Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991.
Myndbönd
Það verða ekki ýkja miklar breyt-
ingar á listanum að þessu sinni.
Átaka-eltinga-hraða- og spennu-
myndin Another 48 Hours er enn í
fyrsta sæti og virðist ekkert geta
haggað henni þaðan nema ef vera
skyldi pjáturlöggan Robocop. Gam-
anmyndin um manninn sem fær
nýtt hjarta úr versta óvini sínum,
Heart Condition, varð að lúta í
lægra haldi fyrir Robocop sem
ruddist yfir hana í það sæti. Fram-
haldsmyndin Die Hard II er í 10
sætinu en á örugglega eftir að fara
ofar enda nýlega komin út.
1 (1) Another 48 Hours
2 (4) Robocop II
3 (2) Heart Condition
4 (3) Bad Influence
5 (6) Gremlins II
6 (5) Days of Thunder
7 (7) Krays
8 (8) Short Time
9 (10) Tremors
10 (-) Die Hard II
★!4
Mm
Slakt framhald
ANOTHER 48 HOURS
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Walter Hill.
Aðalhlutverk: Eddie Murphy og Nick
Nolte.
Bandarísk, 1990-sýningartími 95mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
48 Hours var virkilega skemmti-
leg spennumynd og gat meira að
segja boðið upp á gott framhald,
sérstaklega vegna þess hversu að-
alpersónurnar tvær voru sterkar.
Framhaldið Another 48 Hours
veldur aftur á móti miklum von-
brigðum og mistekst flest sem
henni er ætlað að gera. Það þarf
ekki lengi að leita að ástæðunni.
Eddie Murphy er orðin slík stór-
stjama að enginn þorir að segja nei
við hann hjá Paramount og því
hefur hann fengið að vasast eins
og honum sýnist með handritið og
sjálfsagt margt fleira. Útkoman er
því slök Eddie Murphy mynd þar
sem aulabrandarar hans em
ófyndnir.
Fyrir þessa frægð þurfa þéir að
hða meðleikari hans Nick Nolte
sem gerir heiðarlegar tilraunir við
að skapa þá stemningu sem var í
fyrri myndinni og leikstjórinn
Walter Hill sem greinilega er óvilj-
andi undir áhrifum frá Eddié
Murphy.
Söguþráðurinn er ekki svo slæm-
ur. Reggie Hammond (Eddie Murp-
hy) er að ljúka fangavist sinni og
án þess að vita er bófaflokkur sem
bíður eftir honum og ætlar honum
visa leið inn í eilífðina. Þetta veit
aftur á móti Jack Gates (Nick
Nolte) og varar Reggie við um leið
og hann reynir að fá hann til sam-
starfs en eins og í fyrri myndinni
er Reggie ekkert hrifinn af að starfa
með laganna vörðum en neyðist þó
til þess.
Það er ekki hægt að kvarta yfir
hraðri atburðarás, ekkert sparað
til að ná sterkum áhrifum en inni-
haldið er rýrt og fljótlega verður
maður leiður á öllum hasarnum
sem býður ekki upp á neitt sem
áður hefur ekki sést. ■
-HK
★★★
Hættulegir bræður
THE KRAYS
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Peter Medak.
Aðalhlutverk: Billie Whitelaw, Tom Bell,
Gary Kemp og Martin Kemp.
Bresk, 1989 - sýningartími 115 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Krays tvíburamir voru misk-
unnarlausir glæpamenn sem af
flestum myndu teljast geðveikir. Á
sjötta og í byrjun sjöunda áratugar-
ins áttu þeir mikil ítök í undir-
heimum Lundúna og eru kannski
þekktastir fyrir það að hafa um-
gengist og verið mýndaðir með
þekktu fólki á þessum ámm, fólki
sem hélt þá ósköp venjulega nætur-
klúbbseigendur.
í raun ráku bræðurnir glæpa-
veldi sitt af mikilli grimmd og
þurfti ekki að spyrja að leikslokum
ef einhver reyndi að mótmæla
þeim. Tvíburarnir Reg og Ronnie
sitja nú í fangelsi og eru mörg ár
þar til þeir verða frjálsir menn.
Á lífi þessara tvíbura byggir The
Krays á og hefur tekist að gera
mjög trúverðuga lýsingu á starf-
semi og lífi þessara tveggja manna
sem flestir, sem til þeirra þekktu,
hræddust.
