Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1991, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1991.
Persaflóastríðið:
Atburðarásin
11. febrúar
08.35 - Flugmenn bandatnanna
segjast hafa eyðilagt fjóra færan-
lega eldflaugaskotpalla í írak.
09.30 - Heimildarmenn innan
Bandaríkjahers segja að svovirð-
ist sem bestu flugmenn íraka
hafi verið um kyrrt í írak á með-
an aðrir hafl flogið bestu orrustu-
flugvélunum til írans.
10.05 - Franskar flugvélar gera
árásir á flugvélaskýli í suðaust-
urhluta íraks og bækistöðvar ír-
aska hersins í Kúvæt.
10.45 - Sérstakur sendimaður
Gorbatsjovs Sovétforseta leggur
af stað til Bagdad til að hvetja
Saddam til að hörfa frá Kúvæt til
að hægt verði að binda enda á
stríðiö.
11.00 - írösk yfirvöld segjast aldr-
ei munu samþykkja vopnahlé.
12.20 - Fulltrúar flmmtán óháðra
ríkja koma saman í Beigrad í
Júgóslavíu til að reyna aö fmna
leiöir tíl lausnar á Persaflóadeil-
unni.
14.35 - Yasser Arafat, leiðtogi
Frelsissamtaka Palestínu, kemur
til Amman í Jórdaníu til við-
ræðna við Hussein konung.
15.39 - Bandamenn herða loftár-
ásir sínar á stöðvar íraka í Kú-
væt.
15.47 - Þýsk yfirvöld segjast hafa
beðið bandarísk yfirvöld um að
fljúga með þýskt loftvarnakerfi
til Tyrklands eftir að Sovétmenn
höfðu neitað að fljúga til hættu-
svæðisins.
15.56 - íraskur stríðsfangi segir
konu úr bandaríska hernum vera
í haldi í írak.
16.16 - Aðstoðarforsætisráðherra
íraks, Saadoun Hammadi, segir
land sitt hafa kosið átök við fjöl-
þjóðaherinn við Persaflóa.
16.26 - Háttsettur saudi-arabískur
embættismaður segir þrjú
hundruð afganska mujahideen
skæruliða hafa lýst yflr stuðningi
viö bandamenn.
16.59 - Loftvarnamerki gefið í
fsrael. _
17.34 - ísraelar segja að svo virð-
ist sem enginn hafi særst í eld-
flaugaárás íraka.
18.26 - Fahd, konungur Saudí-
Arabíu, segir þjóð sína ákveðna
í aö halda áfram stríðinu þar til
írakar hafi farið frá Kúvæt.
18.51 - írakar segja flugvélar
bandamanna hafa gert sextíu og
þrjár árásir á hernaðarmann-
virki og á óbreytta borgara síð-
astiiðinn sólarhring.
19.13 -Bandaríska utanríkisráðu-
neytið segir öfgamenn hafa gert
um hundrað árásir á eigur
Bandaríkjanna og bandamanna
þeírra frá því að stríðið hófst.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
hafa fimm látiö lífið og fimmtíu
særst i árásunum.
19.25 - Loftvarnamerki aftur gefin
í ísrael.
19.33 - Loftvarnamerki gefin í
Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu.
19.38 - ísraelar segja hættuna
liðna hjá. Eldflaug hafi verið
skotið en henni ekki beint gegn
ísrael.
20.05 - Sjónarvottar segja Patriot-
gagnflaug hafa skotið niður ír-
aska Scud-eldflaug yfir Riyadh.
20.16 - Yfirmaður frönsku her-
sveitanna við Persaflóa segir að
nokkrar vikur geti liðið þar til
landbardagar heíjist.
20.25 - Aðstoöarforsætisráðherra
íraks, Saadoun Hammadi, segir
írösk ytirvöld fús til að íhuga
áskorun um skilyrðislaust
vopnahlé.
20.53 - George Bush Bandáríkja-
forseti segir að loknum fundi með
helstu hernaðarráðgjöfum sínum
að bandamönnum liggi ekki á að
hetja bardaga á landi.
12. febrúar
04.53 - íraska útvarpiö segir Sadd-
am Hussein íraksforseta hafa átt
fund með helstu ráðgjöfum sín-
um. Ekki var greint frá hvenær
fundurinn hafi verið haldinn né
hvað hafi verið rætt.
Útlönd
George Bush lætur ekkert uppi um væntanlega árás á landi:
Þúsundir hermanna
búnir undir bardaga
- taka sér stöðu við framlínuna tveggja stunda akstur frá Kúvætborg
í nótt hófust miklir herflutningar
í Saudi-Arabíu þar sem þúsundir
bandarískra landgönguliða voru
látnir taka sér stöðu við framlínuna
við landamæri Kúvæts. Andspænis
þeim er herlið íraka að sögn illa leik-
ið eftir nær fjögurra vikna loftárásir.
Hermennirnir voru látnir hafa með
sér léttan búnað til bardaga á landi
rétt eins og búíst væri við að þeir
þyrftu að berjast maður á mann. Lið-
ið er nú í skotgröfum við landamær-
in. Leggi það til atlögu er áætlað að
tveggja stunda leið sé til Kúvæt-
borgar.
„Það er mikill áhugi á að ljúka
þessu verki sem fyrst og fara heim,“
segir Charles Rowe, talsmaður fyrstu
sveitar bandarísku landgöngulið-
anna. „Það eina sem heldur okkur
frá að yfirgefa átakasvæðið er Sadd-
am Hussein."
