Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Síða 36
F R ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar»Ásk rift - Dreifing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991.
r
*
i
i
Ríkið hækkár
vexti í dag
■ Vextir af ríkisvíxlum hækka í dag
úr 11 prósent forvöxtum í 14,5 pró-
sent forvexti á 60 daga víxlum. Friö-
rik Sophusson íjármálaráðherra
sagði í morgun að þótt vextir af spári-
skírteinum ríkissjóðs hækkuðu ekki
í dag væri augljóst að vextir af spari-
skírteinum ættu eftir að hækka á
næstunni.
„Spariskírteinin eru ekki sam-
keppnishæf vegna þess að markað-
urinn heimtar meiri ávöxtunar-
kröfu,“ segir Friðrik.
Sverrir Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, sagði í morgun að
hann hti svo á að vextir mundu
hækka 11. maí. „Ég vil ekkert full-
yrða en það er mín trú að vextir þok-
ist verulega upp á næstunni.“
-JGH
Yfirdrátturinn:
Of snemmtað
segja til um
framhaldið
- segir Friörik Sophusson
„Á næstunni mun ég beita mér fyr-
ir því að draga úr yfirdrætti ríkis-
sjóðs hjá Seðlabankanum með inn-
lendum lántökum. Yfirdrátturinn er
hættulega mikiil og er í raun mjög
stórt efnahagslegt vandamál. Það er
hins vegar of snemmt að segja til um
framhaldið," sagði Friörik Sophus-
son fjármálaráðherra um hvort hann
væri samþykkur því að dregið verði
úr heimildum ríkissjóðs til yflrdrátt-
ar hjá Seðlabankanum.
Friðrik segir að í lok mars hafi yfir-
dráttur ríkissjóðs hjá Seðlabankan-
um numið 8,3 milljörðum.
-kaa
Nína fimmtánda
_l^ Ægir Már Kárason, DV, Keflavik;
„Ég er ánægður með frammistöðu
íslenska hðsins, þetta var frábær
hópur. En ég er mjög svekktur út í
ríkissjónvarpið og ef íslendingar
ætla að reyna að vinna þessa keppni
þarf að laga margt,“ sagði Eyjólfur
Kristjánsson, höfundur og annar
flytjandi íslenska lagsins, Nínu, við
heimkomuna frá Ítalíu eftir Euro-
vision-keppnina. Nína lenti í 15. sæti.
„Frammistaöa ítalanna var hka
léleg, sérstaklega hvernig þeir stóðu
að gistimálum. Við vorum látin vera
á gistiheiniih sem var langt í burtu
frá Sheratonhótehnu þar sem 14
þjóðir gistu og aht var að gerast. Hins
vegar ætla ég ekki að láta þetta á
mig fá og ég ætla að vera með í
keppninni á næsta ári,“ sagði Eyj-
ólfur.
LOKI
Já, fimmtánda sætiö er
öllum öðrum að kenna en
höfundinum!
Jóhann Bogi Guömundsson sjómaður sem lenti i villu um helgina.
DV-mynd S
Hræddur um að
ég hafi dottað
- segir Jóhann Bogi Guðmundsson á Evu ÍS111
„Þar sem mér þykir ekkert verra
en að fá ekki fisk ákvað ég að fara
heim, leggja að bryggju í Garði og
spyijast fyrir um hvar helst væri að
fá fisk. Þar var mér tekið elskulega
og þaðan hélt ég út fyrir Reykja-
nesið. Þegar ég var orðinn sökkulaus
ákvað ég að halda heim á leið.
Þetta var seinnipartinn á laugar-
daginn. Það var mikh þoka og bátur-
inn mjakaðist rólega áfram í logninu
en ég er hræddur um að ég hafi að-
eins dottað, enda hafði ég varla sofið
í tvo sólarhringa - allavega vissi ég
ekki af mér fyrr en ég var kominn á
ókunnar slóðir og hafði í raun ekki
hugmynd um hvar ég var. Þokan var
þykk og ég sá að ég var umlukinn
skerjum. Eg ákvaö þá að senda út
neyðarkall.
Þegar ég hafði keyrt upp að strönd-
inni var ég engu nær um hvar ég
var. Þegar þeir komu frá Slysavarna-
félaginu og sögðu mér að ég væri í
Borgarfirði varð ég að sjálfsögðu al-
veg steinhissa,“ sagði Jóhann Bogi
Guömundsson, sjómaöur á trillunni
Veðriðámorgun:
Hlýnandi
veður
Vaxandi suðaustanátt og rign-
ing suðvestan til á landinu en
hæg breytileg átt og léttskýjað
um landið norðanvert. Hlýnandi
veður og verður hiti á bilinu 5-8
stig.
