Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 20'ADRÍL .1991. I 2ÍS Helgarpopp James Brown er laus úr fangelsi: Ferill guðföðurins vænt- anlegur á fjórum diskum Guöfaðir soultónlistarinnar, Jam- es Brown, er frjáls maður aö nýju. í febrúarlok var honum sleppt úr fangelsi til reynslu. Þá hafði Brown afplánað tvö ár af þeim sex sem hann var dæmdur til að dúsa bak við lás og slá. James Brown verður á skilorði til ársins 1993. Á þeim tima verður hann að gangast undir meðferð vegna eiturlyfjafíknar, mæta fyrir- varalaust í lyfjapróf sé þess óskað og jafnframt að fræða ungt fólk um skaðsemi eiturlyíja og mikilvægi þess að afla sér menntunar. Brown hefur þegar aflað sér talsverðrar reynslu í slíkri fræðslu því að hann hefur síðan síöasta vor starfað með afvegaleiddum unglingum. Umsjón Ásgeir Tómasson Soulkóngurinn fær ekki að ferðast til annarra landa á reynslutíman- um án þess að fá til þess leyfi frá yfirvöldum. Einnig þarf hann leyfí til að koma fram á hijómleikum. Ólíklegt er talið aö nokkur setji sig upp á móti hljómleikahaldi Browns. Þegar er reyndar byrjaö að bóka hann. Áhugasamir James Brown aðdáendur ættu til dæmis að vera nærri Madison Square Garden í New York 29. júní eða reyna að ná í miða á RFK leikvang- inn í Washingtonborg þann 13. júh. 35 ár James Brown samdi nokkuð af tónlist meðan hann sat bak við lás og slá. Hann sagðist vonast til að snara af nýrri plötu fljótlega er hann var látinn laus á dögunum. „Viö höfum bollalagt margt,“ sagði hann. „Fangavistin. hefur opnaö augu James Browns fyrir því sem hann á að gera.“ Og meiri útgáfa er fyrirhuguð: Fjögurra geisladiska sett sem á að ná yfir 35 ára tónlistarferil soul- kóngsins. Safnið á að koma út þann KJOSUM EKKI , YFIROKKUR LIFLAUSA fes SPYTUKARLA fyrir fólk Laus úr prisundinni. James Brown kemur út frá skilorðseftirlitinu. 7. maí og hefur hlotið nafnið Star Time. Alls verða 72 lög á diskunum fíór- um. Meðal þeirra eru allnokkur sem aldrei hafa verið gefin út. Sex- tíu og fíögurra blaðsíðna bók fylgir meö diskunum. í henni verða þrjár ritgerðir um feril Browns og að- faraorð hans sjálfs. Það eru Harry Weigner og Bill Levenson sem standa að útgáfu safnsins meö James Brown. Sá síð- amefndi er reyndar orðinn all- reyndur í slíkri útgáfu því að hann sá um Crossroadssafnið með Eric Clapton og Dreams með Allman Brothers Band. Allnokkúr ár eru liðin síðan Weigner og Levenson hófu að leggja á ráðin með útgáfu Star Time með James Brown. Þeir ákváðu snemma að stefna á 1991 sem útg- áfuár þar eð nú eru 35 ár liðin síð- an fyrsti smellur Browns, Please, Please, Please, kom út. Vitlaus hraöi í hálft annað ár grúskuðu Weign- er og Levenson í gömlum upptök- um með James Brown. Þeir fundu einnig nokkrar sem höföu glatast því að þær voru vitlaust merktar, alls ómerktar eða höfðu lent í geymslu á röngum stöðum. TO aö mynda fannst sérlega áheyrileg upptaka frá hljómleikum soul- kóngsins í París árið 1971. Sumar upprunalegu hljóðritan- imar af helstu smellum Browns var nær ómögulegt aö finna. Harry Weigner og Bill Levenson urðu því að leita til annarra landa í von um að finna réttu upptökumar. It’s a Man’s Man’s Man’s World fannst til að mynda í Bretlandi. Og fleira merkilegt kom í ljós. Þegar upprunalega upptakan að Papa’s Got a Brand New Bag fannst, kom í ljós að lagið var að- eins hægara en það hefur alla jafna hljómað. Upptakan var sum sé spil- uð of hratt þegar lagiö var upphaf- lega skorið á móðurdiskinn! Áðdá- endur James Browns mega því eiga von á ýmsu óvæntu þann 7.. maí er Star Time safnið kemur út. J ackson- systkinin hala inn milljónir „Ef einhver á möguleika á að verða mesta metsölupoppstjarna allra tíma er það Michael Jack- son.“ Þetta er haft eftir Tommy Mottola forstjóra Sony Music sem samdi nú nýveriö viö Jackson til langs tíma um hljómplötur og kvik- myndir. Samningurinn er senni- lega sá stærsti sem skemmtikraftur hefur nokkru sinni gert við útgef- anda sinn. Hann hljóðar upp á milljarð dollara. Einn milljarður dollara er há upphæð. En hún er náttúrlega af- staeð eins og allt annaö. Tommy Mottola hefur sennilega haft það í huga er hann ritaði undir samning- inn við Michael Jackson að aðeins plötumar Thriller og Bad seldust fyrir sjö hundruð milljónir dollara í smásölu. Janetsemurlíka Um svipað leyti og fréttir bárust af milljarðs dollara samningi Mic- haels Jackson við Sony var sú næst þekktasta í Jackson-fíölskyl- dunni, Jcmet Jackson, einnig að ganga frá sínum málum. Hún ák- vað að kveðja A&M útgáfuna eftir að hafa sent frá sér fíórar stórar plötur undir merkjum þess fyrir- tækis og taka tilboði frá Virgin. Að því er heimildir herma á Jan- et að skila af sér fíórum plötum hjá Virgin og fær fyrir það 32 milljónir dollara. Hún fór fram á þijátíu til fíörutíu milljónir og hefur því náð sínu fram. Richard Branson stofnandi og aðaleigandi Virgin þurfti að heyja harða baráttu við aðra útgefendur um Janet Jackson. Hann hafði þetta að segja um slaginn: „Rembrandtsverk standa sjaldan til boða. Þegar það gerist eru marg- ir staöráðnir í aö eignast þau. Eg var ákveðinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.