Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Page 8
8 Komum heil heim Frá því að lögleidd var notkun öryggisbelta hér á landi hefur notkun þeirra stóraukist. Samfara auk- inni notkun hefurdregið mjög úráverkum í umferð- aróhöppum. Hvað nú? Snögg viðbrögð, nauðhem'lað? Ófyrir- séðar aðstæður koma skyndilega upp. í þessum bíl eru allir viðbúnir. i___________- __________r - Reiður yfir glannaskapnum lemur pabbinn í mæla- borðið og formælir. Formælingarstoða lítið. Mamma gleðst yfir að ekki varð slys. „Enn einu sinni hafa beltin bjargað," segir hún glöð og pabbi hættirformælingunum. „Guði sé lof." Ert þútilbúinn að mæta óvæntum aðstæðum? Ert þú ef til vill einn þeirra sem ekkert hendir? I Útlönd FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991. Boris Jeltsín, líklegur sigurvegari í rússnesku forsetakosningunum, fær rósir frá stuðningsmanni á leið á kjörstað í gær. Simamynd Reuter Forsetakosningamar í Rússlandi: Jeltsín sigrar í f lestum borgum Samkvæmt fyrstu tölum frá 27 borgum í Rússiandi vann umbóta- sinninn Boris Jeltsín í öllum nema einni í fyrstu beinu forsetakosning- unum í íandinu. í flestum borganna hlaut Jeltsín 60 til 70 prósent at- kvæöa. Snemma í morgun höföu töl- ur ekki borist frá landsbyggðinni þar sem stuðningurinn við Nikolai Ryz- hkov, fyrrum forsætisráðherra Sov- étríkjanna, er hvað mestur. Því var enn óljóst hvort Jeltsín hlyti hreinan meirihluta í fyrstu umferð. Með hreinum meirihluta yrði staða Jeltsíns gagnvart Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, sterkari, að mati sér- fræðinga. Jeltsín ætti þá auðveldar með að þrýsta á Gorbatsjov um að flýta efnahagsumbótum og færslu valds til sovésku lýðveldanna ílmm- tán. Samkvæmt óháðu fréttastofunni Interfax hlaut Jeltsín 70 til 75 prósent atkvæða í Moskvu og 85 prósent í Leningrad. í heimabæ sínum Sverdlovsk, í vesturhluta Síberíu, hlaut Jeltsín 90 prósent atkvæða. Það var í bænum Kyzyl í héraði nálægt landamærum Kína þar sem Ryzhkov bar sigurorð af Jeltsín. í kosningabaráttunni hefur Ryz- hkov haldið því fram að þær hröðu umbætur senfJeltsín vill gera í efna- hagsmálum geti leitt til öngþveitis. Um 105 milljónir manna voru á kjörskrá. Fréttir hafa borist af því að sums staöar hafi eftirlitsmönnum ekki verið hleypt inn í herstöðvar til að fylgjast með kosningu hermanna og starfsliðs þar. Reuter Leníngrad: íbúarnir vilja gamla naf nið Meirihluti íbúa Leníngrad vill að fyrra nafn borgarinnar, Sankti Pét- ursborg, verði tekið upp að nýju sam- kvæmt fyrstu óopinberu tölum úr kosningunum sem fram fóru í gær. Reutersfréttastofan hafði samband við 14 af 21 kjördeild í borginni snemma í morgun og alls staðar var skýr meirihluti fyrir því að fara að nota aftur nafnið sem Pétur mikli Rússakeisari gaf henni. Gorbatjov Sovétforseti hvatti íbúa Leníngrad til að halda núverandi nafni borgarinnar til minningar um Lenín og hetjulega vörn borgarbúa í 900 daga umsátri nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Kjósendur voru þó á öðru máli og hunsuðu fyrir- mæli forsetans. Reuter Eduard Sévardnadze: Hræðist ekki rannsókn kommúnistaflokksins Fyrrum utanríkisráöherra Sovét- ríkjanna, Eduard Sévardnadze, læt- ur sér fátt um fmnast um fyrirhug- aða rannsókn sovéska kommúnista- flokksins á meintu agabroti hans. Rannsóknin var fyrirskipuð í gær vegna ummæla hans um aö stofna beri nýjan flokk lýðræðissinna í Sov- étríkjunum. „Þetta voru viðbrögð sem ég bjóst viö. Að vissu marki er þetta aftur- hvarf til hins gamla,“ sagði Sé- vardnadze í gær. „Þeir mega gera sína rannsókn. Ég hef rétt til að láta skoðanir mínar í ljós og er ekki hræddur við rannsókn þeirra." Sévardnadze hélt í gær fyrirlestur í Vín í Austurríki þar sem hann Eduard Sévardnadze, fyrrum utan- rikisráðherra Sovétríkjanna. Simamynd Reuter hvatti í annað sinn á þremur dögum til þess að settur yrði á laggimar flokkur lýðræðissinna. Sévardnadze, sem enn situr í miðstjórn sovéska kommúnistaílokksins, neitaði að segja hvort hann myndi segja sig úr kommúnistaflokknum til aö aðstoöa við myndun nýs flokks. Sovéskir fréttaskýrendur telja að ef tilraun verður gerð til að hegna Sévardnadze muni hann segja sig úr kommúnista- flokknum og þar meö valda miklum klofningi. Sévardnadze sagði af sér embætti utanríkisráðherra Sovétríkjanna í desember síðasthðnum og varaði þá um leið við hættunni á að einræðis- öflkæmusttilvalda. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.