Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.'
Stjómarandstaðan 1 írak fékk óvænt tilboð:
Saddam bauð að
deila völdunum
- uppreisnarmenn höfnuðu tilboðinu þegar í stað
Sheikh Moshen al-Husseini, einn af leiðtogum uppreisnarmanna í írak,
fékk tilboð um að deila völdum með Saddam Hussein. Því var hafnað.
Símamynd Reuter
Útlönd
Grænland:
Uppgjöri
Mobfeldts
og Johan-
sens frestað
um viku
Á mánudaginn hefjast stjórnar-
myndunarviðræður á Græn-
landi. í fyrstu lotu ætla leiðtogar
Siumut-flokksins að ræða við
vinstri flokk inúíta og hægri
flokkinn Atassut. Siumut, sem nú
situr í stjóm undir forsæti Jonat-
hans Motzfeldt, getur myndað
stjóm meö báðum þessum flokk-
um ef vilji er fyrir hendi.
Nú situr Síumut í minnihluta-
stjóm með stuðningi inúíta eftir
að Atassut ákvað að hætta aö
styðja stjórnina á síðasta árL Fyr-
ir kosningarnar haföí Motzfeidt
gefið inúítum undir fótinn meö
aö mynda með þeim meirihluta-
stjórn og flestir hallast aö þvi að
svo fari. Þó eru forystumenn At-
assut ekki fráhverfir því að r eyna
nýtt stjórnarsamstarf með Sium-
ut.
Athygli vekur að til viöræön-
anna sendir Siumut þijá menn.
Það eru landstjómarformaður-
inn Motzfeldt, Lars Emil Johan-
sen, formaður flokksins, og Agn-
ethe Davidsen, væntanlegur ráö-
herra. Leiðtogamál Siumut eru
enn óuppgerð og verða það þar
til þingflokkurinn kemur saman
dagana 16. og 17. mars að velja
mann til að mynda stjóm.
Johansen hefur verið formaður
frá því áriö 1989 þótt Motzfeldt
leiði enn flokkinn í landstjóm-
inni' Uppgjörsins milli þeirra er
beðiö með eftirvæntingu því þaö
gætu orðið endalokin á litríkum
stjórnraálaferli Motzfeldts sem
verið hefur formaður landstjóm-
arirtnar frá upphafi, árið 1979.
Um leiö og flokkurinn ákveöur
hver skuli reyna stjórnarmynd-
un verður ákveðið hvort inúítum
eða Atassut verður fyrr boðiö til
viöræöna. Siumut hefur 11 menn
á þingi af 27, Atassut 8 og inúítar
5.
Rttzau
Einn af leiötogum stjórnarandstöð-
unnar í írak segir að Saddam Huss-
ein hafi boðist til að taka fulltrúa
kúrda og stjómarandstæðinga af trú-
flokki shíta inn í ríkstjórn íraks.
Sheikh Moshin al-Husseíni, einn af
leiðtogum Byltingarflokks shíta,
sagði að tilboðinu hefði veriö hafnað
þegar í stað.
Þetta er engu að síður í fyrsta sinn
sem Saddam leitar eftir sáttum við
andstæðinga sína eftir að hafa stjóm-
að í skjóli hervalds á annan áratug.
í tilboði Saddams var að sögn ekkert
minnst á uppreisnina bæði í norður-
pg suðurhémðum landsins eftir aö
íraksher var sigraður af banda-
mönnum.
Nú er taliö að um 30 þúsund menn
hafi látiö lífið í uppreisninni gegn
Saddam. Fréttir hafa síðustu daga
borist um að uppreisnarmenn fari
halloka fyrir hermönnum stjórnar-
innar. Uppreisnarmenn sögðu þó í
gær að þeir hefðu enn á sínu valdi
landsvæðin sem shítar byggja. Engar
óháöar heimildir em þó um hvemig
byltingarmenn standa að vígi.
Uppreisnarmenn segja að ekki
komi til greina að semja við Saddam
því honum sé ekki treystandi. Að
sögn þeirra á hann aðeins þá tvo
kosti að segja af sér að vera hrakinn
frá völdum.
Það var varaforseti íraks, Saddoun
Hammadi, sem kom boðunum um
samvinnu á framfæri í Teheran.
Uppreisnarmenn úr öllum flokkum
segja að þeir hafi svarið aö standa
saman allt til þess að Saddam er fall-
inn af valdastóli.
„Saddam getur ekki unnið með
öömm, hann getur ekki virt skoðan-
ir annarra og hefur jafnvel látið refsa
nánustu samstarfsmönnum sínum
grimmilega,“ sagði Hussein.
Stjómarandstaðan í írak er marg-
klofin. Á síðasta fundi hennar mættu
fulltrúar 17 hópa sem allir starfa í
útlegð. Þessir hópar eiga andstöðuna
við Saddam eina sameiginlega. Þeir
njóta ýmist stuðnigs írana eöa Sýr-
lendinga.
Reuter
Enn geta Danir og Svíar ekki kom-
ið sér saman um hvort ráðist skuli í
að byggja brú yfir Eyrarsund. Ekkert
er þó eftir nema skrifa undir seinasta
plaggið, eða það héldu menn þar til
bent var á að ef til vill þyrfti að hanna
brúna að nýju.
Á núverandi teikningum er gert
ráð fyrir að svæðið, sem flutninga-
skip hafa til að sigla undir brúna, sé
aðeins 330 metrar. Hönnuðir brúar-
innar hallast nú að því að þetta svæði
þurfi að breikka upp í 600 metra svo
að sigling um Eyrarsund geti talist
ömgg.
