Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Side 17
MANUDAGUR 25. FEBRUAR 1991. 17 Friðrik Sophusson alþingismaður og Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI. - Annan hvorn þessara manna vill Regína fá í formannssæti Sjálfstæðisflokksins. Davíð, þú kollsiglir þig Nú eru miklar vangaveltur um það hvort Davíð borgarstjóri ætli að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég vildi nú í bestu meiningu benda Davíð Odd- syni á að fara ekki út á þá hálu braut. Þú ert búinn að vinna mörg góðverk sem borgarfulltrúi og þú ert að kollsigla sjálfan þig með því átakanlega sjálfsáliti sem þú hefur. Einnig ertu búinn að vera of lengi eins og einræðisherra sem borgar- stjóri Reykjavíkur og æðir þar áfram eins og mannýgt naut í hörðu moldarbarði og grjóti. Sjáum hina dýru og ljótu ráðhúsbyggingu sem er byggð í vatni en ekki á bjargi eins og á að byggja öli hús og sagt er í Biblíunni. Ef það ólán skyldi henda þig að vera kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins og þú leiðir sjálfur flokkinn til Al- þingis, og auðvitað viltu verða for- sætisráðherra þótt þú haflr aldrei á þing komið, því blindan einkenn- ir þig og verk þín sem eru mörg ljót, ólýðræðisleg, ónýt, fljótfærnis- leg og illa hönnuð. Þegar þú verður búinn að vera forsætisráðherra eða annar ráðherra, því ekki kemur annað til greina frá þinni hendi, þá kollsiglir þú þig alveg eftir svona tvo þrjá mánuði sem ráðherra á alþingi. Verkin eru ólygnust Já, ég vil jafnframt benda þér á, Davíð, að þú getur ekki gert allt sem þér sýnist því á Alþingi er margt fólk sem fylgist með þér og þar getur þú aldrei orðið einræðis- herra eins og þú hefur verið sem borgarstjóri síðustu árin. Ég óska þess að þú farir ekki út á þá hálu braut sem þú hugsar þér um þessar mundir. Mundu málsháttinn „Oft verður lítið af því höggi sem hátt er reitt.“ Davíð Oddsson stendur ekki lengur á bjargi eins og hann gerði fyrst sem borgarfulltrúi. En eftir ‘að hann varð borgarstjóri fór bjargið að springa og þá er ekki von á góðu, og verkin tala og þau eru ólygnust. Auðvitað vita allir og skilja að Þorsteinn Pálsson er lítil maður og kann lítið til verka enda er hann svo illa innréttaður að það mundi engin kona nota þá eldhúsinnrétt- KjaUarinn Regína Thorarensen fréttaritari, Selfossi Friðrik eða Einar Oddur Mér finnst alltaf að landsbyggð- arþingmenn Sjálfstæðisflokksins beri alveg af þingmönnum flokks- ins, t.d. Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson, Matthías Bjarnason og fleiri og fleiri sem væri of langt mál upp að telja. Ég vil benda Þor- steini og Davíð á að fá Friðrik Soph- usson sem formann. Hann er bæði ábyggilegur og ábyrgur alþingis- maður og kemur alltaf svo vel fyrir og er bara óvenju traustvekjandi af sjálfstæðismanni að vera nú til dags. Reykvíkingar segja: Við vilj- um formann úr Reykjavík, þess vegna kjósum við Davíð Oddsson, en Þorsteinn Pálsson hefur aldrei komist í prófkjör í Reykjavík því þeir vilja ekki sjá hann þar. Auðvit- að væri mikið lán fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, en hann er ekkert nema „Góð og ábyrg stjórnarandstaða er nauðsynleg en óábyrg stjórnarand- staða, eins og verið hefur undanfarin kjörtímabil, er bölvaldur.“ ingu sem væri eins illa innréttuð og Þorsteinn Pálsson er. En Sunn- lendingar kjósa hann og það gerir ekkert til því Sunnlendingar eru góðir við fólk sem minna má sín, því við höfum svo mikilhæfa þing- menn úr öðrum flokkum á Al- þingi. Við sem búum í Suðurlands- kjördæmi eigum svo góða og full- komna þingmenn að það gerir ekk- ert til að eiga einn lítinn karl. Dav- íð veit manna best að Þorsteinn er smár en mér heyrist á fólki að það vilji heldur hafa Þorstein sem for- mann flokksins heldur en Davíð. En það eru margir hér í Suður- landskjördæmi sem kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn ef Þorsteinn verður áfram formaður flokksins. Það er leitt til þess að vita að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem montar sig af að vera stærsti flokkurinn og er það, skuli ekki geta fengið úr öllum þessum fjölda sæmilegan formann, því við þurfum að fá góðan og full- kominn formann því eftir höfðinu dansa limirnir. nafnið hjá því sem hann var meðan þeir lifðu Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Gunnar heitinn Thoroddsen sem var afskaplega ábyrgur stjórnmálamaður, kunni að stjórna skapi sínu og var með mikilhæfustu stjórnmálamönnum. Ég vil benda á Einar Odd Kristjáns- son sem formann og þá gæti Sjálf- stæðisflokkurinn farið að stækka þegar Einar væri búinn að siða þá til og gera þá svoldið ábyrga. En ég þykist vita að Einar Oddur geti ekki hugsað sér að vinna með súkkulaðidrengjunum mörgu í Sjálfstæðisflokknum sem eru á Al- þingi. En það eru fáir sem eru ábyrgir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, og þeir hugsa ekki um heill og hag þjóðarinnar, eru bara með eitthvert bull og kjaftæði, en sjálfstæðiskonurnar bera alveg af. Góð og ábyrg stjórnarandstaða er nauðsynleg en óábyrg stjórnarand- staða, eins og verið hefur undan- farin kjörtímabil, er bölvaldur. Regína Thorarensen Haldid ykkur fast ÞVIHÉR KEMUR: rnm KILOIÐ AF GOUDA 26% # # # IKILOAPAKKNINGUM LÆKKAR UM: VAR: 763,00 KR/KG VERÐUR: 563,00 KR/KG I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.