Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Blaðsíða 8
0 JÖFUR HF Nýbýlovegl 2 ■ Slml 42600 Jeep Cherokee Limited 1989, 6 cyl. 4,0 l^sjálfsk., 5 d., hvitur, ek. 30.000. V. 2.580.000. Izusu Trooper 1986, 4 cyl. 2,2 I, 3ja d., brúnn, ek. 67.000. V. 1.120.000. Range Rover 1983, 8 cyl. sjálfsk., 5 d., grár, ek. 130.000. V. 1.180.000. M. Benz 190 E 1988, 4 cyl., sjálfsk., 4ra d„ blár, ek. 51.000. V. 1.950.000. BMW 318i 1,8 1988, sjálfsk., 2ja d„ blár, ek. 49.000. V. 1.230.000. Skoda Favorite 1,3 1989, 5 d„ hvít- ur, ek. 7.000. V. 420.000. Subaru Justy 1,0 1986, 5 d„ hvítur, ek. 47.000. V. 440.000. Dodge Aries 2,2 1987, sjálfsk., 4ra d„ hvítur, ek. 62.000. V. 750.000. Lada Safir 1.3 1987, 4ra d„ rauður, ek. 9.000. V. 250.000. BIIM HF Útlönd Viðbrögðin: Sovétmenn vonsviknir Sovétmenn voru mjög vonsviknir þegar í ljós kom aö bandamenn höfðu hafið landhernað í Kúvæt og gert friðartillögur Gorbatsjovs í Persa- flóadeilunni þannig að engu. Sovét- menn höfðu gert sér vonir um frek- ari friðarviðræður eftir að írakar höfðu gengið að tillögum Gorbatsjovs Sovétforseta um að draga sig skilyrð- islaust út úr Kúvæt innan 21 dags. í yfirlýsingu sovéskra stjómvalda sagði að írakar hefðu gengið að sam- þykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóö- anna og skapað grundvöll fyrir póli- tíska lausn í deilunni. Fleiri þjóðir hörmuðu upphaf land- hernaðar. íranir sögðu að stjómvöld í Bagdad hefðu g'etað afstýrf þeim, Kínveijar sögðu þetta vera stríð sem heimurinn hefði ekki viljað verða vitni að. Á Kúbu var ræða Bush Bandaríkjaforseta stimpluð sem hræsni og þvæla. í Jórdaníu óskuðu menn írakshers hins besta og voru uggandi vegna aukinnar spennu í Miðausturlöndum. Japanar sögðust styðja hernaðar- aðgerðir bandamanna, að írakar gætu sjálfum sér um kennt vegna þijósku. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði bandamenn ekki hafa haft annan valkost en hefja stríð á landi þar sem Saddam Hussein Sovétmenn höfðu gert sér vonir um frekari viðræður um friðartillögur Gor- hefði þegar fengið nægan tíma til að batsjovs Sovétforseta. Símamynd Reuter. draga sig til baka. Reuter Lofar endurreisn kúvæska þingsins Krónprinsinn af Kúvæt, al- Abdulla al-Sabah, sem jafnframt er forsætisráðherra landsins, lofaði í gær að endurreisa þingið „á réttum tíma“. Krónprinsinn sagði í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð að einnig kynni að verða rætt um kosningarétt handa konum þegar Kúvætar gætu snúiö aftur til heimalands síns. Mikil óánægja var í Kúvæt með stjórn al-Sabah fjölskyldunnar sem flúði til Saudi-Arabíu eftir innrás íraka í Kúvæt 2.ágúst síðasthðinn. Aðeins brot þjóðarinnar hafði kosningarétt, það er karlar í þeim fjölskyldum sem voru í Kúvæt fyr- ir þriðja áratuginn þegar olían fannst í Kúvæt. Þing var leyst upp 1986. Reuter ísraelar óttast efnavopnaárás Eldflaugumskotið aðRiyadh Patriot gagneldflaugar eyðilögðu Scud eldflaug yfir Riyadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, snemma í gærkvöldi. Loftvarnaflautur hófu að væla um hálfsjöleytið að íslenskum tíma og stuttu síðar sáu menn hvar tveimur Patriot-flaugum var skotið á loft. Engar fréttir voru af skemmdum af völdum flauganna. Annarri Scud eldflaug var skotið að Riyadh tæpum sólarhringi áður en hún var stöðvuð irieð sama hætti. Reuter ísrael: Tvær eld- flaugaárásir írakar skutu tveimur Scud-eld- flaugum að ísrael í nótt, þeim fyrstu eftir að landhernaður bandamanna hófst. Flaugarnar lentu báðar í suð- urhluta ísrael og ollu ekki mann- tjóni. Frá upphafi Persaflóastríðsins hafa írakar skotið 39 eldflaugum að írsra- el í þeirri von að etja aröbum og ísra- elsmönnum saman í stríð. Fjórir hafa látist og 300 særst í árásunum. Reuter Mikil hræðsla er nú í ísrael við mögulega efnavopnaárás íraka eft- ir að þeir skutu tveimur Scud-eld- flaugum á suðurhluta ísraels í nótt, sólarhring eftir að bandamenn hófu stórsókn sína gegn írak. Saddam Hussein íraksforseti hót- aði að beita efnavopnum gegn ísra- el mörgum mánuðum áður en hann réðst inn í ísrael 2. ágúst. Síðan hefur hann ítrekað þessar