Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991.
17
Iþróttir
Úrskurður aganefndar vegna kæru frá dómurum í leik UMFN og ÍBK:
Njarðvíkingamir
sluppu fyrir hom
- fengu áminningu og halda því heimaleiknum ef 5. leikurinn fer fram
istri: Ingi Gunnarsson, form. körfuknattleiks-
ar Jónsson, form. UMFN. DV-myndS
Aganefnd Körfuknattleikssam-
bands íslands kom saman til fund-
ar í gær og dæmdi í kærumáli sem
dómarar leiks Njarðvíkur og Kefla-
víkur sl. laugardag sendu inn til
nefndarinnar. Njarðvíkingar
sluppu fyrir horn. Nefndin ákvað
að áminna Njarðvíkinga og var
þeim gert skylt að hafa öfluga
gæslu á heimaleikjum sínum.
Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi
í gær sloppið með áminningu mega
þeir og þeirra áhangendur vara sig.
Aganefndin ákvað nefnilega að
áminningin hefði þau áhrif að ef
Njarðvíkingar fengu á ný á sig svip-
aða kæru næstu tvö árin yrði tekið
mjög strangt á málum og liðið
dæmt til að missa heimaleiki.
„Þetta fór allt saman mjög frið-
samlega fram og það var ekkert um
kýlingar eða þess háttar. Það er
skammt eftir af keppnistímabilinu
og við vildum ekki ganga harðar
fram í þessu máli en við gerðum.
En Njarðvíkingar verða að passa
sig og sína vel næstu tvö árin. Þetta
var eins konar salómonsdómur,"
sagði Hrafn G. Johnsen, sem sæti
á í aganefnd KKÍ, í samtali við DV
í gærkvöldi. Þeir sem tóku málið
fyrir í gær voru auk Hrafns þeir
Þorgeir Ingi Njálsson, formaður
nefndarinnar, og Jón Eysteinsson.
Forsaga málsins er sú, eins og
fram kom í DV í gær, að eftir leik
Njarðvíkinga og Keílvíkinga í
Njarðvík á laugardag veittust
stuðningsmenn Njarðvíkinga að
öðrum dómara leiksins og kærði
hann framkomuna til aganefndar
sem tók síðan málið fyrir í gær-
kvöldi.
í starfsreglum aganefndar um
brot félagsliða segir: „Ef áhangend-
ur gerast sekir um vítaverða eða
hættulega framkomu gagnvart
leikmönnum, dómurum eða starfs-
mönnum leiks, er heimilt að svipta
það lið, sem leikurinn var leikinn
hjá, næsta eða næstu heimaleikj-
um, þar til öryggi leikmanna og
starfsmanna leiksins telst tryggt.“
Njarðvíkingar geta því varpað
öndinni léttar og hreinn úrslita-
leikur um íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik fer því fram í Njarð-
vík, vinni Njarðvíkingar fjórða
leikinn gegn Keflavík í Keflavík í
kvöld. 'Að öðrum kosti verða Kefl-
víkingar íslandsmeistarar.
-SK
n berjast um boltann í leik Njarðvikinga og
Hvað segja þeir um leik ÍBK og UMFN í kvöld:
„Pressan mun verða
á Keflvíkingunum“
Keflvíkingar geta tryggt sér ís-
landsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik á heimavelli sínum í Keflavík er
þeir leika fjórða úrslitaleikinn gegn
, Njarðvíkingum klukkan átta. Við
leituðum í gær til nokkurra lands-
kunnra íþróttamanna og áhuga-
manna um íþróttir á Suðurnesjum
og báðum þá að spá í spilin.
Hilmar Hafsteinsson
„Ég held að pressan muni verða á
ÍBK og þeir verða að teljast líklegri
til sigurs enda leika Keflvíkingar á
heimavelli. Við töpuðum orrustu á
laugardag en ekki stríðinu. Njarðvík-
ingar þurfa að útfæra varnarleikinn
öðruvísi en þeir hafa gert en Keflvík-
ingar eru með sterkt lið og í liði
þeirra eru sterkar skyttur. Þetta
verður mjögfjörugur leikur og mikið
taugastríð. Ég spái aö Njarðvík vinni
93-94 eftir framlengingu. Annars
held ég að vendipunkturinn í kvöld
verði hvernig Teitur Örlygsson leik-
ur í hði Njarðvíkinga. Hann er lang-
besti framvörðurinn á landinu í
dag,“ sagði Hilmar Hafsteinsson,
fyrrum þjálfari Njarðvíkinga.
Hafsteinn Guðmundsson
„Ég hef trú á að þetta verði hörku-
leikur. ÍBK-hðið hefur vaxið í síð-
ustu leikjum en Njarðvíkurliðið ver-
ið að dala. Mér finnst strákarnir í
ÍBK hafa staðið sig frábærlega í síð-
ustu leikjum og þetta er þeirra síö-
asti séns til að vinna titilinn á heima-
velli sínum. Ef til vill hefur það hjálp-
að að tapa fyrsta leiknum meö mjög
miklum mun. Það verður mjög mikil
stemmning og ég spái að ÍBK vinni
88-80,“ sagði Hafsteinn en hann er
fyrrverandi landsliðseinvaldur í
knattspymu og íþróttafrömuður í
Keflavík.
