Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Myndbönd
Þaö verða nokkrar breytingar á
listanum. Another 48 Hours situr
þó sem fastast í efsta sætinu. Bird
on a Wire með Goldie Hawn og Mel
Gibson flögrar beint í annað sætið.
Önnur nýútkomin mynd, Wild at
Heart, fer í þriðja sætið. Þetta er
tækifæri þeirra sem nenntu ekki í
bíó til þess að sjá þetta geggjaða
meistaraverk Davids Lynch. Cad-
illac Man með Robin Wilhams er
ný á hstanum og ennfremur Fresh-
man með Marlon gamla Brando í
aðalhlutverki.
1 (1) Another 48 Hours
2 (-) Bird on a Wire
3 (-) Wild at Heart
4 (3) Heart Condition
5 (-) Impulse
6 (-) Cadillac Man
7 (2) RoboCop II
8 (-) The Freshman
9 (4) Bad Influence
10 (5) Gremlins 2
★★★
Óánægjukórinn
CHORUS OF DISAPPROVAL
Útgefandi: Bíómyndir.
Leikstjóri: Michael Winner.
Aðalhlutverk: Jeremy Irons, Anthony
Hopkins og Richard Briers.
Bresk, 1988 - sýningartimi 97 mín.
Leyfð öllum aldurshópum.
Guy Jones er nýorðinn ekkjumað-
ur. Hann flyst til smábæjar norðar-
lega í Englandi. Þar gengur hann
til hðs við leikfélagið á staðnum
sem er að beijast við að setja upp
Betlaraóperuna. Innan leikfélags-
ins kynnist Guy lífsglöðu og frjáls-
lyndu fólki og hann á auðveldara
með að semja sig að undirfórulum
lífsháttum þess en hann hefði grun-
að. Innan skamms er hann orðinn
útsmoginn bragðarefur sem leikur
tveimur skjöldum.
Þessi kvikmyndun hins vinsæla
verks Ayckboums er hátíð fyrir þá
sem unna góðu leik. Fyrst skal
frægan telja Jeremy Irons sem ný-
lega fékk óskarsverðlaun. Hann
sýnir þama og sannar einu sinni
enn að fáir standa honum á sporði.
Þó stendur hann hálfpartinn í
skugga Anthony Hopkins sem fer
með hlutverk leikstjórans man-
íska. Hann fer á kostum og nær að
skapa persónu sem áhorfandinn
bæði hatar og elskar. Shkt er ekki
á færi nema snilhnga.
Kvikmyndun verksins hefur ekki
tekist nema í meðahagi vel. Tökur
eru oft einkennilegar og aht að því
handahófskenndar. En leikritið
þohr það alveg. Þetta meistara-
stykki Ayckbourns sem gerir svo
miskunnarlaust grín að mannfólk-
inu og þó mest leikhúsinu stendur
alltaf fyrir sínu. Þó gamanið sé
gott er stutt í broddinn og þessi
uppfærsla að minnsta kosti er oftar
grátbrosleg en beinhnis meinfynd-
in. Glöggir sjónvarpsáhorfendur
ættu að geta þekkt gamla kunn-
ingja úr sjónvarpi meðal leikar-
anna. Má þar nefna Jenny Sea-
grove sem þarna fer á kostum sem
fjöllynd eiginkona. Einnig muna
eflaust margir eftir Richard Briers
sem þarna leikur aumingjann Ted
sem ekkert getur. Briers hefur
mikið leikið í sjónvarpi.
Þeir sem unna góðum leik og
þekkja leikrit Ayckboums eða hafa
einhver kynni af leikhúsi og leik-
starfsemi ættu ekki að láta þessa
góðu skemmtan framhjá sér fara. -Pá
★★
Óperur og morð
MASCARA
Útgefandi: Háskólabió.
Leikstjóri: Patrick Conrad.
Aðalhlutverk: Charlotte Rampling og
Michael Sarrazin.
Frönsk, 1990 - sýningartími 95 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Það er viðbúið aö Mascara komi
þeim sem á hana horfa nokkuð á
óvart. Fyrir það fyrsta eru famar
nokkuð sérstakar leiðir í meðferð
söguþráðar, sem er áhugaverður
strax frá fyrstu mínútu, og þá em
flestar persónur myndarinnar
öðmvísi en maður á von á. Þetta
tvennt gerir þó ekki Mascara að
góðri kvikmynd.
í byijun fylgjumst við með lög-
reglustjóranum Sanders þar sem
hann kemur við á morðstað á leið
sinni í óperuna ásamt fallegri syst-
ur sinni. Á moröstað sýnir hann
strax yfirburði sína i rannsóknar-
störfum sem fær áhorfandann til
að halda að hér sé á ferðinni enn
einn snjall lögreglumaður.
