Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022-FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Innrásin er hafin Her bandamanna sótti inn í Kúvæt aðfaranótt sunnu- dags. Þar með hófst nýr þáttur í Persaflóastríðinu og vonandi lokaþáttur þess. Athygli skal vakin á því að hér er um mestu stríðsátök að ræða frá lokum síðari heimsstyijaldar. Fréttabann hefur verið sett á allar frásagnir af gangi innrásinnar og hernaðaraðgerðir. Það er skiljanlegt í ljósi þess að líf tugþúsunda hermanna er í húfi. Þó hafa lekið út ýmsar óstaðfestar fréttir og að sögn Schwarz- kopf hershöfðingja hefur innrásin gengið eftir áætlun og gott betur. Almenningur hafði vonað í lengstu lög að til innrás- arinnar þyrfti ekki að koma. Tilraunir Sovétmanna um friðsamlega lausn stríðsins báru ekki árangur. Sam- komulagið, sem gert var við íraka, náði of skammt og kom of seint. írakar héldu sig við skilyrt vopnahlé og Saddam Hussein hefur greinilega misreiknað sig enn einu sinni. Hann hélt að samningaþóf og ófullnægjandi tilslakanir gætu tafið innrás og ruglað bandamenn í rím- inu. Hann hefur eflaust vonað að fleygur mundi koma í bandalagið og hjálpa honum til að bjarga andlitinu Þær vonir brugðust. Bush Bandaríkjaforseti hafði sett írökum úrslitakosti á fóstudaginn. Saddam Hussein virti þá kosti ekki við- lits en hélt áfram eldflaugaárásum á Saudi-Arabíu og hófst handa um skemmdarverk í Kúvæt. írakar hafa sett eld að olíuvinnslustöðvum, olíupöllum og leiðslum og ætluðu greinilega að skilja eftir sig sviðna jörð. Jafn- framt fullyrða Kúvætar að írakar haþ að undanförnu pyndað og drepið hundruð Kúvætborgara. Innrás bandamanna kemur sannarlega á síðustu stundu og er því miður óhjákvæmileg. Það duga greinilega engin vettlingatök gagnvart þessum manni. Þennan fyrsta sólarhring innrásarinnar hefur mót- spyrnan reynst minni en óttast var. Það er að mörgu leyti skiljanlegt. íraskir hermenn hafa legið undir stöð- ugum loftárásum í rúman mánuð og hlýtur að vera mjög úr baráttuþreki þeirra dregið. Ennfremur getur varla verið mikill hugur í mönnum að taka þátt í stríði um land sem Saddam Hussein er búinn að fallast á að gefa eftir. í þriðja lagi hafa bandamenn aðallega verið að kljást við varalið íraka meðan lýðveldisherinn bíður enn átekta við landamæri Kúvæts og íraks. Sá her mun veita viðnám og þess vegna ber að var- ast bjartsýni um stutt stríð. Lýðveldisherinn er þraut- þjálfaður atvinnumannaher sem tók þátt í stríðinu gegn íran í átta ár og berst eflaust til síðasta manns. Ekki má heldur gleyma þeim hótunum Saddams Hussein að efna- og sýklavopnum verði beitt og það mun ugglaust verða gert þegar örvæntingin grípur um sig. Það er einmitt í þessum efnum sem Saddam Hussein er hættulegastur. Hann virðir ekki leikreglur siðferðis og réttlætis. Hann leggur ekki aðeins undir sig önnur lönd heldur svífst einskis í vopnaburði og heldur millj- ónum manna í helfjötrum ótta og skelfmgar. Hans eigin þjóð hefur engu um það ráðið að standa nú frammi fyr- ir eyðileggingu og upplausn en samt sem áður er henni og öllum ungum mönnum landsins stefnt í opinn dauð- ann. Saddam Hussein hefur hvatt þá til að verjast og beijast þótt það þýði ekkert nema