Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Blaðsíða 4
I4UG4RÍ»4«UHi 9.. MAH& mv
Fréttir
Formannsslagurinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins:
Ræðu Davíðs beðið með
mikilli eftirvæntingu
- mun fleiri fulltrúar óákveðnir en haldið var
Skeggrætt á landsfundi. Davið Oddsson ræðir við Ásgeir Pétursson,
bæjarfógeta i Kópavogi, og Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann.
Þorsteinn Pálsson og Einar Oddur Kristjánsson i samræðum við lands-
fundarfulltrúa. DV-myndir Brynjar Gauti
Uppgjör sjálfstæðismanna um
hver verði næsti formaður flokks-
ins fer fram um miðjan dag á morg-
un. í gær höfðu línur ekki mikið
skýrst um hvor hefði meira fylgi
landsfundarfulltrúa, Þorsteinn
Pálsson eða Davíð Oddsson. Sann-
leikurinn mun vera sá að stuðn-
ingsmenn beggja hafi ofreiknað
fylgi sinna manna. Það var skoðun
fjölmargra landsfundarfulltrúa,
sem DV ræddi við, að mun fleiri
fulltrúar en haldið var höfðu ekki
tekiö ákvörðun um formannskjörið
er þeir komu til landsfundarins á
fimmtudag. Stuðningsmenn þeirra
Þorsteins og Davíðs höfðu hringt í
velflesta landsfundarfulltrúana áö-
ur en fundurinn hófst. í flestum
tilfellum var báðum vel tekið og
því reiknuðu stuðningsmenn
beggja sér mun fleiri stuðnings-
menn en raunhæft þótti.
Maður á mann
Kosningabaráttan náði að sjálf-
sögðu hámarki eftir að landsfund-
urinn hófst. Þá var tekin upp bar-
áttuaðferöin sem kölluð er maður
á mann. Báðir aðilar setja sér það
mark að ræða við hvern einasta
fufltrúa augliti til auglitis. Hópur
manna vinnur við þetta alveg þar
til formannskjörið fer fram á morg- <
un.
Það var athyglisvert að þeir Þor-
steinn og Davíö sátu ekki við há-
borðið meðan landsfundarstörfin
fóru fram fyrrihluta dags í gær,
eins og formaður og varaformaður
gera venjulega. Þess í stað gengu
þeir um salinn, þar sem umferðin
var mest, heilsuðu fólki og tóku þaö
tah. Svipað var uppi á teningnum
eftir hádegi.
Hvaða áhrif hafa
ræður frambjóöenda?
Mjög margir viðmælendur DV á
landsfundinum töldu Þorstein
Pálsson hafa komist ágætlega,
sumir sögðu mjög vel, frá setning-
arræðunni á fimmtudag. Menn
telja að sá kafli ræðunnar sem fjali-
aði um formannskjörið, þar sem
Þorsteinn fór fram á endumýjað
traust, hafi verið sterkur. Voru ófiá-
ir á því að hann hefði aflað sér
aukins fylgis með þessari ræðu.
Þó voru uppi sterkar raddir sem
sögðust hafa orðið fyrir vonbrigð-
um með ræðuna og viðbrögöin.
Sögðust hinir sömu hafa heyrt mun
kröftugra lófaklapp eftir ræöu for-
manns á landsfundi en reyndin var
á fimmtudag.
Þó að margir landsfundarfulltrú-
ar hafi gert upp hug sinn töluðu
mjög fáir af sannfæringu um sigur-
líkur frambjóðendanna. Bentu allir
á og undirstrikuðu með feitu að
ræða Davíðs væri eftir. Davið mun
flytja sína framboðsræðu í dag. Það
voru allir sammála um að hún
gæti haft mikið að segja og sumir
fullyrtu að hann mundi hreinlega
sópa að sér fylgi tækist honum vel
upp.
Það vakti athygli að í ræöu sinni
fór Þorsteinn engum orðum um
glæsilegasta sigur Sjálfstæðis-
flokksins, fyrr og síðar, í sveitar-
stjómarkosningunum síöastliðið
vor. En hann sagði heldur ekki eitt
einasta orð um Davíð Oddsson,
annað en að varaformaðurinn teldi
nauðsynlegt aö hann tæki nú við
forystunni. Því telja sumir aö Dav-
íð Oddsson eigi erfitt meö að ræða
um Þorstein á mjög neikvæðum
nótum í sinni ræðu. Á fólki var að
heyra að það myndi skaða Davíö
hnýtti hann mikið í Þorstein.
