Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri:*JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Menn og hagsmunir Stjórnmál snúast í stórum dráttum um þrennt, mál- efni, menn og hagsmuni. Síðasta atriðið, hagsmunirnir, skiptist svo aftur í stórum dráttum i þrennt, persónu- lega hagsmuni, flokkshagsmuni og hagsmuni aðila úti í bæ, aðallega fyrirtækja og samtaka af ýmsu tagi. Málefni eru heldur léttvæg í baráttunni fyrir kosning- arnar, sem verða eftir viku. Stærsti flokkurinn hefur uppgötvað, að hann nálgast guðsríki að stærð og þarf því margar vistarverur. Hann hefur því loðna stefnu- skrá og minnist lítið á hana til að styggja engan. Næststærsti flokkurinn beitir aðferðum Gorbatsjovs og segir kosningarnar vera þjóðaratkvæði um aðild að Evrópubandalaginu. Kjósendur eiga að telja sér trú um, að þessi flokkur sé líklegri en aðrir til að hafna aðild að Evrópubandalaginu, ef hún kemur síðar til álita. Önnur málefni eru að mestu eins hjá flokkunum, ekki aðeins hjá þeim, sem munu koma mönnum á þing, heldur einnig hjá hinum, sem litla von hafa. Kvennalist- inn er þó meira í mjúkum málum og í þvílíku afturhaldi í hörðum málum, að fé mun ekki aflast í mjúk mál. Það eru menn, en ekki málefni, sem eru á oddi kosn- ingabaráttunnar. Stærsti flokkurinn býður loksins upp á mann á móti manni næststærsta flokksins. Kosning- arnar snúast í raun um þessa tvo menn og hvor þeirra lendir í betri stjórnarmyndunarstöðu eftir kosningar. Annaðhvort myndar Steingrímur Hermannsson svip- aða stjórn og nú, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, en með Kvennalista í stað Borgaraflokks, eða að Davíð Oddsson myndar stjórn með einum litlu flokkanna, lík- lega Alþýðuflokknum, sem er í þægilegri aðstöðu. Erfitt er að hugsa sér, að rúm sé fyrir þessa menn báða í sömu rikisstjórn, því að hvorugur þeirra getur haft hinn sem forsætisráðherra fyrir ofan sig. Er þess skemmst að minnast, hversu friðlaus Steingrímur var með Þorstein sem forsætisráðherra fyrir þremur árum. Þótt mennirnir séu hafðir á oddinum, leika hagsmun- ir þó undir niðri stærra hlutverk í kosningabaráttunni. Mikilvægastir eru þar persónulegir hagsmunir lands- feðranna og helztu hirðmanna þeirra í ráðuneytunum. Þeir þola ekki að missa beztu sætin við kjötkatlana. Lífsstíll margra hangir á bláþræði í kosningunum. Hirðmennska gefur mun meiri tekjur en fengjust á vinnumarkaði, svo og aðstöðu til að hlutast til um hagi aðila úti í bæ. Peningar og völd eru nautnalyf, sem ráð- herrar og hirðmenn eiga erfitt með að venja sig af. Þetta veldur því, að þeir, sem ræða stjórnarmyndun eftir kosningar, hafa yfirþyrmandi hagsmuni af að kom- ast að samkomulagi. Þess vegna munu þau málefni, sem voru léttvæg fyrir kosningar, verða einskis virði, þegar ráðherra- og hirðmannaefnin berjast um stólana. Hagsmunir stjórnmálaflokka eru ekki eins áberandi, en skipta þó máli og eru vaxandi þáttur stjórnmálanna, ekki sízt eftir að ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa kynnt nýjar leiðir fyrir stjórnmálaflokka til að komast yfir almannafé til útgáfu auglýsinga og bæklinga. Ástandið er orðið svo spillt, að stjórnaraðilar ferðast milli kosningafunda með dýrum hætti á kostnað al- mennings, gefa út áróður sinn á kostnað almennings og halda pólitíska fundi á kostnað almennings, en stjórn- arandstæðingar