Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Page 28
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. Erlend myndsjá Albanir varpaaf sér okinu Námsmenn i háskólanum í Tirana hafa verið í broddi fylkingar uppreisn- armanna í Albaniu. Þar til fyrir helgi var skólinn kenndur viö Enver Hoxa, fyrrum einvald í landinu, en nú hefur nafn hans verið strikað út. Það er nánast eini votturinn um að stjórnvöld séu að láta undan mót- mælendum. Á götum Tirana hafa námsmenn átt í höggi við óeirðalögregluna. Barsmíð hefur verið svar stjórnvalda við kröfum um aukið lýðræði. Það veit sjaldnast á gott þegar bækur eru brenndar. í Tirana hafa borg- arbúar gengið í bókaverslanir og borið ritverk Envers Hoxa út á götur og kveikt i þeim. stalli fyrir helgina. Nú reyna baráttumenn hins vegar að ná til þjóðarinn- ar af þeim stöllum sem auðir eru. Hér má sjá Neritan Ceka, einn leið- toga andófsmanna, halda ræðu. * Óeirðalögreglan í Tirana, höfuðborg Albaníu, hefur skriðdreka sér til fulltingis við að halda aftur af borgarbúum sem orðnir eru langeygir eftir frelsinu. Þróunin i landinu hefur verið hægari en í öðrum löndum Austur-Evrópu þótt fréttir af ólgu innanlands hafi borist af og til undan- farin tvö ár. Hér má sjá lögregluna loka götu sem kennd er við pislar- votta þjóðarinnar. Enginn veit með vissu hve margir hafa fallið í átökum síðustu daga, þó er víst að nýir píslarvottar hafa orðið til. Símamyndir Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.