Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. 25 LífsstHl Neytandinn fær meira fyrir peningana: Nyj ar reglur um sögun á lambakjöti - meira fjarlægt en áður Fyrir skömmu hófst söluátak í verslunum um land allt á lamba- kjöti, söluárgangi 90/91. Samfara söluátakinu hefur reglum um niður- hlutun lambakjötsins verið breytt og er nú stærri hluti skrokksins fjar- lægður en áður. Haldin hafa verið námskeið þar sem farið hefur verið yfir ítarlegar verklýsingar við niðurhlutun lamba- kjötsins. í pokana eiga aðeins að fara minni hlutar úr úrvalsflokki og fyrsta flokki. Pokar með kjöti úr úr- valsflokki innihalda súpukjöt, grill- sneiðar, kótelettur og heilt læri. Pok- ar með lambakjöti úr fyrsta flokki innihalda súpukjöt, framhryggjar- sneiðar, hálfan hrygg, sem er sagað- ur þvert, og heilt læn. Kjötið er nú snyrt þannig að 22,2% af upphaflegri þyngd skrokksins eru fjarlæg í fyrsta flokki og 19% í úr- valsflokki. Áður voru 13% skrokks- ins fjarlægð, svo ljóst er að neytand- inn fær meira fyrir peningana nú. Einstökum skrokkhlutum er nú pakkað í minni plastpoka sem síðan eru settir í stóra pokann. Með þess- ari aðferð verður öll meðhöndlun kjötsins auðveldari og geymsluþol eykst. Nýir pokar hafa veriö hannað- ir utan um þessa hálfu skrokka og er önnur hhðin gegnsæ til að neyt- endur geti séð hvernig kjötið lítur út. Kjötið, sem verður til sölu nú, er merkt söluárgangur 90/91. Til sölu eru allt að 600 tonn á sérstöku verði sem er 486 krónur kílóið fyrir báða gæðaflokKa. Tilboðið stendur allt fram til 31. maí næstkomandi Sala á kindakjöti hefur haldist nán- ast óbreytt síðustu árin. Árið 1988 seldust 8.326 tonn, 1989 seldust 8.317 Neytendur tonn og á síðasta ári 8.337 tonn. Á hveru ári er um nokkur hundruð tonna offramleiðslu að ræða sem erf- iölega hefur gengið að fá landann til að kaupa. Jafnan hefur verið gripið til þess ráðs að selja kindakjötið á erlendan markað en það hefur löng- um verið talið mjög óhagstætt. Verð á lambakjöti á heimsmarkaði er mjög lágt og ofan á bætist að geymslu- kostnaður verið meiri þegar lamba- kjöt er selt út fyrir landsteina. Söluátakið nú hefur skilað heil- miklum árangri og salan hefur geng- ið betur en oft áður. Þó er það skammt hðið síðan söluátakið hófst að ekki liggja fyrir neinar tölur enn. -ÍS Ánægður viöskiptavinur vildi senda buxurnar í viðgerð til Holl- vekja athygli á góðri þjónustu sem ands, viðskiptavinmum algerlega hann fékk hjá tiskuversluninni að kostnaðarlausu. ítakt á Laugavegí. Hann hafði Af einhverjum óskiljanlegum or- keypt rúskinnsjakkafót í verslun- sökum glötuðust buxurnar og inni sumarið 1989 sem framleidd höfðu ekki komið fram sex mánuð- voru í Hollandi. Fötin notaöi hann um síöar. Viðskiptavininum var sem betri klæðnað. boðið að koma og velja sér ný Rúmu ári eftir að kaupin áttu sér jakkafót í staðinn og þurfti ekki að stað varð viðskiptavinurinn þess borga eyri fyrir. Viðskiptavinurinn var að rifa var á efninu framan á vildi koma á framfæri þakklæti til annarri buxnaskálminni. Hann eigandans fyrir góða og einstaka gerði sér ferð í verslunina og eig- þjónustu. andi hennar bauðst strax til að ÍS Nýjar reglur gilda nú við sögun á kindaskrokkum og er nú stærri hluti skrokksins fjarlægður en áður. Húsnæðisstofnun rikisins að Suðurlandsbraut er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur notfært sér grænt númer. DV-mynd Brynjar Gauti Nýjung hjá Pósti og síma: Grænt númer - símanúmer sem byrja á 99 Póstur og sími hefur tekið upp nýjan þjónustumiðil í verslun og við- skiptum sem nefnist „grænt núm- er“. Grænt númer er fyrirbæri sem rutt hefur sér til rúms víða erlendis og reyndar undir sama nafni. Versl- unar- og þjónustufyrirtæki geta nú fengið sérstök símanúmer sem byrja á 99. Sá sem hringir i þessi númer greið- ir aðeins gjald fyrir staðarsímtal eða gjaldflokk 1. Rétthafi númersins greiðir hins vegar langlínugjaldið. Það er því sama hvaðan af landinu viðskiptavinur hringir í númerið, hann ber ætíð lágmarkskostnað vegna símtalsins. Símanúmer þessi hafa fengiö nafnið „Grænt númer“ í samræmi við nafngiftir sambæri- legrar þjónustu erlendis. Græn númer hafa rutt sér til rúms víða um lönd á stuttum tíma og eru þess dæmi að velta þeirra fyrirtækja sem notfæra sér græna númerið hafi aukist um allt að 40% vegna hennar. Græna númerið krefst hvorki auka- búnaðar né nýrra tenginga. Þau fyr- irtæki, sem bjóða viðskiptavinum sínum að hringja í grænt númer, geta ráðið því hvort símtalið fer um skiptiborð eða á beina línu. Þjónusta græna símans er sam- bærileg því að viðskiptavinum er boðið að láta bréf ófrímerkt í póst. Þessi þjónusta er þó augljóslega mun persónulegri. Stofngjald græna núm- ersins er 25.000 krónur og ársfjórð- ungsgjald er kr. 10.000. í framtíðinni er búist við að græn númer verði einnig notuð við faxsendingar. Meðal fyrirtækja, sem hafa notfært sér græna númerið hér á landi, eru: Reiknistofa bankanna, Húsnæðis- stofnun ríkisins, samgönguráðu- neytið, íslandsbanki, Kringlunni, landbúnaðarráðuneytið, Morgun- blaðið, IBM á íslandi, Byggðastofn- un, Lánasjóður íslenskra náms- manna, söludeild Póst og síma og fjöldiannarrafyrirtækja. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.