Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. Veiðihomið DV Ármenn: Fullt út úr dyrum á vorfagnaðinum „Vorfagnaðurinn tókst feiknalega vel og veiðimenn fjölmenntu á hann, enda stutt í að veiðiskapurinn hefjist fyrir alvöru," sagði Daði Harðarson, formaður Ármanna, í samtaii við blaðamann DV í vikunni en um síð- ustu helgi héldu Armenn sinn fagn- að. Þeir hafa alltaf sagt að sumarið hefjist þegar veiðimenn kasta fyrst í Elliðavatn og Hlíðarvatn. „Kökurnar runnu lúflega niður og margar veiðisögur voru sagðar. Það var fullt út úr dyrum hjá okkur og á síðustu kynningum Ármanna hefur verið mjög góð mæting. í vikunni var kynning á Elliðavatni og hún tókst vel, enda margir spenntir að byrja þar veiði. Ég fer í Grenlækinn 7. maí og það verður eflaust skemmtilegur veiðitúr," sagði Daði formaður í lok- in. -G.Bender Ungu veiðimenn- imir mættir á sinn stað á bryggjunum „Hún er misjöfn veiðin hjá okkur, færinu sínu fyrir þann gráa. Einn af suma daga veiðist vel en minna vorboðunum eru ungu veiðimenn- hina,“ sögðu ungu veiðimennimir á imir niðri á flestum bryggjum lands- bryggjunni og héldu áfram að renna ins að renna fyrir fiski. ,,Konan er feikna- lega fiskin" - segir Ámi Tryggvason leikari „Þaö var töluvert af fiski víða um lækinn og gaman að renna agni fyrir sjóbirtinginn," sagði Árni Tryggva- son leikari en hann er einn af mörg- um sem hefur rennt í Varmá það sem af er veiðitímanum. „Þó ég veiði fiska veiðir konan mikið stærri fiska, konan er svo feiknalega fiskin. Eg veiddi punds fisk í Varmá en þá veiddi konan þriggja punda fisk. Við matreiddum fiskinn þegar heim var komið og hann var góður. Svo er það Hrísey í júni og þar getur veiðin oft verið góð á trillunni," sagði Ámi ennfremur. G.Bender Bryggjuveiði hefur verið stunduð hérlendis frá því elstu menn muna. Þessi ungi veiðimaður vissi hvaða beita var best fyrir fiskinn. DV-mynd G.Bender Árni Tryggvason leikari er einn af þeim sem þykir gaman að renna fyrir fisk, hvort sem það er í veiðivatni eða á eða úti við Hrísey á sumrin. Skúringarnar Þegar Jónas frá Hríflu var dómsmálaráðherra fór hann eitt sinn i eftirlitsferð að vinnuhæl- inu á Eyrarbakka. Er hann hafði gengið góða stund um á meðal fanganna, vatt sér að honum nýr- áðinn fangavörður og sagöi; „Ætli sé ekki best að þú skúrir eldhúsið í dag, væni minn.“ Lélegurjeppi Þingmaður, sem einnig var bóndi, átti lélegan jeppa á heima- slóðum. Einhverju sinni fór hann með jeppann, sem ekki var mjög glæsilegur á að líta, í bifreiða- skoöun. Er bifreiðaeftirlitsmað- urinn hafði talið upp aRt það sem var að jeppanum, sagði þingmað- urinn: „En er ekki annars allt í lagi með sætaákiæðin?" 111 og köld Maöur nokkur, sem setið hafði á hrútleiöinlegum framboðs- fundi, varpaði fram þessari vísu áður en honum lauk: 111 og köld er ævi min, eins og fyrr á köflum. Skyldi enginn eiga vín af öllum þessum djöflum. Frambjóðandi eins „fjórflokks- ins“ var fyrir skömmu staddur á Kleppi, þeirra erinda að veiða atkvæði starfsfólks. Er hann var á rölti um spítalann, varð honum skyndilega mál að pissa. Gekk hann þvi að næsta starfsmanni og spurði hvar klósettið væri að fmna. Starfsmaðurinn staröi góöa stund á manninn, en sagöi síðan: „Ert þú nýr hérna?“ Finnur þú fimm breytíngai? 101 ©PIB COPfNHACtN STUDI03 STUD03 © PIB COPfNHACtN QQtSfz, 4%5 5 Hinn eftirlýsti er mikill vexti, er með gleraugu, í Ijósum jakka meö der- Nafn:.. húfu á höfði... ég endurtek... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegár betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verömæti kr. 8.500. 2. Sharp útvarpstæki með seg- ulbandi að verðmæti kr. 8.500. Vinningarnir koma frá versl- uninni Hljómbæ, Hverfisgötu 103, Reykjavík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 101 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir nítug- ustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Kolbrún Hauksdóttir, Frostafold 1, 112 Reykjavík. 2. Steinunn Sigurðardóttir, Brekkugötu 4, 730 Reyðarfirði. Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.