Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Riistjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 1991. Vonskuveður nyrðra: Fjallvegir Víöa er ófært á Norðurlandi og fjallvegir tepptir vegna skafrennings. Hólmavíkurvegur er ófær, lokað er til Siglufjarðar og allar heiðar á Vestfjörðum eru ófærar. í Vík í Mýrdal er vonskuveður og ekki hægt að komast austur úr.. Fært er til Akureyrar og Snæfellsnesið er fært. Hins vegar er ekki hægt að fljúga til Akureyrar og einnig er ófært til - Vestmannaeyja. Ófært var til Egils- staða í morgun en það var að birta. til og búist var við að flug hæfist! þangað. -ns AUra veðra von: 7 Ekkisíðasta hretvorsins Þó páskar séu um garð gengmr þa tekur veðrið lítt mið af því. Sannkall- að páskahret gengur nú yfir landið og í morgun var mikil snjókoma og lélegt skyggni um nánast allt land. Skást var veðrið á Vesturlandi en við suðurströndina voru um 9 vindstig og á Norðurlandi um 6 vindstig. Að sögn Ásdísar Auðunsdóttur veðurfræðings gengur veðrið niður •*“-? dag og á morgun. Vænta megi mjög ióðs veðurs á sunnanverðu og vest- anveröu landinu en hætt sé viö ein- hverri slyddu á Norður- og Austur- landi. Hún segir veðrið verða breyti- legt út vikuna og að á flmmtudag megi búast við ámóta veðri og í dag en þó verði trúlega eitthvað hlýrra. „Þó senn vori getum við átt von á alls konar veðri á næstunni. Ég stór- efa aö hér sé um síðasta hretið að ræða. En hvernig það verður í næstu viku eða á kjördag þori ég ekkert að spá fyrir um,“ sagði Ásdís. -kaa Gjaldkeri Dagsbrúnar: Líktogaðdrepa bestu kýrnar Hlutabréf Dagsbrúnar í Eignar- haldsfélagi Alþýðubankans hf. að nafnverði 35 milljónir króna voru í gær seld sex aðilum á samtals 68 milljónir, sem er rétt tæplega tvöfalt nafnverð. Ekki hefur fengist upp- gefið hverjir keyptu. „Þessi sala staðfestir það sem ég hef haldið fram að mjög vitlaust er aö selja bréfin. Þetta er líkt og bóndi sem fækkar í fjósinu hjá sér og drep- ur bestu kýrnar," segir Ólafur Ólafs- son, gjaldkeri Dagsbrúnar. „Stjórnin hefur haldið furðulega á þessu máli. Ég er gjaldkeri félagsins en stjórnin hefur skipulega haldið mér fyrir utan það vegna þess að ég hef barist á móti því að selja.“ -JGH LOK! Vetur kailinn erfarinn að ruglast í dagatalinu! Áhugamenn um vatnsútflutning undirbúa stofnun fyrirtækis: Flytja út vatn i tankskipum? - þjóðhagsiegt glapræði, segir Davíð Scheving Thorsteinsson Ahugamannahópm- um útflutn- ing á fersku íslensku vatni hugar að stofnun fyrirtækis með það fy rir augum aö flytja vatnið út í risa- tankskipum. Þórhallur Arason er skrifaöur fyrir hópnum í bréfi sem hann hefur sent út þar sem auglýst er eftir hluthöfum í hið nýja fyrir- tæki. Lágmarkshlutur verður hálf milljón. Er sérstaklega hugað að útflutningi til Bandaríkjanna. í bréfinu segir að Hafnarfjarðar- bær hafi veitt áhugamannahópn- um sex mánaða frest til að und- irbúa og stofhsetja fyrirtæki sem myndi sjá um útflutning á fersku vatni úr landi Straumsvíkur, nánar tiltekíð undan Kapelluhrauni. „Við höfum lýst yflr skilyrðis- bundnum vilja okkar gagnvart þessum hópi og öðrum að útvega vatn á viðeigandi kjörum þegar og ef þessi fyrirtæki geta sýnt fram á að hafa aflað sér markaða. Það er gífúrlegt vatn til í Kapelluhraun- inu. Ef aðilamir hafa kaupendur að vatninu erum við tilbúnir aö ganga til samninga um útvegun vatnsins," sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- flrði, við