Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Page 20
20
LAUGARDAGUK 9. MARS 1991.
Kvikmyndir
Nýjar kvikmyndir frá Touchstone:
Gamanmyndir
í fyrirrúmi
Á undanfórnum árum hefur Touchstone
kvikmyndafyrirtækiö, sem er útibú frá Walt
Disney stórveldinu, vakið undrun og öfund
allra sem starfa í kvikmyndabransanum í
Hollywood. Nær undantekningarlaust hafa
helstu kvikmyndirnar frá fyrirtækinu gert það
gott og þykir markaðssetning og handritaval
hjá fyrirtækinu vera með eindæmum góð. Hér
er ekki ætlunin rifja upp glæsiiegan útgáfufer-
il fyrirtækisins heldur segja aðeins frá nokkr-
um myndum sem væntanlæegar eru frá
Touchstone fram til haustsins.
Fyrsta myndin sem Touchstone frumsýndi
á árinu var nýjasta kvikmynd Peters Weir,
Green Card, og gerir sú mynd það gott vestan
hafs um þessar mundir. Aðalhlutverkin leika
Gerard Depardieu og Andie MacDowell. Fjall-
ar myndin um Fransmann einn sem kemur
til New York til að heíja nýtt líf. Til að öölast
„græna kortið", sem veitir honum atvinnu-
leyfi, giftist hann ungri stúlku sem einnig þarf
á hjónabandi að halda til aö geta leigt sér íbúð.
Eftir brúðkaupið skiljast leiðir, en aðeins tíma-
bundið. Innílytjendaeftirlitið hefur rannsókn
á málefnum Frakkans og verða þau að eyða
48 klukkustundum saman til að sannfæra eft-
irlitið.
Scenes from the Mall er nýjasta kvikmynd
gæðaleikstjórans Pauls Mazurski. Var hún
frumsýnd um síðustu mánaðamót. Er hér um
að ræða gamansama alvörumynd með Bette
Midler og Woody Allen í aðalhlutverkum.
Myndin er saga um hjónaband og hjúskapar-
brot. Gerist myndin á fimmtán ára brúðkaups-
afmæli hjóna sem bæöi halda fram hjá.
Þetta eru einu myndirnar frá Touchstone
sem hafa enn verið frumsýndar. Um næstu
helgi verður frumsýnd nýjasta kvikmynd Syl-
vesters Stallone, Oscar. Stallone leikur son
mafíuforingja sem hafði tekið það heit af syni
sínu á dánarbeði að hann gerðist heiðarlegur.
Stallone yfirgefur því fjölskylduna og gerist
bankastarfsmaður. Hann hefur mikinn hug á
að breyta ímynd sinni og er þessi gamanmynd
sem John Landis leikstýrir fyrsti liðurinn í
þeirri herferð.
Billy Bathgate er kvikmynd sem gerist í
glæpaheimi New York-borgar á því herrans
ári 1935. Billy Bathgate er sextán ára unghng-
ur sem gerist sendisveinn hjá gangsternum
Dutch Schultz sem Dustin Hoffman leikur.
Mynd þessi er byggð á skáldsögu eftir E.L.
Doctorow. Handritið er skrifað af leikritahöf-
undinum Tom Stoppard. Aðrir leikarar eru
Nicole Kidman, Bruce Wilhs og Loren Dean
sem leikur titilhlutverkið. Leikstjóri er Robert
Benton.
Ríchard Dreyfuss og Bill Murray sameina
krcifta sína í What about Bob sem fjallar á
gamansaman hátt um erfitt samband sálfræð-
ings við sjúkhng sinn. Leikstjóri er Frank Oz.
WUUam Hurt leikur í The Doctor fertugan
skurðlækni sem hefur helgað læknavísindun-
um líf sitt. Það verða miklar breytingar á lífi
hans þegar kemur í ljós aö hann er með
krabbamein. Þegar hann neyðist til að lifa lífi
eins og sjúklingar hans kemst hann á snoðir
um að það er ýmislegt sem betur má gera í
kerfinu. Leikstjóri er Randa Haines.
Þetta eru helstu kvikmyndir sem Touch-
stone sendir frá sér þar til í haust, en þess ber
að geta að Touchstone er aðeins einn armur
kvikmyndaframleiðslunnar hjá-Walt Disney
stórveldinu. í heild er áætlað að fyrirtækið
sendi frá hátt á þriöja tug mynda á árinu.
-HK
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
í What about Bob leikur Richard Dreyfus
sálfræöing sem á í vandræðum með einn
sjúkling sinn sem Bill Muray leikur.
Woody Allen og Bette Midler leika aðalhlut-
verkin I Scenes from the Mall, nýjustu kvik-
mynd Pauls Mazursky.
í myndinni Oscar sem John Landis leikstýrði hetst herferð Sylvest-
ers Stallone við að breyta ímynd sinni. Með honum á myndinni eru
frá vinstri: Ken Howard, Chazz Palminteri, Peter Riegert, Vincent
Spano, William Atherton og Mark Metcalf.
