Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Side 9
LÁÍJGÍÁRDAGUÍI Í3! APRÍL Í9'91. 9 Glæsileg Ford-hátíð annað kvöld: Eileen Ford velur Ford-stúlku 1991 - sextán stúlkur keppa til úrslita í Súlnasal Hótel Sögu Þá er komið að stóru stundinni í Ford-keppninni en úrslitin verða kynnt í Súlnasal Hótel Sögu annað kvöld. AUs taka sextán stúlkur þátt í keppninni og hafa þær aldrei áður verið jafnmargar. Fyrirsætumóðir- in svokallaða, Eileen Ford, kemur hingað til lands í dag og hittir hún stúlkurnar í veislu sem DV og Módelskóli Unnar Arngrímsdóttur standa fyrir. Þar munu einnig starfandi tískusýningarstúlkur fá tækifæri til að ræða við Eileen Ford og sýna henni myndir. í veislunni verður boðið upp á sérstakan meg- runarbjór sem ætti að henta vel þeim sem hugsa um línurnar. Hann heitir Michelob DRY og er fram- leiddur hjá sama fyrirtæki og Bud- weiser bjórinn. Dagurinn á morgun verður anna- samur hjá stúlkunum því að þær þurfa að æfa sig fyrir kvöldið. ís- landsmeistarinn í fórðun, Lína Rut Karlsdóttir, og Guðrún Lilja Gunn- laugsdóttir, báðar frá Förðunar- meistaranum, munu snyrta stúlk- umar með Make up Fore Ever snyrtivörum. Simbi og Biggi ásamt starfsfólki Jóa og félaga sjá um hárgreiðslu. Þá munu stúlkurnar spjalla við hjónin Eileen og Jerry Ford en það eru þau sem ákveða hvaða stúlka fer til Los Angeles í júlí nk. Sérstæð tískusýning Margt verður til skemmtunar annað kvöld auk þess sem gestir fá tækifæri til að sjá stúlkurnar sext- án með eigin augum. í fyrsta sinn munu Módelsamtökin og Módel 79 halda sameiginlega tískusýningu þar sem sýndur verður fatnaður frá verslununum Tango og Joss í Kringlunni og Plexiglass og Flex á Laugaveginum. Þjónar Hótel Sögu hafa búið til glænýjan Ford-drykk sem er sér- staklega gerður fyrir þetta kvöld. Jazzkvartett Jónasar Þóris, sem hefur verið mjög vinsæll undanfar- ið, leikur fyrir gesti en auk þess mun söngkonan Jóhanna Linnet og fiðluleikarinn Jónas Dagbjarts- son skemmta. Heiðursgestir kvöldsins em vita- skuld Eileen og Jerry Ford en þau hafa rekið eina virtustu og fræg- ustu umboðsskrifstofu í heiminum í 45 ár. Ford Models er starfandi í New York, París og Tokýo en einn- ig em fjölmargar umboðsskrifstof- ur um alla Evrópu í samstarfí með Ford. Þær stúlkur sem ná því að komast í úrsht Ford-keppninnar hafa því náð sér í góða möguleika að fá starf í fyrirsætuheiminum. Það þykir ákveðinn gæðastimpill að Eileen Ford hafi sjálf valið þess- ar stúlkur. Þó hér sé ekki um eiginlega feg- urðarsamkeppni að ræða verður þó að þessu sinni reynt að gera úrslitakvöldið glæsilegt. Er það sérstaklega gert vegna komu Eile- en og Jerry Ford til landsins. Eftirsótt keppni Supermodel of the World - andlit tíunda áratugarins er mjög glæsi- Stúlkurnar, sem keppa til úrslita i Ford-keppninni, hittust á Hard Rock Café í vikunni og ræddu saman yfir hamborgara og kók. Ein stúlknanna er i skóla erlendis en hún kom heim í gærkvöldi eingöngu til að taka þátt íkeppninni. DV-myndir Hanna Katrín Pálsdóttir, fréttamaður Sjónvarps og umboðsmaður Ford Models á íslandi, ásamt Bryndisi Ólafsdóttur, Ford-stúlkunni 1990. Bryndis mun afhenda stúlkunum