Þessu tengist sú skoöun að Davíð
sé í nokkrum vanda með aö rétt-
læta framboð sitt gegn Þorsteini
gagnvart mörgum landsfundar-
mönnum. Þannig varð vart við efa-
semdir hjá mörgum þeirra, ekki
síst utan af landi, er sögðu aö nú
yrði Davíð aldeilis að flytja góða
ræðu ef hann ætti að sannfæra þá
um réttmæti þeirra „láta“ sem ver-
ið hafa í flokknum síðastliðnar
tvær vikur. Ef Davíð mistækist
þetta væri hann ekki vel staddur.
Á þeim var að heyra að þeim fynd-
ist sér vera stillt upp við vegg þar
sem þeir neyddust til aö gera upp
á miili tveggja mjög hæfra manna
með stuttum fyrirvara. Þaö var
nokkuö sem margir áttu mjög
greinilega ekki von á að gert yröi
með svo stuttum fyrirvara og rétt
fyrir kosningar.
„Mér þykir leiðinlegt ef Davíð fær
ekki stuðning sem formaður en um
leið finnst mér ansi hart að þurfa
að hafna Þorsteini sem sitjandi for-
manni. Þetta er alls ekki auðvelt,“
Fréttaljós:
Sigurdór Sigurdórsson
og Haukur L. Hauksson
sagði einn eldri landsfundarfull-
trúi við DV og margir töluðu á svip-
uðum nótum.
Það undrar engan að landsfund-
armenn bíða í ofvæni eftir ræðu
Davíðs í dag. Málflutningur stuðn-
ingsmannanna hefur vissulega
haft áhrif en menn vilja sjá og
heyra Davíð sjálfan sannfæra fund-
inn, fá boöskapinn „beint í æð“.
Þaö má jafnvel búast við átaka-
miklum eftirmiðdegi því stuön-
ingsmenn Þorsteins Pálssonar
sögðu í gær að ef Davíö færi út í
að hnýta í Þorstein myndi Þor-
steinn svara fyrir sig fullum hálsi.
Kjofinn í herðar niður
í viðræðum DV við fulltrúa hinna
ýmsu landshluta kom í ljós að mjög
misjafnt var hvort menn væru aö
einhverju leyti samtaka í afstöðu
sinni til verðándi formanns eða
hvort hver kysi fyrir sig. Þorsteinn
virðist njóta töluverðs stuðnings
utan af landi. Kemur ýmislegt til
en meðal þess sem blaðamaður
heyrði oft var að menn vildu engan
ófrið eftir landsfund og því væri
best að styðja óbreytta forystuskip-
an. Þótt stuðningur við Þorstein
viröist töluverður í ákveðnum
landshlutum, eins og hjá Vestfirð-
ingum, eru önnur kjördæmi marg-
klofin i afstöðu sinni, sum hver
klofin í herðar niður, eins og einn
viðmælenda oröaði það.
Afstaðan til Davíðs eða Þorsteins
virðist hafa klofið sjálfstæðisfélög
um allt land, kjördæmi, vinahópa
og einnig íjölskyldur. Málefnalega
er enginn ágreiningur um Davíð
og Þorstein. Slagurinn stendur
umfram allt um persónumar og
mismunandi stjómunarstíl þeirra.
Vegna þess er sagt að áhyggjur
vegna klofnings og átaka í kjölfar
landsfundarins séu ekki alveg á
rökum reistar. Menn sameinist á
ný þó auðvitað verði einhveijir sem
eldi grátt silfur. Upplag manna sé
einu sinni misjafnt og flokkurinn
stór.
Varaformaöurinn
Að vonum ræða landsfundarfull-
trúar mjög hver verði næsti vara-
formaður. Þeir em þó margir sem
halda því fram að sigri Þorsteinn í
formannskjörinu eigi Davíð vart
annarra kosta völ en að gefa kost
á sér sem varaformaöur áfram.
Tapi Davíö 1 formannskjörinu eigi
hann ekki aðra leiö til að halda
þeim völdum sem hann hefur.
