Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Síða 51
63'
, /
LAUGARDAGUR 13. ARRU-1991.
Skák
Vinningur á silfur-
fativegna snjó-
komu í Frankfurt
- Nigel Short missti nætursvefn en hafði nýjung á takteinum
Nigel Short: Með nýjungina úr langferðabílnum að vopni var vinningur-
inn auðsóttur.
Ensku stórmeistararnir John
Nunn, Nigel Short og Murray
Chandler eiga þaö sammerkt að
vera kóngspeðsmenn og gjarnan
fara þeir í smiðju hver til annars.
Alhr eru þeir miklir fræðimenn og
þegar þeir eru í ham þarf htið th
þess að mótherjinn taki kollsteypu
strax í byrjun. Þetta á ekki hvaö
síst við um Sikileyjarvörnina sem
þeir félagar eru þekktir fyrir að
taka hraustlega á móti.
Svo rammt kveður að þekkingu
þeirra að mikið hugrekki þarf til
að þoka c-peðinu fram gegn þeim
og bjóða upp á sikileyskan dans.
Sumir reyna aftur og aftur, eins og
t.a.m. júgóslavneski stórmeistar-
inn Ljubomir Ljubojevic, en líklega
fer nú að koma að því að hann leiti
á önnur mið.
í bandaríska skákblaðinu „Inside
Chess“ er greinarkorn eftir Nigel
Short þar sem hann lýsir skák sem
hann tehdi við Alexander Khalif-
man í þýsku Bundesligunni í ár og
aödraganda hennar. í bréfi Shorts
kemur fram að leitin að nýjum
leikjum í Sikileyjarvörninni þarf
ekki nauðsynlega aö vera kerfis-
bundin. Short getur þakkað snjó-
komu í Frankfurt auðveldan sigur
í skákinni!
Short og Nunn, sem tefla báðir
meö liði Solingen, voru samferða
flugleiðis th Þýskalands en mikh
snjókoma hamlaði lendingu. Flug-
stjórinn tók th bragðs að beina vél-
inni th Zurich í Sviss og þar beið
stórmeistaranna sex stunda akstur
til Solingen. Kominn var háttatími
er þeir lögðu af stað en hvorugur
gat fest blund. Þá var vasataflið
dregið upp. Nunn sýndi skák sem
hann hafði teflt við Khalifman í
Wijk aan Zee nokkrum vikum fyrr.
Skákinni lauk með jafntefli en
Nunn hafði fundið endurbót fyrir
hvítan og í langferðabílnum lögð-
ust þeir félagar í stöðuna.
Morguninn eftir vildi svo th aö
Short átti að tefla við þennan sama
Khalifman. Þá kom ekki að sök
þótt hann hefði aðeins náð fárra
tíma svefni - með nýjungina úr
langferðabílnum að vopni var
vinningurinn auðsóttur.
Hvítt: Nigel Short
Svart: Alexander Khalifman
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
RfB 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 0-0 8.
Dd2 Rc6 9. Bc4 Bd7 10. h4 Hc8 11.
Bb3 Re5 12. 0-0-0 Rc4 13. Bxc4 Hxc4
14. h5 Rxh5 15. g4 Rffi 16. Rb3
Leikirnir fram að þessu þarfnast
ekki athugasemda. Þeir þræða vel.
þekktar slóðir drekaafbrigðisins
svonefnda. Síðasti leikur Shorts er
þó nýlegt innlegg í umræðuna. Með
leiknum undirbýr hann 17. Bh6 og
ná uppskiptum á „drekabiskupn-
um“ ógurlega. Þetta ákveöur Kha-
lifman að hindra, þótt það kosti
hann leik.
16. - He8 17. Bh6 Bh8 18. Bg5 Dc8
Ekki 18. - Dc7 vegna 19. BxfB og
næst 20. Rd5. Khalifman hefur ekk-
ert á móti því að endurtaka skák
sína við Nunn frá Wijk aan Zee.
Hún tefldist áfram: 19. Dh2 Be6 20.