Dustin Hoffman leikur gansterinn Dutch Schultz i Billy Bathgate.
Með honum á myndinni eru Steven Hill, sem leikur annan gangst-
er, og Loren Dean sem leikur titilhlutverkið Billy Bathgate.
ítölsk kvikmynd hlýtur gullbjöminn í Berlín:
Ást og kynlíf á elliheimili
ítölsk kvikmynd, sem fjallar um ást og kyn-
líf á elliheimili, hreppti gullbjöminn á kvik-
myndahátíðinni í Berlín sem nýlokið er.
Myndin heitir La casa del sorriso og er leik-
stýrt af Marco Ferreri sem sjálfsagt er þekkt-
astur fyrir kvikmynd sína frá 1973, La Grande
Bouffe, satíru um ríkt fólk sem bókstaflega
étur sig í hel.
I La casa del sorriso leikur Ingrid Thulin,
sem allir Bergman-aðdáendur ættu að kannast
við, hina sjötíu ára gömlu Adelinu sem einu
sinn sigraði í fegurðarsamkeppni. Á elliheim-
ili, þar sem myndin gerist, heillar hún upp
úr skónum Andrea með hjálp nýrra og glæsi-
legra gervitanna sem hún hefur fengið sér.
Fyrir utan gullbjöminn em veittir nokkrir
silfurbimir í Berlín. Kevin Costner fékk einn
slíkan fyrir mynd sína, Dances with Wolwes,
og sagði í úrskurði dómnefndar að hann fengi
verölaunin fyrir einstætt afrek einstakhngs,
en hann er framleiðandi, leikstjóri og leikur
aöalhlutverkið í þessari margrómuðu kvik-
mynd sem tilnefnd hefur verið til tólf óskars-
verðlauna.
Óþekktur leikari, Maynard Eziashi, var val-
inn besti leikarinn fyrir frumraun sína í Mr.
Johnson sem leikstýrt er af Bruce Beresford.
Leikur hann ráðagóðan en óheiðarlegan svart-
an skrifstofumann í myndinni sem gerist í
Nígeríu þegar landið var bresk nýlenda. Mr.
Johnson hafði ekki komið fyrir augu almenn-
ings fyrr en í Berlín og þótt gagnrýni hafi yfir-
leitt veriö góð þá ásökuðu sumir gagnrýnend-
ur Beresford fyrir kynþáttafordóma í mynd-
inni.
Besta leikkonan var vahn spánska leikkon-
an Victoria April fyrir leik sinn í Amantes.
Þar leikur hún kynþokkafulla ekkju á tímum
Franco sem tælir tÚ lags viö sig vinnumann
sinn og fær hann til að drepa eiginkonu sína
sem er hin góða og trygga húsmóðir en reyn-
ist ekki jafnfullkomin þegar til ástaleikja kem-
ur. Amantes er leikstýrt af Vincento Aranda
og er söguþráðurinn byggður á sönnum at-
burðum.
Tveir deildu með sér leikstjóraverðlaunun-
um: Ricky Tognazzi (sonur hins nýlátna leik-
ara Ugo Tognazzi) fyrir mynd sína, Ultra, sem
fjallar um ólæti á knattspyrnuvöllum, og Jon-
athan Demme fyrir mynd sína, The Silence
of the Lamb, sem er sálfræðiþriller um leit að
íjöldamorðingja.
Sérstök verðlaun dómnefndar fengu ítalska
kvikmyndin La Condanna, sem fiallar um rétt-
arhöld yfir nauðgara, og sovéska kvikmyndin
Satana sem fiallar um barnsrán. í umsögn
dómnefndarinnar fengu þessar kvikmyndir
verölaunin fyrir hversu vel er tekiö á við-
kvæmum málum.
Þaö voru tuttugu og fimm kvikmyndir sem
kepptu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni en
alls voru sýndar um það bil sjö hundruð kvik-
myndir í Berlín meðan á hátíðinni stóð. Má
nefna að kaldastríðsmyndum voru gerð sér-
stök skil og einnig kvikmyndum með Hohy-
woodstjömunum Robert Mitchum og Jane
Russel.
-HK
KILL ME AGAIN er ný kvikmynd frá
Propaganda Films, fyrirtæki Sigurjóns Sig-
hvatssonar sem Laugarásbíó tók til sýningar
í gær. Þrátt fyrir góða dóma ogað leikarahjón-
in Val Kilmer og Johanna Whahey-Kilmer
leiki aðalhlutverkin, þá gekk m>mdin illa vest-
an hafs og hvarf fljótlega úr sýningarsölum
þar. Propaganda hefur nú ákveðið að reyna
aö dreifa myndinni aftur vestra. Ein ástæðan
fyrir þessari ákvörðun er bréf sem Sigurjón
fékk frá Francis Ford Coppola þar sem hann
hældi my ndinni og sagði um leið að markaðs-
setningin hefði verið röng.
