Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Síða 15
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. 15 Af málefnum geðsjúkra: Miskunnarleysi samfélagsins í desember 1987 bar ég fram fyr- irspum á Alþingi til Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra um vistun geösjúkra aíbrota- manna. Fyrirspumin var svohljóð- andi: 1. Telur ráðherrann það samrým- ast lögum um heilbrigðisþjón- ustu, nr. 59/1983, að geðsjúkt fólk sé vistað í fangelsum eins og tíðkað er? 2. Hve margir geðsjúkir einstakl- ingar eru nú vistaðir í fangelsum þó að þeir hafl verið úrskurðaðir ósakhæfir vegna geðveiki? 3. Em einhverjar aðgerðir fyrir- hugaðar til þess að geðsjúkir einstaklingar, sem gerast brot- legir við lög vegna sjúkdóms síns, fái nauðsynlega læknis- meðferð? Ekkert varð af framkvæmdum Á þinginu 1979/80 hafði Helgi Selj- an þáverandi alþingismaður flutt tillögu til þingsályktunar um úr- bætur í geðheilbrigðismálum og m.a. í málefnum geðsjúkra afbrota- manna. Tillagan, sem var í mörg- um liðum, var samþykkt svo breytt að skipuð skyldi nefnd til að gera tillögur til úrbóta. Sú nefnd var skipuð en Svavar Gestsson þáverandi heiibrigðisráð- herra skipaði einnig sérstaka nefnd sem gera skyldi tillögur um úrbæt- ur á málefnum geðsjúkra afbrota- manna og veittar voru 2 milljónir króna í því skyni. Nefndin, sem Ingvar Kristjánsson læknir var for- maður fyrir, vann verk sitt vel og Kjallariim Guðrún Helgadóttir alþingismaður tillögum var skilað árið 1982. Lagt var til að stofna bæri réttargeðdeild ríkisins undir stjórn yfirlæknis sem væri starfsmaður dómsmála- ráðuneytisins en sú tiUaga er í rauninni í samræmi viö 3. gr. laga um fangelsi og vinnuhæli nr. 38/1973. Ekkert varð hins vegar af fram- kvæmdum, e.t.v. fyrst og fremst vegna þess að lög um heilbrigðis- þjónustu kváðu ekki á um skyldu heUbrigðiskerfisins tU að annast geðsjúka afbrotamenn sem þörfn- uðust ekki einungis læknismeð- ferðar heldur einnig öryggisgæslu. í svari sínu við fyrirspurn minni taldi heUbrigðisráðherra málið tæpast í verkahring heilbrigðis- þjónustunnar samkvæmt lögum heldur heyrði það undir málefni dómsmálaráðherra. Eftir sitja aðstendendur... Jón Sigurðsson þáverandi dóms- málaráðherra var á annarri skoð- un. Hann taldi þessi málefni heyra undir heilbrigðisþjónustuna og það yrði tryggt með lagafrumvarpi til nýrra fangelsislaga sem hann hygðist leggja fram. Það frumvarp varð að lögum sem tóku gildi 1. janúar 1988. Ekki voru þau lög skýrari en svo að eftir samþykkt þeirra áttu ráðu- neytin tvö fundi um málið og enn var skipuð nefnd til þess að gera tUlögur um fyrirkomulag réttar- geðlækninga hér á landi og með hvaða hætti geðsjúkir afbrotamenn skyldu vistaðir. ÓskUjanlegt er ‘raunar hvers vegna hinni fyrri nefnd, sem unnið hafði lengi og vel að tUlögum, var ekki fahð það verk- efni en þess í stað skipuð ný nefnd. „Örvinglaðir aðstandendur geðsjúkl- inga eiga enga aðra að en okkur sem á Alþingi sitjum og ábyrgðin er okkar.“ Lög um fangelsi og fangavist. Handhafar valds forseta Íslands samkvæmt 8. gr. stjómarskrárinnar forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar, gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru: I. KAFLI Stjórn og skipulag. 1. gr. Ríkið skal eiga og reka öll fangelsi hér á landi. Dómsmálaráðherra fer með yf.rstjorn fangelsismála. 2- gr- Starfrækja skal sérstaka stofnun, fangelsismálastofnun, til þess: 1. Að annast daglega yfirstjórn á rekstri fangelsa. 2. Að sjá um fullnustu refsidóma. .. , , ..A (. 3. Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákteru gegn, dæmdtr eru skilorðsbundið. fa skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. 