Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Page 7
r LMTGAHÐAGUR 9,'MAÍIU 1991.' I>V Fréttir Ullarsala til Sovét: Alafoss í kröppum dansi Fulltrúar Álafoss fara til Sovétríkj- anna nú um helgina til að freista þess að ná sölusamningum fyrir framleiðslu sína og innheimta skuld upp á 215 milljónir vegna sölu þangað á síðasta ári. Engin viðskiptabókun er nú milh landanna og verða Ála- fossmenn því að semja beint við hugsanlega kaupendur í Sovétríkj- unum. Um nokkurra mánaða skeið hafa staðið yflr samningaviðræður eink- um við tvo aðila varðandi kaup á ullarvörum héðan. Aö sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra Álafoss, hafa þessar viðræður einkum staðið við við Sovéska samvinnusambandið og Rússnesku innkaupastofnunina. Hann segir að rætt sé við þessa aðila um sölu fyrir allt að 800 milljónir króna. í byrjun síðasta mánaðar var við- Trillukarl: „Ég tilkynnti víst um mig“ Vegna fréttar DV í gær um trillu- karl, sem Tilkynningaskyldan í Reykjavík leitaði að í fyrrinótt þar sem hann hafði ekki tilkynnt um sig í fyrrakvöld, vill Kristján Jakobsson, eigandi bátsins, koma því á framfæri að hann hafi tilkynnt tvisvar um sig til Slysavarnafélagsins í fyrradag. Greint var frá því í gær að þegar leit var að hefjast að trillunni í fyrrinótt hefði lögreglan loks fundið manninn er hann var kominn upp í rúm heima hjá sér, löngu kominn í land og að sjálfsögðu heill á húfi. „Ég tilkynnti um mig og gaf stað- setningu um ehefuleytið. Þegar ég kom að landi, klukkan rúmlega fimm síðdegis, tilkynnti ég síðan um komu mína. Það er því ekki rétt að ég hafi ekki látið vita af mér,“ sagði Kristján í samtali við DV í gær. Að sögn starfsmanns hjá Tilkynn- ingaskyldunni í gær er ekki útilokað að tveir hafi tilkynnt sig í einu í tal- stöðina þegar Kristján lét vita afsér í fyrradag og tilkynningarnar hafi verið skildar sem ein. Hann sagði það stundum gerast aö tveir til þrír „væru í loftinu í einu“. Ekkert fannst bókað um að Kristján hefði tilkynnt um komu sína klukkan fimm á fimmtudaginn - því hefði eðhlega verið farið að óttast um hann. -ÓTT VlkingBrugg: Páskabjórinn á markaðinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Viking Brugg hf. á Akureyri hefur nú öðru sinni sett á markaðinn páskabjór. Þessi bjór var' fyrst á markaði á síðasta ári og líkaði svo vel að hann seldist upp á skömmum tíma. Vegna langs vinnslutíma er ein- ungis hægt að framleiða takmarkað magn af bjórnum, eða svipað magn og á síðasta ári. I fréttatilkynningu frá Viking Brugg segir að við vinnslu bjórsins séu notaðar aðferðir sem einungis séu á færi hins þýska brugg- meistara fyrirtækisins, Álfred Teuf- el. í bjórinn eru notuð úrvals hráefni og það ásamt framleiðsluaðferðum og ströngu gæðaeftirliti tryggir að um mjög vandaðan bjór sé að ræða. Páskabjórinn er 5,6% að styrk- leika. Hann er seldur á einnota flösk- um eins og allur flöskubjór Viking Brugg kemur til með að vera í en Löwenbrau, Viking bjór og Viking pilsner eru þegar komnir á slíkar flöskur. reynir samningaviðræður við Sovétmenn enn á ný ræðunum við Sovéska samvinqu- sambandið frestað einhhða af hálfu Sovétmanna en í þeim viðræðum var rætt um viðskipti upp á 150 milljónir króna á yfirstandandi ári. Ástæðan var fyrst og fremst gjaldeyrisskortur en einnig þótti sýnt að pólitískur stirðleiki í samskiptum landanna vegna Litháensmálsins hefði þar einnig áhrif á. Hvað varðar samninginn við Rúss- nesku innkaupastofnunina er verið að ræða viðskipti upp á allt að 650 milljónir á næstu tvehnur árum. Ól- afur vildi ekki skýra DV frá hvers vegna dráttur hefði orðið á þessum samningi en í samtali við DV fyrir mánuði kvað hann fullnægjandi ábyrgðir ytra vera fyrir hendi, þar á meðal ríkisábyrgð, undirrituð af for- sætisráðherra Rússneska lýðveldis- ins. Fyrir Álafoss eru gífurlegir hags- munir í húfi varðandi framtíð fyrir- tækisins um að þessir samningar takist. Á síðasta ári nam tap fyrir- tækisins um 250 milljónum króna og tvö árin á undan nam tapið samtals tæplega 2 milljörðum. Skuldir fyrir- tækisins eru vel á þriðja milljarð. -kaa JjHp''' ÞATTASKIL í framleiðslu þvottaefnis VENJULEG ÞVOTTAEFNI ARIEL Áhrifaríkara en áður hefur þekkst. Helmingi minna magn er notað hverju sinni. Sannkallaður blettabani. Forþvottur óþarfur. HELMINGI MINNA ÞVOTTAEFNI. í ARIELultra eru einungis notuð bestu fáanlegu hráefni, sem hafa verið hreinsuð af öllum óþarfa aukaefnum. Þvottaduftsagnirnar eru smáar, þjappast vel saman og leysast strax upp í vatni. Skömmtunarkúlan auðveldar að mæla rétt magn og tryggir að þvottaefnið dreifist strax í allan þvottinn. Þvottatíminn nýtist að fullu. ÞÆGILEGRA I NOTKUN Auðveldara í meðhöndlun Sparar geymslupláss. Þægileg skömmtun Kúla í stað óhreinna hólfa, UMHVERFISVÆNT. Af ARIELultra notar þú helmingi minna þvottaefni og stuðlar að hollara umhverfi. Pakkningin er helmingi minni og sparar pappa í umbúðir. ORKUSPARANDI - Styttri þvottatími. WWF VENJULEG ÞVOTTAEFNI ARIEL ULTRA VINNUR MEÐ UMHVERFIS- VERNDARSAMTÖKUM. Einkaumboð: Tunguháls 11 ■ sími 82700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.