Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991. 4 ? Fréttir Skemmtanakóngurinn fallinn: Veldi Ólafs Laufdals varð ótrúlega mikið Veldi Ólafs Laufdals hrunið j n' - __sP J E —j ■ knsuuítKt Á mmm jBÉL Sjallinn [| Hótel Akureyrl Aöalstööln Hótel ísland Hótel íslands. Veldi Ólafs Laufdals hófsf ffyrir um 13 árum þegar hann keypti veitingastaöinn Hollywood. Þaö hrundi hins vegar meö byggingu DVJRJ Veldi Olafs Laufdals varð ótrúlega mikið þegar það reis hæst. Skemmtistaðir, hótel, ferðaskrifstofa og útvarp. Ólafur Laufdal sagði í blaðaviðtali skömmu eftir að hann opnaði veit- ingastaðinn Broadway, á árinu 1981, að hann hefði snemma sett sér það markmið að verða sjálfs sín herra um fertugt. Ólafur Laufdal náði þessu markmiði sínu og veldi hans í skemmtanabransanum varð ótrú- lega mikið. Á miðvikudaginn hrundi það hins vegar endanlega þegar fjög- ur fyrirtækja Ólafs voru úrskurðuð gjaldþrota. Óðal varfyrsti staður Ólafs Laufdals Ólafur Laufdal starfaði á sínum tíma sem þjónn í Glaumbæ þegar sól þess staðar skein sem hæst, á árun- um fyrir 1970. Hann gerðist síðan meðeigandi í veitingastaðnum Óðali en vinsældir þess staðar náðu há- marki á árunum 1976 og 1977 undir forystu Ólafs. Á sama tíma og langar biðraðir voru fyrir utan Óðal var veitinga- staðurinn Cesar í Ármúla 5 alltaf meira og minna tómur. Einn góðan veðurdag seldi Ólafur hlut sinn í Óðah og keypti Cesar. Hollywood fylltist á fyrsta kvöldi Hann breytti nafni staðarins og bauð til sín í opnunarveislu helsta tískuliði bæjarins, fólki úr skemmt- anabransanum og spútnikfólki úr viðskiptalífinu. Eftir það var troö- fullt allar helgar og oft í miðri viku í Hollywood. Nú voru biöraðir fyrir utan Hollywood en fámenni fyrir utan Óðal. Ólafi Laufdal hafði tekist það ótrúlega svo til á einni nóttu. Margir telja að fáir skemmtistaðir hérlendis hafi orðið jafnvinsælir og Hollywood á þessum árum. Vel- gengni Ólafs varð til þess að hann byggði og opnaði staðinn Broadway í Mjóddinni. Eins og þegar hann opn- aði Hollywood var opnunarveislan haldin á fimmtudagskvöldi og frægu fólki boðið. Eftir þetta var fullt í Broadway. Það sem vakti hvað mesta athygli var að það var bæði fullt í Hollywood og Broadway. Aðsóknin datt hins vegar niður á öðrum skemmtistöðum bæjarins. Auðgaðist gífurlega Ólafur auðgaðist gífurlega á þess- um árum og var á grænni grein. Veldi hans átti hins vegar eftir að þenjast meira út. Á Akureyri var Sjallinn farinn á hausinn og helsti Nefnd á vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur skilað áhti um hag- ræðingu og breytt skipulag í mjólk- uriðnaði. Meginniðurstöður hennar eru að afkastageta greinarinnar sé umfram þarfir. Með fækkun mjólk- urbúa um allt að fimm sé hægt að ná allt að 220 milljón króna spamaði á ári sem samsvari um 6 prósentum af vinnslu- og flutningskostnaði mjólkur. Þá telur nefndin að ná megi enn frekari spamaði með aukinni hag- ræðingu og verkaskiptingu 1 grein- inni, til dæmis með sameiningu lánardrottinn hans, Iðnaðarbankinn, hafði keypt staðinn á uppboði. Bank- inn