Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 2
Fréttir .Ifiðt SHAM -S ÍIUOAdHÁOUA LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. x>v Hafnahreppur dæmdur fyrir vanefndir: Pólitískur vinargreiði reyndist hreppnum dýr - Húsnæðisstofnun blekkt með málamyndakaupsamningi Hafnahreppur hefur veriö dæmd- ur til að standa við kaupsamning sem hann taldi sig ekki bundinn af. Um er að ræða samning vegna kaupa á húseign sem hreppstjórinn, Þórarinn St. Sigurösson, gerði við Kristin Rúnar Hartmannsson, eiganda hennar. Dæmt var í máhnU hjá bæj- arfógetaembættinu í Keflavík og var hreppnum gert að greiða Kristni 627 þúsund krónur, auk dráttarvaxta frá árinu 1986. Mál þetta er allsérstakt og á rætur að rekja til ársins 1985. Þá sam- þykkti hreppsnefndin að kaupa um- rædda húseign til að hjarga Kristni Rúnari úr miklum fjárhagsörðug- leikum en hann var þá aðalfulltrúi í hreppsnefndinni. í ársbyijun 1986 er síðan gengið frá kaupsamningi við Kristin og fyrir hönd hreppsins undirritaði Þórarinn samninginn. í samningnum var kaupverð tilgreint 2,2 milljónir sem hreppurinn átti að hluta til að greiða Kristni Rúnari beint en að hluta með því að yfirtaka áhvílandi veðlán. Við undirskrift kaupsamnings fékk hreppurinn húseignina til umráða og sama dag skrifaði hreppstjórinn bréf til Húsnæðisstofnunar ríkisins þar sem óskað var eftir fyrirgreiðslu sjóðsins til kaupanna. Fyrir réttinum viðurkenndi sveit- arstjórinn að með kaupunum hefði hreppsnefndin verið að reyna að hjálpa Kristni út úr miklum erfið- leikum. Hann segir að samkomulag hafi oröið á milli þeirra um að til- greina of hátt kaupverð í kaupsamn- ingnum til að hreppurinn gæti fengið hærri upphæð að láni hjá Húsnæðis- stofnun. Aldrei hafi staöið til að greiða Kristni nema hluta kaup- verðsins. Mismuninn ætlaði hrepp- stjórinn að nota til aö gera húsnæðið upp. Því hafi einungis verið um málamyndakaupsamning að ræða. Eftir að kaupsamningur hafði verið gerður kom í ljós að húseignin var komin á nauðungaruppboð og ýmis kostnaður falhnn á innheimtu skulda. í raun voru áhvílandi skuldir því mun hærri en hreppurinn hafði gert ráð fyrir. Vegna þessa áleit hreppstjóri að forsendur kaupsamn- ings væru brostnar og hindraði því ekki að eignin var síðar seld á nauð- ungaruppboði sem fram fór aö kröfu Sparisjóðsins í Keflavík. Á þessi sjónarmið hreppsnefndar féllst héraðsdómarinn í Keflavík ekki og hefur dæmt Hafnahrepp fyrir vanefndir á kaupsamningi. Ekki var hins vegar tekin afstaða til þess hvort hreppsnefndin hefði brotið lög með því að gefa Húsnæðisstjórn rangar upplýsingar um kaupverð. Þess má geta að eftir að Sparisjóður Keflavíkur hafði eignast húseignina innleysti Hafnahreppur hana af sparisjóönum. Innlausnarverðið var mun lægra en hann hafði keypt hana á, eða einungis 1,5 milljónir. Þótt undarlegt kunni að viröast hefur hreppurinn því eignast sömu hús- eignina í tvígang og misst hana einu sinni á nauðungaruppboði. Það virð- ist því ljóst að húseignin hefur orðið Hafnahreppi dýr vinargreiði. -kaa Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir mars* Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) * Spáin sýnirfrávik frá meOalhita og meöalúrkomu á spásvæöinu Hlýindi og smáúrkoma í