THE SILENCE OFTHE LAMBS, nýjasta
kvikmynd Jonathans Demme hefur aldeilis
slegið í gegn að undaníornu og halda gagnrýn-
endur varla vatni yfir myndinni, sérstaklega
eru þeir hrifnir af leik þeirra Anthony Hopk-
ins og Jodie Foster. Eins og meö margar aðr-
ar myndir er skemmtileg saga á bak við gerð
myndarinnar. Þegar Orion Pictures hafði
keypt réttinn að skáldsögu Thomas Harris
vilduþeir fá Gene Hackman til að leika hinn
hlræmda dr. Hannibal „Mannætu" Lecter, en
Hackman sagðist hafa fengið nóg í bili af að
leika otbeldisfullar persónur og gaf þvi ekki
kost á sér. Þegar hann haíði neitað fengu
Orion Pictures, Jonathan Demme yfirráðin
og sögðu aö hann mætti ráða hverjir léku í
myndinni. Hann var fljótur að bjóða Michele
Pfeiffer hlutverk FBI löggunnar, Clarice
Starhng, en hún neitaði. Demme segist þá
hafa boðið Foster lúutverkiö. En hann hafi
orðið að beijast tyrir því að Anthony Hopkins
fengi að leika dr. Hannibal. Þrátt fyrir frjálsar
hendur hefði Orion lagt hart að honum að fá
Robert Duvall til að leika doktorínn illræmda.
* * *
BATMAN kemur aftur. Nú er það ákveðiö að
gert skuli íramhald af Batman sem sló mörg
aðsóknarmetin vestan hafs 1989 og er í hópi
vinsælustu kvikmynda sem gerðar hafa verið.
Michael Keaton klæðist aftur skikkjunni góðu
og við stjómvöhnn verður Tim Burton sem
leikstýrði fyrri myndinni. Ekki svo lítinn þátt
í vinsældum myndarinnar átti Jack Nichol-
son í hlutverk „Grínarans". Nú verður Nic-
holson fiarri góðu gamni, en í stað hans mun
Danny de Vito leika „Mörgæsina“ sem er enn
ein persónan úr teiknimyndaseriunni. Mic-
hael Keaton og Danny de Vito hafa áður leik-
ið saman, var það í Johnny Dangerously.
***
1900 slær nú í gegn vestan hafs hjá gagnrýn-
endum í sinni upprunalegu lengd sem er fimm
klukkustundir og ellefu mínútur. Þegar þessi
sögufræga kvikmynd Bernardo Bertoluccis
var fyrst dreift 1977 var hún skorin niður í
þrjár klukkustundir og var Bertolucci ekki
hafður með í ráöum, enda var hann komninn
í ónáð há Paramount. Hann hafði farið langt
yfir í kostnaði og var mörgum mánuðum á
eftir áætlun með myndina fullgerða. Þrátt
fyrir opinber mótmæh Bertolucci dreifði Par-
amount myndinni eins og þeir vildu hafa hana
og seinna bættu þeir s vo einum klukkutíma
viö. „Þessi útgáfa var óskiljanleg og í engu
samhengi, “ segir Bertolucci nú og er hinn
ánægðasti með að myndin í fullri lengd skuli
fá góðar viðtökur nú. Það er mikill stjörnu-
fans sem leikur í 1900, má þar nefna Robert
DeNiro, Burt Lancaster, Gerard Depardieu,
Donald Sutheriand, Dominique Sanda, Ste-
fania Sandrelh og Sterling Hayden. „Það er
gottfyrir unga áhorfendur að sjá kvikmynd
eins og 1900, þvi enginn myndi gera slíka
mynd í dag, ekki eínu sinni ég, “ segir Bern-
ardo Bertolucci.
*★*
CITY OF JOY ernýjastakvikmyndRoland
Joffe og er verið að mynda hana í Indlandi
um þessar mundir. Það hefur gengiö á ýmsu.
Þessa dagana eru indverskir lögfræðingar að
reyna aö koma í veg fyrir að hægt sé aö halda
áfram tökum. Þeir segja aö veriö sé að draga
niður í svaöið Calcutta, en söguþráður mynd-
arinnar er byggður í kringum borgina og fólk-
ið sem hana býr. Segja lögfræðingarnir að
Joffe eínbeiti sér aðeins að því að sýna hversu
mikil fátækt hafi alltaf ríkt í borginni en sleppi
alveg mikilli sögu hennar og menningu. City
of Joy er byggð á skáldsögu eftir Dominique
Lapierre. Segja lögfræðingarnir að skáldsag-
an niöurlægi borg þeirra. Hefur þessi óvænta
mótstaða borgarbúa komið iha viö budduna
því hér er um dýra kvikmynd að ræða þar
sem aðalhlutverkið leikur ein dýrasta kvik-
myndastjama nútímans, Patrick Swayze.