hótanir sínar. Embættismenn bandaríska vam- armálaráðuneytisins sögðu í gær- kvöldi að enn hefðu írakar ekki gert alvöru úr hótunum sínum um að beita efnavopnum í bardögun- um gegn fjölþjóðahemum við Persaflóa. Þó hafa menn orðið var- ir við að sumar jarðsprengjur eru hlaðnar efnavopnum, að sögn sér- fræðinga bandaríska vamarmála- ráðuneytisins. Bandarískir embættismenn telja að möguleiki sé á að gífurlegar loft- árásir bandamanna hafi heppnast og að írakar eigi nú ekki jafnauð- velt með að beita efnavopnum gegn bandamönnum. Þó telja menn hættu á að sérsveitir íraska hersins í írak hafi enn yfir efnavopnum að ráða. Bandarískir embættismenn hafa opinberlega varað við þá herfor- ingja sem gefa fyrirskipun um beit- ingu efnavopna. Samkvæmt Gen- farsáttmála frá 1925 er notkun efnavopna bönnuð. í stríðinu milli íraks og íran 1980 til 1988 notuðu báðir stríðsaðilar efnavopn, að því er embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneytisins sögðu í gær. Reuter MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. 24.febrúar 08.29 - Saddam Hussein íraks- forseti hvetur hermenn sína til að veita bandamönnum harða andspymu. 10.54 - Sovésk yfirvöld harma að stórsókn fjölþjóöahersins skuli hafm og að ekki skuli hafa verið reynt lengur að ná diplómatískri lausn. 11.56 - írönsk yfirvöld harma innrás bandamanna og segja þá ganga lengra en ályktanir Sam- einuðu þjóðanna kveða á um. 12.06 - Útvarpiö í Bagdad segir íraska herinn hafa hrundið árás bandamanna og hafa undirtökin. 13.31 - Kúvæska fréttastofan KUNA segir bandamenn hafa náð yfirráðum í Kúvætborg. 14.00 -Schwarzkopf, yflrmaöur herafla bandamanna, segir bandamenn hafa náð settu mark- miði fyrstu tíu klukkustundir stórsóknarinnar og mætt lítilli mótspymu. Hann segir flmm þúsund og fimm hundruð stríðs- fanga hafa verið tekna og hundr- uð vera að gefast upp. 14.18 - Heimíldarmenn innan Bandailkjahers segja íraka hatá kveikt í yfir tvö hundruð olíu- lindum i Kúvæt. 16.35 - írakar hvetja alla araba tii að ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra. 16.36 - Yfirmaður herafla Fraklta við Persaílóa segir franskar sveitir hafa farið 50 kíló- metra inn fyrir landamæri íraks fyrstu tólf klukkustundur stór- sóknarinnar og tekið þúsmid stríðsfanga. 16.46 - Mubarak Egyptalands- forseti segir egypska hermenn ekki munu fara inn fyrir landa- mæri íraks. 16.56 - Talsmaður írakshers seg- ir íraka hafa sært marga banda- merrn og vísar á bug fregnum um liandtöku þúsunda íraskra stríðsfanga. 16.58 - Háttsettur heimildar- : maður kúvæska hersins segir ír- ■ aka hafa sprengt þinghúsið og fjögur lúxushótel i Kúvætborg. Heimildarmaðurinn vísar á bug frétt um aö bandamenn hafi náð yfirráðum i Kúvætborg og á eyj- unni Failaka. 18.31 - John Major, forsætisráð- herra Bretiands, segir stórsókn- ina vera á undan áætlun en varar við harðari mótspyrnu íraka næstu daga. 18.52 - Arabískir og kúvæskir hermenn sagðir munu fara fyrir hersveitum bandamaima sem ráðast inn í Kúvætborg. 19.11 - Mitterrand Frakldands- forseti segír iandhernaðinn ganga betur en búist var við. 19.14 - Bandamenn skjóta niður Scud-eidflaug íraka yfir Riyadh. 19.58 - James Baker, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, segir íraka enn hafa það á valdi sínu að stöðva bardagana. 21.36 - Bandariskír embættis- menn segja að ráðgert hafi veriö fyrir löngu að gera innrásina að- faranótt laugardags en ákvörðun ekki tekin fyrr en Saddam Hus- sein hafl hafnaö kröfunum um að fara frá Kúvæt. 25.febrúar 00.09 - Her bandainanna heldur tii móts við sérsveitir íraka í suö- urhluta íraks. 00.22 - Hlutabréf á mörkuðum í Tokýo hækka í verði vegna bjart- sýni á góðan árangur banda- manna. 00.26 - Yfirvöld á Kúbu krefjast að Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna stöðvi slórsóknina gegn ír- 01.55 - Eldflaug frá írak skotið tii ísraels en enginn er sagður hafa særst. 02.43 - Embættismenn banda- ríska vamarmáiaráðuneytisins segja íraka enn ekki hatá gert alvöru úr hótunum sinum um að beita efnavopnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.