Aðrir fullyrða að Davíð muni
ekki undir neinum kringumstæð-
um gefa kost á sér áfram sem vara-
formaöur. Hann geti ekki sætt sig
viö að vera númer tvö áfram. Þurfi
þau viöbrögð ekki að þýða að hann
væri úr leik í flokksforystunni, eins
og haldið er fram, en vissulega
gæti hann misst sterkan mann
fram fyrir sig. Gæti því oröiö erfitt
fyrir hann að sækja aftur á tindinn
fyrr en eftir töluvert langan tíma.
Mörg nöfn hafa verið nefnd í sam-
bandi við kjör varaformanns. Æ
fleiri eru famir að nefna nafn Sig-
ríðar A. Þórðardóttur, formanns
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna. Hún er sögð vera snarpur
pólitíkus og góð ræðumanneskja.
Aðrir sem nefndir hafa verið eru
alþingismennimir Pálmi Jónsson
og Halldór Blöndal og síðan Björn
Bjarnason. Pálmi og Halldór eru
báðir sagðir tilkippflegir ef til kem-
ur.
Það er hins vegar staðreynd að
fólk er ekki tilbúið að ræða vara-
formannskjörið af neinni alvöru
fyrr en formannskjörið hefur farið
fram. Sé æriö nóg að hugsa um það
eitt. Úrslit þess og viðbrögð við
þeim skipta öllu varðandi kjör
varaformanns tfl næstu tveggja
ára. Fyrst þá fara landsfundar-
menn að velta fyrir sér forsendum
varaformannskjörs, eins og sam-
bandi mifli landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis, kynferðis og fleiri
þátta sem óhjákvæmflega verða í
deiglunni.
Hefðbundið starf í molum
Gamalreyndir landsfundarfull-
trúar fullyrtu að allt starf á lands-
fundinum væri í hálfgerðum mol-
um og í skugga formannskjörsins.
Stór mál, eins og mótun sjávarút-
vegs- og landbúnaðarstefnu flokks-
ins, yrðu vart að neinu vegna þess
að öll orka landsfundarfulltrúa
færi í formannsslaginn.
Tveir piltar fóru til Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær:
Gáfu sig fram vegna Suðurgötumálsins
- segja að ekki hefði verið um ránstilraun að ræða
Tveir pfltar, 17 og 19 ára, gáfu sig
fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins síðdegis í gær vegna líkamsmeið-
ingamáls sem átti sér stað við Suður-
götu og Þjóðarbókhlöðuna aðfara-
nótt síöastUðins laugardags. Eins og
fram hefur komið í DV í vikunni var
ráöist á tvo karlmenn með þeim af-
leiðingum að annar þeirra rifbeins-
brotnaði og annað lungað féll saman.
RLR rannsakaði þetta mál með
hliðsjón af láti manns sem talinn er
hafa veriö rændur og ráðinn bani
nóttina á eftir. RLR upplýsir hins
vegar ekkert á þessu stigi hvort talið
sé að um hugsanleg tengsl sé að ræða
milli þessara tveggja mála. Þegar DV
fór í prentun átti eftir að ræða við
tvo af félögum piltanna sem voru
með þeim umrædda nótt.
Piltarnir hafa sagt að þama hafi
alls ekki verið um ránstilraún að
ræða - þeir hafi verið fjórir saman í
bíl á móts við biðskýli á Suðurgötu
þegar tveir menn komu að bíl þeirra.
Þessar upplýsingar koma heim og
saman við framburð þeirra tveggja
sem urðu fyrir meiðslum. Einn fjór-
menninganna fór út að létta á sér og
hindraði bílhurðin hina í að komast
framhjá. Pfltarnir segja aö síðan hafi
komið til rifrildis og átök hafist að
frumkvæði mannanna tveggja sem
síðan hlupu á brott.
Fjórmenningamir eltu mennina og
náðu þeim sem þeir segja að hafi
byijaö átökin. Piltarnir hafa ekki
dregið dul á að einn af þeim hefði
lamið þann mann illa sem leggja
þurfti inn á sjúkrahús. Tveir af fjór-
menningunum áttu beinan þátt að
átökunum. Bílstjórinn og einn annar
fengu hina til að hætta barsmíðun-
um, að sögn piltanna.
Þegar DV fór í prentun var veriö
að gera ráöstafanir tfl að ná sam-
bandi við þá tvo af fjórmenningunum
sem ekki skiluðu sér í gær. Rann-
soknarlögreglan hafði í gærkvöldi
ekki neinn í haldi vegna mannsláts-
íns í Bankastræti um helgina.
-ÓTT