Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Síða 2
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. Fréttir Þrír kassar af sprengiefni geymdir í ólæstum gámi: Unglingar f undu 70 kíló af dínamíti á sorphaugum - íslendingar kærulausir 1 þessum málum, segir sprengjusérfræðingur Um 70 kíló af sprengiefni fundust í þremur kössum í ólæstum gámi á geymslusvæði sorphauganna í Gufu- nesi á föstudag. Það voru unglings- piltar er leið áttu um svæðið sem komu auga á sprengiefnið í gámin- um. Létu þeir lögreglu vita sem fór á staðinn ásamt sprengjusérfræðingi frá Landhelgisgæslunni. Hér var mest um að ræöa dínamít en eitthvaö af svokölluðu gelatíni. Sprengiefnið var fjarlægt úr gámin- um og sett í sérstaka geymslu sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráöa. Jón Bjartmars, hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði í samtali við DV að vítavert væri að geyma sprengiefni í ólæstum hirslum. Sprengjusérfræð- ingur Landhelgisgæslunnar tók í sama streng og segir íslendinga skera sig úr á Vesturlöndum hvað snertir kæruleysi í meðferð og geymslu sprengiefna: „Það hefur oft komið fyrir að sprengiefni fmnist eða sé stohð hér á landi. Þetta er alveg fráleitt aö geyma sprengiefni með þessum hætti. Þessi mál eru fyrir neðan allar hellur hér á landi,“ sagði sprengju- sérfræöingur Landhelgisgæslunnar. Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur verið gert viðvart vegna málsins. í lögum um sprengiefni eru skýr ákvæöi um að þeir sem leyfi fá hjá yfirvöldum um meðferð slíkra efna skuh ábyrgjast að þeim sé komið tryggilega fyrir á stöðum þar sem óviðkomandi ná ekki til þeirra. Sam- kvæmt lögunum er refsivert aö brjóta ákvæði þeirra. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur fengið, mun lögregla gera ráð- stafanir til að ná í þá aðila sem áttu framangreint sprengiefni. Ekki er ljóst hvort mál þetta veröur sent til ríkissaksóknara. -ÓTT Eldur kviknaði i einbýlishúsi við Stigahlið iaust fyrir klukkan tiu í gærmorgun. Einn maður er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa kveikt í. Þegar slökkviliðið kom á vettvang lagði mikinn reyk út um glugga og rúður voru farnar að springa. Fimm reykkafarar fóru inn og ieituðu að fólki en enginn reyndist heima. Töluverður eldur logaöi í stofunni en greiðlega tókst að slökkva hann. Miklar skemmdir urðu í húsinu, bæði vegna elds og reyks. DV-mynd S Lögreglan upplýsti þjófnaðarmál á ísafirði: Fjórir piltar játuðu á sig tíu innbrot - höfðu farið 1 verslanir og fyrirtæki frá því í nóvember Lögreglan hefur upplýst níu inn- brot og eina innbrotstilraun sem framin hefur verið á ísafirði á und- anförnum mánuðum. Fjórir 15 ára piltar hafa með mismunandi hætti gengist við innbrotunum. Innbrotin voru framin í verslun- um og öðrum fyrirtækjum á ísafirði frá því í nóvember. Teknir hafa verið peningar, sælgæti, síga- rettur og fleira. Að sögn lögreglu er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða. Innbrotin hafa verið framin með mismunandi mihibih frá því í nóvember en á aöfaranótt fimmtu- dagsins í síðustu viku var bæði brotist inn í sjoppu menntaskólans og á videoleigu. Grunur beindist síðan að ákveðnum aðhum. Fjórir piltar voru yfirheyrðir fyr- ir helgina vegna málsins. Þeir hafa gengist við þvi að hafa framið öll ofangreind innbrot. Einn þeirra átti þátt í þeim öllum, annar var í öllum nema einu, sá þriðji var í tveimur innbrotum en fjórði piltur- inn var aðeins viöriðinn eitt þeirra. Lögreglan á ísafiröi vinnur nú aö lokafrágangi vegna þessa máls. Að sögn fulltrúa í rannsóknadeild lögreglunnar á enn eftir að upplýsa þjófnað á fjórum koparkrossum, sem teknir voru af leiöum í kirkju- garðinum á ísafiröi. Krossamir voru fastir við legsteina. Hér er um að ræða rúmlega lófastóra kopar- krossa. Þjófnaðurinn uppgötvaðist 11. febrúar. Lögreglan segir að allar upplýsingar almennings