verða að borga allt sitt sjálfir. Loks lifa fyrirtæki og atvinnugreinar á, að ekki sé raskað velferðarríki fyrirtækja, sem sýgur lífskjörin frá fólki. Um slíka hagsmuni snúast kosningarnar líka. Jónas Kristjánsson Miðjumenn ganga til liðs við Jeltsin Hvíta-Rússland er það lýðveldanna í Evrópuhluta Sovétríkjanna sem fram til þessa hefur verið tahð rækilegast á valdi kommúnista- flokksforustu af gamla skólanum. Henni tókst að koma sínum mönn- um að í flest sæti bæði á alríkis- þingi og lýðveldisþingi eftir að keppniskosningar komust á síð- ustu árin. Það sætir því miklum tíðindum að allsherjarverkfall lamaði at- vinnulíf X höfuðborginni Minsk á miðvikudaginn. Manngrúi fyllti aðaltorgið og þótt beint tilefni að- gerðanna væri margfóldun verð- lags á mörgum helstu nauðsynjum voru meginkröfumar, sem fjölda- fundurinn galt jáyrði, pólitískrar. Verkalýður Minsk krefst þess að lýðveldisstjórnin segi af sér hið fyrsta og sömuleiðis alríkisstjórnin í Moskvu. Þingin, sem nú sitja, verði leyst upp og ný kosin þar sem raunverulegt frelsi ríki til fram- boða og í kosningabaráttu. Þegar þetta er ritað sitja forustumenn úr röðum almennings, sem skipu- lögðu allsherjarverkfallið, á fundi og ræða hversu þessum kröfum verði best fylgt eftir. Eins og er stefna Sovétríkin í efnahagsöngþveiti og pólitíska upplausn. Fjórðungur 1,2 milijóna kolanámumanna í gjöfulustu nám- um landsins hefur verið í verkfalli í hálfan annan mánuð. Kolaskortur er í þann veginn að stöðva helstu stálbræðslur, sem yrði til þess að bræðsluofnar eyðilegðust við að kólna. Alríkisþingið hefur lagt bann við verkfallinu en það er að engu haft. Sjálfhelda ríkir í sambúð alríkis- stjómarinnar undir forustu Mik- hails Gorbatsjovs og stjórna margra lýðvelda, einkum Rúss- lands, þess langstærsta, sem Boris Jeltsin er leiðtogi fyrir. Lýðveldis- stjómimar standa ekki skil á fjár- framlögum í alríkissjóðinn svo halh á honum fyrsta ársfjórðung er kominn fram úr því sem gert var ráð fyrir aö hann næmi út árið. Það sem snýr að sovéskum al- menningi er að alríkisstjórnin leit- ast við að létta greiðslubyrði sína með því að draga stórlega úr niður- greiðslum á vöruverði. Frá og meö 2. apríl tvöfaldaðist mjólk í verði, kjötverð þrefaldaðist og brauðverð fjórfaldaðist. Th era vörar sem tí- fólduðust í verði. Einn yfirlýstur tilgangur verð- hækkananna er að auka vörufram- boð í verslunum með því að draga þangað birgðir sem farið hafa á svartan markað. Það sem við blasti, þegar háa verðið gekk í gildi, var búðarhillur jafnvel tómlegri en áð- ur vegna þess að síðustu daga fyrir hækkunina hamstraði hver sem betur gat. Sumstaðar kom til brauðskömmtunar ásamt fjórfold- un verðsins. Á móti veröhækkunum þessum kemur launabót sem nemur 60 rúblna viðbót við 270 rúblna meðal- laun á mánuði. Algengustu eftir- laun tvöfaldast í 130 rúblur. En nýja kjötverðið er átta rúblur á kílóið, ostverðiö tæpar sjö rúblur og tugur eggja fer upp í 2,6 rúblur. Kjaraskerðing er því fyrirsjáanleg. Um sama leyti og verðhækkan- irnar komu til framkvæmda, náði valdabaráttan milh Gorbatsjovs Sovétforseta og Jeltsins Rússlands- forseta hámarki í Moskvu. Stuðn- ingsmenn Jeltsins í Æðsta ráði Rússneska lýðveldisins og borgar- stjóm Moskvu ákváðu aö efna til fjöldafundar í hjarta höfuöborgar- innar th að fylgja eftir kröfum hans um afsögn