Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR .5. MARS 1991. Fréttir Skoðanakönnun DV: Ríkisstjórnin rétt mer að halda meirihlutanum Ríkisstjómin rétt mer þaö að halda meirihlutafylgi meðal landsmanna samkvæmt skoðanakönnun DV, sem var gerð um helgina. Ríkisstjórnin hefur þar með haft meirihlutafylgi síðan í desember. Áður hafði hún verið í minnihluta um langan aldur. Úrtakið í skoðanakönnuninni voru 600 manns, og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli höfuðborgar- Með og á móti ríkisstjórninni - Þeir sem tóku afstöðu - Fylgjandi 47,8% Andvígir Afstaðan til ríkisstjórnarinnar svæöisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ert þú fylgjandi eða and- víg(ur) ríkisstjórninni? Af öllu úrtakinu sögðust 42,3 pró- sent vera fylgjandi ríkisstjórninni. 38,8 prósent kváðust vera andvíg rík- isstjórninni. 15,3 prósent voru óá- kveðin, og 3,5 prósent vildu ekki svara. Miðað við könnun DV fyrir mánuði hefur fylgi ríkisstjórnarinnar minnkað um 0,2 prósentustig. And- staðan hefur aukist um 0,1 prósentu- stig. Hinum óákveðnu hefur fækkað um 1,4 prósentustig og þeim sem svara ekki fjölgaö um 1,3 prósentu- stig. Ef aðeins eru teknir þeir sem taka afstöðu nú fylgja 52,2 prósent ríkis- stjórninni en 47,8 prósent eru henni andvíg. Þetta er strangt til tekið inn- an skekkjumarka því aö frávik í þessari könnun eru 3^4 prósentustig í plús eða mínus. Hið merkilega kemur út úr þessari könnun eins og áður hefur verið raunin að stjórnin er i meirihluta, I skoðanakönnunum DV að undanförnu hefur sú staða komið fram að ríkis- stjórnin nýtur fylgis meirihluta kjósenda en engu að síður segist meirihluti kjósenda ætla að greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt. Þeir geta því glaðst, hvor á sinn hátt, þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. þótt fylgi stjórnarflokkanna gefi ekki tilefni til að ætla það þegar litið er á fylgi flokkanna eitt sér. Lausnin felst sem fyrr í því að ríkisstjórnin á til- tölulega mikið fylgi meðal þeirra sem eru óákveðnir um flokk. —- -HH % 45 35 25 15 D Desember □ Febrúar m nú Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri DV-kannana (í %): mars júní ágúst okt. des. jan. apr. ág. okt des febr. ni Jandi 29,5 18,7 23,8 23,7 28,0 25,8 30,3 32,8 34,5 44,3 42,5 42,3 4gir 0,0 60,5 56,0 60,0 50,0 53,3 50,3 42,8 41,3 36,4 38,7 38,8 Öákveðnir 20,0 18,7 16,2 14,0 20,5 17,2 14,8 23,2 22,7 16,8 16,7 15,3 Svaraekki 0,5 2,2 4,0 2,3 1,5 3,7 4,5 1,2 1,5 2,5 2,7 3,5 Fylgjandi Andvígir Óákveðnir Svaraekki Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar (í %): mars júní ágúst okt. des. jan. apr. ág. okt des febr. nú , Fylgjandi 37,1 23,6 30,0 28,3 35,9 32,6 37,6 43,4 45,5 55,0 52,4 52,2 Andvígir 62,9 76,4 70,0 71,7 64,1 67,4 62,4 56,6 54,5 45,0 47,6 47,8 llmmælifólks „Ráðherrarnir eru að gera skömm af sér núna,“ sagði karl á Suður- landi. „Ríkisstjórnin hefur gert margt, bæði gott og slæmt, þannig að ég er bæði með henni og á móti,“ sagði kona á Suðurlandi, „Er á móti sumum í ríkisstjórninni en sumir ráðherranna eru ágætir," sagði kona á Suðurlandi. „Mér finnst sjálfsagt að gefa þess- ari ríkisstjóm hvíld,“ sagði karl í Reykjavík. „Fáum ekkert betri ríkis- stjóm og því styð ég hana,“ sagði kona í Reykjavík. „Þetta er besta stjórn sem við höfum haft í 20 ár,“ sagði kona á Norðurlandi. „Ég er frekar ánægð með þessa ríkisstjórn. Hún hefur unnið ágætlega," sagði kona á Suðurnesjum. „Þessi ríkis- stjórn er alls ekki aðlaðandi, einkum vegnu stefnu hennar í skattamál- um,“ sagöi karl í Reykjavík. „Maður veit hvað maður hefur en ekki hvað maður fær,“ sagði karl á Austur- landi. -kaa í dag mælir Dagfari Alafoss - Ólaf oss Dagfari er dálítið gleyminn á töl- ur, einkum ef núllin eru mjög mörg. Þess vegna man hann ekki í svipinn hvað ullarverksmiðjan Álafoss er búin að tapa mörgum milljörðum á