sem hugs- anlega geta leitt til aö þess að þjófn- aöirnir upplýsist séu vel þegnar. -ÓTT Dánarorsök Færeyingsins var af völdum brunasára: Ekki Ijóst af hverju maðurinn lést Endanleg niðurstaða Rannsóknar- lögreglu ríkisins vegna láts Færey- ingsins, sem lést fyrir skömmu við Faxamarkaö, liggur ekki fyrir. Þó er Ijóst að dánarorsök mannsins var af völdum brunasára. Niðurstaða réttarkrufningar liggur ekki fyrir en hún er væntanleg bráð- lega. Að sögn Sigurbjöms Víðis Egg- ertssonar hjá Rannsóknarlögregl- unni mun hún leiöa í ljós hvort maö- urinn var undir áhrifum áfengis eða lyfja. Rannsókn málsins hefur ekki leitt í ljós hvort um var aö ræða slýs eða hvort dauða Færeyingsins bar að höndum meö öömm hætti. Sigurbjöm Víðir sagði að á undan- fórnum misserum heföu engin óupp- lýst dauðsföll ko.miö fram eins og í framangreindu tilfehi. -ÓTT Hætt að endurvarpa fréttatímum Sky -óvístmeð CNN íslenska ríkissjónvarpið hefur hætt beinu endurvarpi á sendingum Skyfréttastöövarinnar. Að sögn Markúsar Arnar Antonssonar út- varpsstjóra var alla tíð litið á útsend- ingar Sky sem tímabundnar á meðan stríðsástand ríkti við Persaflóa. Því hafi RÚV einungis gert bráðbirgða- samning við Sky, það hafi aldrei ver- ið ætlunin að halda þessum sending- um áfram eftir að búið yrði að semja um vopnahlé í Persaflóadeilunni. „Það er svo í verkahring fréttastofu Sjónvarps að gera grein fyrir eftir- málum stríðsins í fréttatímum sínum sem em tveir flesta daga vikunnar," segir Markús Örn. Að sögn Páls Magnússonar, sjón- varpsstjóra á Stöð 2, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvort send- ingum CNN verði hætt. Ákvörðun um það mun liggja fyrir síðar í vik- unni. Þangað til verða útsendingar GNN með óbreyttum hætti. -J.Mar Grímuklæddir ræningjar ógnuðu afgreiðslukonu - strokufangar liggja undir grun Tveir dökkklæddir menn með grímur fyrir andhti réðust inn í sö- lutum við Hjarðarhaga 49 í fyrra- kvöld og stálu peningum úr kassa verslunarinnar. Tahð er að þeir hafi náð 7-10 þúsund krónum. Málið er óupplýst en tveir fangar sem struku af Litla-Hrauni síðdegis í fyrradag hggja undir grun um verknaðinn. Fangamir voru handteknir við Amt- manstíg síðdegis í gær. Afgreiðslukona var í versluninni rétt fyrir lokun þegar mennimir réð- ust til inngöngu. Annar þeirra ógnaði konunni með barefli. Afgreiðslukon- an tók þá kúst og bar hann fyrir sig. Ekki kom þó til þess að ráðist yrði á hana. Annar mannanna gekk rak- leiðis að peningakassanum og tók peninga úr honum. . Fangarnir sem handteknir voru í gær voru færðir í fangelsið i Síðum- úla. Yfirheyrslur vegna þeirra fara fram í dag. -ÓTT Samstarf viö Eystrasaltstríkin: Engin umsókn frá íslendingum - segir JúIíusSólnes „Ég gagnrýndi það nokkuð í hópi íslendinganna, sem sóttu Norður- landaráðsþingið, að það skyldi ekki berast ein einasta umsókn frá íslandi til Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarfsverkefni við Eystra- saltsríkin," segir Júhus Sólnes um- hverfisráðherra en hann situr fyrir hönd íslands í nefndinni. „Ráðherranefndinni bárust alls 72 umsóknir, meðal annars tvær frá Færeyjum, en það kom engin frá ís- landi. Þessar umsóknir vom af ýms- um toga, eiginlega má segja að þær hafi fjallað um aht milli himins og jarðar. Mér finnst það skjóta dálítið skökku við þar sem við höfum áhtiö okkur í fararbroddi í umræðunni um samvinnu við þessi ríki að það skyldi ekki berast ein ein einasta umsókn héðan. Kannski tölum við of mikið en framkvæmum of lítiö. Það var einnig ákveðið að þaö yrðu opnaðar skrifstofur í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna sem myndu sjá um upplýsingaflæði og menningar- samskipti Norðurlandanna og þess- ara ríkja. Þar var sömu sögu að segja. Það barst engin umsókn frá Islendingum um að veita einhverri þessara skrifstofa forstöðu." -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.