Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Page 30
42 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Afmæli Vilhjálmur Sigtryggsson Vilhjálmur Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, til heimilis að Lamba- stekk 3, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Votumýri á Skeið- um. Hann lauk barna- og unglinga- námi að Brautarholti á Skeiðum, gagnfræðaprófl við Austurbæjar- skólann 1949, stundaði nám við skóla Skógræktar ríkisins 1950-53 og lauk þaöan prófum sem skóg- ræktarfræðingur, stundaði verk- nám og fræsöfnun í Alaska 1953 og stundaði nám í skógrækt í Dan- mörku 1961 og 1962. Vilhjálmur hefur starfað hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur frá 1950 en hann hefur verið fram- kvæmdastjóri félagsins frá 1969. Vilhjálmur er félagi í Kiwanis- klúbbnum Heklu og var forseti hans 1985-86. Hann hefur verið stunda- kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins um árabil. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist31.3.1956 Herdísi Guðmundsdóttur, f. 14.9. 1934, skrifstofustjóra, en hún er dóttir Guðmundar Njálssonar, b. á Böðmóðsstöðum í Laugardal, og Karólínu Árnadóttur húsfrúar. Börn Vilhjálms og Herdísar eru Bergljót Vilhjálmsdóttir, f. 13.5. 1958, kennari, gift Haráldi Haralds- syni, skólastjóra Ásgarðsskóla í Kjós og eiga þau tvö börn, Vilhjálm Karl Haraldsson, f. 2.4.1982, og Her- dísi Sólborgu Haraldsdóttur, f. 27.3. 1986; Vilhjálmur Vilhjálmsson, f. 27.11.1965, viðskiptafræðinemi við HÍ; Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, f. 18.7.1973, nemi. Vilhjálmur á tvær systur. Þær eru Halla Sigtryggsdóttir, f. 7.7.1933, gift Baldri Bjarnasyni flugvélstjóra, og Þórdís Sigtryggsdóttir, f. 22.2. 1937, gift Herði Halldórssyni við- skiptafræðingi. Foreldrar Vilhjálms: Sigtryggur Eiríksson, f. 16.11.1904,18.7.1985, lögregluþjónn og síðar starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, og Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir, f. 16.6.1905, húsmóðir. Ætt Sigtryggur var sonur Eiríks, b. á Votumýri í Skeiðahreppi, Magnús- sonar, b. á Votumýri, Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, ömmu Sigur- geirs Sigurðssonar biskups, fóður Péturs biskups. Móðir Eiríks var Guðrún, systir Eiríks, manns Guð- laugar Sigurðardóttur. Guðrún var dóttir Eiríks, dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Eiríkssonar, dbrm. á Reykjum, Vigfússonar, ættfóður Reykjaættarinnar. Móðir Guðrúnar var Sigríður, systir Þórunnar, langömmu Þorsteins Ö. Stephensen, fyrrv. leiklistarstjóra ríkisútvarps- ins og Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB. Sig- ríður var dóttir Sturlaugs, b. á Brjánsstöðum, Gunnarssonar, og konu hans, Þorbjargar, systur Knúts, langafaTómasar Guð- mundssonar skálds, Hannesar þjóð- skjalavarðar, Þorsteins hagstofu- stjóra, Þorsteinssona, og Jóhönnu, móður Óskars Gíslasonar ljós- myndara, og ömmu Ævars Kvarans og Gísla Alfreðssonar þjóðleikhús- stjóra. Þorbjörg var dóttir Björns, b. í Vorsabæ á Skeiðum, Högnason- ar, lögréttumanns á Laugarvatni, Björnssonar, bróður Sigríðar, móð- ur Finns Jónssonar, biskups í Skál- holti, fóður Hannesar, biskups í Skálholti, ættfóður Finsensættar- innar. Hallbera var hálfsystir Marie, ömmu Ludvigs Hjálmtýsson- ar ferðamálastjóra og langömmu Sigrúnar Hjálmtýsdóttur óperu- söngkonu. Hallbera var dóttir Vil- helms Bernhöft, bakara í Reykjavík, Daníelssonar Bernhöfts, bakara í Bemhöftsbakaríi og ættföður Bern- höftsættarinnar íslensku. Vilhjálmur Sigtryggsson. Vilhelmína Þórdís er dóttir Vil- hjálms Vigfússonar, sjómanns