Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Page 12
12
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.
Erlend bóksjá
Urval ljóða
Redgroves
Peter Redgrove, sem fæddist
áriö 1932, hefur síðustu áratugina
veriö afkastamikið og virt ljóö-
skáld í heimalandi sínu, Eng-
landi, auk þess sem hann hefur
samið skáldsögur og leikrit.
í þessari bók er birt úrval ljóöa
hans í meira en þrjá áratugi, frá
1954 til 1987. Samtals 117 ljóö eru
hér valin úr þeim þrettán
ljóðabókum sem Redgrove sendi
frá sér á áðurnefndu árabili.
Sumar þessara ljóöabóka hans
hafa reyndar hlotið ensk bók-
menntaverölaun. Þaö sama á við
um eina af skáldsögum Redgro-
ves og í þaö minnsta tvö leikrita
hans.
Ljóöin í þessu úrvali eru fjöl-
breytileg aö efni og stíl enda ort
á löngu tímabili. Sum ljóðanna
eru nánast prósi en önnur í meitl-
aöra formi. Redgrove flnnur sér
ekki síst yrkisefni í ástinni og
náttúrunni en sumir gagnrýn-
endur hafa fundiö i ljóðum hans
skyldleika við Blake.
POEMS 1954-1987.
Höfundur: Pefer Redgrove.
Penguin Books, 1989.
Rússneskur
skáldjöfur
Lífsverk Tolstoys greifa er mik-
iö að vöxtum. Rússnesk útgáfa á
ritverkum hans fyllir níutíu
bindi.
Lífshlaup þessa mikla skáldjöf-
urs Rússa var ekki síður stórt í
sniöum en ritverk hans. Þaö er
því ekkert áhlaupaverk að fjalla
um ævi Tolstoys og verk. A. N.
Wiison réðist í slíkt stórvirki,
lagði í þaö nokkurra ára vinnu
og hefur fengiö mikiö lof fyrir
árangurinn sem birtist í þessari
tæplega sex hundruö blaðsíðna
bók.
Wilson tekur viðfangsefniö
hefðbundnum tökum. Hann rek-
ur æviferil Tolstoys í tímaröö,
tengir verk hans viö þann veru-
leika sem þau eru vaxin af og
frægar sögupersónur Tolstoys,
svo sem í Stríöi og friöi og Önnu
Kareninu, við þær fyrirmyndir
sem skáldið haföi allt í kringum
sig.
Hér sést glögglega aö Tolstoy
var afar margbrotinn persónu-
leiki. Hann var mjög upptekinn
af sjálfum sér og sínum hug-
myndum og fór eigin, oft sér-
kennilegar, leiöir. Segja má aö
hann hafi verið stór jafnt í ris-
miklum skáldskap sínum sem í
öfgafullri sérviskunni.
TOLSTOY.
Höfundur: A. N. Wilson.
Penguin Books, 1989.
Af Sylvíu Plath
og Dylan Thomas
Tilviljun ræöur því vafalaust að
verk tveggja skálda, sem eiga það
sameiginlegt aö hafa dáiö fyrir aldur
fram viö hörmulegar aöstæður, eru
um þessar mundir til meðferðar hjá
reykvískum leikhópum. Þetta eru
þau Dylan Thomas, sem lést af of-
drykkju og ofneyslu lyfja í New York
í nóvember áriö 1953 og Sylvía Plath
sem stakk höfðinu í gasofn í London
í febrúar árið 1963 og framdi þannig
sjálfsmorð.
Bæöi hafa þau öölast þjóðsagna-
kenndara langlífi og frægð eftir
dauöann en títt er um ljóðskáld.
Af þessu tilefni er ástæöa til aö
minnast lítillega á þessi aö mörgu
leyti ólíku skáldsystkin og nefna
nokkrar þær bækur sem aögengileg-
ar eru fyrir þá sem hafa hug á aö
kynnast þeim, eöa verkum þeirra,
Ljóöskáldið frá Wales
Dylan fæddist í Wales rétt eftir
upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar,
eöa 27. október áriö 1914, og var því
innan við fertugt þegar hann lést.
Fyrsta ljóðabók hans kom út þegar
hann stóð á tvítugu, áriö 1934. Hann
vann síðan fyrir sér meðal annars
meö því aö lesa upp ljóö og aö skrifa
fyrir útvarp og í blöð, en var þó allt-
af peningalaus vegna sífellt vaxandi
áfengisneyslu.
García Lorca hallaðist að því aö
ljóöiö vaknaði þá fyrst til lífsins er
það væri mælt af vörum fram; þvílíkt
líf gæti þaö ekki öðlast á hvítum
pappírnum. Og Dylan var einmitt
gott dæmi um þaö hvernig frábær
ljóðaflytjandi gat kveikt í áheyrend-
um. Þess vegna var eftir því sóst aö
fá hann til að lesa ljóö sín, ekki síst
í Bandaríkjunum. Hann var einmitt
í einni slíkri ferð þegar hann lést.