Stefán Bjarkason
„í fyrra slógu Keflvíkingar Njarðvík-
inga út úr undanúrslitum úrslita-
keppninnar í Keflavík og Njarðvík-
ingar munu örugglega minnast þessa
leiks. Þessi leikur verður mjög erf-
iður fyrir Njarðvíkinga og spennandi
en ef mínir menn spila eðhlegan leik
þá vinna þeir. Njarðvíkingar þurfa
að leggja allt í sölurnar enda hafa
þeir engu að tapa. Sérstaklega þurfa
Njarðvíkingar að eflast í varnarfrá-
köstunum. Ég spái því að Njarðvík
vinni 89-80,“ sagði, Stefán Bjarkason
sem um árabil gerði garðinn frægan
með liði UMFN.
Rúnar Júlíusson
„Keflvikingar vinna þennan leik og
ég treysti því að þeir vinni titilinn í
kvöld. Þessi leikur verður rosalega
spennandi. Njarðvíkurliðið verður
erfitt viðureignar og þurfa mínir
menn að ná toppleik til að sigra þá.
Keflvíkingar virðast hafa meira út-
hald þessa dagana en helsti veikleiki
ÍBK-liðsins er að það vantar meiri
stöðugleika í leik liðsins. Ég spái aö
ÍBK vinni 84-82 á síðustu sekúndum
leiksins," sagði Rúnar Júlíusson,
fyrrverandi knattspyrnuhetja og nú-
verandi poppari.
-SK/ÆMK
• Hilmar Hafsteins- • Hafsteinn Guð- • Stefán Bjarka- • Rúnar Júlíusson,
son, 93-94 fyrir mundson, ÍBK vinn- son, Njarðvik sigrar ÍBK vinnur 84-82 i
Njarðvik. ur 88-80. 80-89. blálokin.
Fyrsta verkef ni Braga
Dómaranefnd UEFA hefur tilnefnt íslenska dómara til eftirfarandi verkefna
starfa erlendis á næstunni:
Bragi Bergmann er tilnefndur dómari í leik Svíþjóðar og Kýpur í Evrópu-
keppni landsliða U-21 en leikurinn fer fram 1. maí. Þetta er fyrsta verkefni
Braga á vegum UEFA. Þá er Eyjólfur Ólafsson tilnefndur f úrshtakeppni
landsliða U-16 ára en keppnin verður haldin í Sviss 6. til 19. maí. Einn dóm-
ari er frá hverju þeirra landa sem þar eiga lið. Dómaranefnd KSl hefur einn-
ig tilnefnd línuverði í leikinn með Braga Bergmann, þá Óla P. Ölsen og Gísla
Guðmundsson. -GH
Leikið með höndum og fótum
Keppiii í 1. deild kvenna í handknattleik hefst á ný í kvöld eftir
nokkurt hlé. Það eru Fram og FH sem mætast í Laugardalshölhnni
og byrjar leikurinn klukkan 18.30. Staðan í deildinni er nú þannig á
toppnum að Stjarnan er með 42 stig eftir 25 leiki og Fram er með 41
stig eftir 24 leiki.
í kvöld verður haldið áfram keppni á Reykjavíkurmótinu í knatt-
spymu. Það em Þróttur og Víkingur sem mætast í A-riðh og hefst
leikurinn klukkan 20. Víkingar unnu Leikni, 2-0, í sínum fyrsta leik
en Þróttur byrjar keppni í kvöld.
• Teitur örlygsson hefurskorað
72 stig i leikjunum þremur gegn
ÍBK - 24 stig að meðaltali i leik.
Hvað gerir hann i kvöld í Kefla-
vík?
Einvígiðíkörfu:
Þegar úrslitin í þremur fyrstu
leíkjunum era skoðuð kemur í
ljós að þrátt fyrir tvo sigra Kefl-
víkmga er stigatalan mjög svo
Njarövíkingum í hag, 247 stig
gegn 216, enda unnu þeir fyrsta
leikinn með 37 stiga mun. Að
auki á Njarðvík þrjá stigahæstu
leikmennina í leikjunum þremur.
Til þessa hafa 16 leikmenn skor-
að fyrir liðin tvö i þessum þremur
úrslitaleikjum. Níu Keflvíkingar
og sjö Njarövíkingar. Teitur Órl-
ygsson hefur veriö drýgstur,
skorað 72 sti'g, eða 24 stig að með-
altali í leik. Stigin hafa skipst
þannig:
Keflavík:
Falur Harðarson.............49
Tairone Thomton.............46
Jón Kr. Gíslason............34
Sigurðurlngimundarson.......26
Guöjón Skúlason.............26
Albert Óskarsson............25
HjörturHarðarson.............6
EgillViðarsson...............2
JúlíusFriöriksson............2
Njarðvík:
TeiturÖrlygsson.............72
Rondey Robinson.............65
Friðrik Ragnarsson..........53
■ Kris*inn Einarsson........3»
ísakTómasson...............,12
GunnarÖrlygsson.............11
Hreiöai'Hreiðai'sson....... 6