fékk Ólaf Laufdal til að kaupa Sjallann. Ólafur keypti hann með því að yfirtaka skuldir. Hann bætti svo fljótlega Hótel Ak- ureyri við Hafnarstræti 98 í safnið en það hótel leigði hann ásamt veit- ingastaðnum Lautinni sem var í kjallara þess húss. Ólafur tók einnig um þetta leyti Hótel Borg á leigu og stofnaði Feröaskrifstofu Reykjavík- ur ásamt fleiri í virðulegu húsi sínu við Aðalstræti 16 í Reykjavík. Hugmyndin var staður aljra skemmtistaða Útþenslan, hélt áfram og Ólafur Laufdal skellti sér út í útvarpsrekst- ur ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni og fleiri. Þessi stöð hlaut nafnið Stjarn- an. Hún varð síðar gjaldþrota. Eftir það stofnaði Ólafur Aðalstöðina og rekur hana enn. stöövanna i eitt félag. Alls em starfandi 15 afurðastöðvar í dag en stutt er síðan tvær hættu starfsemi á Þórshöfn og Djúpavogi. í tengslum við mjólkuriðnaðinn era starfandi milli 500 og 600 manns og er ársveltan í greininni hátt í 10 millj- arðir á ári. Að sögn formanns nefndarinnar, Óskars Gunnarssonar, forstjóra Osta- og smjörsölunnar, var það mat nefndarinnar að vegna smæðar mjólkuriðnaðarins á íslandi væri mun heppilegra að sameina vinnslu- stöðvarnar undir eina yfirstjórn í Um það leyti sem Ólafur hafði keypt Sjallann á Akureyri og tekið Hótel Akureyri á leigu var hann kominn með á teikniborðið stað sem Fréttaljós Jón G. Hauksson átti að verða skemmtistaður allra skemmtistaða á íslandi. Staður sem stæði fyrir komu erlendra stór- skemmtikrafta til landsins, mönnum eins og Cliff Richard og Tom Jones. Á teikniborðinu var einnig glæsi- legt hundrað herbergja hótel sem átti að vera samnýtt við skemmti- staðinn. Þessi staður hlaut nafnið Hótel ísland. Hótel ísland fór með hann Ólafur hrinti hugmyndinni í fram- stað þess að efla samkeppnina milli þeirra. Samkeppni myndi einungis bitna á bændum sem sé í blóra viö þá stefnu stjómvalda að viðhalda byggð í landinu með því að tryggja bændum lífvænleg starfsskilyrði. Óskar segir það hugmynd nefndar- innar að hin sameinaða afurðastöð verði fyrst og fremst í eigu bænda en einnig komi þar til neytendur. Þá segir hann að með sameinigu verði h'ægt að auka verulega hagræðingu í greininni sem leitt geti til að ýmsir sjóðir og milliliðir leggist af. „Ég er bjartsýnn á framtíð íslensks kvæmd með dyggri aðstoð Búnaðar- bankans. Hann opnaði skemmtistað- inn sem varð vinsæll. Þá var bara eftir að byggja hótelið. Það varð hins vegar ekkert bara. Bankinn taldi ekki ráðlegt að lána Ólafi meira nema fleiri kæmu inn í reksturinn. Það tókst Ólafi ekki. Loks féll spilaborgin saman fyrir nokkram vikum þegar tilkynnt var að Búnaðarbankinn hefði keypt hót- elið af Ólafi Laufdal. Spilaborgin var hrunin. Maðurinn, sem með leiftur- hraða þandi út veldi sitt og átti orðiö skemmtistaðina Hollywood og Broadway skuldlausa, hafði keypt Sjallann, byggt stórglæsilegt einbýl- ishús í Arnarnesinu og átti rándýra lóð og hús við Aðalstræti 16 í Reykja- vík, var orðinn eignalaus. Draumurinn rættist, hann varð skemmtanakóngur með mikið veldi. En draumurinn