Einkum hafa menn áhyggjur af að
flutningaskip með háfermi geti ekki
farið undir brúna í miklum vindi.
Sigling undir brúna hefur veriö próf-
uð í tölvulíkönum. Niöurstaðan er
sú að reyndum sæfómm er hætt aö
lítast á blikuna og vilja frá helmingi
breiöara svæði undir brúnni til að
athafna sig á.
Það er þó meira en að segja það að
ætla að breyta brúnni nú því að við
það verður hún mun dýrari í bygg-
ingu því að hanna þarf allt burðar-
virkið að nýju og styrkja hafið þar
sem skipunum er ætlað að sigla und-
ir. Engjnn vill þó segja hve miklu
dýrari brúin veröur efdr breyting-
amar. Danir og Svíar hafa um árabil
haft hug á að brúa Eyrarsund en af
þvíhefuraldreiorðið. Ritzau
Verðáoliuinn-
anvið20dalir
Verð á hráolíutunnu virðist
ætia að verða innan við 20 dalir
að loknu Persaflóastríðinu.
Nokkrar sveiflur eru þó á mark-
aðnum en verðið hefur ekki hald-
ist fyrir ofan 20 dalina nema
skamma hríö í einu.
í gær féll verð á Norðursjávar-
olíu jaflit og þétt og var um tíma
um 18 dalir á tunnuna en hækk-
aðí skyndilega aftur. Það er nærri
því verði sem var á olíu síðasta
sumar áður en PersaflóadeHan
hófst.
Óróinn á markaönum er talinn
stafa af því að oflurikin í OPEC
gera ekki út um það fyrr en á
mánudag hvort dregið verður úr
framleiðslu til að hækka verðið.
TT
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
innlAn Overdtr.
Sparisjóðsbækur ób. 4,5-5 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 4,5-7 Sp
6 mán. uppsögn 5,5-8 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-1,5 Sp
Sértékkareikningar 4,5-5 Lb
VISITÖLUB. REIKN.
6mán.uppsögn 2,5-3,0 Nema Ib
15-24 mán. 6-6,5 Ib.Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR7.1 -8 Lb.lb
Gengisb. reikningar í ECU 8.1 -9 Lb.lb
ÓBUNDNIR StRKJARAR.
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3 Allir
óverötr. kjör, hrcyfóir 10,25-10,5 Nema Íb
BUNDNIR SKIPTIKJARAR.
Vísitölubundin kjör 5,25-5,75 Bb
óverötr. kjör 12,25-13 Bb
INNL.GJALDEYRISR.
Bandarikjadalir 5,25-6 Ib
Sterlingspund 11,5-12,5 Ib
Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Ib
Danskar krónur 7,75-8,8 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLÁNÖVERÐTR.
Almennir víxlarfforv.) 15,25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 15,25-15,75 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 18,75-19 Bb
Skuldabréf 7.75-8.25 Lb
AFURÐALAN
isl. krónur 14,75-15,5 Lb
SDR 10-10,5 Lb
Bandarikjadalir 8,8-9 Sp
Sterlingspund 15,5-15,7 Lb.lb
Vestur-þýskmörk 10,75-10,9 Lb.lb.Bb
Húsnæðislán 4,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverðtr. mars 91 15,5
Verðtr. mars 91 8
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala mars 3009 stig
Lánskjaravísitalafeb. 3003 stig
Byggingavísitala mars. 566 stig
Byggingavisitala mars 177,1 stig
Framfærsluvísitala feb. 149,5 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jari.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,402
Einingabréf 2 2,918
Einingabréf 3 3,542
Skammtímabréf 1,809
Kjarabréf 5,308
Markbréf 2,828
Tekjubréf 2,066
Skyndibréf 1,579
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóösbréf 1 2,589
Sjóðsbréf 2 1,813
Sjóðsbréf 3 1,795
Sjóösbréf 4 1,554
Sjóösbréf 5 1,081
Vaxtarbréf 1,8384
Valbréf 1,7110
Islandsbréf 1,120
Fjóröungsbréf 1,073
Þingbróf 1.119
öndvegisbréf 1,109
Sýslubréf 1,129
Reiöubréf 1,098
Heimsbréf 1,036
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,80 7,14
Eimskip 5,2 5,45
Flugleiöir 2,54 2,64
Hampiöjan 1,76 1,84
Hlutabréfasjóöurinn 1,77 1,85
Eignfél. lönaðarb. 2,00 2,10
Eignfél. Alþýðub. 1.47 1,54
Skagstrendingur hf. 4,20 4,41
Islandsbanki hf. 1,54 1,60
Eignfél. Verslb. 1,35 1,40
Oliufélagið hf. 6,00 6,30
Grandi hf. 2,36 2,45
Tollvörugeymslan hf. 1,10 1.15
Skeljungur hf. 6,40 6,70
Armannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagió 1,28 1,35
Útgeröarfélag Ak. 3,80 3,95
Olís 2,19 2,30
Hlutabréfasjóöur VlB 0,97 1,02
Almenni hlutabrófasj. 1,02 1,06
Auölindarbréf 0,975 1,026
Islenski hlutabrófasj. 1,02 1,08
(1) Við kaup á viöskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aöila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb = lslandsbanki Lb= Landsbankinn,
Sb=Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóö-
irnir.
Einnig mikið úrval
af fræjum.
25 tegundir af dalium
á 133 kr. stk.
3 begoníur frá 244 kr.
Liljur frá 127 kr. stk.
GARÐSHORN íí
við Fossvogskirkjugarð sími 40500
Eyrarsunds-
brúin rangt
hönnuð?