Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Side 32
É* Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. þá ist eða er Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblao ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991 Nýtt vinstra framboð í Reykjavík? „Það ræðst af ýmsu hvort til fram- boðs kemur, meðal annars því hvað fólk segir á þessum fundi í kvöld. Auðvitað hefur sú hugmynd komið upp en það er orðið stutt í kosning- ar. Við ætlum að ræða á þessum fundi ýmis mál sem lítið hefur verið sinnt en við teljum mikilvæg," sagði Birna Þórðardóttir en hún er einn frummælenda á fundi sem vinstri hópur utan og innan Alþýðubanda- lagsins boðar til í kvöld. Samkvæmt heimildum DV hefur allmikið verið rætt um hugsanlegt sérframboð innan þessa hóps en eng- ar ákvarðanir hafa verið teknar. -S.dór Loðnubrests- frumvarpið af greitt frá efri deild Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sótti fylgi til sjálfstæðis- manna í efri deild Alþingis við að koma frumvarpi sínu um ráðstafanir vegna loðnubrests á vertíðinni í gegnum deildina. Þar er gert ráð fyrir að loðnuveiöi- skipin fái úthlutað þeim bolfiskkvóta sem Hagræðingarsjóður hefur yfir að ráða. Nú fer frumvarpið til neöri deildar og er búist við að róðurinn verði þungur þar fyrir Halldór. -S.dór Skákmótið í Linares: Beljavsky í banastuði LOKI Er einhver skjálftavirkni hjá allaböllunum? Tvær árásir geta tengst mannslátinu Eannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að því að upplýsa að minnstakosti tvö líkamsárásarmál og rán sem möguleiki eru talin á að tengist því að Úlfar Úlfarsson, 28 ára Reykvíkingur, fannst látinn í bakhúsi' við Bankastræti 14 á sunnudagsraorgun. Rannsóknar- lögreglan útilokar ekki að maður- irm hafi verið rændur og ráðinn bani. Aðfaranótt laugardagsins réðust 3-4 menn, sem voru á bíl, á tvo karlmenn við Suðurgötu í Reykja- vik. Kom til mikilla átaka sem end- uðu við Þjóðarbókhlöðuna. Lunga féll saman á öðrum mannanna sem ráðist var á, auk þess sem hann riíbrotnaði og þurfd aö leggjast á sjúkrahús. Hinn hlaut minni meiðsl í árásinni. Ekki tókst að ræna mennina og sluppu þeir við illan leik. Að sögn lögreglunnar er rannsókn þess máls komin á tölu- verðan rekspöl. Laust fyrir klukkan þrjú aðfara- nótt sunnudagsins, skömmu áður en síðast sást til Úlfars heitins, var ráðist með ofbeldi á karlmann í húsasundi við Hverfisgötu 14 og hann rændur. Fórnarlambið telur að 1-2 menn hafi veist aö sér - það liggur þó ekki ljóst fyrir. Skömmu síðar, eða um klukkan 3.15-3.20, fór Úlfar út úr Þjóðleikhúskjallaran- um við Hverfisgötu en hann er ör- stutt frá framangreindum árásar- stað. Kvaddi hann kunningja sína sem töldu hann hafa ætlað að ganga að miðbænum til að fa sér eitthvað að borða. Rannsóknarlög- reglan telur möguleika á að sömu árásarmennirnir hafi ráðist á báða mennina. RLR biður alla sem telja sig búa yfir upplýsingum um þessi mál að hafa samband. Þegar hefur verið talað við fjölda manna og hafa upplýsingar haldið áfram að berast. Úlfar Úlfarsson var prentari og bjó í foreldrahúsum í Grafarvogi. Hann var ókvæntur en lætur eftir sig unga dóttur. Dánarorsökin er talin vera af völdum áverka sem hann var með á höfði. Þó er ekki Ijóst hvar eða með hvaða hætti hann fékk áverkana. -ÓTT Alexander Beljavsky er í banastuði á stórmótinu í skák í Linares á Spáni, öflugasta skákmóti allra tíma hvað skákstigum viðkemur. Eftir 7 um- ferðir hefur ,hann vinningsforskot, vann Gelfald með svörtu í gær og er með 5 'A vinning. Næstir koma Ivanc- huk og Kasparov með 4'/, þá Tim- man, Anand, Ljubojevic og Yusupov með 4, Karpov, Speelman, Gelfald og Gurevich 3, Salov 2 VI, Ehlvest 2 og Kamsky l'/i. Kasparov vann hinn 16 ára Kam- sky í gær í 7. umferð í 29 leikjum, Anand vann Yusupov, Gurevich vann Ljubojevic en öðrum skákum lauk með jafntefli, m.a. skák Timm- ans og Karpovs, Ivanchuks og Ehlvests, sem teflir undir fána Eist- lands. -hsím .................... — ii 1111 11 — 1 1 .............— ■ Bankinn keypti Hótel ísland Búnaðarbankinn hefur keypt Hótel I ísland og húseignir og lóðir Ólafs Laufdal við Aðalstræti og Túngötu. Kaupverð bankans er 847 milljónir I króna. Brunabótamat eignanna mun ' vera tæpar 1500 milljónir. Börn Olafs hafa stofnað hlutafélög I um rekstur skemmtistaðarins Hótel íslands, Aðalstöðvarinnar og Hótel Borgar. Leigja þau skemmtisfáöii Hótel ísland til sjö ára. Þá mtmSrá: aðarbankinn eiga í viðræðum við | Hótel Sögu um að Saga taki að sér að ljúka byggingu Hótel íslands við . Ármúla og annast rekstur þess. -hlh I Í i Í t Helgafellið tók niðri .............................................................................. „Þetta var yndislegt, aiveg rjómabliða," sagði Magnús Guðmundsson flugstjóri þar sem hann spilaði golf á Nes- vellinum í gær ásamt sonarsyni sínum, Styrmi Guðmundssyni. Golfarar eru hamingjusamari en skiðamenn þessa dagana og flykkjast á golfvelli landsins. DV-mynd BG Helgafellið, eitt af flutningaskipum I Samskipa, tók niðri í útsiglingunni ’ við Árósa siðastliðinn fimmtudag. Að sögn Stefáns Eiríkssonar hjá I skipafélaginu er ekki ljóst hversuj miklar skemmdir hafa orðið á botni1 skipsins við óhappið en þó megi bú- ast við að hann hafi laskast eitthvað. j Helgafelliö kemur heim í nótt ogf verður tekið í slipp í vikunni svo unntverðiaðmetaskemmdiráþví. , -J.Mar! Veðriðámorgun: Snjóar eða rignir fyrir norðan Á morgun veröur vaxandi aust- anátt og rigning á Suðaustur- og Austurlandi. Allhvasst eða hvasst verður suðaustanlands en víðast kaldi í öðrum landshlut- um. Á Norðurlandi mun snjóa eða rigna. Hiti verður á bilinu 0-5 stig, hlýjast sunnanlands. 'V lP & Q_ > G\ HclMSENDINGA <v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.