Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. 45 Ætla að rækta óbótré í elliimi DV heimsækir Sigríði Vilhjálmsdóttur óbóleikara í sinfóníunni í Koblenz Sigríöur Vilhjálmsdóttir óbóleikari. DV-mynd JSS Jóhanna Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi: Þaö var fyrir nokkru sem blaða- maöur hitti Sigríði Vilhjálmsdóttur óbóleikara kvöld eitt í íslenska sendi- ráðinu í Bonn. Hún hafði þá leikið með þýskri sinfóníuhljómsveit um nokkurra ára skeið. Á henni var að heyra að hún byggist ekki við að flytja heim til íslands í bráð; líklega væri hún endanlega sest að á þýskri gnmd. Hún sagðist vera búin að koma sér vel fyrir, væri í góðri stöðu, lifði rólegu lífl í smábæ einum og hefði það bara býsna gott. Það var meðal annars þess vegna sem ákveðið var að taka hús á Sig- ríði og spjalla við hana. Blaðamaður DV mælti sér mót við hana á heimili hennar. Hún hefur um nokkurra ára skeið búið í nágrenni borgarinnar Koblenz þar sem hún leikur á óbó í sinfóníuhljómsveit staðarins. Hún býr í snoturri íbúð ásamt Vilhjálmi, sjö ára syni sínum, í smábænum Neuhausel, en þaðan er aðeins snertispölur til borgarinnar. „Þið komið mátulega," sagði hún þegar gestina bar að garði, „matur- inn er rétt að verða til.“ Það örlaði fyrir þýskuhreim í máh hennar fyrst í stað en innan skamms var hann horfinn og hún talaði íslenskuna hnökralaust, nákvæmlega eins og hún hafði gert fyrir 16 árum þegar hún hélt til útlanda. Hún lifir og hræ- rist í þýsku málsamfélagi árið um kring og talar mjög sjaldan íslensku - nema við son sinn. Vilhjálmur litli talar íslenskuna líka en er þýskan að sjálfsögðu tamari. Enda umgengst hann aðeins þýsk börn, heima og í skólanum. „Þegar hann kemur heim til íslands á sumrin þá er hann farinn að tala íslenskuna reiprennandi eftir tvo daga,“ sagði móðir hans. Erlendis hálfa ævina - Og hver skyldu tildrögin hafa verið að því að Sigríður settist að ytra, og hvers vegna varð tónlistin fyrir val- inu sem ævistarf? „Ég er búin að vera í 13 ár hér í Þýskalandi en þar áður dvaldi ég í þijú ár í London. Ég hef því búið erlendis allar götur síðan ég var 19 ára, eða síðan 1974. Það sama ár lauk ég stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Tjömina, sem þávar, og burt- fararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Eftir stúdentsprófið var tónlistin það eina sem kom til greina, þetta var á einhvem hátt sjálfsagður hlut- ur í mínum huga, enda hafði ég lært á hljóðfæri frá átta ára aldri. Það má kannski segja að tónhstin hafi alltaf verið í blóðinu. Faðir minn, Vilhjálmur Guðjónsson, lék með Sin- fóníuhljómsveitinni og því var ávallt mikil tónhst á heimihnu. Móðir mín, Ásta Andrésdóttir, tók þátt í þessu á sinn hátt þó að hún hafi ekki leikið á neitt hljóðfæri. Það var ekki fyrr en fyrir stuttu, þegar hún fór á eftir- laun, að hún fór að læra á píanó. Afi minn, sem kahaður var Guðjón bryti, var heilmikhl músíkant en hann lék listavel á banjó. Og hún amma mín, hún spilaði á orgel. Það er meira að segja til gömul plötuupp- taka með þeim pabba og afa. í þá daga gat hver sem var pantað upp- tökutima í Fálkanum og tekið upp eigin plötu með einu eða tveimur lögum. Þetta er ansi skemmtileg upp- taka þar sem faðir minn leikur á píanóið og afi á banjóið. Afi kynnti lagið í upphafi og sagði djúpri og ábúðarmikihi röddu: „Nú sphum við - ég, Guðjón bryti, og sonur minn, Vhhjálmur - polka.