Það fara þó að renna á áhorfand-
ann tvær grímur þegar Sanders í
ópemnni hrífst sérstaklega af kjól
aðalpersónunnar og reynir hvað
sem hann getur til aö fá hann lán-
aðan. Smátt og smátt kemur í ljós
að Sanders er siðspilhngin holdi
klædd og er hans helsti samastaður
meðal kynskiptinga og glæpa-
manna í skuggalegum næturklúbb
sem áhorfendur fá að kynnast mjög
náið.
Það verður að segjast eins og er
að þrátt fyrir að myndin sé í heild
„fráhrindandi" og „sjúk“, eins og
einhveijir myndu orða það, þá eru
mörg atrið vel útfærð og skemmti-
atriðin í næturklúbbnum, þar sem
áhorfandinn veit aldrei hvort söng-
konumar em kvenmenn eða karl-
menn í konugervi, eru sérlega vel
gerð og er ekki laust við að mann
gmni að leikstjórinn Patrick
Conrad hafi eitthvað komið nálægt
tónhstarmyndbandagerð.
Mascara er ahs ekki mynd fyrir
aha. Hún er ömgglega hneykslanleg
siöferðislega fýrir suma og einnig
em grófar ofbeldissenur í henni.
Að lokum má geta þess að oft hafa
þau leikið betur, Charlotte Rampl-
ing og Michael Sarrazin. -HK
Ljósmynd lýgur ekki
SOMEBODY HAS TO SHOOT THE PIC-
TURE
Útgefandi: ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Frank Pierson.
Aöalhlutverk: Roy Scheider, Bonnie
Bedelia, Arliss Howard og Robert
Carradine.
Bandarísk, 1990 - sýningartimi 93 mín.
Bönnuö börnum innan 167 ára.
Dauðarefsing hefur verið mjög til
umræðu undanfarin ár, sérstak-
lega í Bandaríkjunum þar sem hún
hefur verið tekin upp að nýju í
mörgum fylkjum. Það fylgir dauða-
refsingu sú hætta að saklaus mað-
ur geti verið tekinn af hfi og ef
dauðarefsing hefði verið leyfð í
Bretlandi hefðu sexmenningarnir,
sem undanfarið hafa verið í frétt-
um og sátu í fangelsi saklausir í
sautján ár, örugglega verið teknir
af lífi og þaö ætti að vera nógu sterk
röksemd gegn dauðarefsingu sú
afskræming á réttarkerfinu hefði
þetta gerst. Þetta er rifjað upp hér
Kúrekaglens
EL DIABLO
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Peter Markle.
Aðalhlutverk: Anthony Edwards, Louis
Gossett, jr. og John Glover.
Bandarísk, 1990 - sýningartimi 103 mín.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
í kynningu á kápu E1 Diablo er
myndinni hkt við Blazing Saddles
sem að dómi undirritaðs er fyndn-
asti vestri sem nokkurn tíma hefur
verið gerður. Þar var við stjórn-
völin háðfuglinn heimskunni, Mel
Brooks. Brooks aftur á móti leik-
stýrir ekki E1 Diablo heldur Peter
Markle sem gerir sitt besta til að
halda gríninu uppi og tekst það
stundum en E1 Diablo er engin
Blazing Saddles.
Helsti galhnn við E1 Diablo er
aðalleikarinn, Anthony Edwards.
Leikari þessi hefur leikið í nokkr-
um gamanmyndum og löngu sann-
að það að hann er ófær um að leika
gamanhlutverk sem fullorðnir
hafa gaman af. Hér er hann enn
eina ferðina vita húmorslaus í hlut-
verki kennarans, Billys Rays
Smith, sem ekki kann að fara með
byssu eða ríða hesti en ætlar samt
að bjarga einum nemenda sinna
úr klónum á E1 Diablo sem er hinn
mesti fantur og illmenni.
Honum til aöstoöar er Thomas
Van Leek (Louis Gosset jr.) sem er
hin mesta hetja en er svartur og
það þykir lítið fint í villta vestrinu.
Saman fara þeir, ásamt nokkrum
skrautlegum vinum sínum, á fund
hins ógurlega E1 Diablo.
Það sem skemmdi fyrir ánægju
af að horfa á E1 Diablo er fyrst og
fremst að henni skuli vera líkt við
Blazing Saddles. Maöur er alltaf að
bíða eftir einhveiju stórkostlegu
sem aldrei kemur. Eftir stendur
sæmileg afþreying eina kvöldstund
sem gleymist örugglega fljótt.
-HK
vegna þess að þemað í Somebody
Has Shoot the Picture er einmitt
það að saklaus maður er dæmdur
til dauða.
Roy Scheider leikur frægan ljós-
myndara, Paul Marsh. Dag einn
fær hann beiðni frá fanga einum,
sem taka á af lifi, um að hann taki
mynd af honum áður en hann er
látinn í stóhnn og meðan á dauða-
stundinni stendur. Þetta er síöasta
ósk dauðadæmds manns og honum
er ekki neitað um hana.
