Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Veiðihomið
DV
Ármenn:
Fullt út úr dyrum
á vorfagnaðinum
„Vorfagnaðurinn tókst feiknalega
vel og veiðimenn fjölmenntu á hann,
enda stutt í að veiðiskapurinn hefjist
fyrir alvöru," sagði Daði Harðarson,
formaður Ármanna, í samtaii við
blaðamann DV í vikunni en um síð-
ustu helgi héldu Armenn sinn fagn-
að. Þeir hafa alltaf sagt að sumarið
hefjist þegar veiðimenn kasta fyrst í
Elliðavatn og Hlíðarvatn.
„Kökurnar runnu lúflega niður og
margar veiðisögur voru sagðar. Það
var fullt út úr dyrum hjá okkur og á
síðustu kynningum Ármanna hefur
verið mjög góð mæting. í vikunni var
kynning á Elliðavatni og hún tókst
vel, enda margir spenntir að byrja
þar veiði. Ég fer í Grenlækinn 7. maí
og það verður eflaust skemmtilegur
veiðitúr," sagði Daði formaður í lok-
in.
-G.Bender
Ungu veiðimenn-
imir mættir á sinn
stað á bryggjunum
„Hún er misjöfn veiðin hjá okkur, færinu sínu fyrir þann gráa. Einn af
suma daga veiðist vel en minna vorboðunum eru ungu veiðimenn-
hina,“ sögðu ungu veiðimennimir á imir niðri á flestum bryggjum lands-
bryggjunni og héldu áfram að renna ins að renna fyrir fiski.
,,Konan er feikna-
lega fiskin"
- segir Ámi Tryggvason leikari
„Þaö var töluvert af fiski víða um
lækinn og gaman að renna agni fyrir
sjóbirtinginn," sagði Árni Tryggva-
son leikari en hann er einn af mörg-
um sem hefur rennt í Varmá það sem
af er veiðitímanum.
„Þó ég veiði fiska veiðir konan
mikið stærri fiska, konan er svo
feiknalega fiskin. Eg veiddi punds
fisk í Varmá en þá veiddi konan
þriggja punda fisk. Við matreiddum
fiskinn þegar heim var komið og
hann var góður. Svo er það Hrísey í
júni og þar getur veiðin oft verið góð
á trillunni," sagði Ámi ennfremur.
G.Bender
Bryggjuveiði hefur verið stunduð hérlendis frá því elstu menn muna. Þessi
ungi veiðimaður vissi hvaða beita var best fyrir fiskinn.
DV-mynd G.Bender
Árni Tryggvason leikari er einn af þeim sem þykir gaman að renna fyrir
fisk, hvort sem það er í veiðivatni eða á eða úti við Hrísey á sumrin.
Skúringarnar
Þegar Jónas frá Hríflu var
dómsmálaráðherra fór hann eitt
sinn i eftirlitsferð að vinnuhæl-
inu á Eyrarbakka. Er hann hafði
gengið góða stund um á meðal
fanganna, vatt sér að honum nýr-
áðinn fangavörður og sagöi;
„Ætli sé ekki best að þú skúrir
eldhúsið í dag, væni minn.“
Lélegurjeppi
Þingmaður, sem einnig var
bóndi, átti lélegan jeppa á heima-
slóðum. Einhverju sinni fór hann
með jeppann, sem ekki var mjög
glæsilegur á að líta, í bifreiða-
skoöun. Er bifreiðaeftirlitsmað-
urinn hafði talið upp aRt það sem
var að jeppanum, sagði þingmað-
urinn:
„En er ekki annars allt í lagi
með sætaákiæðin?"
111 og köld
Maöur nokkur, sem setið hafði
á hrútleiöinlegum framboðs-
fundi, varpaði fram þessari vísu
áður en honum lauk:
111 og köld er ævi min,
eins og fyrr á köflum.
Skyldi enginn eiga vín
af öllum þessum djöflum.
Frambjóðandi eins „fjórflokks-
ins“ var fyrir skömmu staddur á
Kleppi, þeirra erinda að veiða
atkvæði starfsfólks. Er hann var
á rölti um spítalann, varð honum
skyndilega mál að pissa. Gekk
hann þvi að næsta starfsmanni
og spurði hvar klósettið væri að
fmna. Starfsmaðurinn staröi
góöa stund á manninn, en sagöi
síðan:
„Ert þú nýr hérna?“
Finnur þú fimm breytíngai? 101
©PIB
COPfNHACtN
STUDI03 STUD03
© PIB
COPfNHACtN
QQtSfz,
4%5
5
Hinn eftirlýsti er mikill vexti, er með gleraugu, í Ijósum jakka meö der- Nafn:..
húfu á höfði... ég endurtek...
Heimilisfang:.
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegár betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Sharp útvarpstæki með seg-
ulbandi að verömæti kr. 8.500.
2. Sharp útvarpstæki með seg-
ulbandi að verðmæti kr. 8.500.
Vinningarnir koma frá versl-
uninni Hljómbæ, Hverfisgötu
103, Reykjavík.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar?
101
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir nítug-
ustu og níundu getraun
reyndust vera:
1. Kolbrún Hauksdóttir,
Frostafold 1,
112 Reykjavík.
2. Steinunn Sigurðardóttir,
Brekkugötu 4,
730 Reyðarfirði.
Vinningarnir verða sendir
heim.