Öll helstu verk Dylan Thomas eru
til í pappírskiljum (Dent). Það á til
dæmis viö um ljóðasöfnin „Collected
Poems 1934-1952“, sem fyrst kom út
Dylan Thomas.
árið 1952, og „Dylan Thomas: The
Poems“ sem birtist síðar en þar er
einnig aö frnna ýmis ljóð sem Dylan
haföi ekki sent frá sér sjálfur og því
væntanlega ekki verið fullkomlega
ánægður meö. Leikritið „Under Milk
Wood“, sem nú er flutt á Herranótt,
kom fyrst á prent eftir að Dylan var
allur, þótt það hafi verið flutt eöa
öllu heldur lesið á sviði áður.
Þeim sem vilja kynna sér lífshlaup
Dylans nánar skal bent á ævisöguna
„Dylan Thomas“ eftir Paul Ferris
(Penguin), og svo auðvitað sjálfsævi-
sögubrot Dylans sjálfs: „Portrait of
the Artist as a Young Dog“. Þá hafa
ýmis bréf hans veriö gefin út í bók-
inni „Selected Letters of Dylan
Thomas“.
Áttu sama „
afmælisdag
Þaö er ein af þessum skemmtilegu
tilviljunum lífsins að Sylvía Plath
átti sama afmælisdag og Dylan
Thomas. Hún fæddist í Bandaríkjun-
um 27. október árið 1932 - daginn sem
Dylan varð átján ára. Og stóö á þrít-
ugu þegar hún lést.
Sylvía einsetti sér þegar á barns-
aldri að verða ljóðskáld og lagði sig
alla tíð mjög fram um gera þá fyrir-
Sylvía Plath.
ætlun sína að veruleika. Það tókst
henni svo sannarlega.
Sylvía var í nánu en erfiðu sam-
bandi við móður sína, Aureliu, þótt
þær væru að mestu aðskildar síðasta
eina og hálfa áratuginn í lífi Sylvíu
sem dvaldi þann tíma fyrst í fram-
haldsskólum og síðan í Englandi. En
á þessum árum, frá 1950 til 1963,
skrifaði hún nær sjö hundruð bréf
til fjölskyldu sinnar í Bandaríkjun-
um. Það leikrit sem nú er sýnt í Þjóð-
leikhúsinu byggir einmitt á tilvitn-
unum í nokkur þeirra bréfa sem Syl-
vía skrifaði móður sinni á þessu
tímaskeiði.
Úrval bréfa Sylvíu hefur verið gefið
út í pappírskilju undir nafninu:
„Letters Home - Correspondence
1950-1963“ (Faber).
Sylvía hélt dagbækur mikinn hluta
lífs síns. Dial Press í Bandaríkjunum
hefur gefið þær flestar út í „The Jo-
urnals of Sylvia Plath“.
Ljóðasafn Sylvíu, „Collected Po-
ems“, er einnig til í pappírskilju (Fa-
ber) sem og eina skáldsaga hennar,
„The Bell Jar“.
Margar bækur hafa verið skrifaðar
um líf og list Sylvíu Plath. Nýjasta
og umdeildasta ævisagan er „Bitter
Fame“ eftir Anne Stevenson (Pengu-
in).
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. A. S. Byatt:
POSSESSION.
2. John Mortímer:
TITMUSS REGAINED.
3. John le Carré:
THE RUSSIA HOUSE.
4. John Mortímer:
RUMPOLE Á LA CARTE.
5. Arthur Halley:
THE EVENING NEWS.
6. Danlelle Steei:
DADDY.
7. P.D. James:
DEVICES AND DESIRES,
8. Bernard Cornwell:
SHARPE'S WATERLOO.
9. Campbell Armstrong:
MAMBO.
10. Catherine Cookson:
THE BLACK CANDLE,
Rit almenns eðlis:
1. Peter Mayle:
A YEAR IN PROVENCE.
2. Orlving Standards Agency:
YOUR ORIVING TEST.
3. Cleese & Skynner:
FAMILIES AND HOW TO SURVIVE
THEM.
4. Roaemary Conley:
METABOLISM BOOSTER DIET.
5. Rosemary Conley:
COMPLETE HIP & THIGH DIET.
6. Hannah Hauxwetl:
SEASONS OF MY LIFE.
7. Jackle Bennett & Rosmary Forgan:
THERE’S SOMETHING ABOUT A
CONVENT GIRL.
8. Rosemary Conley:
INCH-LOSS PLAN.
9. Edward De Bono:
I AM RIGHT YOU ARE WRONG.
10. Robert Flsk:
PITY THE NATION.
(Byggt á The Sunday Times)
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Michael Blake:
DANCES WITH WOLVES.
2. Thomas Harris:
THE SILENCE OF THE LAMBS.
3. Judíth Michael:
A RULING PASSION.
4. P. D. James:
DEVICES AND DESIRES.
5. James A. Michener:
CARIBBEAN.
6. Robin Cook:
HARMFUL INTENT.
7. Jude Oeveraux:
THE CONQUEST.
8. David L, Lindsay:
MERCY.
9. Amanda Quick:
SCANDAL.