“ Góðir kennarar Kristján og Karajan Kennari Sigríðar í óbóleik var Kristján Þ. Stephensen sem hún sagði að væri bæði frábær tónlistar- maður og kennari. Þegar hún lauk prófi frá honum og útskrifaðist úr Tónhstarskólanum í Reykjavík hélt hún th London þar sem hún fór í nám hjá fyrrum kennara Kristjáns. Að lokinni veru sinni í London hélt hún th Vestur-Berhnar til frekara náms. „Ég hafði heyrt getið um mjög góðan óbóleikara sem þar kenndi, Lothar Koch. Hann er nú hættur að spha en hann var óhemju góður, bæði sem tónlistarmaður og kennari. Reyndar fór ég fyrst á námskeið th hans sem haldið var í Sviss. Þá kunni ég ekki eitt einasta orð i þýsku og hann tal- aði ekkert nema þýsku. Þegar ég lék fyrst fyrir hann skammaði hann mig eins og hund, án þess að ég skhdi eitt orð af því sem hann sagði. Þessi fyrstu kynni okkar voru því ekki gæfuleg. Þegar ég kom th Berlínar byrjaði ég á því að sækja einkatíma th þessa manns og aö því loknu komst ég inn í „Karajan Akademie" sem er skóh sem rekinn er í tengslum við Fh- harmóníuhljómsveit borgarinnar en þar var Karajan aðalstjórnandi um margra ára skeið. Aðeins um 20 manns eru þarna við nám hverju sinni og hljóta þeir námsstyrk um leið og þeir eru teknir inn í skólann. Námið var meðal annars fólgið í því að við nemendurnir vorum allt í senn - í einkatímum hjá einstökum kertn- urum, síðan sóttum viö kammer- músíktíma og í þriðja lagi fengum við að æfa með hljómsveitinni og stundum að spha með henni. Það var feiknarlega skemmtilegt og lær- dómsríkt að leika með hljómsveit- inni undir stjórn manna eins og Karajans, Böhme og Bernsteins th dæmis. Það var ekki síður mikh reynsla að sitja og fylgjast með æf- ingum þessarar stórgóðu hljómsveit- ar þegar þessir snilhngar voru að æfa með henni eitthvert verkið. Ég lærði mjög mikið á þessum tíma. Eftir þriggja ára námsdvöl í Berlín sótti ég um stöðu óbóleikara í tveim- ur hljómsveitum og önnur þeirra var sinfóníuhljómsveitin hér í Koblenz, sem heitir reyndar „Staatsorchester Rheinische Philharmonie", Aðsetur hennar er hér en hún þjónar öhu sambandslandinu Rheinland-Pfalz og því erum við mikið á ferðalögum innan umdæmisins - þrisvar th fjór- um sinnum í mánuði. Tvisvar á ári förum við í hljómleikaferðalög til útlanda. Við höfum til dæmis leikið á ítahu, í Frakklandi, Sviss, Austur- ríki og á Spáni. Við erum núna ný- komin frá Mhanó. Hljómsveitin er nú skipuð 84 hljóð- færaleikurum en hún hefur verið að stækka á síðustu árum. Hér hef ég verið sem fyrsti óbóleikari síðan ég var ráðin og líkar það mjög vel.“ Akkilesarhæll óbóleikarans - Hvers vegna valdir þú óbóið? „Þegar ég var í Tónmenntaskólan- um sem krakki, hjá Stefáni Edel- stein, spurði hann mig eitt sinn hvort ég vildi ekki spreyta mig á óbóinu sem hann hafði nýlega fest kaup á handa skólanum. Ég hélt nú það, þótt það væri kannski á mörkunum að ég vissi hvaða hljóðfæri þetta væri. Ég hafði lært á blokkflautu og mér fannst þetta eðhlegt framhald eins og hvað annað. Faðir minn lék á klarinett í Sinfóníunni en það var ekkert endhega markmið mitt að verða alveg eins og hann. Einu skiptin, sem ég iðrast þess að hafa valið mér óbóið, er þegar ég uppgötva morguninn fyrir tónleika að ég á ekkert blað í munnstykkið!