Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Blaðsíða 19
LAUGARDÁGIJR 13. ÁF’RlL' 1991. dv Sviðsljós Ffyona Campell er 24 ára gömul bresk stúlka sem hefur einsett sér það að fara fótgangandi í kringum hnöttinn. Símamynd Reuter Gengiö í kringum hnöttinn „Þetta hófst allt með því að ég vildi reyna að öðlast virðingu foður míns sem alltaf langaði til að eignast son en fékk tvær dætur,“ sagði breski göngugarpurinn Ffyona Campell sem hefur ásett sér það að fara fót- gangandi í kringum hnöttinn. „Eg vildi sýna föður mínum fram á að ég væri enginn eftirbátur stráka,“ sagði Ffyona ennfremur, en hún er 24 ára gömul og hefur þegar gengið yfir endiiangt Bretland og þvert yfir Norður-Ameríku og Ástr- alíu. Hún ætlar sér að verða fyrsti kven- maðurinn sem gengur í kringum hnöttinn en áður hefur tveimur karl- mönnum tekist það. Til að bæta met þeirra þyrfti hún að ganga þvert yfir fjórar heimsálfur og fara yfir a.m.k. 26.650 kílómetra svæði. Ffyona er nú stödd í Cape Town í Suður-Afríku, og ætlar að ganga það- an til Alsír. Ferðin tekur u.þ.b. eitt ár og hún býst við að ganga að meðal- tali 45 kílómetra á dag og slíta 40 til 60 pörum af skóm á þessari 14.000 kílómetra leið. „Ég geng sex daga vikunnar. Sjötta daginn hvíli ég mig og þvæ af mér fötin.“ í fylgd með Ffyonu eru þrír menn sem fylgja henni í fjórhjóla- drifnum jeppa, fullum af útbúnaði, skóm og sjúkravörum. Iftr SUÐURLANDSBRAUT Hér er Listhúsið að risa, að Engjateigi 15-17 fyrir austan Verkfræðingahúsið og á milli Asmundasafns og Suðurlandsbrautar. LISTHÚSIÐ Á SIGTÚNSREIT: IfÍll . Á :Í1 tórglæsilegt listhús er að risa á Sigtúnsreit í Laugardal. Listhúsið er ætlað öllu lista- og listiðnaðarfólki, unnendum lista hvers konar og starfsemi tengdri listsköpun. S ýning er haldin í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, í Listgalleríi að Einarsnesi 34 f Skerjafirði. Sýningin er opin öllum áhuga- sömum aðilum frá kl. 14.00 til 19.00 báða dagana! BYGGINGARFRAMKVÆMDIR ERU HAFNAR OG HUSNÆÐIÐ AFHENDIST TILBUIÐ UNDIR TREVERK I. OKTOBER 1992! fl sýningunni eru kynntar listamannaíbúðir og vinnu- stofur, verkstæði, verslana- og Æ Flugvöltui EINARSNESI34, ÍOI REYKJAVIK þjónustusvæði og sýningar- salir. Líkan og allar teikningar á staðnum, ásamt upplýsing- um um verðskilmála, lánamöguleika og greiðslufyrirkomulag. VERIÐ VELKOMIN! BYGGINGAFELAG GYLFA OG GUNNARS SF. ER BYGGINGARAÐILI LISTHÚSSINS. ARKITEKT ER TRYGGVI TRYGGVASON VERKFRÆÐISTOFAN FERILL HF. SER UM VERKFRÆÐITEIKNINGAR NÁNARI UPPLYSINGAR VEITIR TRYGGVI ARNASON I SIMA 12066 DAIHATSU FEROZA heldur enn áfram að fríkka bæði innan sem utan. Það er því ekki að undra þó hún hafi slegið svo rækilega í gegn, því að um leið og hún er áberandi falleg í útliti er hún á frábæru verði. Er hægt að hugsa sér betri kost fyrir sumarbústaðaeigendur, skíðafólk, útivistarfólk eða bara fólk sem vill fallegan og lipran bíl sem er hagkvæmur í rekstri. FEROZA KOSTAR FRÁ KR. 1,098,000 stgr. á götuna. IMB | AÐ 100.000 KM|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.