Hd3 h5!? 21. gxh5 Rxh5 22. Dg2 Bxc3
23. bxc3 Hxc3 24. Hxc3 Dxc3 25.
Hxh5 Bxb3 26. axb3 Dal-l- 27. Kd2
Hc8 28. Hh2 Dd4+ 29. Kcl Dal +
30. Kd2 Dd4+ 31. Kcl og jafntefli
með þráskák.
19. Hh4!?
í stað 19. Dh2, eins og Nunn lék
og reyndist ekki nægilega öflugt,
hyggst Short ná enn þyngri sókn
með því að þrefalda á h-hnunni.
Skák
Jón L. Árnason
Lakara er aftur á móti 19. e5 Rxg4
20. fxg4 Bxe5 er svartur fær álitleg
færi fyrir manninn.
19. - Hxc3?!
Khahfman lék að bragði og hugs-
aði sig ekki um fyrr en eftir augljós-
an svarleik hvíts. Short spyr hvort
þessi dæmigerða skiptamunsfórn
hafi verið nauðsynleg?
20. bxc3 Be6 21. Hdhl Bg7
Hvítur hótaði 22. Hxh7! Rxh7 23.
Dh2 o.s.frv.
22. e5! dxe5 23. Bxffi Bxf6
Eftir 23. - exfB 24. Hxh7 f5 25. Dh2
Kf8 26. g5! með hótuninni á drepa
á g7 er svartur í vondum málum.
24. Hxh7 Dc4!
Besta tilraunin, því að nú má
svara 25. Dh6 með 25. - Df4+ og
25. Rd4 Dxa2! 26. Dh6 Dal+ 27. Kd2
Dxhl! 28. Dxhl exd4 er einnig í góðu
lagi á svart.
25. Kbl Df4 26. J)g2 Bg7 27. Dh3 f5
28. Rc5 Bc8 29. gxf5 Bxf5?
Short hrekur þetta á laglegan
hátt. Betra er 29. - Dxf5, þótt Short
telji hæpið að svartur fái bjargað
taflinu eftir 30. Dh4 með tilfærsluna
Rc5-e4-g5 í huga.
I #
á i a Aa
1 A SL w
A a m
A A A B C D s E F G H
30. Re6!
Fallegur leikur. 30. - Bxh3 31.
Hxg7+ Kh8 32. Hxh3+ er mát í
næsta leik og 30. - Bxe6 31. Dxe6 +
Df7 32. Hxg7 + Kxg7 33. Hh7 + kost-
ar heila drottningu.
30. - Bf6 31. Hg7 + ! Bxg7 32. Dh7+
KU 33. Rxg7!
Mun betra en 33. Rxf4 exf4 er
svartur getur barist áfram. Nú
verður engum vörnum við komið.
33. - Kf8 34. Dh8+ Kf7 35. Dxe8+
Kxg7 36. Dxe7+ Kg8 37. Hdl
Önnur leið til að gera út um tafl-
ið er 37. Hh7 Bxc2+ 38. Kb2 Df8 39.
Hh8+ Kxh8 40. Dxf8+ en þessi er
ekki síðri. Khalifman gafst upp.
Ef leiða ætti fram vitni til sönn-
unar þvi hve erfitt er aö eiga við
Short í Sikileyjarvöminni, væri
Ljubomir Ljubojevic kjörinn.
Ljubo hefur hvað eftir annað mátt
þola ósigur gegn Short með svörtu
og yfirleitt er meðferðin slík að
„Júgóslavinn sókndjarfi“, eins og
Ljubo' er gjaman nefndur, getur
varla talist réttnefni. Síðasta dæ-
mið er frá ólympíumótinu í Novi
Sad, þar sem Short þurfi aðeins
tuttugu leiki til að ná fram vinn-
ingsstöðu:
Hvítt: Nigel Short
Svart: Ljubomir Ljubojevic
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 Dc7 7. Be2 e6 8.
0-0 Be7 9. Be3 0-0 10. g4!?
Svona teflir Short gegn Ljubo -
með góðum árangri. í venjulegri
„Scheveningen-stöðu“ blæs hann í
herlúðra og kemur Júgóslavanum
strax í varnarstöðu.
