Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991. 3 Fréttir Leikskólar Reykjavíkurborgar: Breytingar á sumar- leyf unum til umræðu „Besta lausnin væri auðvitaö sú að starfsfólk og foreldrar barna á leikskólunum veldu sér sumarleyfis- tíma með lengri fyrirvara en nú tíðk- ast. Þá væri hægt að stýra því þann- ig að hluti starfsfólks og foreldra færi í frí á sama tíma. Meö þessu móti yrði aðeins dregið úr starfsem- inni en ekki kæmi til lokunar leik- skólanna eins og nú tíðkast. Breyt- ingar á fyrirkomulagi sumarleyfa eru raunar alltaf til umræðu en ég get engu lofað um niðurstöður," sagði Bergur Felixson, forstöðumað- ur dagvistunar Reykjavikurborgar. Nú fer senn að líða að því að leik- skólum borgarinnar verði lokað hverjum á fætur öðrum vegna sum- arleyfa starfsfólks. Flestir eru þeir lokaðir um fjögurra vikna skeið. í tveim tilvikum varir þó lokunin í fimm vikur. Ástæðan er sú að verið er að gera gagngerar endurbætur á húsnæðinu. Bergur var spurður að því hvort ekki væri unnt að fá skólafólk í afleysingar til þess að ekki þyrfti að koma til lokunar. Hann sagði að sú leið hefði verið athuguð en þætti ekki fær. „Börnin þurfa umönnun starfs- fólks sem þau þekkja og hafa vanist. Áreiðanlega myndi skólafólk rekast ágætlega með góðri verkstjórn en það dugir bara ekki til. Okkur myndi hugnast hin leiðin, það er að dreifa sumarleyfum starfsfólk betur. Það yrði að vísu aðeins dýrara fyrir borg- ina en við myndum taka því fagn- andi ef það tækist. Hins vegar myndu þær öru breytingar á starfsmanna- haldi, sem við þurfum alltaf að glíma við, gera okkur erfitt fyrir. Það má svo sem segja að við séum að ráðskast svolítiö með sumarleyfis- tíma þeirra foreldra sem eiga börm hjá okkur þegar leikskólunum er lokað eins og nú tíðkast. En ég vil benda á að það er ætlast til þess aö börnin fái hvíld frá leikskólunum að minnsta kosti einn mánuð á ári og séu þá heima hjá foreldrum. Húsin þurfa einnig að fá sinn hvíldartíma því að hann er notaður til þess að mála og dytta að því sem aflaga hefur fariö. Það er því margt sem þarf að athuga áður en farið er að blása til gagngerðra breytinga á sumarleyf- um starfsfólksins." -JSS Nýr samningur milli Noröurlandanna: Jaf n námsréttur í öllum löndunum Á næstunni gengur í gildi samn- ingur milli Norðurlandanna sem veitir framhaldsskólanemum rétt til þess að stunda nám í hverju land- anna sem er. Tekur þessi samningur til framhaldsskólanáms, svo og starfsmenntunar. Þetta þýðir til dæmis að íslendingar skuldbinda sig til þess aö veita framhaldsskólanem- um annars staöar á Norðurlöndun- um aðgang að öllum framhaldsskól- um hér með sömu skilyrðum og væri um íslenska ríkisborgara að ræða, án sérstakrar greiðslu fyrir náms- vistina. íslenskir framhaldsskóla- nemar njóta að sjálfsögðu sömu rétt- inda annars staðar á Norðurlöndun- um. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði að norræna ráðherra- nefndin hefði lagt tillögu þessa efnis fyrir þing Norðurlandaráðs sem haldið var í Kaupmannahöfn í vetur. Þar hefði hún verið samþykkt. Ráð- herranefndin hefði síðan heimilað staöfestingu á fundi sínum þann 13. maí sl. Finnski menntamálaráðherr- ann væri formaður nefndarinnar og myndi hann væntanlega undirrita samninginn fyrstur. Síðan myndu sendiherrar viðkomandi ríkja undir- rita hann. Tæki hann gildi 30 dögum eftir að fulltrúar allra ríkjanna hefðu undirritað. „Mér er ekki kunnugt um hvar þetta mál er nákvæmlega statt núna,“ sagði Ólafur, „en ég veit að það er unnið að staðfestingu þess. Þetta er talsvert merkilegur samn- ingur að mínu mati.“ Þau lönd, sem aðilar eru að þessum samningi, eru: ísland, Noregur, Dan- mörk, Svíþjóð, Færeyjar, Grænland og Álandseyjar. -JSS Þeir eru hreyknir á svipinn, þessir snáðar, og það ekki að ástæðulausu. Þeir eiga nefnilega verk á sýningu sem nú stendur yfir í sal Birkiborgar. Það eru börn á leikskóium Borgarspitalans sem unnið hafa verkin á sýning- unni sem stendur yfir til 15. júni. DV-mynd BG NÚ FUOKKUM VIÐ ÚRGANGINN /sumarbyrjun tók SORPA, fullkomin flokk- unar- og móttökustöö úrgangs, til starfa. Til þess aö stööin geti gegnt hlutverki sínu er nauðsynlegt aö allir temji sér nýjar venjur í umgengni við sorp og flokki heimilissorp og úrgang frá atvinnuhúsnæði eftir settum reglum. PETTA FER Á GÁMASTÖÐVAR EN ALLS EKKI í SORPTUNNUNA: • Málmhlutir • Grjót og steinefni (smærri farmar, stærri farmar fara á “tippa”) • Spilliefni hvers konar (þau má einnig afhenda í efna- móttöku og á öörum viðurkenndum stööum s.s. lyf hjá apótekum og rafhlööur á bensínstöðvar) ÞETTA MÁ AFHENDA Á GÁMASTÖÐVUM EN ER ÓÆSKILEGT í SORPTUNNUNA: • Prentpappír • Garðaúrgangur sem ekki er notaöur í heimagaröi • Timbur (smærri farmar) Kiö höfum skyldum aö gegna gagnvart lífríkinu og komandi kynslóðum. • Sýnum ábyrgö á umhverfinu í verki - notum gámastöðvarnar, SVEITARFÉLÖGIN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU 1 RBA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, sími 676677

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.