breyttist í martröð - eignalega séð. -JGH mjólkuriðnaöar og hann ætti að geta staðist að fullu erlenda samkeppni svo fremi sem hún sé á jafnréttis- grandvelli. Frjáls sala á fullvirðis- rétti mun tryggja aukna hagræðingu í sjálfri mjólkurframleiðslunni og stór og öflug afurðastöð myndi án efa tryggja neytendum lægra verð á mjólkurafurðum. Frjáls samkeppni á einfaldlega ekki við í greininni enda gerir sjálft stjórnkerfið ekki ráð fyrir slíku,“ segir Óskar. -kaa Þessi myndavél er í fyrstu verð- laun f myndakeppninni. Vormyndir ’91: unglinga DV, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Hans Petersen hf. hafa ákveðið að efna til ljós- myndasamkeppni unglinga i 8., 9. og 10. bekk alira grunnskóla á landinu. Þeir sem vilja taka þátt í keppn- inni þurfa að senda ijósmyndir til DV, annað hvort svart/hvítai- eða i lit, merktar: „Vormyndir ’91.“ Gott væri að fá myndirnar sem fyrst, því bestu myndirnar verða birtar í DV á næstunni, jafnóðum og þær berast. Fimm bestu myndirnar verða svo valdar úr, og hljóta mynda- snúðirnir verðlaun frá Hans Pet- ersen sem ekki eru af verri end- anum: 1. Canon EOS 1000 með 35- 80mm auka linsu og auka flassi, að verðmæti 35.000 krónur. 2, 10.000 króna vöraúttekt hjá Hans Petersen. 3. -5. 5.000 króna vöraúttekt hjá Hans Petersen. Lokaskilafrestur rennur út þann 8. maí næstkomandi, en þann 18. mai verða úrslitin birt í DV, ásamt þeim fimm myndum sem hljóta verðlaun. Dómnefndina skipa: Gunnar V. Andrésson frá DV, formaður. Björgvin Hólm Jóhannesson, ÍTR og Halldór Sighvatsson, Hans Petersen ltf. Vitað er að meðal unglinga er mikill áhugi á Ijósmyndun. Myndefnm ætti heldur ekki að skorta nú þegar vorar og sól hækkar á lofti. Ungir Ijósmynd- arar í áttunda, níunda og tíunda bekk grunnskólanna eru því hvattir til þess að grípa mynda- vélina og senda myndir til DV sem fyrst. Listamiðstöð íLaugardai Um lielgina gefst fólki kostur á að kynna sér teikningar og líkön af mjög nýstárlegri Listamiðstöð sem fyrirhugað er að rísi í Laug- ardalnum fyrir árslok 1992. Framkvæmdir að miðstööinni eru þegar hafnar og verður hús- næðið rúmlega þrjú þúsund fer- metrar að stærö, með stórum sýningarsal, kaffistofu og versl- unum þar sem seldar verða vörur tengdar listum. Um er að ræða tvö hús, á þrem- ur hæðum, en á efri hæðura húss- ins verða mjög skemmtilegar og rúmgóöar íbúðir, sem seldar verða listamönnum í Bandalagi íslenskra listamanna. Maðurinn á bakvið hugmynd- ina, Tryggvi Árnason, hefur feng- ið Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars sf. til liös við sig. Hann hefur unnið að hugmyndinni síðastliö- in átta ár. Fyrir tveimur áram fékk Ámi úthlutaö tveimur samhggjandi lóöum við Engjateig, á milli Ás- mundarsafns og Suðurlands- brautar, og Davíð Oddsson borg- arstjóri tók þar fyrstu skóflu- stunguna þann 15. mars síðastlið- inn. Kynningin fer fram bæði á laugardag og sunnudag í Einars- nesi 34 í Skerjafirði á milh klukk- an 14 og 19. Spara má 200 milljónir með fækkun mjólkurbúa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.