“ - Ogþáerkomiðaðþessumsérstaka kafla í starfi óbóleikarans sem hreint ekki allir þekkja en nefnist munn- stykkjagerð. Hann verður nefnilega að búa til munnstykki í hljóöfærið sitt sjálfur. Hann getur ekki skroppið út í hljóðfæraverslun og beðið um eitt munnstykki, takk! Það er ein- faldlega ekki th. „Það tekur svona 4-5 daga aö fuh- gera hvert stykki. Við þurfum að sítja klukkustundum saman við að fondra úr þessu tré eftir kúnstarinn- ar reglum. Blaðið er búið th úr bam- bus sem vex í Suður-Frakklandi. Það þarf aö skera viöinn til og hefla hann á ýmsan hátt - allt eftir því að hvern- ig tón maður er að leita og hvað hæfir hveijum og einum best. Hefla þarf innan úr bambussívalningnum og eftir því sem meira af viðnum er á blaðinu því breiðari verður tónn- inn og öfugt." Stressandi aö vera sólóisti Sigríður hefur lagt eitt herbergi íbúðarinnar undir „trésmíðaverk- stæðið" og veitir líklega ekki af. Hún segir að blaðagerðin sé ahs ekki leið- inleg svo fremi sem hún hafi ávaht nægilega mörg blöð á lager. „Ég nýt þess jafnvel að búa blöðin th þegar ég get unnið að því í ró og næði.“ Hún var spurð að því hvernig vinnustaður sinfóníuhljómsveit væri og hvaða hlutverki hún gegndi sem fyrsti óbóleikari: „Hljómsveitin hér er mjög skemmthegur vinnustaður. Bæði eru verkefnin skemmtheg og síðan eru vinnufélagarnir mjög góðir. Við leik- um fjölbreytta tónlist, enda er hljóm- sveitinni bæði ætlað að halda sjálf- stæða tónleika og að spila í leik- húsinu og óperunni en þessar stofn- anir eru allar undir sama hatti og eru reknar af Koblenz-borg. Þetta þykir jnér ákaflega skemmtilegt og gefandi. Við leikum líka mikið nú- tímatónlist og hún getur verið kær- komin tilbreyting. Sigríður sagði að nýlega hefði verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri th hljómsveitarinnar en sá sem fyrir hefði verið hefði verið búinn að vera í rúman áratug. „í svona starfi er ekki gott að vera mjög lengi. Okkur hkaði ágætlega við þann gamla en nú berast nýir straumar með nýja manninum, auk þess sem hann er mjög kröfuharður, og það er gott fyr- ir hljómsveitina." Hún hefur leikið undir stjórn margra góðra manna þann tíma sem hún hefur verið í Þýskalandi. Hún var spurð um hlutverk og mikilvægi stjórnandans: „Mörgum þeir sem þekkja ekki til þessara mála finnst ekki mikið til hlutverks stjórnandans koma; hann standi bara upp á endann og hreyfi hendurnar eitthvað út í loftið. En staðreyndin er auövitað sú að stjómandinn sveiflar tónsprotanum ekki bara á tónleikunum því hann er búinn að koma verkinu heim og saman með allri hljómsveitinni á æfingum og er í raun ábyrgur fyrir flutningnum og þarf að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis. Karajan var th dæmis frægur fyrir það hvað hann hreyfði hendurnar luralega á kon- •sertum. Það var ekki að sjá að hann væri að stjórna stórri hljómsveit og leiða hana í gegnum þungt og mikið verk. Á æfingum var hann hins veg- ar algjört vinnudýr og þar komst enginn upp með múður. Hann var ekki ánægður fyrr en allt hafði geng- iö upp, hvert smáatriði. Stjórnandinn er aö sjálfsögðu lykh- maðurinn í öhu saman. Og honum verða hljóðfæraleikararnir að hlýða í einu og öllu. Það krefst mikils sjálfs- aga að kyngja ýmsu því sem stjórn- andinn segir. Hann skipar manni kannski að spila eitthvert verk eins og hann vhl hafa það, þó svo viðkom- andi hljóðfæraleikari sé á aht ann- arri skoðun. En hann verður að gera eins og stjórnandinn býður.