Evu IS 111, við DV.
Jóhann lenti í hrakningum á
hættulegri siglingaleið í Borgarfirði.
Þá taldi hann sig vera í Hvalfirði.
Slysavarnafélag íslands fékk til-
kynningu um klukkan átta á laugar-
dagskvöldið frá sjómanni sem væri
einn á báti vihtur einhvers staöar í
Faxaflóa.
Bátarnir Jón E. Bergsveinsson og
Henry A. Hálfdansson fóru til leitar.
Fljótlega var ljóst að neyðarkahið
kom einhvers staðar úr Borgarfirð-
inum. Þremur oghálfum klukkutíma
seinna var búið að fmna bátinn þar
sem hann var í skerjaklasa sem er
hættulegur öllum skipum og aldrei
er siglt um. Var bátnum fylgt til
Reykjavíkur og gekk hann fyrst fyrir
eigin vélarafh en þegar háífnuð var
leiöin til Reykjavíkur varð Eva olíu-
laus og þurfti þá að draga bátinn það
sem eftir var leiðar. Komið var til
hafnar á fjórða tímanum aðfaranótt
sunnudagsins.
-HK
NEYÐARHNAPPUR
FRA VARA
fyrir heimabúandi sjúklinga
og aldra^ða
I
f)91>29399
IIIMMM Alhliða
IIRw öryggisþjónusta
VARI
síðan 1 969
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
Mannbjörg er nýr vélbátur, Gummi 1 Nesi, sökk 1 nótt:
Varð að kaf a út um
dyr stýrishússins
Reynir Traustasan, DV, Flateyii:
„Eg var sofandi og vaknaði svo
að segja við bleytuna. Þegar félagi
minn kom að ræsa mig var bátur-
inn kominn á hliðina. Þetta gerðist
svo snöggt. Ég hugsaði fyrst af öllu
um að kalla á hjálp. Sjórinn var
kominn alveg að stýrishúsinu og
báturinn stóð hreinlega upp á end-
ann meðan ég var þar inni í loft-
rúminu að ná sambandi. Til að
komast út aftur varð ég sfðan að
kafa út um dymar. Okkur var
bjargað eftir um tíu mínútur en
hálftíma síðar sökk báturinn,"
sagöi Sigurður H. Garðarsson, eig-
andi Gumma í Nesi, í samtali við
DV í morgun.
Mannbjörg varð þegar vélbátur-
inn Gummi í Nesi IS 59 sökk um 5
sjómílur út af Barða á Vestfjörðum
um tvöleytið í nótt. Báturinn, sem
er nýr, frambyggður plastbátur,
um 6 rúmlestir að stærð, var að
koma úr hnuróðri þegar hann fyllt-
ist af sjó og sökk á skömmum tíma.
Tveir menn voru á Gumma í Nesi,
Sigurður og félagi hans.
„Ég vissi strax hvar báturinn var
og sá fljótt hvar hann maraði i
hálfu kafi. Ég sá mann aftur á og
uppblásinn gúmbjörgunarbátinn í
sjónum. Maðurinn aftan á var ekki
í flotgalla en ég vissi ekkert um
hinn manninn. Á leiðinni að bátn-
um þorði ég ekki annað en að fara
ipjög varlega þar sem mikið brak
var í sjónum í kring. Fljótlega sá
ég mennina þó koma sér upp í gúm-
björgunarbátinn. Renndum við þá
strax upp að honum og náðum
mönnunum um borð,“ sagði Kol-
beinn Njálsson, skipstjóri á Hafdísí
ÍS, í samtali við DV í morgun.
Hafdis var á leiðinni i róður
skammt fi-á slysstaðnum þegar
hjálparbeiöni barst frá Gumma í
Nesí. Kolbeinn sagði að þeir hefðu
reyndar ekki verið langt frá bátn-
um þegar hann sá að báturinn var
orðinn óeðhlega siginn. Um 15 mín-
útur liðu frá því hjálparbeiðni
barst og þar til mönnunum haföi
verið bjargað. Fleiri báta bar að
enda margir á leið til veiöa í nótt.
Hafdís hélt strax með mennina tvo,
sem voru nokkuð þrekaðir, til Flat-
eyrar þar sem skýrsla var tekin af
þeimímorgun. -hlh
Ætlaði til Reykjavikur en áttaði sig 1 Borgarfirði: