Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Page 27
LAUGARQAGUR 9,- MARS.199iu ’.
39
Helgarpopp
Tónlistin úr söngleiknum Á köldum klaka kemur út:
Útgáfan þegar búin að gera sitt gagn
„Viö reiknum svo sem ekki með
neinni metsölu, hugsuðum okkur
frekar að gefa þetta út til að það dæi
ekki eftir að sýningum lýkur,“ segir
Gunnar Þórðarson um nýútkominn
geisladisk með tónlist úr söngleikn-
um Á köldum klaka.
Diskurinn kom út á mánudaginn á
vegum Leikfélags Reykjavíkur í sam-
vinnu við Gunnar og Ólaf Hauk Sím-
onarson, -textahöfund verksins.
Steinar hf. annast dreifmguna og
ætti diskurinn að vera kominn í
verslanir um allt land nú.
Um tíu þúsund manns hafa þegar
séð söngleikinn Á köldum klaka í
Borgarleikhúsinu. Fjöldi sönglaga er
í verkinu og eru þau öll á geisladisk-
inum. Þau eru hins vegar allflest
fremur stutt. Að sögn Gunnars var
ákveðið að hafa alla tónlistina meö
frekar en fara aö lengja lögin upp í
„hefðbundnar" þrjár til fjórar mínút-
ur með endurtekningum.
„Það voru nú uppi einhveijar efa-
semdaraddir um að þessi tónlist ætti
erindi á plötu,“ segir Gunnar Þórðar-
son. „En viö höfum þegar tvö dæmi
þess að það borgaði sig að hóa hljóð-
færaleikurum og söngvurum í stúdió
og fá þá til að hljóðrita tónlistina.
Tveir aðalleikarar sýningarinnar,
Hanna María Karlsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson, misstu röddina á
dögunum vegna hálsbólgu eða ann-
arra veikinda. Þá var hægt að nýta
söngupptökur þeirra. Annars hefði
orðiö að fella niður samtals fimm
sýningar sem væntanlega hefði þýtt
hátt í fimm milljón króna tap fyrir
Borgarleikhúsið. ‘ ‘
Á köldum klaka er ekki eina verkið
sem Gunnar Þórðarson sendir frá sér
á þessu ári. Fyrir honum hggur nú
að semja tónlist á eina Ríóplötu og
þá hefur hann verið beðinn um að
sjá um útgáfu tveggja platna til við-
bótar.
Aftur til fortíðar
heldur áfram
Næstu plöturnar í Aftur til
fortíðar útgáfuröðinni koma
mögulega út í maímánuði næst-
komandi. Þær verða helgaðar
Umsjón
Ásgeir Tómasson
sömu áratugum og þrjár þær
fyrstu. Sjötta, sjöunda og átt-
unda áratugnum.
„Enn er ekki búið að ganga
frá þvi hvaða lög verða á næstu
plötum,“ segir Jónatan Garð-
arsson útgefandi. „Ég.er búinn
aö gera óskalista. Hins vegar á
ég eftir að athuga hvort sum
laganna eru yfirleitt hæf til út-
gáfu. Nú, og svo breytist hstinn
alltaf þegar fariö er að kanna
hvemig platan hljómar sam-
sett, auk þess sem huga þarf að
ýmsu fleiru.“
Að sögn Jónatans var rennt
algjörlega bhnt í sjóinn er þrjár
fyrstu plötumar í Aftur til for-
tíðar röðinni voru gefnar út fyr-
ir síðustu jól. Viðtökumar hafa
þó verið vel viðunandi. Platan
með elstu tónhstinni hefur nú
selst í um tvö þúsund eintökum.
Hinar tvær eitthvað minna.
Jónatan Garðarsson er með lagalistann
tilbúinn en býst viö að hann breytist.
Eurovisionlagið okkar hljómar nú senn:
Draumur um Nínu
kemur víða út
Þótt lag Eyjólfs Kristjánssonar,
Draumur um Nínu, fái ekki að heyr-
ast á ný fyrr en um næstu mánaða-
mót rykfellur það síður en svo uppi
á hillu. Búið er að lagfæra útsetningu
lagsins, syngja það aftur á íslensku
og ensku og verið er að ganga frá
útgáfu þess hér á landi sem og ann-
ars staðar á Norðurlöndunum og
jafnvel víðar í Evrópu.