í Reykjavík, frá Hamraendakoti í Torfulækjarhreppi í Húnvatns- sýslu, og konu hans Þórdísar Þor- steinsdóttur, b. á Reykjum á Skeið- um Þorsteinssonar. Móðir Þórdísar var Ingigerður, húsfreyja á Reykj- um, systir Guðrúnar á Votumýri, dætur Eiríks, dbrm. og hreppstjóra á Reykjum, Eiríkssonar, ættíöður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Hendrik Rasmus Hendrik Rasmus píanóleikari, Heið- arvegi 62A, Kópavogi, er áttræður í dag. Starfsferill Hendrik fæddist við Grettisgötuna í Reykjavík. Hann fór fimm ára í Landakotsskóla og lauk þaðan sínu barnaskólanám, lauk stúdentsprófi frá MR og stundaði verkfræðinám í Leipzig í Þýskalandi 1930-32. Þá stundaði hann píanónám á ungl- ingsáranum hjá frú Önnu Pjeturs. A námsárunum hér heima stund- aði Hendrik öll almenn verka- mannastörf, vann m.a. mikiö á stakkstæðum. Eftir heimkomuna frá Þýskalandi starfaði hann fyrst hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðan á rafmagnsverkstæði Eiríks Ormssonar. Þá starfaöi hann um skeið fyrir Jón Ófeigsson sem fengið hafði styrk til að gefa út þýsk- íslenskaorðabók. Hendrik stofnaði árið 1935 hljóm- sveitina Blue Boys sem lék m.a. í Iðnó, Ingólfscafé og á Röðli við Laugaveg, en á sumrin spilaði hann á Hótel Akureyri og á Hótel Hvann- eyri á Sigluflrði. Þá lék Hendrik á Hótel Borg með hljómsveit Þóris Jónssonar og spilaði balletttónlist fyrir Sif Þórs og Sigríði Ármann. Hendrik fór til sjós á stríðsárun- um og sigldi þá í skipalestum með skipum Eimskipafélagsins margar ferðir til Ameríku þegar kafbáta- hernaður Þjóðverja stóð sem hæst í Norður-Atlantshafi, Þá stundaði hann húsamálun á árunum 1946-52 en hóf síðan störf á Keflavíkurflug- velli þar sem hann starfaði næstu tuttugu árin er hann hætti störfum vegna heilsubrests. Fjölskylda Hendrik kvæntist Hrefnu Þórar- insdóttur, f. 27.7.1924, húsfrú, en hún er dóttir Þórarins Árnasonar, b. í Miöhúsum í Reykhólasveit, áður bústjóra á Hólum í Hjaltadal, og Steinunnar Hjálmarsdóttur. Börn Hendriks og Hrefnu eru Hugo Rasmus, f. 26.12.1952, kennari og á hann þrjár dætur; Tómas Ras- mus, f. 4.11.1954, tölvufræðingur; Steinunn Rasmus, f. 13.7.1956, skólastjóri og á hún tvær dætur og Hendrik Rasmus. einn son. Dóttir Hendriks af fyrra hjóna- bandi er Margrét lögfræðingur og á húntværdætur. Uppeldissystir Hendriks er Hjör- dís Jónsdóttir, var gift Hallgeir El- íassyni sem er látinn og eru börn þeirra fjögur. Kjörforeldrar Hendriks voru Jo- hann Christian Rasmus, f. 1881, d. 1934, verksmiöjustjóri, og móður- systir Hendriks, Margrét Rasmus, f. 1877, d. 1958 Foreldrar Hendriks voru Sigurður Þorsteinsson og Ólafía Bjarnadóttir, óðalsb. að Reykhólum og ættfóður Reykhólaættarinnar, Þórðarsonar. Gunnar Sigurðsson Gunnar Sigurðsson, húsasmíða- meistari og kaupmaður, Fjaröar- götu 56, Þingeyri, er sextugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Innri-Lambadal í Dýrafirði og ólst þar upp til sjö ára aldurs en í Neðsta-Hvammi í Dýra- fiý ði eftir það. Hann var tæplega tíu ára er faðir hans fórst sem var vél- stjóri á Pétursey er henni var sökkt. Þá fórst elsti bróðir Gunnars, Sig- urður Pétur, sem var kyndari á Fjölni er hann fórst 1945. Gunnar byijaöi ungur að fást við smíðar. Hann lauk iðnskólanámi og sveinsprófi í húsasmíði á Patreks- firði 1964 og varð húsasmíðameist- ari 1967. Gunnar hefur stjórnað og rekið Trésmiðju Gunnars Sigurðs- sonar hf. á Þingeyri þar til hann stofnaði eigin verslun sem þau hjón- in reka nú af fullum krafti. Fjölskylda Gunnar kvæntist 25.12.1954 Jó- hönnu Jónsdóttur, f. 22.4.1936, hús- móður og kaupkonu en hún er dótt- ir Jóns Bjarna Ólafssonar og Guð- rúnar Guðjónsdóttur, búenda á Fífustöðum í Arnarfirði. Börn Gunnars og Jóhönnu eru Hrafn Ingvar Gunnarsson, f. 2.10. 