“ Aðrækta óbótré í ellinni Næst barst talið aö því hvernig það væri að búa í Þýskalandi og hvernig landið væri samanhorið við fóstur- jörðina: „Ég hef komist prýðhega af hér í Þýskalandi,“ sagði Sigríður, „og hér finnst mér gott aö vera. Ég hef búið erlendis hálfa ævina og hef ekki á prjónunum að flytjast heim th ís- lands í bráð. Hér get ég lifað ágætu lífi af mínum fostu launum og þarf ekki að leggja á mig þrotlausa auka- vinnu eins og félagar mínir heima. Jú, mér finnst reyndar gott að hafa að jafnaði einn til tvo nemendur í einkatímum en það er ekki vegna kaupsins sem ég fæ fyrir það. Kennslan heldur manni ferskum og ungum og maður verður þá aö hugsa gaumgæfilega aha hluti sem óbó- leiknum tengjast og skýra þá út; það er mjög hollt að minum dómi. Félag- ar mínir heima á íslandi ná ekki endum saman með því að spilp ein- ungis með Sinfóníunni. Þeir verða líka að kenna skara af nemendum, spila í leikhúsinu og þar fram eftir götunum. Þeir hafa mjög lítinn tíma fyrir einkalífið því brauðstritið tekur allan þeirra tíma. Hér er ég komin heim til mín um hádegishil og hef þá góðan tíma th að hugsa um heimil- ið og vera með syni mínum. Satt að segja lifi ég rólegu lífi. Þeg- ar tónlistinni sleppir, það er að segja æfingum og tónleikum, þá er ég með Vilhjálmi litla. Við höfum átt góðar stundir saman og ég vh hafa þetta svona áfram. Ég er ósköp róleg þegar ég er komin heim th mín og sæki lít- ið til dæmis samkvæmislífið. Ég þarf ekkert á því að halda. Ég á marga ágæta kunningja innan hljómsveit- arinnar og auðvitað umgengst ég þá töluvert." - Ertu kannski sest endanlega að í Þýskalandi? „Hér á ég mitt heimili og stunda atvinnu mína. Þess vegna má segja að ég sé sest hérna að. Ég sé ekki fram á að færa mig úr stað á næst- unni. Það gerir líka sitt aö ég bý í litlu þorpi og hér í kring er yndislegt umhverfi. Skógurinn er rétt við bæj- ardyrnar og ég nýt þess að fá mér göngutúr úti í náttúrunni. Svo er ég ekki nema fimmtán mínútur að aka í vinnuna. Æth ég verði ekki hérna þangað til ég kemst á eftirlaun. Þá vona ég að ég verði orðin svo vel efn- um búin að geta keypt mér snoturt býli í Suður-Frakklandi þar sem ég get í ellinni dundað mér við að rækta óbótré." Sigríður skellihló að þessari tilhugsun um að setjast hinum megin við borðið og geta farið að selja öör- um hljómsveitarmönnum óbótré. - Ferðu til íslands í fríum til að líta á vini og kunningja? „ Já, við Vilhjálmur dveljum í íjórar vikur heima á íslandi á hverju sumri og það er ávallt skemmtilegur tími. Þetta gerir mér kleift að halda sam- bandi við fjölskyldu mína og þá sem ég þekki. Móðir mín er dugleg við að heimsækja mig hingað út. Hún kemur ávallt tvisvar til þrisvar á ári en faðir minn lést fyrir rúmum tíu árum. Hún dvelur gjarnan hjá okkur Vhla yfir jólin og þá kemur hún með hangikjöt í farteskinu. Þessum tengslum við ísland og fólkið mitt þar ætla ég að sjálfsögðu að halda til streitu - þau eru vissulega ríkur þátt- ur í lífi mínu.“ - Færðu aldrei heimþrá? „Nei, ég get varla sagt það. Sú til- finning sækir á mig, ef eitthvað geng- ur illa, að þá væri gott að hafa ein- hvern að heiman til þess að tala við. En hún hverfur fljótt aftur. Svo er vandalaust að taka upp tóhð og hringja heim, ef eitthvaö er. Það var öðruvísi þegar ég var úti í London, þá varð maður að panta símtahð eft- ir kúnstarinnar reglum og bíöa svo og svo lengi eftir að fá samband. En þetta er sem betur fer breytt eins og svo margt annað.“ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.