marsmánuði Það verður heldur hlýrra en í með- alári í marsmánuði og úrkoman verður aðeins meiri en venja er á þessum árstíma ef marka má lang- tímaveðurspá bandarísku veðurstof- unnar (NOAA) fyrir mars. Hvað varðar hlýindin getur reyndar brugðiö til beggja vona þegar líður á mánuðinn. Langtímaspáin frá miðj- um febrúar fram í miðjan mars er meira afgerandi en þar segir að hit- inn verði ákveðið meiri en í meðalári og úrkoma frekar meiri. Það sem af er marsmánuði er ekki annað að sjá en spáin standist í aðal- atriðum en einmuna veðurblíða hef- ur ríkt á landinu. Spána ber að taka með þeim fyrir- vara að því lengra sem spátímabilið er því minni er áreiðanleikinn. -hlh Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Vestf irðingar með mjög ákveðn- ar tillögur um f iskveiðistef nu - deilt um einarða ályktun eða flatneskju, segir Guðjón A. Kristjánsson Eitt viðkvæmasta máhð á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins er mótun sjávarútvegsstefnu flokksins. Á síð- asta landsfundi urðu feiknalega mik- il átök um þetta mál. Þar náðist þó samkomulag um texta sem enginn var í raun ánægður með, eins og einn landsfundarfulltrúi orðaði það við tíðindamann DV í gær. Nú er vitað að Vestfirðingar munu leggja fram tillögur varðandi mótun sjávarút- vegsstefnu flokksins á þessum lands- fundi og þær eru afgerandi. „Við munum spyija að því hvaða markmiðum við höfum verið að ná með núverandi fiskveiðistefnu. Þar munum við líta til 1. greinar laganna um stjómun fiskveiða, um að treysta atvinnu og byggð í landinu og að auka hagkvæmni í sjávarútveginum. Við munum leggja megináherslu á að þessi atriði verði dregin upp á borðið og lögð til grundvallar við þá endurskoðun laganna sem á að fara fram 1992. Við viljum fá það út hjá Sjálfstæðisflokknum að séu þau markmið ekki í sjónmáh, eöa að nást, að auka hagkvæmni í sjávarútvegi, treysta byggð í landinu, byggja upp fiskistofnana, úrelda elstu og léleg- ustu fiskiskipin, þá hljóti Sjálfstæðis- flokkurinn að breyta núverandi fisk- veiðistefnu. Það kemur ekki til greina að samþykkja fiskveiðistefnu sem ekki nær fram þeim markmið- um sem við ætlum að ná,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, einn af höfundum tihögu Vest- firðinga á landsfundinum. Guðjón sagði að það væri alveg ljóst að mikih ágreiningur yrði á" fundinum um stefnuna í sjávarút- vegsmálum. Það yrðu miklar um- ræður og skiptar skoðanir. Sennhega verða mestar deilur um þaö hvort tekin verður hörð og einörð afstaða í þessum málum eða hvort samþykkt verður einhver flatneskjuályktun. „Menn ætla sér að ná fram ákveðn- um grundvallaratriðum í fiskveiði- stjórnun. Það skiptir ekki máli hvort það er kvótakerfi, sóknarmark eða aflamark, eða sambland af þessum kerfum. En ef þessi grundvallarat- riði, sem ég nefndi áðan, eru ekki í sjónmáh þá verður að breyta th. Það getur ekki veriö að Sjálfstæöisflokk- urinn ætli að keyra á einhverja stefnu sem færir okkur ekkert nær þessum takmörkum,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. -S.dór Tolifrjáls matarskammt- ur farmanna aukinn á ný Fj ármálaráðherra hefur ákveðið að breyta nýsettri reglugerð um leyfhegan tollfrjálsan innflutning á matvælum fyrir sjómenn á mihi- landaskipum. Á