4 Að annast félagslega þjónustu við fanga og þá sem taldir eru upp t 3. lið. 5. Að sjá um að í fangclsum sé veitt sérhæfð þjónusta, svo sem heilbrigðisþjonusta, prestsþjónusta o.s.frv. ----------(.....1,,..,. a-f.I vRia há sem dæmdir eru i fangelsi, vatöhald og^þá sem Með nýjum fangelsislögum frá 1. jan. 1988 átti að tryggja málefni geð- sjúkra afbrotamanna. Hefur það tafið málið til muna og vandamálið er óleyst. Fyrirspurn mín var á sínum tíma fram komin vegna þess að vitað var að alvarlega geðsjúkir einstakling- ar höfðu dvahst árum saman í fangelsum landsins við litla sem enga læknisþjónustu. Hinn 8. nóv. sl. bar Karl Steinar Guðnason alþingismaður fram fyr- irspurn um hvað heilbrigðisráðu- neytið hefði aðhafst í málefnum geðsjúkra afbrotamanna. Heil- brigðisráðherra vitnaði í störf áð- urnefndrar nefndar og viö það sit- ur. Nú hafa þeir atburðir gerst sem öllum eru kunnugir. Tveir fársjúk- ir einstaklingar og einn þroska- heftur eru, þegar þetta er skrifað, í gæsluvarðhaldi þó að slíkt varð- hald sé fyrst og fremst til þess ætl- að að auðvelda rannsókn mála sak- hæfs fólks. Þessi átakanlegu mál eru upplýst hvað varðar þá sem af sér brutu og öllum er ljóst að þeir þarfnast fyrst og fremst hjálpar og öryggisgæslu en ekki refsingar. Vitað var um a.m.k. einn þessara einstaklinga að hann var hættuleg- ur umhverfi sínu, en samt fór sem fór. Eftir sitja aðstandendur allra aðila með sorg sem okkur hinum sýnist nær óbærileg. Væntanlega geta alhr sett sig í spor þeirra. Samúðin nægir ekki En samúð okkar nægir ekki. Ang- ist aðstandenda þessa fólks verður ekki með orðum lýst og miskunn- arleysi samfélagsins sýnist á stundum algert, samanber vinsælt fréttaefni sumarsins af íþróttavöll- um borgarinnar. Á æskustöðvum mínum heföu það ekki þótt góðir siðir að skopast að sjúklingum. Þar komum við hvert öðru við. Ör- vinglaðir aðstandendur geðsjúkl- inga eiga enga aðra að en okkur sem á Alþingi sitjum og ábyrgðin er okkar. En viö höfum einfaldlega brugðist með þeim skelfllegu af- leiðingum sem nú blasa við og geð- sjúkir fangar hafa liðið fyrir árum saman. Áðurnefndir atburðir ættu að nægja th að gera okkur sem telj- umst með fullu viti ljósa þá ábyrgð sem við berum á þeim sem sjúk- dómar hafa svipt ráði og rænu. Þeir fjármunir, sem til þarf svo að þessir einstaklingar sem bágast eiga allra í samfélaginu fái notið þeirrar þjónustu sem unnt er að veita þeim, eru hégóminn einn í sameiginlegum sjóði einnar rík- ustu þjóðar heims. Þessi mál þola enga bið. Það hlýtur að vera krafa hvers einasta íslendings að sú þjónusta fáist strax. Núna. Guðrún Helgadóttir Atvinnuleysi og þjóðarsátt „Atvinna handa öllum var markmið sem var hreinlega keypt með verð- bolgu," segir meðal annars í grein Brynjóifs. Lesandi góður. Á síðustu misser- um hafa orðið margvíslegar breyt- ingar á íslensku efnahagslífi. Þess- ar breytingar hafa þegar haft mikil áhrif á líf hvers einasta manns og eiga eftir að hafa mikil áhrif á líf okkar allra á næstu árum. Ein stærsta breytingin, sem átt hefur sér stað, er hin svokallaða þjóðarsátt, sem gerð var fyrir nokkru að frumkvæði aðha vinnu- markaðarins, og hjöðnun verð- bólgu í kjölfar hennar. Fylgikvilli þjóðarsáttar En samfara þjóðarsáttinni hefur verið innleitt atvinnuleysi hér á íslandi. Margt bendir th þess að það atvinnuleysi sé komið th aö vera. Það er þekkt lögmál úr smiðju hag- fræðinnar að mikh verðbólga og hátt atvinnustig eiga samleið. Og líka að lítil verðbólga og atvinnu- leysi eiga samleið - því miður. Fyrir þjóðarsátt var efnahags- stefna íslenskra