Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 34
46 LAUGAKDAGUK 18. APRÍL 1991J Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd Ríkisspítala, óskareftirtilboð- um í unnið dilkakjöt. Gerður verður samningur til eins árs um sölu á dilkakjöti til eld- húsa Ríkisspítala. Á árinu 1990 keyptu eldhús Ríkisspítala um 32,2 tonn af dilkakjöti, þar af 13,0 tonn af úrbeinuðum lærum, 9,4 tonn af smásteik og 3,0 tonn af úrbeinuðu hangikjöti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. apríl 1991 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFIMUINI RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK international student exchange programs Ævintýraár á Nýja-Sjálandi Vegna forfalla og aukins kvóta getum við boðið ör- fáum skiptinemum að sækja um námsdvöl á Nýja- Sjálandi 1992. Ef þú ert fædd/ur 1974 og 1 975 og ert í skóla getur þú sótt um. Farið er í janúar 1992 og komið heim í desember sama ár. Umsóknarfrestur er til 17. april. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Asse á ís- landi, Lækjargötu 3, Skólastrætismegin, 101 Reykja- vík, sími 621455, fax 625740. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 13-17. % ---------------------------------------------N Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í eftirtalin verk: Menning Stjömubíó: Uppvakningar ★★ ‘A Þymirósir í kröppum dansi Uppvakningar fjallar um ansi athyglisvert efni en ger- ir því ekki skil á þann hátt að bestur árangur náist. Ástæðan er einfóld: í stað þess aö leyfa efninu að finna sinn eigin farveg er það njörvað niður í staðlaðar form- úlur Hollywood þar sem allt þarf að ganga upp og fall- ega hnýtt fyrir alla lausa enda. Efnið er samt of sterkt og boöskapurinn of þarfur til þess aö myndin geti annað en haft áhrif á áhorfandann. Feiminn og hlédrægur vísindamaður (Williams) fær þá hugdettu að eitthvað sé sameiginlegt með hópi dá- sjúklinga á einni deild spítalans þar sem hann er nýbú- inn að fá vinnu. Hann prófar nýtt lyf á einum þeirra, Leonard Lowe (DeNiro) og hann vaknar úr áratuga dái sem enginn átti von á að hann ætti afturkvæmt úr. Þrátt fyrir langan fjarveru úr heimi lifenda tekst honum íjótt að aðlaga sig, en læknarnir vilja ekki hleypa honum út því óvíst sé hvort lyfið virki bara tímabundið eða sé framtíðarlausn. Á meðan gefur læknirinn hinum dásjúklingunum líka lyf og brátt er heill hópur af þyrnirósum kominn á lappir. Robin Williams leikur hlédrægustu persónu sína til þessa og mér fannst hann ekki ráða alveg við það. Persónusköpun handritsins býður heldur ekki upp á mikið handa honum og þeir drættir, sem honum eru eignaðir, eru fremur stórir og auðskildir. Hann hefur helgaö sig rannsóknum og forðast fólk, feiminn og óöruggur. Meðan myndin einskorðar sig við lækninn er hún ansi hæggeng. Það er ekki fyrr en honum tekst að vekja DeNiro upp, sem góður skriður kemst á hana. DeNiro á enn einu sinni stórleik sem hægt er að líkja við afrek Dustin Hoffman í Rain Man. DeNiro lætur sér ekki nægja að leika fötlunina á 100 prósent sann- færandi hátt heldur gerir hann persónuna ljóslifandi um leið. Ef ég hef einhvern tíma efast þá er ég nú sannfærður um að DeNiro er færasti leikari Banda- ríkjanna í dag. Það er fyrir hans sakir að önnur sjónar- horn á sögunni fá sterkara vægi en áður. Læknirinn gefur honum líf á ný, en spítalinn vill ekki sleppa honum alveg svo hann geti nýtt sér það til fulls. Lífs- gleöi Lowe breytist brátt í beiskju og þegar honum fer að hraka á ný er hæpið að honum hafi verið nokkur greiði gerður. Það er á þessum lokakafla myndarinnar sem hún virkar sem skyldi en áður en kemur að hon- um þá er atburðarásin einum of stirð og heft. Handri- tið leggur áherslu á að ferlið, sem sjúklingarnir ganga í gegnum, verði að enduspeglast í lífi læknisins. Hann Kvikmyndir Gísli Einarsson vill fara með þá í skrúðgarða og óperuna, því það er það sem honum líkar, en þyrnirósirnar vilja frekar fara og tjútta ærlega. Þegar Lowe fer að hraka getur hann ekki staðist mátið og skotið á lækninn fyrir sitt viðburðasnauða líf. Öll þessi atriði virðast sprottin af einhverri frásagnarformúlu sem lokar á hið óvænta og dularfulla í manninum og um leiö gerir myndina mun fyrirsjáanlegri. Tvær kvenpersónur (kærustu- einkennið) eru nauðsynlegar til þess að handritið gangi upp og þær eru helst til mikil hrákasmíði. Þetta sýnir að þótt kvenfólkið sé í auknum mæli aö taka mikilvægu störfin að sér í kvikmyndaheiminum (sbr. leikstjórinn Marshall) þá er langt í land með að karl- kynshöfundar skrifi góð hlutverk handa kvenleikur- um. Þrátt fyrir þessa galla hefur sagan að geyma mikinn sannleik um mannlega hegðun. Hún gefur manni mik- ið til að hugsa um og mikið þyrfti maður að vera kald- lyndur til þess að geta ekld fundið til með Leonard Lowe, leiksoppi örlaganna og vísindanna, sem vilja vel, en hafa stundum ekki réttu svörin tiltæk. Awakenings (Band-1990) 121 min. Handrit: Steven Zaillian (Falcon & Snowman) eftir bók Oliver Sacks. Leikstjóri: Penny Marshall (Big, Jumpin’ Jack Flash). Leikarar: Robin Williams, Robert DeNiro, John Heard (Beaches, The Package), Julie Kavner (New York Stories, Radio Days), Penelope Ann Miller (Kindergarten Cop, Biloxi Blues), Max Von Sydow (Pelle), Ruth Nelson. 1. Vatnsnesvegur 1991. Lengd kafla 2,65 km, heildarmagn 13.000 rúmmetrar. 2. Skagafjarðarvegur 1991. Lengd kafla 4 km, heildarmagn 16.000 rúmmetrar. Verkum þessum skal lokið 30. september 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Tilboðum skal skila á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 29. apríl 1991. Vegamálastjóri _____________________________________________J M>hamborgarar Mgosi og 999* gosi og franskar s** Heill Grillkfúklmgur allsber ADEINS 599*. Fishur T&Z&r 370-. Bónus borgar inn Armúla 42 @82990 AFMÆLISSÝNING I tilefni af 30 ára afmæli Seðlabanka íslands hefur verið efnt til sérstakrar mynt- og seðlasýningar í Seðlabankahúsinu við Amarhól. Á sýningunni er ýmislegt áhugavert efni um gerð íslensks gjaldmiðils fyrr og síðar, þar á meðal tillöguteikningar af seðl- um og mynt, sem ekki hafa verið sýndar áður. Þá eru einnig á sýningunni gömul Islandskort í eigu bank- ans, auk þess sem þar fer fram stutt kynning á starfsemi hans. Sýningin er opin daglega á afgreiðslutíma bankans, kl. 9.15 -16.00, svo og laugardag og sunnudag 13. og 14. apríl kl. 13.00 - 18.00. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI 1 V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.