síðustu árum hefur leyfhegt magn verið 10 kíló. Reglu- gerð tók nýlega ghdi þar sem aöeins þijú kíló voru heimiluð, þar með taldir gosdrykkir. Þessu mótmæltu sjómenn og óskuðu eftir endurskoð- un. Fjármálaráðherra hefur nú tekið ákvörðun um að skammturinn verði aukinn en vhl þó ekki segja að sinni hve miklu sú aukning nemur. „Við höfum verið að yfirfara breyt- ingar á þessu og frá því verður geng- ið í næstu viku. Reglunum verður breytt en ég vh ekki segja nákvæm- lega hvernig það verður fyrr en ákvöröunin hggur formlega fyrir. Ég reikna með að skammturinn verði frekar aukinn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. - Á að hafa sjómennina góða? „Nei, það er nú ekki spurning um það. Ástæðan fyrir þessari breytingu á sínum tíma var að sjómenn voru látnir fylgja breytingum sem gerðar voru varðandi erlenda ferðamenn. Að athuguöu máli fannst mér hins vegar ekki að sömu reglur ghtu um farmenn og erlenda ferðamenn. Þess vegna höfum við tekið þetta til end- urskoðunar.“ - Varákvörðunintekinmeðhliðsjón af því að tihit hefur verið tekið th svokallaðra hlunninda við kjara- samninga farmanna? „Sjálfsagt hefur það verið gert. Það er þó ekki meginatriðið heldur það að mér fannst sú beina tenging sem var á mhli erlendra ferðamanna og farmanna ekki eðlileg," sagði Ólafur Ragnar. _ÓTT Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Fátt bendir til ágreinings um landbúnaðarmál --u *■ U UiIUUVJIl CXlViW I p J.U Nokkur óvissa ríkir um hvernig sjálfsögðu byggt nú. En síðan he: ------- “ ■ uiii livcimg landsfundur Sjálfstæðisflokksins af- greiðir stefnu flokksins í landbúnað- armálum. Ýmsir hafa búist við að erfitt verði að samræma ólík sjónar- mið þar um og í raun ríkir nokkur óvissa um máhð. „Sá fundur, sem við héldum um landbúnaðarstefnuna á fóstudags- kvöldið, bar ekki merki þess að mik- hl ágreiningur verði á landsfundin- um um stefnuna í landbúnaðarmál- um. Það gengu að vísu smáskot á milli manna en þau voru ekki föst. Við eigum eftir að ræða það hvernig við breytum þeim drögum sem fyrir liggja um stefnuna í landbúnaðar- málum, nú eftir aö thlögur sjö manna nefndarinnar liggja fyrir. Þær lágu ekki fyrir þegar drögin voru sam- þykkt,“ sagði Pálmi Jónsson alþing- ismaður í samtali við DV. Pálmi sagöi að á síðasta landsfundi hefði verið unniö afar mikiö starf við að ná saman haldbærri stefnu í land- búnaðarmálum og á henni yrði að komið fram ný viðhorf sem ra yrðu á þessum fundi. Hann var spurður um þær h myndir sem væru uppi um að le innflutning á landbúnaðarafurðu „Á síðasta landsfundi var þe: hugmynd hafnað á meðan bænd gæfist tími til aö ná fram hagræðii og lægra vöruverði. í thlögum s mannanefndarinnar nú er gert : fyrir að bændur verði verndaðir f ir auknum innflutningi meðan þc gengur fram, að öðru leyti en því s tekur til alþjóðasamninga sem gei kunna aö verða. Ég tel að það styrkur í því að sjömannanefn1 skuli taka undir þetta sjónarmið meðan við erum að þróa okkar la búnað er nauðsynlegt að landbún urinn sé vern'daður fyrir aukn innflutningi. Hitt er svo annað i að maður veit aldrei hvað getur kc ið upp á svona fjölmennum fundi s landsfundurinn er,“ sagði Pá Jónsson. -Sj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.