Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARÐAGUK 20. ARRÍL 1991,1' Nauðungaruppboð Eftir kröfu Magnúsar H. Magnússonar hdl. og Elvars Ö. Unnsteinssonar hdl., bústjóra í þrotabúi Steintaks hf., fer fram opinbert uppboð á bygging- arkrana, teg. Potain, tal. árgerð 1971, mánudaginn 22. apríl nk. kl. 14.00. Kraninn er staðsettur að Klapparstíg 1. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Reykjavík. Keilutilboð 100 kr. leikurinn mánudaga fil föstudaga d. 12.00-17.00. lurinn a?ivjdhlíð Sími 621599. /"-----------------------------------\ Útboð Hrófberg 1991 ‘Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 3,5 km kafla á Djúpvegi í Steingrímsfirði. Helstu magntölur: Bergskeringar 12.000 m3, fyll- ingar og fráfleygar 43.000 m3, neðra burðarlag 13.000 m3 og rofvarnir 8.000 m3. Verkinu skal lokið 1. nóvember 1991. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 22. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 6. maí 1991. Vegamálastjóri TILBOÐ 10 tímar sem gilda í mánuð, kr. 2.700 10 tímar sem gilda í 15 daga, kr. 2.300 PANTIÐ TÍMA Opið frá kl. 9- 23 virka daga 10- 19 laugardaga SÓLBAÐSSTOFA NÓATÚNI 17, SÍMI 21116 13-19 sunnudaga # BIACK&DECKER UMGERÐIS KUPPUR 40 cm kambur 400W, verft kr. 8,215,- 60 cm kambur 400W, verft kr. 10,846,- SINDRI - sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • 105 REYKJAVlK • 62 72 22 Matgæðingur vikunnar Erekkert fyrir steikur „Ég lærði fyrst af mömmu að steikja kjötbollur og fleira gott. Ég er sjálf ekkert fyrir steikur en er skotin í frönskum og austurlenskum mat,“ sagði T.inria Ur- bancic, matgæðingur vikunnar, í samtali við DV. Linda starfar sem gjaldkeri hjá íslandsbanka og hefur mik- inn áhuga á matargerð og hefur farið á nokkur nám- skeið, m.a. í austurlenskri matargerð. „Ég hef gaman af að bjóða fólki í mat og læt ekkert tækifæri ónotað til þess. Þó ég eigi talsvert safn af uppskriftum þá finnst mér mest gaman að búa til mat úr því sem er til í ísskápnum í hvert skipti. Þá veröa oft til ótrúlegar uppskriftir og hugmyndir sem nýtast síðar.“ Linda býður lesendum upp á afar gimilegt sjávar- rétta- og grænmetispasta fyrir 4-6. Sjávar-og grænmetispasta 200 g mislitar pastaskrúfur 200 g rækjur 100 g humar (skelflettur skorinn í bita) 50 g kræklingur 100 g hörpudiskur 2 bollar sveppir (ferskir og smátt skomir) 2 stórar gulrætur (skornar í smátt) '/% bofli laukur (helst bufflaukur) 2 stórir hvítlauksgeirar Sósa 1 pk. dillostur 1 peli rjómi !4 tsk. dill '/. tsk. oregano '/. tsk. steinselja Linda Urbancic DV-mynd BG '/. tsk. basil '/2 tsk. sítrónupipar Léttsteikið lauk og hvítlauk í olífuolíu (1 msk). Bland- ið síðan gulrótum og sveppum saman við og steikið áfram þar til allt gljáir. Setjið rækjur, humar, krækl- ing og hörpudisk út í á meðan vatnið er látið síga af pastanu. Látið síöan pastað út í og hellið sósunni yfir. Þetta er borið fram með grófu smábrauði og/eða hrís- grjónum. Linda sendir áskorunina áfram til Svövu Carlssen, 21 árs nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sem r.inda segir að sé frábær kokkur þrátt fyrir ungan aldur. -Pá Hinhliöin Bart Simpson í uppáhaldi - segir Bjarni, veitingamaður í Brauðbæ Bjami Ingvar Árnason hefur í nógu að snúast þessa dagana. Reyndar er maðurinn best þekktur sem Bjami í Brauðbæ og hann er þessa dagana á fullu að koma upp almenningsveitingahúsi á toppi Öskjuhlíðarinnar. Hann segir það ekki fjarri lagi að húsið verði opnað á afmælisdegi sínum eftir tvo mán- uði. Bjami rekur einnig Viðey sem hefur nýlega verið opnuð aftur og Óðinsvé við Óðinsgötu svo hann hefur nóg fyrir stafni að sinna sín- um störfum. Það er veitingamaður- inn sem sýnir hina hliðina aö þessu sinni: Fullt nafn: Bjami Ingvar Ámason. Fæðingardagur og ár: 17. júní 1942. Maki: Sigrún Oddsdóttir. Böm: Þau em fjögur. Bifreið: Range Rover. Starf: Veitingamaður. Laun: Gleði, ánægja og uppfylling í lífmu. Áhugamál: Skotveiöi, laxveiði, skógrækt og alls kyns útivera. Hvað hefiir þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Enga. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Sitja í mosavaxinni laut í september kl. 9 þegar himinn er heiðskír og horfa á stjömumar. Ég á slíka laut. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst ekkert leiöinlegt. Uppáhaldsmatur: Rjúpur, ma- treiddar af eiginkonunni og soðin Bjami Ingvar Arnason veitinga- maður. ýsa með roðinu, hamsatólg og kart- öflum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Alfreð Gíslason. Uppáhaldstimarit: National Ge- ographic. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Mamma. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjóminni? Pass. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar mjög mikið að hitta dísina mína aftur og einnig væri gaman að ræða við Möggu Thatcher. Uppáhaldsleikari: Paul Newman. Uppáhaldsleikkona: Julie Roberts. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir em tveir: Davíð og Steingrímur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Æth þaö sé ekki fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna fínnst þér best? Gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll Heiðar er rosalegur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi ekki mikið á sjónvarp en þaö er meira horft á Stöð 2 heima hjá mér. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer sáralítið út að skemmta mér og á því engan sérstakan uppáhalds- skemmtistað. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Bara að reyna að vera nýtur þegn og engum til ama. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég hef aldrei tekið mér sum- arfrí og geri það heldur ekki í sum- ar. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.