stjómvalda sú að viðhalda fullri atvinnu í landinu með sem minnstri verðbólgu. At- vinna handa öllum var markmið sem var hreinlega keypt með verð- bólgu. Hlutverk ríkisstjórnar undir þessum kringumstæðum var að halda verðbólgu niðri með öllum thtækum ráðum. Svo komust menn að þeirri nið- urstöðu að verðbólguþjóðfélagið fengi ekki staðist til frambúðar. Það varð að koma verðbólgu á ís- landi niður á sama stig og gerist í nágrannalöndum okkar. Það tókst með þjóðarsáttinni. Öðruvísi efnahagsvandi En þar með geta stjórnvöld ekki Kjallariim Brynjólfur Jónsson hagfræðingur lagt árar í bát og gortað af því að búið sé að leysa efnahagsvandann, eins og gert hefur verið. Sannleik- urinn er sá að það er búið að breyta efnahagsvandanum úr verðbólgu- vanda í atvinnuleysisvanda. Það er hreinn barnaskapur að ætla að viö íslendingar getum lifað við álíka lága verðbólgu og gerist í nágrannalöndum okkar án þess að það hafi verulega slæm áhrif á at- vinnuástandið í landinu, nema gerðar séu sérstakar og róttækar ráðstafanir í atvinnumálum þjóð- arinnar. Öll sú orka, sem áöur fór í það að berjast gegn verðbólgu, verður nú að fara í það að berjast gegn atvinnuleysi og því böh sem það mun halda áfram að leiða yfir okk- ur íslendinga á næstunni ef ekki verður gripið th viðeigandi ráðstaf- ana. En það bólar hvergi á slíkum ráðstöfunum. Ef þær væntingar, sem menn höfðu um byggingu álvers, hefðu veriö raunhæfar og þær fram- kvæmdir væru að fara í gang á næstu vikum og mánuðum hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af at- vinnuástandinu á næstunni. En hvað á að gera í atvinnumálum þjóöarinnar nú, þegar álfram- kvæmdir frestast, eða ef ekkert verður af þeim??? Atvinnuleysið nú Það ríkir mikið atvinnuleysi á íslandi nú. Miklu meira en opin- berar tölur gefa til kynna. Fjöldi landsmanna á ekki rétt á atvinnu- leysisbótum af ýmsum ástæðum og thkynnir sig því ekki á atvinnu- leysisskrá. Fjöldi fólks lítur svo á að það sé niðurlægjandi að vera atvinnulaus. Sá hópur er ótrúlega stór og hann skilar sér hla á at- vinnuleysisskrá. Fjöldi heimavinn- andi húsmæðra gæti vel þegið vinnu hálfan daginn en fær ekki - þær eru hvergi skráðar atvinnu- lausar. Svo eru fjöldamargir landsmenn í vinnu en eiga ekki lengur kost á yfirvinnu og ýmsum aukatekjum sem þeir höfðu áður. Sá hópur hef- ur í raun misst vinnu sína að hiuta th. Svo situr fjöldi manns á skóla- bekk en væri ekki í námi heldur vinnu ef atvinnuástand væri með eðlilegum hætti. Og þannig mætti áfram telja. Atvinnuleysi samkvæmt opin- berri mælingu mæhr aðeins topp- inn á ísjakanum. Vandinn er miklu stærri en opinberar tölur gefa th kynna. Hið dulda atvinniheysi má ekki vanmeta í stöðunni því það er stórt þótt það mælist ekki á opin- berum mælikvarða. Ástandið í at- vinnumálum þjóðarinnar eins og nú er komið málum er í einu orði sagt óviðunandi. Og úthtið er ekki bjart fram undan. Nýtt hlutverk stjórnvalda Lesandi góður. Hlutverk ríkis- stjórnar undir þeim kringumstæð- um, sem hér ríktu í efnahagsmál- um, var að halda verðbólgu niðri með öhum tiltækum ráðum, við hátt atvinnustig. Sá tími er liðinn! Hlutverk ríkisstjórnar undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja hér í efnahagsmálum, ér að halda atvinnuleysi niðri með öhum tiltækum ráðum, við lága verð- bólgu. Því hlutverki er ekki sinnt. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Brynjólfur Jónsson „Hlutverk ríkisstjórnar undir þeim kringumstæðum, sem nú ríkja hér í efnahagsmálum, er að halda atvinnu- leysi níðri með öllum tiltækum ráðum, við lága verðbólgu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.