DV. Davið Scheving Thorsteinsson, sem flytur út vatn til Bandaríkj- anna, sagðist ekki eiga aðild að þessum hópi. „Það er fráleitt að hleypa útlend- um aðilum beint i þá auðlind okkar sem vatnið er. Það er eins og að éta útsæðið. Það á að fullvinna vatnið hérlendis, i íslenskar umbúðir og skapa þannig atvinnu. Vatn frá mér kostar mun meira en bensín í New York en erlendir aðilar vflja varla borga nema brotabrot af þvi verðí fyrir vatnið í tankavís. Slíkur út- flutningur yrði þjóðhagslegt glap- ræði,“ sagði Davíð Scheving. Guðmundur Árni sagði að ekki hefði verið mótuð afstaöa til við- horfa eins og þeirra sem Davíð set- urfram. -hlh Neskaupstaður: Sjómenn hafna samningunum frá Akureyri Sjómenn á togaranum Bjarti NK 121 frá Neskaupstað hafa sent Síldar- vi'nnslunni hf. skeyti þar sem þeir segja upp störfum. Sjómenn hinna togaranna frá Neskaupstað hafa ekki sagt upp störfum enn sem komið. Jóhann K. Sigurðsson, útgerðar- stjóri Síldarvinnslunnar hf„ sagði í morgun að áður en togararnir fóru til veiða hafi sjómönnunum verið boðið Akureyrarsamkomulagið eins og það kemur fyrir. Þeir höfnuðu því nema þeir fengju líka af ísfiskútflutn- ingnum, en hann var á milli 10 og 15 prósent af aflanum í fyrra. „Þetta vildum við ekki og buðum þeim þá 30 prósent heimalöndunará- lag, en það hefur verið 20 prósent frá 1. október síðastliðnum, og útflutn- ingsbæturnar. Þeir héldu með sér fund áður en þeir fóru út, en við heyrðum ekkert af honum. Síðan kom þetta skeyti frá sjómönnum á Bjarti í gær þar sem þeir segja upp. Meira vitum við ekki fyrr en þeir koma aftur inn,“ sagði Jóhann. -S.dór Eldur kom upp í sumarbústað í Grafarvogi í gærkvöldi. Bústaðurinn, sem var að mestu ónýtur, varð alelda á skömmum tíma. Slökkviliðið segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Mikill reykur varð en enginn var í hættu vegna eldsins. DV-mynd S Fangarnir ófundnir: Hafa stundað strok áður Þrír fangar um tvítugt struku úr fangelsinu að Litla-Hrauni síðdegis í gær. Þegar DV fór í prentun leitaði lögreglan þeirra enn. Tveir af fóng- unum hafa nokkrum sinnum strokið áöur úr fangelsinu en sá þriöji strauk nýlega frá Litla-Hrauni. Þessir ungu menn hafa verið dæmdir fyrir auðg- unarbrot, svo sem innbrot, bílstuld og fieira. Þeir eru hins vegar ekki þekktir fyrir ofbeldisverk. Þeir tveir sem hafa stundað strok áður hófu afbrot mjög snemma og voru vistaðir á unglingaheimili ríkis- ins. Þaðan lá leið þeirra nánast beint í fangelsi þegar þeir urðu 16 ára. Lögreglan hefur setið fyrir fóngun- um við vegi sem liggja að höfuð- borgarsvæðinu en án árangurs. Um- gjörö og útisvæði fangelsisins á Litla-Hrauni er þannig úr garði gert að þaðan er ekki erfitt að strjúka, séu menn á annað borð í þeim hugleið- ingum. Refsing liggur við agabrot- um. Sannist á fanga að þeir hafi sam-. mælst við strok varðar það við al- menn hegningarlög og hljóta menn þá refsingu samkvæmt því. Ef fangar hins vegar eru einir á ferð við strok eru reglur fangelsins á þá leið að þeir fá agarefsingu. -ÓTT Veörið á morgun: Enn svalt íveðri Á morgun verður norðlæg átt, kaldi eða stinningskaldi norð- austanlands fram eftir degi en annars hægari. É1 norðanlands en léttskýjað syðra. Svalt veður áfram. NEYDARHNAPPUR FRÁ VARA fyrir heimabúandi sjúklinga og aldraða Í® 91-29399 KS Alhliða öryggisþjónusta VARI slðan 1 969

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.