því að senda ullar- trefla í gámum til Rússlands á und- anfomum ámm. Þessi straumur fjármagns í gegnum fyrirtækið, sem réttara væri aö kalla foss, byggist á viðskiptaviti félags- hyggjumanna sem stjórna landinu í þeirri trú að gróði sé af hinu illa. Trú sína sýna þeir í verkunum með því að tapa öllu sem þeir koma nálægt og til þess að geta tapað sem mestu á sem lengstum tíma hafa þeir fundið upp nýtt nafn á tapinu; þeir kalla það gróða. Dagfari hefur verið að skemmta sér við það í góða veðrinu að skoöa hvernig farið er að þessu. Fáir hafa átt meira bágt að und- anfómu en hermenn Saddams Hussein, íbúar Súdans og SÍS. Áður en félagshyggjumenn ráðast í að tapa á heimsmælikvarða hafa þeir verið að æfa sig í því að tapa á inn- anlandsmarkaði. Ekkert gat betur hentað í þessu skyni en að slá jarð- neskum leifum SÍS á Akureyri saman viö rústir Álafoss og dæla í þetta opinberu fé til að senda ull- artrefla í gámum til Rússlands. Öruggari leið til að tapa er ekki til. En af því að þetta eru öfugir bis- nessmenn verður gróðinn að vera tap og tapið gróði og því þarf að rugla spilið fyrir fólkinu sem borg- ar brúsann með staðgreiðslu fyrsta hvers mánaðar. Það gerðu þeir með því að tapa svo rosalega mörgum milljörðum undir eins að upp frá því hafa þeir stöðugt verið að tapa svolítið minna og samkvæmt síð- ustu tölum var gróðinn kominn upp í einnar milljón króna tap á dag og heldur meira þegar unnið var á vöktum. Þegar búið var að breyta stað- greiðslufé almennings í ullartrefla í gámum á leið til Rússlands og Álafoss farinn að græða verulega á því að tapa gerðust þau gleðilegu tíðindi að Ólafur Ragnar Grímsson lét til leiðast að taka aö sér að koma sínu viti í fjármál þjóðarinnar. Og af því að hann er félagshyggjumað- ur í æðra veldi en þarf samt ekkert á hyggjuviti annarra manna að halda er eiginlega réttara að segja aö hann sé Ólafshyggjumaður, sá eini sem til er í heiminum. Af Ólafs- hyggjuviti sínu sá Ólafur að bragði að sniðugt væri að reka ríkissjóð- inn eins og Álafoss og af því að honum er annt um að halda nafni sínu á lofti og auk þess maður orð- hagur kallar hann ríkissjóðinn gjaman Ólafoss og rekur hann með sama hætti og hinn fossinn. Á blaðamannafundi fyrir nokkr- um dögum gaf Ólafur Ragnar blaðamönnum skýrslu um það hvernig skýrslu hann ætlaði að gefa Alþingi um það hvemig hann færi að því aö reka Ólafoss eins og Álafoss. Það var skemmtileg skýrsla. Á árinu 1990 tapaði ríkis- sjóöurinn/Ólafoss 4,4 milljörðum króna en græddi samt. Þetta er ein- falt mál og sést best á því að árið áður tapaði Ólafoss 7,6 milljörðum króna og telst þessi mismunur milli ára auðvitað gróði. Úr því aö Ála- foss gat grætt á þvi að tapa í upp- hafi nógu stórt með því aö senda ullartrefla í gámum til Rússlands sá Ólafur að ríkissjóður færi létt með að tapa svo mörgum milljörð- um strax að upp frá því hlyti hann alltaf að vera að græða með því aö tapa minna. Þess vegna var Olafur svona hress og glaður á blaða- mannafundinum þegar hann sagöi pressunni á undan Alþingi að ríkis- sjóðurinn Ólafoss hefði stórgrætt á síðasta ári með því að tapa bara 4,4 milljörðum. En Ólafshyggjan ríður ekki við einteyming. Höfundur hennar og einkaleyfishafi upplýsti á blaða- mannafundinum, til þess að það kæmi ekki flatt upp á Alþingi, að í fyrsta skipti í íslandssögunni hefði þjóðin á sl. ári eytt minna fé en heimilt var á fjárlögum. Alþingi hafði að vísu heimilað Ólafi að tapa bara 2,8 milljörðum og tapið fór upp í 4,4 milljarða sem var hreinn gróði afþví Ólafoss tapaði 7,6 milljörðum árið áður. Þetta útskýrði Ólafur þannig að hann hefði allt árið verið að fá viðbótarleyfi til að tapa en í jólaannríkinu komst hann ekki yflr að tapa síðustu krónunum sem hann mátti tapa og þannig eignað- ist Ólafoss afgang þótt hann tapaði 4,4 milljörðum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.