Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Blaðsíða 32
44
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991.
Mertning
Myndgáta
Pennavinir
í gærkvöldi var fyrri sýningin af tveimur á dönskum
gestaleik í Borgarleikhúsinu. Hann kemur frá Betty
Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn og viöfangsefnið
er tiltölulega nýtt bandarískt leikrit, Loveletters, eða
Kærestebreve, eins og það nefnist í dönsku þýðing-
unni.
Leikendurnir eru ekki af verri endanum. Alhr sem
kynnst hafa dönsku leikhúsi þekkja þau Ebbe Rode
og Bodil Kjær, en þau teljast bæöi meðal fremstu leik-
ara í Danmörku og hafa farið með ótal eftirminnileg
hlutverk í gegnum árin.
í Kærestebreve leika þau hlutverk Andys og Melissu
sem skrifast á allt frá bamsaldri og svo lengi sem
bæði lifa. Verkið spannar þannig sögu heillar kynslóð-
ar, fyrir utan það að vera persónusaga tveggja ein-
staklinga, „anda, sem unnast...“ en er þó ekki skapað
nema skilja.
Kærestebreve er eins og fyrr sagði nýlegt leikrit. Það
var frumsýnt í Bandaríkjunum í nóvember 1988 og í
Danmörku ári síðar með sömu leikurunum, sem heim-
sækja okkur nú.
Sjálft leikritið er í léttum dúr og ristir ekki ýkja djúpt
þó að höfundur leitist við að sýna ólíka skapgerð, þjóð-
félagsstöðu og viðhorf þeirra Andys og Melissu sem
lýsa út úr bréfaskiptum þeirra. Andy er lokaður og
jarðbundinn og leggur hart að sér á framabrautinni,
en Melissa er hins vegar íjörug og listræn og þarf
ekki að hafa áhyggjur af framfærslunni.
í gegnum sögu þeirra gægist fram svolítil þjóðfé-
lagsádeUa og gagnrýni á lífsgæðakapphlaupið, þó að
höfundur fari ekki mikinn í þeim sökum. Margt af því
sem sagt er í verkinu er dálítið klisjukennt og fram-
vindan samkvæmt formúlu sjónvarpsmynda. Eigin-
lega er þetta alveg upplagt verk til þess að gera eftir
því mynd fyrir sjónvarp.
Uppsetningin er einfóld. Leikendurnir sitja hvort við
sitt borð á sviðinu og lesa til skiptis upp úr bréfunum
sem smám saman segja alla ævisögu þeirra Andys og
Melissu. Það er bara verst að áhorfendur eru búnir
að sjá sögu þeirra skötuhjúanna fyrir strax á ungl-
ingsárum þeirra en sjálf eru þau ótrúlega sein að fatta
að þarna er á ferðinni hin eina sanna ást. Og þvi fer
sem fer.
Eðli málsins samkvæmt byggist túlkun leikendanna
fyrst og fremst á framsögninni og áhorfendur þurfa
þar með að vera nokkuð vel færir í að skilja máhð.
Gamansemin í textanum er spiluð upp en minna gert
úr dapurlegri hliðum málsins.
í fyrri hluta verksins eru þau Andy og Melissa ung
að árum og bréfaskiptin snúast mest um skólagöngu,
smáskot og sífellt flakk á mihi staða. Þessi hluti er
Bodil Kjær og Ebbe Rode hafa lengi verið í fremstu
röð leikara i Danmörku. DV-mynd GVA
Leildist
Auður Eydal
dálítið langdreginn, en glettinn flutningur leikendanna
bætir það upp. Bæði hafa fullt vald á því að sýna breyt-
inguna sem verður á persónunum í áranna rás þó að
Bodil Kjær hafi úr meiru að spila þar sem hlutverk
Mehssu er opnara og þakklátara. Mehssa er fjörkálfur
sem segir meiningu sína fuhum hálsi fram í rauðan
dauðann.
Andy tekur ekki eins miklum breytingum. Á ytra
borðinu haggast hann lítið og Ebbe Rode vinnur örugg-
lega úr hlutverkinu þó að túlkun hans í seinni hluta
verksins næði mestri dýpt.
í kvöld verður síðari sýningin á Kærestebreve í Borg-
arleikhúsinu og þar með síðustu forvöð að sjá þessa
ágætu hstamenn að sinni.
Danskur gestaleikur i Borgarleikhúsinu (stóra sviö):
KÆRESTEBREVE (Loveletters)
Höfundur: A.R. Gurney
Lelkstjóri: Morten Grunwald
Þýðing: Jesper Kjær
Ljós: John Aage Sörensen
Andlát
Björn Kristinn Kjartansson, Skipa-
sundi 88, lést á Landakotsspítala
fóstudaginn 3. maí.