tortímingu á endan- um. Hér er sú ósk sett fram að bandamenn losi írösku þjóðina og alla heimsbyggðina undan oki þess manns sem hleypti þessu stríði af stað. Ellert B.'Schram Ég veit ekki hvort þiö eruð svo glögg að þið haíið tekið eftir því að hingað til hafa einhver helstu ein- kenni á alþjóðamálum eftir heims- styrjöldina síðari verið þau að þjóð- ir heimsins gátu endalaust hegðað sér eins og klöguskjóöur. Kannski væri réttara að segja að einkum smáþjóðimar, bæði hvítra manna og svartra. Þær hafa stundað þá lisí klögu- skjóðunnar að ganga með falskt sakleysi í augunum og sultarfingur í munni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eins og nokkurs konar fráskilinna foreldra sinna og stundað hagnýtar pólitískar sníkj- ur: ýmist hjá mömmu eða hjá pabba. Litlu englaþjóðirnar Til að heilla litlu, kvöldu engla- þjóðimar til sín hefur pabbi gefið þeim hugsjónagottirí á heilann en mamman fengið þeim hernaðar- leikfóng svo áður kúguðu krúttin geti leikið sér í þeirri list að þykj- ast vera miklir, sætir óþekktar- ormar sem freta oft fúkyrðum á Harðæri hjá klöguskjóðum Þorskurinn með sitt kalda blóð i hafinu er þó með haus og sporð en hvort tveggja held ég að vanti þvi miður oft á athafnir okkar. stórapabba og frussa sælgætisslefu á stórumömmu. Með þessu móti hafa alþjóðamál og hegðun veraldarbarna helst snúist um það að láta klögumálin ganga á víxl milh foreldra heimsins í hinu kalda stríði með sífrandi og spillta krakkahópinn á eftir sér, heimtufrek og óseöjandi, sífellt með kjaftinn opinn. Vegna þess' að aldrei hefur mátt neitt út af bera, hvorki leikfangabílum fækka né sósíalíska súkkulaðið minnka, þá hafa dekurbörn mömmu hróp- að: Mamma, ef ég fæ ekki fleiri skrið- dreka þá fer ég strax til pabba! Þannig endalaus óþekkt á óþægð ofan er algert reiðuleysi í völundar- húsi hauga af gjöfum sem valda aðeins sárri neyð og ósjálfstæði hjá börnunum en að lokum gífurlegri þurrð og rýrnandi efnahag hjá for- eldrunum; þótt þeir reyni að halda gjafabúðunum opnum í lengstu lög. Að sjálfsögðu kölluðu krakkarnir heimtufrekjuna réttiæti eða rétt- lætiskröfur, hugsjónir eða annaö sem hægt væri kannski núorðið að kalla faguryrt skrudduskvaldur. Vegna þess að börn hafa lært að tala, ekki frá hjartanu heldur út úr áróðurspésum. Þau geta líka haldið uppi dálaglegu handbóka- spjalli. Þessi hemaðarlist háværra krakka hefur gefist prýðilega, þangað til fráskildu hjónin komust að því að óþægu bömin höfðu næstum því étið þau út á gaddinn. Búr, sem vora áður full af sæl- gæti og stríðsleikfóngum, höfðu næstum tæmst en krakkamir samt jafnfrekir og óviðráðanlegir og áð- ur. Kæru landar! Er því furða þótt foreldrarnir hugsuðu sitt ráö: að slá aftur sam- an reytunum og ganga í nýupp- reidda sæng þótt bæði væm orðin kríkamjó og eflaust ekki jafnungleg og þau höfðu verið í stríði tilhuga- lífsins og drápu í sameiningu aðra sem biðluðu til þjóða heimsins og höfðu hug á að hremma hann til sín? Sér til sárra vonbrigða fundu þau að krakkabjánamir litu ekki eins upp til þeirra og áður þótt þau sjálf litu enn stórt á sig og teldu sig vera stórveldi í ást á öllum heimsins börnum. Líklega mun á næstunni harðna í ári hjá litiu