10. - Rc6 11. g5 Rd7 12. f5 Rxd4?
Gefur eftir á miðborðinu og það
er eins og ekki verði aftur snúið
eftir þennan leik. Betra er 12. -
Rde5 13. f6 Bd8 eins og tefldist í
skák Sax og Stean frá 1977 en Short
telur 14. Bd3 ásamt Dh5 og hróks-
ferðalagi yfir á h-línuna lofa góðu.
13. Dxd4 He8
Nú er '13. - Re5 14. f6 Bd8 ein-
faldlega svarað með 15. Hadl og
d-peðið verður ekki varið.
14. fxe6! fxe6 15. Bh5 Hf8
Eða 15. - g6 16. Rd5! exd5 17.
Dxd5+ Kh8 18. Df7 Dd8 19. Bxg6
hxg6 20. Dxg6 (hótar 21. Hf7) Re5
21. Dh6+ Kg8 22. g6 og vinnur
(Short).
16. Hxf8+ Bxf8 17. Hfl Re5
18. Rd5! Dd8 19. Rb6 Hb8 20. Bf4!
Með vinningsstöðu á hvítt, að
sögn Shorts. Hann gefur 20. - Rc6
21. Df2 e5 22. Be3 Be6 23. Bf7 + Bxf7
24. Dxf7+ Kh8 25. Rd7 og vinnur;
eða 20. - Bd7 21. Bxe5 dxe5 22. Dxd7
Dxb6+ 23. Khl Dd6 24. Bf7+ Kh8
25. Bxe6 Dxd7 26. Bxd7 Be7 27. h4
(hótar 28. Hf7) HÍ8 28. Hxf8+ Bxf8
29. Bc8 og hvítur vinnur endataflið.
20. - Rd7 21. Rc4 d5 22. Khl Bc5 23.
Dd2 Ha8 24. Bf7+ Kh8 25. exd5 b5
26. Ra5 Rf8 27. Be5 Rg6 28. Bxg6
hxg6-29. b4 Bf8 30. d6 Bd7 31. h4 Kg8
32. Kh2 Hc8 33. c3 Hb8 34. Df4 De8
35. Rb3 Hd8 36. Rc5 Bc6 37. a3 Ha8
38. Kg3 Bd5 39. d7 De7 40. Bc7 e5 41.
Dxf8+! Hxf8 42. Hxf8+ Dxf8 43.
d8=D
Og Ljubojevic gafst upp.
Veður
Á morgun verður suðvestlæg eða breytileg átt á
landinu. Dálítil él vestanlands en þurrt í öðrum lands-
hlutum. Hiti 1-4 stig.
Akureyri skýjað 2
Egilsstaðir skýjað -1
Keflavikurflugvöllur skýjað 4
Kirkjubæjarklaustur snjókoma 1
Raufarhöfn skýjað 0
Reykjavík úrkoma 2
Vestmannaeyjar úrkoma 3
Bergen þokumóða 9
Helsinki skýjað 14
Kaupmannahöfn skýjað 14
Úsló skýjað 12
Stokkhólmur léttskýjað 14
Amsterdam léttskýjað 20
Barcelona skýjað 16
Berlin léttskýjað 17
Feneyjar léttskýjað 17
Frankfurt heiðskírt 18
Glasgow rigning 8
Hamborg léttskýjað 18
London hálfskýjað 19
Los Angeles heiðskirt 15
Lúxemborg léttskýjað 18
Madrid skýjað 19
Malaga mistur 16
Mallorca skýjað 17
Montreal léttskýjaö -1
New York heiðskírt 4
Nuuk léttskýjað -10
Paris léttskýjað 24
Róm léttskýjað 18
Valencia mistur 18
Vin skýjað 13
Winnipeg alskýjað 4
Gengið
Gengisskráning nr. 69. -12. apríl 1991 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 58,990 59,150 59,870
Pund 105,713 106,000 105,464
Kan. dollar 51,293 51,433 51,755
Dönsk kr. 9,2100 9,2350 9,2499
Norsk kr. 9,0761 9,1007 9,1092
Sænsk kr. 9,7811 9,8077 9,8115
Fi. mark 14,9968 15,0375 15,0144
Fra. franki 10,4416 10,4700 10,4540