Vara við bardagagieði
Yfirmenn fjölþjóðaliðsins hafa var-
að liðsmenn sína við að rasa um ráð
fram og leggja til atlögu við her íraka
áöur en boð hefur komið um sam-
ræmda árás. Sagt er að yfirstjórn
íraska hersins sé nú í molum og þeg-
ar til bardaga komi verði hermenn
bandamanna að fást við einstaka
hópa hermanna sem ekki lúta sam-
eiginlegri herstjórn.
„Þeir munu hugsa um það eitt að
verjast og bjarga lífi sínu. Herinn
sem heild er meira og minna óvirk-
ur,“ sagði einn af foringjum fram-
varðarliðsins á fréttamannafundi í
nótt.
Vilja biða með landhernað
George Bush Bandaríkjaforseti átti
í gær fund með Dick Cheney varnar-
málaráðherra og Colin Powell, for-
seta herráðsins, eftir komu þeirra frá
Saudi-Arabíu. Tilgangur ferðar
þeirra var að meta af eigin raunþörf-
ina á að leggja til atlögu við Iraka
með landher.
Niðurstaðan virðist hafa verið sú
að landhernaður væri ótímabær enn
um sinn þótt fastlega sé gert ráð fyr-
ir aö herhð íraka verði ekki yfirbug-
að nema ineö sókn á landi.
Bush sagði eftir fundinn með ráö-
gjöfum sínum að loftárásirnar hefðu
skilað miklum árangri til þessa og
muni halda áfram fyrst um sinn.
Hann neitaði að tala um sókn á landi
og hvenær af henni yrði. Hann færð-
ist meira að segja undan að nota
orðalagið „sókn á landi“.
George Bush ræddi í hálfa aðra klukkustund við nánustu ráðgjafa sina í hermálum, þá Dick Cheney og Colin
Powell. Niðurstaðan varð aö bíða enn um stund með hernað á landi. Forsetinn vildi þó ekkert láta uppi um hvaða
ráða hann hygðist grípa til næst. Símamynd Reuter
Bush lætur ekkert uppi
„Við ætlum að taka þann tíma sem
við þurfum til að meta hvenær rétt
er aö hefja næsta stig aðgerðanna til
að frelsa Kúvæt,“ sagði Bush. Hann
tók fram að ráöagerðir fjölþjóðahers-
ins miðuðust ekki við að bæta við
nokkrum dögum í loftárásir áður en
annað yrði ákveðið. Tilgangurinn
væri að frelsa Kúvæt og það yrði
gert með öllum ráðum.
Bush mun á næstu dögum eiga
fundi með yfirmönnum hermála hjá
bandamönnumBandaríkjanna í deil-
unni við íraka. Þar verður rætt um
hugsanlega sókn á landi og samræm-
ingu aðgerða. í dag verða fundir með
vamarmálaráðherrum Breta og
Frakka. Talsmaður forsetans sagði
að dagskrá fundarins væri ekki
ákveðin og vildi ekki segja hvort
landhernaðurinn yrði ræddur.
Reuter
ísraelsmenn bjóða aðstoð:
Viðgetumgert
írökum skráveif ur
„Ég held að her ísraels gæti gert
írökum vemlegar skráveifur ef
hann fengi að taka þátt í bardög-
um,“ sagði Moshe Arens, varnar-
málaráðherra ísraels, eftir fund
með George Bush Bandaríkjafor-
seta í gær.
Arens sagði að ísraelar gætu ekki
setið endalaust hjá þégar land
þeirra yrði fyrir árásum íraka.
Tveimur Scud-flaugum var skotið
að landinu í gær neðan Arens var
í Bandarikjnum.
„Viö getum ekki gefið loforð um
að hefna árásanna ekki,“ sagöi
Arens. „Hvað við gerum veltur þó
mikið á framtíðinni."
Bandaríkjamenn hafa lagt mikla
áherslu á aö ísrael dragist ekki inn
í stríðið. Enn vilja þeir ekki láta
flugher ísraels fá upplýsingar um
merkin sem bandamenn nota til að
greina flugvélar sínar frá flugvél-
um íraka. Á meöan getur ísraels-
her ekki beitt sér.
Ueuter
PLO vilja samvinnu
við sænsku
öryggislögregluna
Frelsissamtök Palestfnu, PLO,
vilja eiga samvinnu við sænsku ör-
yggislögregluna, Sapo. Bjóðast sam-
tökin til að miðla af þekkingu sinni
um Miðausturlönd. Fulltrúi PLO
sagði í Stokkhólmi í gær aö félagar
samtakanna væru reyndir og þekktu
bæði Miðausturlönd og fólkið þar.
Hingaö til hefur sænska öryggis-
lögreglan ekki aðhyllst hugmyndina
um samvinnu viö PLO. Hún hefur
reyndar í langan tíma átt samvinnu
viö andstæðinga PLO, það er að segja
Mossad, ísraelsku leyniþjónustuna.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sem
kom til Amman í Jórdaníu í gær,
sagði í viötali við franskt dagblað í
gær að Saddam Hussein íraksforseti
gætt veitt fjölþjóðahernum við
Persaflóa viðnám í þrjú ár. í viðtal-
inu sagði Arafat einnig að stríðið við
Persaflóa myndi breiðast um Mið-
austurlönd. I ræöu sem Arafat flutti
í Alsír á sunnudagskvöld sakaði
hann Bandaríkin um að hafa komið
í veg fyrir tilraunir araba til aö leysa
Persaflóadeiluna friðsamlega.
TT og Reuter