Ásdís Þórkatla Magnúsdóttir,
Hörgatúni 7, Garöabæ, andaðist á
heimih sínu að morgni fimmtudags-
ins 2. maí.
Herdís Magnúsdóttir, Reynimel 50,
lést í Landakotsspítala fimmtudag-
inn 2. mai.
Gísli Ólafsson húsvörður, Hamrahlíð
17, andaðist á heimili sínu 2. maí.
Margrét Sigurðardóttir frá Torf-
garði, til heimilis í Lönguhlíö 3,
Reykjavík, andaðist að kvöldi sunnu-
dagsins 28. apríl á lyflækningadeild
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Sigurbjörn Leifur Bjarnason, Jökla-
seh 13, lést af slysfórum í Englandi
aðfaranótt 2. maí.
Guðbjörg Gróa Magnúsdóttir frá
Fossi við Seyðisíjörð, áður til heimil-
is á Langholtsvegi 10, Reykjavík, lést
á Hrafnistu, Reykjavík, 3. maí.
Jarðarfarir
Útfór Þórðar Kr. Jónssonar frá
Hvammi í Dýrafirði fer fram frá
Fossvogskirkju að ósk hins látna
miðvikudaginn 8. maí kl. 15.
Eyjólfur Vilmundsson, frá Löndum,
Grindavík, Þórustíg 26, Njarðvík, lést
á Landspítalanum 30. apríl. Jarðar-
fórin fer fram frá Ytri-Njarðvíkur-
kirkju föstudaginn 10. maí kl. 14.
Ingunn Einarsdóttir, Lönguhlíð 9,
verður jarðsungin frá Fossvogskap-
ellu þriðjudaginn 7. maí kl. 13.30.
Gislina Sæmundsdóttir, Gunnars-
sundi 8, Hafnarfirði, sem lést 25. apríl
sl., verður jarðsungin frá Hafnar-
íjarðarkirkju þriðjudaginn 7. maí kl.
13.30.
Jóhann M. Kjartansson verslunar-
maður, Hólmgarði 15, verður jarð-
t
Elskuleg sambýliskona min, móðirokkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Þuríður Kristjánsdóttir
Strandaseli 9
verður jarösungin (rá Fossvogskirkju þriðjudaginn,
7. maíkl. 15.00.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vilja minnast
hennar eru beðnir um að láta Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Kristinn Jónsson
Bragi Gunnarsson Sveinn Þröstur Gunnarsson
Hjörtur Þ. Gunnarsson Kristján I. Gunnarsson
Jóhann V. Gunnarsson Svanhildur H. Gunnarsdóttir
Hrafnhildur Gunnarsdóttir Gunnar Þ. Gunnarsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
sunginn frá Bústaðakirkju þriðju-
daginn 7. maí kl. 13.30.
Hartwig Toft, fyrrverandi kaup-
maður, Baldursgötu 39, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 7. maí kl. 10.30.
Þuríður Kristjánsdóttir, Strandaseli,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 7. maí kl. 15.
Gísli Björnsson lögreglufulltrúi,
Framnesvegi 61, verður jarðsunginn
frá Neskirkju þriðjudaginn 7. maí kl.
15.
Jón Anton Ingibergsson járnsmiður,
Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Áskirkju í dag, 6.
maí, kl. 13.30.
Lárus Jónatansson vélvirki verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju í
dag, 6. maí, kl. 13.30.
Margrét Theodóra Gunnarsdóttir,
Reykjahlíð 12, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 6. maí, kl. 15.
Tilkyimingar
Silfurlínan, þjónustu-
sími aldraðra
er tekin til starfa. Silfurlínan er opin alla
mánudaga frá kl. 17-20. Sími 616262.
Hringiö ef ykkur liggur eitthvað á hjarta.
Að Silfurlínunni standa Rauði krossinn,
Soroptimistar, Bandalag kvenna í
Reykjavík og Félag eldri borgara.
(/) 5Z + /ðá =
-EVÞOR—
Myndgátan hér að ofan
lýsir orðtaki.
Lausn gátu nr. 20:
Einsdæmi.
Kvenfélag Háteigssóknar
Munið félagsfundinn þriðjudaginn 7. maí
kl. 20.30 á lofti kirkjunnar. Rætt verður
um sumarferðalagið. Kaffiveitingar.
