Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Síða 21
LAUGA'RDAGUR 9. MARS 1991
2Í'
Menning
John Goodman og Bette Midler í Stellu.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULlNA: 991000
Laugarásbíó - Stella ★★
Grasið
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
Stella er ansi meyr mynd um ein-
stæða móður, sem fórnar sjálfri séj-
til þess að geta alið upp dóttur sína.
Hún er fijálsleg endurgerð Stellu
Dallas, myndar frá 1937 með ögn
nútímalegri áherslum, skyldi maður
ætla. Sagan fylgir Stellu (Bette Midl-
er) frá yngri árum, sem barþernu.
Hún kynnist ungum lækni (Collins)
og verður ófrísk, en kýs að hafa barn-
ið ein og sparkar lækninum út á vit
frægðar og frama. Árum saman
reynir hann að auðvelda henni lífið,
en hún er viljasterk og kýs að sjá um
þetta ein. Ágætisvinur hennar, frá-
bærlega leikinn af John Goodman
að vanda, hefði getað verið henni
meiri stoð, ef hann væri ekki svona
mikill róni sjálfur. Þegar dóttirin
fullorðnast (Alvarado) fær hún tæk-
ifæri til að kynnast annarri hlið á
lífmu gegnum foður sinn og þá er
hann umgengst.
Sagan er augljós og kemur aldrei á
óvart, en hún forðast líka í lengstu
lög að vera meö einhvem vellu-
kenndan boðskap og segir ágætlega
og oft bráðskemmtilega frá mishtum
persónum. Góðir leikendur hjálpa
geysilega mikið við aö rífa hana upp.
Bette Midler leikur, aldrei þessu
vant, ekki skass eða kvendjöful,
heldur óframfærná en ákveðna móð-
ur með talsverðan karakter. Ég hef
ekki séð hana betri til þessa. Allir
aðrir leikarar eru nánast gallalausir
og Goodman styrkir enn stöðu sína
sem vinsælasti aukaleikarinn í
bransanum. Persóna hans hér er
ekkert stórt stökk leikrænt séð en
nú styttist í hans fyrsta aðalhlutverk
í King Ralph.
Myndinni er fjötur um fót að vera
af bandarískum toga. Allt sem við
þurfum-að vita fáum við að vita og
það fer ekki miUi mála hvenær mikil-
vægustu tilfmningauppgjörin eiga
sér stað, því þau eru undirstrikuð
með tUheyrandi sírópstónlist. Svigr-
úm tU að kryfja tíl mergjar eða hafa
áhrif eftir óhefðbundnum leiðum er
ekkert og undir lokin fer hún að dala.
Hún togar aðeins of fast í hjarta-
Strengina í nokkrum iUa uppsettum
atriðum, sem jaðra við væmni, þ.e.
ósönn tilfmningasemi. Auk þess er
sagan skilin eftir, á frekar harkaleg-
an hátt, í lausu lofti, stílbrot við það
sem á undan er gengið.
Nú gætu sumir haldið að hér væri
um dæmigerða kvennamynd að
ræða, aUavega var lítið um karlpen-
ing á minni sýningu. Ég get ekki
stimplað hana sem slíka. Hún keyrir
aldrei úr hófi tilfinningalega og hefur
í sjálfu sér ekkert nýtt innsæi inn í
heim kvenna og gefur ekkert tilefni
til umhugsunar um nein sérstök
málefni. Þetta er bara venjuleg, oft
skemmtUeg, bíómynd fyrir fullorðið
fólk. Leikstjórinn, John Erman,
kemur hér yfir á hvíta tjaldið eftir
stórglæsilegan ferU í dramatískum
sjónvarpsmyndum. Hann var meðal
annars annar leikstjóri Roots, og
hefur gert eina bestu sjónvarpsmynd
sem ég hef séð, Right to Kill?, með
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
Justine Bateman og Christopher Col-
let. Hér er hann ögn háður handrit-
inu, þannig að erfiðara er að sjá hver
hans þáttur er í myndinni, en ég ef-
ast ekki um að þarna hafi Hollywood
eignast enn einn slarkfæran starfs-
kraft úr sjónvarpinu.
Stella (Band-1990) 109 mín. Leikstjóri:
John Erman (Who Will Love My Chll-
dren?, Ace Eli and Roger ot the Skies).
Leikarar: Bette Midler, John Goodman
(Punchline, Big Easy), Trini Alvarado
(Mrs. Sofel, Rich Kids), Stephen Collins
(Hold the Dream), Marsha Mason (Good-
bye Girl), Eileen Brennan (The Sting,
Daisy Miller).
tiVt.
*J?U
yztmi
.1
í&'Siíy
"HAVA TYGUM ROYNT
OKKARA MOTORVEG MILLUM
ISLANDS OG EUROPA"?
... spyr Amaliel Knudsen, skipstjóri færeysku ferjunnar Norrænu.
Ef ekki, þó ættuð þið að panta far með
Norrænu núna, því að með Norrænu
siglið þið hinn beina og breiða
"motorveg". Norræna getur í einni ferð
flutt 1050 farþega og 300 bíla.
Akið því ó eigin bíl um borð,
þið komist þó fyrr af stað
þegar lagt er að ó meginlandinu.
Um borð er öll aðstaða til fyrirmyndar.
Lúxusklefar með tvöföldu rúmi,
tveggjamanna klefar, fjögurramanna
klefar eða svefnpokaplóss. Sérstakt
leikherbergi fyrir börnin, "sóldekk"
og fríhafnarverslanir með mikið úrval
af tollfrjólsum varningi.
Fyrsta flokks veitingastaður
þar sem óvallt eru í boði herlegar
kræsingar af veisluborði eða af
matseðli dagsins, einnig
fyrirmyndar skyndibitastaður.
Notaleg vínstúka og næfur-
klúbbur með lifandi tónlist fyrir
nóttbrafnana. Hreint sjóvarloftið gerir
sumarfríið létt og skemmtilegt. Verið
velkomin um borð og góða ferð.
ERÐASKRIFSTOFAN
ik ■ Sími: (91) 626362 Fjarðargötu 8, /10 Seyðisfjörður. $ími:(97) 21111
w&Mfflmm
græna