klöguskjóðunum, væskilslegu löndunum sem hafa gengið með dyndilsdyndl á milli KjaUarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur Bandaríkjanna og Rússa fram á þennan dag í von um að þau næðu aldrei saman þótt hjá þeim ríkti gagnkvæm aðdáun stórvelda. Kæru landar! Við íslendingar getum ekki fremur en önnur lítil og saklaus ríki gengið lengur klag- andi á milli stórveldanna. Byrjið þess vegna strax í dag, eftir hádeg- ið, að hugsa ykkar ráð í raun og veru. Reynið aö sýna sjálfstæði, ein og sér og öll í hóp, í orðsins fyllstu merkingu.- Framleiðiö ykkar eigin lífsgæði, gleöi og sorgir. Hugið helst með forsjá að veiðum á þorskinum með sitt kalda blóð í hafinu. Þótt sá fiskur hafi aldrei verið talinn einstakt gáfnaljós í hugarheimi okkar þá er hann aö minnsta kosti bæði með haus og sporö. En hvort tveggja held ég að vanti því miður oft á athafnir okkar. Munið að framtíðin og börn hennar þurfa líka að lifa á fiski og nota heitt vatn og bíta í lambakjöt. Með því að ekkert er óþrjótandi í henni veröld verður maðurinn óhjákvæmilega að lifa þegar í harð- bakkann slær samkvæmt sínu innsta eöli og lögmáli þess: lífi hans em því miður takmörk sett. Það albesta í lífinu er að í raun og vera er álíka gaman að lifa skyn- samlegu lífi og óskynsamlegu. Hóf- semi er engu verri en andstæöa hennar: bruðlið og óhófsemin. Þreyta þess nýja Allt sem við gerum á brautum lífsins er einhver tegund af leik sem varir stutt eöa skamma stund. í hagfræðinni gildir aðeins ein algild leikregla: veriö aldrei of sparsöm og ekki heldur nísk þá staönar bæði einstaklingur og þjóðfélagið: hvort tveggja verður sem trénað blóm. Verið heldur aldrei of eyðslu- söm vegna þess að þá visnar sam- félagið og einstaklingurinn eins og rósin sem síblómgast í stutta stund og deyr. Kæra landar! Það hljómar kannski eins og fjarstæða en til era bestu og fegurstu jurtir, einstakl- ingar og samfélög, sem hafa í einu orði sagt hreinlega blómgast í hel og aldrei náð sér aftur. Varið ykkur því á óþörfum hagvexti og of blóm- legu athafnalífi. Islenska samfélagiö hefur ekki vaxið upp úr miög djúpum eða frjó- sömum jarðvegi. Það stendur ekki á gömlum merg nema að litiu leyti: hér er allt nýtt að sjá. í okkur öllum er þar af leiðandi þreyta þess nýja. Þannig þreyta lýsir sér í kvarti mannsins sem sér stutt fram í tímann eða framtíð samfélags síns vegna þess að hann sér líka örskammt aftur í hann. Hálfblindur maður á eðli samfé- lagsins ætiar að drífa það áfram, drífa allt af með átaki og berserks- gangi enda er hann talsvert oft „í ham“ og fremur orka á lokastigi en aðdragandi hennar. Munið að saga sérhverrar þjóöar og mannkynsins er þegar öllu er á botninn hvolft aðeins hæggengur hraði: snöggar breytingar veröa, stríð æða yfir löndin, sprengjum er varpað, allt er á hverfanda hveli. En að þessu loknu sést í kyrrð tímans aö sKjaldbaka sögunnar hefur aðeins farið lítiö „hænufet" sem enginn veit með vissu hvort stefnir aftur á bak eða áfram. Guðbergur Bergsson „Það albesta í lífinu er að í raun og veru er álíka gaman að lifa skynsam- legu lífi og óskynsamlegu.Hófsemi er engu verri en andstæða hennar: bruðl- ið og óhófsemin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.