Kvenfélag Fríkirkjunnar
I Reykjavík
Síðasti fundur vetrarins verður haldinn
í kvöld, 6. maí, kl. 20.30 í safnaöarheimili
Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14. Spilað
verður bingó.
Kvenfélag Seljasóknar
Félagsfundur verður þriðjudaginn 7. maí
kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg fundarstörf
- tískusýning.
Hin ósýnilega hönd
heildsalans
Hagræðingarnefnd Félags íslenskra stór-
kaupmanna efnir til umræðufundar
þriðjudaignn 7. maí nk. í Hallargarðinum
í Húsi verslunarinnar og hefst hann kl.
12 með hádegisverði. Gestur fundarins
verður Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
lektor við Háskóla íslands, og mun hann
flytja erindi er nefnist: „Hin ósýnilega
hönd heildsalans". Hallargarðurinn býð-
ur upp á léttan hádegisverð, súpu og fisk-
rétt. Verð kr. 1.500. Vinsamlegast til-
kynniö þátttöku í síma 678910.
Freemans I nýtt húsnæði
Laugardaginn 20. apríl sl. opnaði pöntun-
ar- og verslunarfyrirtækiö Freemans
nýja og betri verslun á 300 fermetrum í
húsnæði sínu að Bæjarhrauni í Hafnar-
firði. Verslunin hefur á boðstólum mikiö
úrval af fatnaði á alla Qölskylduna. Meö
stækkun húsnæðisins hefur vöruúrval
verið aukið mikið og nýjar vörur eru
teknar upp vikulega. Komið hefur veriö
fyrir góðri aðstöðu fyrir þá viðskiptavini
sem vilja setjast niður og skoða úrvalið
og panta úr þeim vörulistum sem fyrir-
tækið gefur út, en þeir innihalda geysi-
legt úrval af fatnaði eða um 6000 mismun-
andi tegundir. Afgreiðslutími pantana er
mjög stuttur og fá viöskiptavinir vörur,
sem pantaðar eru, aö jafnaði á um 14
dögum. Verslunin er opin virka daga kl.
9-18 og á laugardögum kl. 10-14. Á mynd-
inni eru starfsmenn Freemans.
Tónleikar
Einleikaraprófstónleikar
Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur
þrenna einleikaraprófstónleika í ís-
lensku óperunni. Fyrri tónleikarnir
verða í kvöld, 6. maí, kl. 20.30. Þá leika
Sigurbjöm Bernharðsson fiðluleikari og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleik-
ari verk eftir A. Dvorák, J.S. Bach, H.
Wieniáwski og L. van Beethoven, D. Sjos-
takovitsj og Fr. Chopin. Þriðju tónleik-
arnir verða miðvikudaginn 8. maí kl.
20.30. Unnur Vilhelmsdóttir píanóleikari
leikur verk eftir J.S. Bach, L. van Beetho-
ven, C. Debussy og R. Schumann. Tón-
leikarnir eru síðari hluti einleikaraprófa
Sigurbjarnar, Aðalheiðar og Unnar frá
skólanum. Aðgangur er ókeypis.
Djassfólk framtíðarinnar
Tónlistarskóli FÍH stendur fyrir tónleik-
um á Púlsinum, Vitastíg 3, þriðjudags-
kvöldið 7. mai kl. 22. Þar koma fram 5
djasshljómsveitir skólans sem starfað
hafa í vetur undir leiðsögn Tómasar R.
Einarssonar, Sigurðar Flosasonar, Ed-
wards Fredriksen og Stefáns Hjörleifs-
sonar. Margir efnilegir djassspilarar
koma fram á tónleikunum en aðgangur
er ókeypis og öllum heimill meðan hús-
rúm leyfir.
Vortónleikar I
Tónlistarskóla FÍH
Tónlistarskóli FÍH heldur þrenna tón-
leika á næstu dögum í tilefni af lokun 11.
starfsárs skólans. Vortónleikar skólans
verða háldnir laugardaginn 11. maí. Kl.
13.30 verða tónleikar sígildrar brautar,
Að þeim loknum verður tónleikagestum
boöið upp á kaffi og meðlæti, en kl. 15
verða tónleikar djass- og poppbrautar. í
kvöld, 6. maí, kl. 21 verða útskriftatón-
leikar Eðvarðs Lárussonar gítarleikara,
en hann er 6. nemandinn sem útskrifast
frá Tónlistarskóla FÍH. Eðvarð útskrifast
af djassbraut. Efnisskrá tónleikanna
samanstendur af nýjum og gömlum
djassverkum auk eigin verka Eðvarðs.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill að
tónleikunum.