10. Chatheríne Coulter:
THE SECRET SONG.
11. Tony Hillerman:
TALKING GOD.
12. Nancy Príce:
SLEEPING WITH THE ENEMY.
13. Peter Straub:
MYSTERY.
14. Umberto Eco:
FOUCAULT’S PENDULUM.
15. Cathy Cash Spellman:
PAINT THE WIND.
16. Mary Higgins Clark:
THE ANASTASIA SYNDROME
AND OTHER STORIES,
Rit almenns eðiis:
1. Thomas L. Friedman:
FROM BEIRUT TO JERUSALEM.
2. Judíth Miller & Laurie Mylroie:
SADDAM HUSSEIN AND THE
CRISIS IN THE GULF.
3. Betty Mahmoody, Wflliam Hoffer:
NOT WITHOUT MY DAUGHTER.
4. Jean P. Sasson:
THE RAPE OF KUWAIT.
5. Robert Fulghum:
ALL I REALLY NEED TO KNOW I
LEARNEÐ IN KINDERGARTEN.
6. John Naisbitt & Patricia Aburdene:
MEGATRENDS 2000.
7. JHI Ker Conway:
THE ROAD FROM COORAIN.
8. M. Scott Peck:
THE ROAD LESS TRAVELED.
9. Oliver Sacks:
AWAKENINGS.
10. John F. Walvoord:
ARMAGEDDON, OIL AND THE
MIDDLE EAST CRISIS.
(Byggt á New York Times Book Review)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Anais Nin:
DAGBOG 1934-39.
2. Isabel Allende:
EVA LUNA.
3. Marcel Pagnol.
MIN FARS STORE DAG, MIN
MORS SLOT.
4. Jean M. Auel:
HESTENES DAL.
5. Jean M. Auel:
MAMMUTJÆGERNE.
6. Marcel Pagnol:
KILDEN I PROVENCE.
7. Bjarne Reuter:
VI DER VALGTE MÆLKEVEJEN
1-2.
8. Jean M. Auel:
HULEBJ0RNENS KLAN.
9. John Irving:
EN B0N FOR OWEN MEANY.
10. Knud H. Thomsen:
DEGNEN 1 KRAGEVIG.
(Byqqt á Pojjtlken Snndaq)
Umsjón: Elías Snæland Jónsson
‘1 h e Histortcat
B u d d fi a
Líf og starf
Gautama Búdda
Árið 528 fyrir upphaf tímatals
okkar flutti Siddhart Gautama,
öðru nafni Búdda, fyrstu predik-
un sína. Þau nýju trúarbrögð,
sem hann boðaði, hafa haft víð-
tæk áhrif á fjölda fólks, ekki að-
eins í heimalandi hans, Indlandi,
heldur víða um heim.
í þessari bók er hins vegar ekki
fjallað um þróun búddismans í
heiminum heldur sjónum beint
að Gautama sjálfum; manninum,
lífi hans, starfi og umhverfi. Fer-
ill hans frá því hann fæddist árið
563 fyrir Krist í þorpinu Kapila-
vatthu, sem er við núverandi
landamæri Indlands og Nepal,
þar til hann lést í bænum Kusin-
ara árið 483 er ítarlega rakinn
samkvæmt fyrirliggjandi ind-
verskum heimildum.
Höfundurinn fjallað einnig um
hvernig upphaflegar kenningar
Gautama þróuðust frá því hann
fór, rétt innan við þrítugt, að leita
„sannleikans" þar til boðskapur-
inn fékk skipulegt form og i fram-
haldi af því vaxandi fylgi meðal
lýðsins.
THE HISTORICAL BUDDHA.
Höfundur: H. W. Schumann.
Penguin Books, 1989.
Og asninn
sá engilinn
Nick Cave, sem mun ástraiskur
að uppruna, reynir vissulega að
fara eigin leiðir í þessari fyrstu
skáidsögu sinni. Hann ýtir les-
andanum inn í lokað sértrúar-
samfélag þar sem sérstök útgáfa
af guði og ritningunni er ráðandi
í lífí fólksins. Við slíkar aöstæður
eru öfgarnar ríkjandi og grunnt
á ofstæki og trúarofsa. Trúarlegt
áreiti og átök einkenna gjarnan
viðhorf og viðskipti sögupersón-
anna sem búa í þessu samfélagi
og eru sumar hverjar allsérstæð-
ar.
Frásagnarstillinn tekur nokkuð
mið af þessu. Orðgnóttin er mik-
ii, jafnvel svo að lýsingar eru
stundum uppskrúfaðar, og
myndir af persónum og atburð-
um oft dregnar í afar sterkum lit-
um. Þótt vissulega megi deila um
árangurinn og sumum muni
þykja frásögnin fremur tilgerðar-
leg fantareið er óneitanlega
hressandi tilbreyting að lesa
skáldsögu þar sem höfundurinn
reynir aö brjótast út úr farvegi
hins meitlaða og yfirvegaða og
lætur gamminn geisa.
AND THE ASS SAW THE ANGEL.
Höfundur: Nlck Cave.
Penguln Books, 1990.