Gorbatsjovs, myndun Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson þjóðstjómar og kjör Rússlands- forseta í almennri kosningu. Gor- batsjov gaf út tilskipun um bann við slíkum fjöldaaðgerðum í borg- inni og bauð út 50.000 manna hði hers og sérsveita lögreglu til að fylgja því eftir. Um tíma ríkti ótti við að til átaka kæmi með ófyrirsjáanlegum aíleið- ingum. En forsprakkar fundarins brýndu fyrir sínu fólki að halda ró sinni, og Sovétstjórnin féhst á að láta við það sitja að meina fundar- mönnum aðgang að Rauða torgi og Manesh torgi undir veggjum Kremlar svo komið var saman á Arbat og Majakovski torgi nokkru fjær stjórnarsetrinu. Þar söfnuðust saman á að giska 100.000 manns og ríkjandi var í hópnum, að sögn fréttamanna, stolt yfir að Sovét- borgarar skyldu unnvörpum sýna að þeir óttuðust ekki lengur hótan- ir yfirvalda. Nokkru síðar kom Gorbatsjov á fund kommúnista úr herfor- ustunni þar sem harðhnumenn hvöttu rétt einu sinni til „aðgerða sem ráða úrslitum" til að ná tökum á ástandinu. Sovétforsetinn svar- aði aö ef með því væri átt við kúgun og ofbeldi þá skyldu herforingj- arnir vita að hann gripi ekki th slíkra ráða. Það sem hæst ber af atburðum síðustu vikna í Sovétríkjunum og getur orðið afdrifaríkt fyrir stjórn- málaþróunina fyrst um sinn er yfirburðasigur Jeltsins á harðlínu- mönnum á aukafundi fulltrúaþings Rússlands. Harðlínumenn á þing- inu fengu því framgengt að auka- fundurinn var haldinn að undirlagi forustu Kommúnistaflokksins, í því skyni að hrekja Jeltsin úr for- setaembættinu, sem hann var kjör- inn th í fyrra með einungis fjögurra atkvæða meirihluta. Strax á fyrsta degi aukaþingsins urðu harðlínumenn að hverfa frá þessu markmiði og fluttu ekki einu sinni vantrauststillöguna form- lega. Jeltsin var þá ekki seinn á sér að snúa vöm í sókn. Hann óskaði umboðs til að stjórna með fyrir- mælum í ríkjandi ófremdarástandi. Sömuleiðis lagði hann th að þingið framfylgdi yfirgnæfandi þjóðar- vilja í allsherjaratkvæðagreiðslu fyrir skömmu að kjósa forseta Rússneska lýðveldisins almennri kosningu. í fyrstu áttu báðar thlögur erfitt uppdráttar, við fyrstu umræðu var til að mynda fellt að boða til for- setakjörs og. samþykkt að taka málið í staðinn th nánari athugun- ar. En eftir því sem leið á hálfs mánaðar þinghald ehdist staða Jeltsins og hans manna jafnt og þétt. Að lokum vann Rússlandsforseti fuhan sigur. Bæði fékk hann aukin völd, og ákveðið var með 607 at- kvæðum gegn 228 að lýðveldið eignaðist þjóðkjörinn forseta, kos- inn beinni kosningu í forsetakosn- ingum 12. júní í sumar. Það sem úrshtum réð var að harðlínumenn einangruðust frá öðrum þing- mönnum flokksbundnum í Komm- únistaflokknum. Miðjumenn stofn- uðu nýjan þingflokk Lýðræðissinn- aöra kommúnista og snerust á sveif með Jeltsin við afgreiðslu mála. Að unnum sigri rétti svo Rúss- landsforseti Sovétforsetanum sáttahönd. í stað þess að endurtaka áskorun á Gorbatsjov að segja af sér eða boða á ný „pólitískt stríð“ gegn alríkisstjórninni, hét hann að gera sitt th að koma á „skipulegu samstarfi milh alríkisforustunnar og rússnesku forustunnar“ á grundvehi einbeittrar viðleitni til að koma á markaðsbúskap og virð- ingar fyrir fullveldi lýðveldanna. Magnús Torfi Ólafsson Boris Jeltsin ávarpar aukafund fulltrúaþings Rússneska lýðveldisins. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.