Belg. franki 1,7173 1,7220 1.7219
Sviss. franki 41,7377 41.8509 41,5331
Holl. gyllini 31,3302 31,4151 31,4443
Þýskt mark 35,2927 35,3884 35,4407
ít. líra 0,04760 0,04773 0,04761
Aust. sch. 5,0151 5,0287 5,0635
Port. escudo 0,4063 0,4074 0,4045
Spá. peseti 0,5723 0,5739 0,5716
Jap. yen 0,43487 0,43605 0,42975
Irskt pund 94,328 94,584 95,208
SDR 80,4960 80,7143 80,8934
ECU 72,9441 73.1419 73,1641
Fiskmarkaðimir
Faxamarkaður
12. apríl seldust alls 49,290 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Blandað 0,157 28,43 5,00 49,00
Gellur 0,080 295,00 295,00 295,00
Hrogn 1,963 142,40 20,00 175,00
Karfi 0,151 32,00 32,00 32,00
Kinnar 0,014 265,00 265,00 265,00
Langa 0,324 59,00 59,00 59,00
Lúða 0,463 215,02 205,00 355,00
Rauðmagi 0,'097 64,63 16,00 105,00
Skarkoli 0.797 58,23 58.00 60,00
Steinbítur 1,608 38,30 38,00 42,00
Þorskur, sl. 26,809 101,02 84.00 107,00
Þorskur, ósl. 10,330 88,49 75,00 95,00
Ufsi 0,083 46,00 46,00 46,00
Undirmál. 0,615 73,48 31,00 81,00
Ýsa.sl. 4,280 123,11 103,00 126,00
Ýsa, ósl. 1,517 117,07 106,00 120,00
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
12. april seldust alls 14,727 tonn.
Langa 0,053 54,00 54,00 54,00
Keila, ósl. 0,105 24,00 24,00 24,00
Ufsi.ósl. 0,014 36,00 36,00 36,00
Smáþorskur, ósl. 0,026 71,00 71,00 71,00
Ýsa.ósl. 2,052 130,01 86,00 152,00
Þorskur, ósl. 3,595 85,06 50,00 90,00
Lýsa, ósl. 0,042 53,00 53,00 53,00
Steinbítur 6,267 45,00 45,00 45,00
Koli 0,022 79,00 79,00 79,00
Ýsa 0,333 117,30 111,00 121,00
Ufsi 0,096 47,00 47,00 47.00
Þorskur 1,630 101,95 69,00 106,00
Skötuselur 0,091 215,00 215,00 215,00
Lúða 0,054 439,45 380,00 465,00
Karfi 0,255 36,00 36,00 36,00
Hrogn 0,081 235,00 235,00 235,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
12. apríl seldust alls 83,235 tonn.
aorskur.dbl. 2,939 74,97 73,00 76,00
Þorskur, ósl. 53,404 98,99 80,00 114,00
Ýsa, ósl. 7,181 122,89 102,00 137,00
^orskur.sl. 2,678 86,97 50,00 91,00
(eila + bland 1,100 35,00 35,00 35,00
Jndirmál 0,200 30,00 30,00 30,00
3landað 0,640 60,00 60,00 60,00
Skötuselur 0,029 155,00 155,00 155,00
rlrogn 0,830 165,00 165,00 165,00
Lúða 0,354 225,71 200,00 565,00
Ufsi 5,159 22,20 15,00 42,00
Rauðmagi 0,024 87,00 87,00 87,00
Langa 1,006 59,43 49,00 70,00
<eila 1,853 37,30 29,00 42,00
Steinbítur 4,377 35,22 25,00 36,00
Skarkoli 0,381 60,00 60,00 60,00
Karfi 1,079 37,04 36,00 39,00
MARGFELDl 145
PÖNTUNARSÍMI ■ 653900