1950, sagnfræðingur og fjölmiðla- fræðingur í Gautaborg og á hann tvö börn, Gunnar Pál og Olöfu en móðir þeirra er Ólöf Rafnsdóttir; Einar Albert Gunnarsson, f. 23.1.1967, sjó- maður í foreldrahúsum. Systkini Gunnars: Sigurlaug, bú- sett í Hafnarfirði, gift Gísla Guð- mundssyni; Lilja, búsett í Hafnar- firði, ekkja eftir Jóhann Nikulásson; Sigurður Pétur, fórst tuttugu og átta ára; Jón Þorsteinn, sjómaður á Þingeyri, kvæntur Halldóru Vagns- dóttur; Einar Garðar, b. í Neðsta- Hvammi, d. 19.4.1990; Jóhann, b. í Neðsta-Hvammi; Amfríður, búsett á Þingeyri, ekkja eftir Jakob Líndal; Guðmundur, búsettur á Patreks- firði, kvæntur Hrönn Magnúsdótt- (,1, -------------------------------------------■■■ ........ Gunnar Sigurðsson. ur. - Foreldrar Gunnars voru Sigurður Jónsson, f. 10.7.1888, d. i mars 1941, b. og vélstjóri í Lambadal og síðan í Neðsta-Hvammi, og Margrét Am- finnsdóttir, f. 21.6.1895, d. 14.1.1969, b.oghúsmóðir. HUGSUM FRAM Á VEGINN A Unnur Einarsdóttir Unnur Einarsdóttir, bústýra að Neðri-Mýrum í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, er áttræð í dag. Starfsferill Unnur fæddist að Neðri-Mýrum og ólst þar upp í foreldrahúsum en að Neðri-Mýrum hefur hún búið alla tíð að undanskildum tveimur vetr- um í Reykjavík og einum vetri á Blönduósi. Hún kynntistþví snemma öllum almennum sveita- störfum og byrjaði auk þess að syngja með föður sínum er hún var innan við fermingu en hann spilaði íkirkjumífjöldaára. Fjölskylda Systkini Unnar: Guðmundur M. Einarsson, f. 24.6.1907, d. 14.9.1976, bóndi að Neðri-Mýrum; Guðrún Einarsdóttir, f. 28.2.1909, d. 28.12. 1986, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Hallgrímur M. Einarsson, f. 8.7. 1920, bóndi að Neðri-Mýrum. Foreldrar Unnar voru Einar Guð- Unnur Einarsdóttir. mundsson, f. 12.2.1844, d. 16.1.1934, bóndi að Neðri-Mýrum, og Guðrún Margrét Hallgrímsdóttir, f. 15.10. 1886, d. 14.9.1956. Einar var sonur Guðmundar Þorkelssonar, b. í Miðgili. Guðrún var dóttir Hall- gríms Helgasonar frá Stóra-Sand- felli í Skriðdal og Guðrúnar Bjargar Oddsdóttur, b. á Hreiðarsstöðum í Fellum. yUWEROAR Til X11 XXctXU dagin ingju in 6. maí hvprhnlti 10, Keflavík 85 ára Ásgeir KristinnÁsgeirsson, Esjubraut 14, Akranesi. Sigríður B. Þórðardóttir, ■ Hrinebraut76 Revkiavik Skarðshhð40c, Akureyri. Þórhalla Sveinsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík. Fífuhvammi 15, Kópavogi. 80 ára 50 ára Þórdís G. Ottesen, Skipasundi 85, Reykjavík. Katrín Einarsdóttir, Hraunbæ 116, Reykjvík. ^ ^ 0 Asdís (ifuðinundsdottir i 75 ára Vatnsstígll.Reykjavík. Finna Kristjánsdóttir, Litluströnd, Mývatnssveit. 40 ára ÓlöfBaldvinsdóttir, Ásabyggö 18, Akureyri. Jadwiga Muller, Merkisteini l, Eyrarbakka. mpg* r Jónína Þórunn Kafnar, 70 ara VesturgötuTO.Akranesi. Ingibjörg María Pálsdóttir, Tómas Hólm Vilhjálmsson, Hagaseli 4, Reykjavík. Kirkjustræti 2, Reykjavík. Unnur María Ingólfsdóttir, 60 árí) TheodórMagnússon, w ” Miöearði 5. Keílavík. Vilhjálmur Sigtryggsson, Lambastekk 3, Reykjavik. Marsibil Jóhannsdóttir, Álfhólsvegj 141, Kópavogi. Jóhanna S. Björnsdóttir, Meistaravöllum 21, Reykjavík. Kristján R. V. Þórarinsson, Gyða Kristóforsdóttir, Fagurgerði 8, Selfossi. Kristín Ólafsdóttir, Hrisalundi 18A, Akureyri. Gunnar Jónsson, Skólavegi 4, Fáskrúösfirði. Einar Bcnediktsson, Neströð 5, Seltjarnarnesi Brekkugötu 40, Þingeyri. Guðrún L. Stoingrimsdóttir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.