir sem komu
hingað á Félagsmálastofnun en voru
tæplega 300 árið 1988.“
-ns
Verðlaunahafarnir Fríða A. Sigurðardóttir og Hörður Ágústsson.
Meðan nóttin líður og
Skálholt II verðlaunaðar
Fríða Á. Siguröardóttir og Hörður
Ágústsson eru handhafar íslensku
bókmenntaverðlaunanna fyrir árið
1990. Fríða fyrir skáldsögu sína Með-
an nóttin líður og Hörður fyrir Skál-
holt II - Kirkjur. Það var forseti ís-
lands, Vigdís Finnbogadóttir, sem
afhenti þeim verðlaunin við mikinn
fognuö gesta sem voru fjölmargir í
Listasafni íslands.
íslensku bókmenntaverðlaunin
voru nú afhent í annaö sinn. í fyrsta
skipti voru tvenn verðlaun veitt,
önnur fyrir fagurbókmenntir og hin
fyrir handbækur, fræðirit, frásagnir
o.fl. Tilnefndar höfðu verið seint á
síöasta ári átta bækur í fyrrnefnda
flokkinn og sjö bækur í þann síðar-
nefnda.
Eftir aö Hamrahlíöarkórinn hafði
sungið fyrir fjölmarga gesti og Thor
Vilhjálmsson hafði flutt skorinorða
ræðu þar sem ýmsir fengu orð í eyra
tilkynnti Vigdís Finnbogadóttir um
verðlaunahafana sem tóku við verð-
launum sínum úr hendi forsetans.
Verðlaunahafar þökkuðu fyrir sig og
sagði Hörður Ágústsson við þetta
tækifæri að hann væri þakklátur fyr-
ir verðlaunin en hann væri ánægð-
astur ef bækurnar um Skálholt yrðu
til þess aö auka áhuga á íslenskri
kirkjubyggingarlist.
-HK
Framsókn, Vesturlandi:
Sigurður þáði annað sætið
„Það var erfitt að taka ákvörðun
en nú hefur hún verið tekin og við
munum nú vinna samkvæmt því. Ég
er tiltölulega sáttur við þessi málalok
þó þetta hefði mátt bera öðruvísi
að,“ sagöi Sigurður Þórólfsson, bóndi
í Dalasýslu, í samtali við DV.
Sigurður hefur ákveðiö að taka
annað sæti á framboðslista Fram-
sóknarflokksins á Vesturlandi fyrir
komandi alþingiskosningar. Davíð
Aðalsteinsson, fyrrum þingmaður,
ákvaö að víkja úr ööru sætinu og
bjóða Sigurði það. Ástæðu þess má
rekja til megnrar óánægju Dala-
manna með skipan listans. Töldu
þeir hlut sinn fyrir borð borinn þar
sem Dalamaður lenti ekki í öðru af
efstu sætunum eftir kjördæmisþing
fyrr í vetur. Sigurður varð þá í þriðja
sæti en hafnaði því. Mun friður nú
hafa náðst um listann.
Efstu sæti á lista Framsóknar á
Vesturlandi lítur þannig út:
1. Ingibjörg Pálmadóttir, 2. Sigurður
Þórólfsson, 3. Ragnar Þorgeirsson,
4. Stefán J. Sigurðsson og 5. Gerður
K. Guðnadóttir.
-hlh