Myndin hefur verið gagnrýnd af
sumum fyrir að gera þá bræður of
„mjúka“ fyrir áhorfandann þótt
vissulega sé ekki verið að skafa af
grimmdarverkum þeirra, heldur er
sú skýring gefm að það sé í raun
dekur móður þeirra og aumingja-
skapur fóður þeirra sem hafi gert
þá að þessum illmennum. Hvort
sem þetta er rétt eða ekki þá er The
Krays sérlega sterk kvikmynd sem
hrífur mann með sér frá upphafi
til enda.
Það er fylgst með bræðrunum frá
fæðingu og þótt lítið sé vitað um
barnæsku þeirra þá er látið að því
Uggja að þeir hafi verið samrýndir
og farið sína eigin leiðir undir
vernd móður þeirra Og vinkvenna
hennar. Þegar þeir fullorðnast
koma fljótt skapgerðargallar þeirra
í ljós og er erfitt að dæma um hvor
þeirra var verri; Ronnie, sem er
hommi og mun grimmari, eða Reg
sem kvænist viðkvæmri stúlku
sem hann síðan rekur út í sjálfs-
morð.
Leikur er mjög góður í myndinni
og ber þar hæst leikur Billie Whit-
elaw í hlutverki móðurinnar. Tví-
burarnir Gary og Martin Kemb eru
mjög trúverðugir í hlutverki
bræðranna og þótt þeir hingað til
hafl eingöngu verið þekktir sem
meðlimir hinnar vinsælu popp-
hljómsveitar Spandau Ballet sjást
þess engin merki að þarna séu vin-
vaningaráferð. -HK
★★
Eins reykur er annars dauði
TUT?
i JL jlLIIí
r~\ TTTL/C1
Vjr U JL
THE GUYS
Útgefandi: CIC myndbönd
Leikstjóri: Glenn Jordan eftir handriti
William Link
Aöalhlutverk: James Woods, John
Litgow og Joanna Cleason
Amerisk - 1990
Sýningartimi - 90 mínútur
Leyfð öllum aldurshópum
Walter og Artie eru eins og bræð-
ur. Þeir hafa unnið saman við að
semja sjónvarps- og kvikmynda-
handrit í áratugi. Walter lifir afar
heilbrigðu lífi en Artie reykir þrjá
pakka af sígarettum á dag sem
Walter fær auðvitað sinn óbeina
skerf af. Það verður þeim báðum
nokkurt áfall þegar Walter kemst
• •
★★
M1
Morð í Mississippi
MURDER IN MISSISSIPPI
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjórn: Roger Young.
Aðalhlutverk: Tom Hulce, Jennifer Grey
og C.C.H. Pounder. Amerisk, 1989 -
sýningartimi 93 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Hér er lýst umbrotatímum og átök-
um milli svartra manna og hvítra
sumarið 1964. Frelsisbarátta þel-
dökkra er að stíga sín fyrstu skref,
kynslóðabilið er að verða til og ný
viðhorf rekast harkalega á við þau
sem eru aldagömul. Nokkrir hvítir
sjálfboðaliðar frá New York fara til
Mississippi og reyna að aðstoða
svertingja við að komast á kjör-
skrá. Deilur og andúð magnast og
að lokum týna menn hfinu fyrir
þann málstað sem barist er fyrir.
Þessi mynd byggist á sannsögu-
legum atburöum sem áttu sér stað
í Neshobasýslu í Mississippi sum-
arið 1964 og urðu heimsfrétt. Þrír
ungir menn voru drepnir með
köldu blóði. Um eftirleik þessara
atburða gerði Alan Parker stór-
myndina Mississippi Burning og
þessi mynd gerir óneitanlega til-
raun til þess að ná athygli út á
frægð fyrirrennarans.
Reyndar þarf þess varla því
myndin stendur bærilega fyrir sínu
og er á köflum mjög góð. Höfundar
ná að byggja upp spennu og þó
endalokin séu fyrirsegjanleg þá
truflar það áhorfandann lítið.
-Pá
★ !4
Prestur í vígahug
VIETNAM TEXAS
Útgefandi: Arnarborg
Lelkstjóri: Robert Ginty eftir handriti
Tom Badal og C. Courtney Joyner
Aöalhlutverk: Robert Ginty, Tim Tho-
merson og Haing S. Ngor
Amerísk - 1990
Sýningartimi 90 minútur
Bönnuð innan 16 ára
Stríðsrekstur Bandaríkjanna í Vi-
etnam og þátttaka þeirra hefur orð-
ið kvikmyndagerðarmönnum mik-
il uppspretta á seinni árum. í þess-
ari mynd er stríðið fært heim í tún-
fótinn og endurvakið eftir nokkurt
hlé. Fyrrverandi Vietnam hermað-
ur sem orðinn er prestur er ofsótt-
ur af fortíðinni. Hann fer á stúfana
og leitar uppi fyrrum ástkonu sína
sem býr ásamt dóttur klerks undir
verndarvæng víetnamsks guðfóður
í htlu þorpi í Bandaríkjunum.