blómvendi og gjafir annað kvöld. leg keppni þar sem stúlkur frá fjörutíu löndum keppa. Sigurveg- arinn hlýtur tíu milljón króna samning við Ford Models en auk þess er í boði 150 þúsund króna demantshringur frá Cartier og margar aðrar gjafir. Supermodel of the World hefur verið haldin í Los Angeles undanfarin ár. Stúlk- urnar búa á einu glæsiiegasta hót- eli borgarinnar, sem þekkt er úr myndinni Pretty Woman, og stjan- að er við þær í tíu daga. Meðal annars heimsækja stúlkurnar Uni- versalkvikmyndaverið, sitja glæsi- leg matarboð með þekktu fólki og heimsækja helstu tískuhúsin. Sex stúlkur komast í úrslit í Supermod- el of the World og þær eru allar öruggar með starf sem ljósmynda- fynrsætur. í mörgum löndum borga fyrir- tæki stórar upphæðir einungis til að fá að halda Ford-keppnina. Þannig er það þó ekki hér á ís- landi. Frjáls fjölmiðlun hefur á undanförnum árum staðið fyrir Fordkeppninni, fyrst í Vikunni en þetta er fjórða árið sem DV stendur fyrir henni. Áhuginn virðist aukast ár frá ári en níutíu stúlkur sendu myndir af sér í keppnina að þessu sinni. Eileen Ford valdi sjálf í úr- slitin eftir myndum af stúlkunum. Spennandi verður að vita hvaða stúlkum hún mun bjóða starf og ekki síður hverja hún velur í Su- permodel-keppnina. Glæsilegargjafir Eileen Ford hefur aðeins einu sinni áöur komið til íslands. Það var á sjöunda áratugnum þegar María Guðmundsdóttir, ljósmynd- ari í París, starfaði hjá henni sem fyrirsæta. Kristín Waage hefur einnig starfað hjá Eileen Ford. Um þessar mundir starfar hjá Ford Models Andrea Brabin sem vann Ford-keppnina fyrir nokkrum árum. Stúlkurnar sextán fá allar af- hentan blómvönd sem Bryndís Ól- afsdóttir, Ford-stúlkan 1990, mun afhenda þeim. Auk þess fá stúlk- urnar rausnarlegar gjafir frá heild- versluninni Klassík en það eru nýjar Benetton snyrtivörur sem koma í verslanir eftir helgina. Sig- urvegarinn fær Benetton snyrti- vörukassa með 8 augnskuggum, 7 kinnalitum, 1 steinpúðri, 2 vara- glossum og augnaháralit. Einnig fær hún varalit og naglalakk í sama merki. Þá fær hún V’E ilmvatnið frá Gianni Versace. Klassík gefur hinum stúlkunum fimmtán Benetton varalit og nagla- lakk og auk þess glænýtt ilmvatn frá Pierre Cardin sem heitir Rose Cardin en tískuhönnuðurinn setti þetta ilmvatn á markað fyrir stuttu til að halda upp á íjörutíu ára starfsferil sinn. Þær keppa Stúlkurnar sem keppa til úrshta heita: Anna Dóra Unnsteinsdóttir, fædd 1974, Birna Bragadóttir, fædd 1974, Brynja Þorgeirsdóttir fædd 1974, Gyða Kristófersdóttir, fædd 1975, Hildur Þóra Stefánsdóttir, fædd 1972, Hlín Snorradóttir, fædd 1974, Kamilla Rún Jóhannsdóttir, fædd 1970, Kristjana Dröfn Har- aldsdóttir, fædd 1974, Kristín Ax- elsdóttir, fædd 1973, Rósa Guðrún Bergþórsdóttir, fædd 1971, Sara Reginsdóttir, fædd 1975, Sonja Berglind Hauksdóttir, fædd 1974, Steinunn Ósk Óskarsdóttir, fædd 1971, Þóra Katrín Gunnarsdóttir, fædd 1973, Þórunn Lárusdóttir, fædd 1973 og Vala Georgsdóttir, fædd 1972. Fordkeppnin hefst klukkan 20.30 annað kvöld en húsið verður opnað klukkan 20.00. Miðasala er ein- göngu við innganginn. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.