Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 8
8
LAUGARÐAGUK 20. ARRÍL 1991,1'
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Magnúsar H. Magnússonar hdl. og Elvars Ö. Unnsteinssonar
hdl., bústjóra í þrotabúi Steintaks hf., fer fram opinbert uppboð á bygging-
arkrana, teg. Potain, tal. árgerð 1971, mánudaginn 22. apríl nk. kl. 14.00.
Kraninn er staðsettur að Klapparstíg 1. Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
Keilutilboð
100 kr. leikurinn
mánudaga fil föstudaga
d. 12.00-17.00.
lurinn
a?ivjdhlíð
Sími 621599.
/"-----------------------------------\
Útboð
Hrófberg 1991
‘Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu
3,5 km kafla á Djúpvegi í Steingrímsfirði.
Helstu magntölur: Bergskeringar 12.000 m3, fyll-
ingar og fráfleygar 43.000 m3, neðra burðarlag
13.000 m3 og rofvarnir 8.000 m3.
Verkinu skal lokið 1. nóvember 1991.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 22. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00
þann 6. maí 1991.
Vegamálastjóri
TILBOÐ
10 tímar sem gilda í mánuð,
kr. 2.700
10 tímar sem gilda í 15 daga,
kr. 2.300
PANTIÐ
TÍMA
Opið frá kl.
9- 23 virka daga
10- 19 laugardaga
SÓLBAÐSSTOFA
NÓATÚNI 17,
SÍMI 21116
13-19 sunnudaga
# BIACK&DECKER
UMGERÐIS
KUPPUR
40 cm kambur 400W, verft kr. 8,215,-
60 cm kambur 400W, verft kr. 10,846,-
SINDRI
- sterkur í verki
BORGARTÚNI 31 • 105 REYKJAVlK • 62 72 22
Matgæðingur vikunnar
Erekkert
fyrir steikur
„Ég lærði fyrst af mömmu að steikja kjötbollur og
fleira gott. Ég er sjálf ekkert fyrir steikur en er skotin
í frönskum og austurlenskum mat,“ sagði T.inria Ur-
bancic, matgæðingur vikunnar, í samtali við DV. Linda
starfar sem gjaldkeri hjá íslandsbanka og hefur mik-
inn áhuga á matargerð og hefur farið á nokkur nám-
skeið, m.a. í austurlenskri matargerð.
„Ég hef gaman af að bjóða fólki í mat og læt ekkert
tækifæri ónotað til þess. Þó ég eigi talsvert safn af
uppskriftum þá finnst mér mest gaman að búa til mat
úr því sem er til í ísskápnum í hvert skipti. Þá veröa
oft til ótrúlegar uppskriftir og hugmyndir sem nýtast
síðar.“
Linda býður lesendum upp á afar gimilegt sjávar-
rétta- og grænmetispasta fyrir 4-6.
Sjávar-og
grænmetispasta
200 g mislitar pastaskrúfur
200 g rækjur
100 g humar (skelflettur skorinn í bita)
50 g kræklingur
100 g hörpudiskur
2 bollar sveppir (ferskir og smátt skomir)
2 stórar gulrætur (skornar í smátt)
'/% bofli laukur (helst bufflaukur)
2 stórir hvítlauksgeirar
Sósa
1 pk. dillostur
1 peli rjómi
!4 tsk. dill
'/. tsk. oregano
'/. tsk. steinselja
Linda Urbancic DV-mynd BG
'/. tsk. basil
'/2 tsk. sítrónupipar
Léttsteikið lauk og hvítlauk í olífuolíu (1 msk). Bland-
ið síðan gulrótum og sveppum saman við og steikið
áfram þar til allt gljáir. Setjið rækjur, humar, krækl-
ing og hörpudisk út í á meðan vatnið er látið síga af
pastanu. Látið síöan pastað út í og hellið sósunni yfir.
Þetta er borið fram með grófu smábrauði og/eða hrís-
grjónum.
Linda sendir áskorunina áfram til Svövu Carlssen, 21
árs nema í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, sem r.inda
segir að sé frábær kokkur þrátt fyrir ungan aldur.
-Pá
Hinhliöin
Bart Simpson
í uppáhaldi
- segir Bjarni, veitingamaður í Brauðbæ
Bjami Ingvar Árnason hefur í
nógu að snúast þessa dagana.
Reyndar er maðurinn best þekktur
sem Bjami í Brauðbæ og hann er
þessa dagana á fullu að koma upp
almenningsveitingahúsi á toppi
Öskjuhlíðarinnar. Hann segir það
ekki fjarri lagi að húsið verði opnað
á afmælisdegi sínum eftir tvo mán-
uði. Bjami rekur einnig Viðey sem
hefur nýlega verið opnuð aftur og
Óðinsvé við Óðinsgötu svo hann
hefur nóg fyrir stafni að sinna sín-
um störfum. Það er veitingamaður-
inn sem sýnir hina hliðina aö þessu
sinni:
Fullt nafn: Bjami Ingvar Ámason.
Fæðingardagur og ár: 17. júní 1942.
Maki: Sigrún Oddsdóttir.
Böm: Þau em fjögur.
Bifreið: Range Rover.
Starf: Veitingamaður.
Laun: Gleði, ánægja og uppfylling
í lífmu.
Áhugamál: Skotveiöi, laxveiði,
skógrækt og alls kyns útivera.
Hvað hefiir þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Enga.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Sitja í mosavaxinni laut í
september kl. 9 þegar himinn er
heiðskír og horfa á stjömumar. Ég
á slíka laut.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst ekkert leiöinlegt.
Uppáhaldsmatur: Rjúpur, ma-
treiddar af eiginkonunni og soðin
Bjami Ingvar Arnason veitinga-
maður.
ýsa með roðinu, hamsatólg og kart-
öflum.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag að þínu mati? Alfreð
Gíslason.
Uppáhaldstimarit: National Ge-
ographic.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Mamma.
Ertu hlynntur eða andvígur rikis-
stjóminni? Pass.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Mig langar mjög mikið að
hitta dísina mína aftur og einnig
væri gaman að ræða við Möggu
Thatcher.
Uppáhaldsleikari: Paul Newman.
Uppáhaldsleikkona: Julie Roberts.
Uppáhaldssöngvari: Pavarotti.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þeir
em tveir: Davíð og Steingrímur.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Bart Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Æth þaö
sé ekki fréttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Hlynnt-
ur.
Hver útvarpsrásanna fínnst þér
best? Gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll
Heiðar er rosalegur.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Eg horfi ekki mikið á
sjónvarp en þaö er meira horft á
Stöð 2 heima hjá mér.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll
Magnússon.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer
sáralítið út að skemmta mér og á
því engan sérstakan uppáhalds-
skemmtistað.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Bara að reyna að vera
nýtur þegn og engum til ama.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég hef aldrei tekið mér sum-
arfrí og geri það heldur ekki í sum-
ar.
-ELA