Framlag okkar th Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva í Róma-
borg þann 4. maí næstkomandi kem-
ur út í næsta mánuði á safnplötu sem
Steinar hf. gefa út. Þá veröur Draum-
ur um Nínu einnig á safnplötunni
Icebreakers sem áætlað er að gefin
verði út í Skandinavíu áður en langt
um höur. Aðrir hstamenn, sem fram
koma á þeirri plötu, eru Bubbi Mort-
hens, Sáhn hans Jóns míns, Todmo-
bile, Nýdönsk, Mezzoforte, Friðrik
Karlsson og Eric nokkur Hawk sem
kannski er betur þekktur sem Eirík-
ur Hauksson.
Stærsta „óháða“ hljómplötuút-
gáfan á Norðurlöndum, Sonet, hefur
sýnt áhuga á að gefa Icebreakers út.
Náist ekki samningar við Sonet hefur
Warner einnig áhuga.
Þá má ekki gleyma einni plötunni
enn þar sem Draum um Nínu verður
að finna. Sú kemur út í Noregi og
hefur öll eða allflest söngvakeppni-
lögin að geyma.
Tvær plötur í vinnslu
Eyjólfur Kristjánsson hefur átt
annríkt að undanfórnu viö að ganga
frá Nínu og einnig við að syngja
nokkur eldri lög sín með enskum
textum. Að sögn Péturs Krjstjáns-
sonar hjá p.s. músík, sem sér um
útgáfumál Eyjólfs, verður hann
væntanlega tilbúinn með efni á heila
Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson, fulltrúar okkar í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Róm i vor.
plötu til útgáfu erlendis er hann held-
ur til Rómar í vor.
Meðal laga Eyjólfs, sem fengið hafa
enskan texta, eru Álfheiður Björk,
Ósvikin ást, Ég lifi í draumi, Breysk-
ur maður, Vor og Ástarævintýri.
Með enskum textum verða einnig
nokkur ný og áður óútgefin lög sem
Eyjólfur sendir frá sér á nýrri plötu
næsta haust.
Og ein tíðindi til viðbótar má tí-
unda af lagasmíðum Eyjólfs Kristj-
ánssonar og útgáfumálum þeim
tengdum. Sænsk poppstjama, Kiki
Danielson, hefur ákveðið að hafa lag-
ið Sumarlag á næstu plötu sinni sem
væntanleg er áður en langt um líður.
Sumarlag samdi Eyjólfur fyrir
Stjórnina og var lagið á plötunni Eitt
lag enn sem kom út síðasthðið sum-
ar. Að sögn Péturs Kristjánssonar er
enginn vafi á því að það styrkir stöðu
Eyjólfs sem lagahöfundar í Svíþjóð
að jafnþekkt söngkona og Kiki Dani-
elsoh skuli velja lag eftir hann á plötu
sína.
m
... fyrirgóða
frammistööu.
Nýtt súkkulaði
salthnetum
karamellu
(SLENSKT OG GOTT
Sveitatón-
listin sækir
í sigveðrið
vestra
Country & western eða sveita-
tónhst virðist vera að sækja í sig
veðrið vestanhafs um þessar
mundir. Það má lesa úr auknum
vinsældum útvarpsstööva sem
sérhæfa sig í því formi dægurtón-
listarinnar.
Samkvæmt nýjustu könnun
hlusta nú 10,5 af hundraði á
sveitatónlist. Þaö er einu prósenti
meira en á sama tima í fyrra. Þar
með telst það val vera orðið það
fjórða vinsælasta vestra. Popp
fyrir fullorðna, svonefnt adult
contemporary, er vinsælast
(18,6%). Þá kemur fréttaútvarp
(13%) og í þriðja sæti koma svo
blessuð vinsældalistalögin
(12,8%).
NÝR DAGUR SlA