Glæpahöfðinginn er ekki á þeim
brókunum að láta dótturina af
hendi við hennar rétta fóður vand-
ræðalaust og því verður að grípa
til þyngri vopna en talnabandsins.
Þetta er dæmigerð B-mynd þar
sem ódýrt handrit er afgreitt meö
klisjukenndum vinnubrögöum
með fulltingi lélegra leikara.
Hvergi örlar á fagmennsku og
vandi fólksins nær aldrei að snerta
þann streng sem þarf í bijósti
áhorfandans. Mikið meira er ekki
um þetta að segja. Þetta er vond
mynd.
-Pá
að því að hann er með krabbamein
j lungum og á aðeins fáa mánuði
ólifaða. Hann tekur til hendinni við
að hnýta ýmsa lausa enda í lífi sínu
og þar á meðal að venja vin sinn
af þessari banvænu nautn.
Þetta á að vera gamanmynd þó
viðfangsefnið sé í rauninni hreint
ekkert gamanmál. Tveir stórleik-
arar eru á skerminum nær allan
tímann, þeir James Woods, sem
leikur Wlater, og John Litgow sem
leikur Artie. Þeim hður greinilega
ekki alltof vel yfir því sem þeir eru
látnir segja og skila alls ekki leik
af þeim gæðaflokki sem ætla má
af þeirra hálfu. Þetta má eflaust
sumpart kenna handahófskenndri
leikstjórn af hendi Jordans en ekki
síst má kenna slæmu handriti. Það
er sérlega kaldhæðnislegt því leik-
urinn fjallar um handritshöfunda,
reyndar góða handritshöfunda,
nokkuð sem William Link gjarnan
vildi vera en er ekki. Afstaða til
þessa viðkvæma máls, þ.e. dauðans
og þess að vera dauðvona, er óviss
og fyrir vikið sveiflast myndin milli
hreinnar væmni og óþægilegs gal-
gopaskapar.
Viö lifum til þess að deyja hefur
verið sagt og má eflaust rétt vera.
Það er því tæplega afsakanlegt að
eyða hérvistardögum sínum í að
horfa á myndbönd af þessu tagi.
Vegna fyrri afreka leikaranna má
búast við góðri mynd svo þetta er
hálfsvikin vara. -Pá
★.i
Einn gegn öllum
CADENCE
Útgefandi Bergvík.
Leikstjóri: Martin Sheen.
Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Martin
Sheen og F. Murray Abrahams.
Bandarísk, 1990 - sýningartími 90 mín.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Þrátt fyrir mikla leikhæfileika er
Martin Sheen ekki góður leikstjóri
eins og kemur fram í Cadence sem
hann leikstýrir, skrifar handrit að
og leikur eitt aðalhlutverkið í.
Handrit hans sleppur fyrir horn
þótt á mörkum séu atburðirnir of
melódramatískir en leikstjóm er
slöpp og verður því myndin lang-
dregin þótt meiningin góð.
Charlie Sheen (sonur Martins)
leikur ungan hermann sem ein-
göngu hafði farið í herinn vegna
tilmæla föður síns. Þegar faðir
hans deyr getur hann ekki hugsað
sér hermennsku áfram og viljandi
kemur hann af stað ólátum á krá
einni sem hermenn sækja og von-
ast til að hann verði rekinn.
Ekki verður honum að ósk sinni,
heldur er honum stungiö í herfang-
elsi. Af einhverjum ástæðum, sem
aldrei fást skýrðar, er fangelsis-
stjóranum meinilla við hann og
lætur hann vera í skála með nokkr-
um varasömum svertingjum sem
ekkert er um hann gefið...
Það verður að segjast eins og er
ég hafði vonast eftir betri mynd frá
þeim Martin Sheen. Ekki bætir úr
skák frekar slakur leikur sonarins.
Viss er ég um aö það hæfir Martin
Sheen betur aö láta aðra um leik-
stj órnina í framtíðinni. -HK
' li'.ini'