Það eru margir sannfærðir um að
fanginn, smákrimminn Raymond
Eames (Arhss Howard), sé saklaus
en hatrið er mikið, sérstaklega þar
sem hann á að hafa drepið lögreglu-
mann. Marish er í fyrstu tilfinn-
ingalaus gagnvart verkefni sínu en
þegar hann rekst á ljósmyndir, sem
notaöar voru gegn hinum ákærða,
ljósmyndir sem hann sér að eru
falsaðar, fær hann áhuga á málinu
og verður fljótlega sannfærður um
að Eames sé saklaus.
Eins og oft með sjónvarpsmyndir
þá eru lausir endar í handritinu á
nokkrum stöðum en það er samt
nokkuð vel unnið og í hehd er hér
um ágæta sakamálamynd að ræða
sem lætur mann ekki ósnortinn.
Það er heldur ekki laust við að
maður fylltist réttlátri reiði í lokin
yfirmiskunnarleysikerfisins. -HK
Barist til sigurs
TRIUMPH OF THE SPIRIT
Útgefandi: Bíómyndir.
Leikstjórn: Robert M. Young.
Aðaihlutverk: Willem Dafoe, James
Olmos og Robert Loggia.
Bandarisk, 1989-sýningartimi 116 min.
Bönnuð innan 16 ára.
Salamo Arauch er grískur gyðing-
ur og bardagamaður. Hann er
Balkanmeistari í léttvigt í hnefa-
leikum. Hann er eins og milljón
aðrir sendir í útrýmingarbúðir
nasista þegar stríðið skellur á. Þar
lendir hann, vegna hæfileika sinna
á sviði hnefaleika, í þeirri sér-
kennhegri aðstöðu að beijast fyrir
lífi sínu í bókstaflegri merkingu.
Hann berst í keppni við aðra fanga
sem njóta mikhla vinsælda meðal
foringja búðanna. í Auschwitz er
annars engin miskunn sýnd og
mannslífin harla hths virði.
Þessi mynd hefur ýmislegt í for-
gjöf. Má þar fyrst nefna góða leik-
ara í aðalhlutverkum, magnaða
sögu, byggða á raunverulegum at-
burðum, og síðast en ekki síst er
hún tekin í dauðabúðunum í
Auschwitz sem enn standa sem
maklegur minnisvarði útrýming-
arherferðar nasista á hendur gyð-
ingum. En þrátt fyrir allt þetta nær
myndin aldrei almennilega flugi.
Sagan verður máttlaus og rughngs-
leg og persónurnar lifna aldrei í
höndum leikstjórans. Dafoe er góð-
ur í sínu hlutverki en það dugar
því miður skammt. Vegna um-
hverfisins virkar myndin eins og
dapurleg og kuldaleg heimildar-
mynd frekar en leikið mannlegt
drama. En hún er engu aö síður
hoh áminning. Þetta gerðist fyrir
aht of skömmu síðan og það er
okkar að sjá til þess að það endur-
takisigekki. - -Pá
Makleg málagjöld
PAYBACK
Útgefandi: Biómyndir.
Leikstjórn: Russell Solberg.
Aöalhlutverk: Corey Michael Eubanks
og Michael Ironside.
Amerísk, 1990 - sýningartími 90 mín.
Bönnuð börnum yngri en 16 ára.
Góður og hjartahreinn glæpamaö-
ur nær aö flýja úr fangelsi við erf-
iöar aðstæður. Hann fer huldu
höfði og gerist bensínafgreiðslu-
maður í smábæ nokkrum hjá göml-
um og góðum manni. Clinton, en
það heitir skúrkurinn hjartahreini,
verður ástfanginn af fegurstu
stúlku bæjarins en jafnframt er
ríkasti og spilltasti pilturinn í bæn-
um bálskotinn í henni. Svo vhl til
að sá er algjör skíthæll sem endar
með því að drepa mann og annan
vegna stúlkunnar en grunur fellur
á okkar mann. Þá kemst upp að
hann veit um 9 mhljóna dollara
kókaínfarm sem fahnn er í fjöllun-
um og hann getur náð th byggða.
Þar með getur hann samið frið við
lögreglustjórann og jafnframt náð
fram hefndum á eiganda farmsins.
Þetta er sæmilegasta aíþreying
þrátt fyrir klisjukennt handrit og
metnaðarlítinn leik. Ironside er
góður í hlutverki löggunnar. Corey
Michael Eubanks er ekki merkileg-
ur leikari og Don Swayze (hth bróð-
ir Patricks og lifandi eftirmynd)
sýnir að ættamafnið eitt tryggir
ekkihæfileikana. _Pá