Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Síða 9
leei 'mOi n mio/avwitn
FIMMIUDAGUE.il. JUNL1991-
Filippseyjar:
Útlönd
Sprengingar
skekja
eldfjallið
Öflugar sprengingar urðu í
Pinatuboeldfjalli á Filippseyjum í
morgun, annan daginn í röð, og
þeyttu ösku og gosefnum upp í nokk-
urra kílómetra hæð. Sprengingarnar
í eldíjallinu í gær urðu til þess að
stærstu flugherstöö Bandaríkjanna í
Asíu var lokað og þúsundir flúðu
heimili sín.
Svartaþoka huldi eldijallið í morg-
un þegar það spúði hrauni og brenn-
andi leðju. Vikurmolar á stærð við
borðtenniskúlur féllu til jarðar í allt
að 40 kílómetra íjarlægð frá fjallinu
og margra sentímetra þykkt öskulag
var í fjölda þorpa. í borginni Ange-
les, sem er í nágrenni eldfjallsins,
hljóp fólk út úr húsum sínum til að
virða fyrir sér nýjasta sprengigosið.
Eldfjallastöðin í Manila, höfuðborg
Fihppseyja, hefur varaö fólk við að
fara nær fjallinu en í 30 kílómetra
ijarlægð vegna hættunnar á frekari
gosum. Til þessa er aðeins vitað um
tvö dauðsföll af völdum gossins.
Þriggja ára drengur kafnaði í brenni-
steinsgufum og bandarískur her-
maður fórst í bílslysi en þjóðvegirnir
eru orðnir illir og hættulegir yfir-
ferðar.
Flugfélög fylgjast grannt með ösku-
skýjunum sem sigla undan vindi frá
fjallinu og sérfræðingar segja að gos-
efnin gætu hæglega grandað flugvél
sem reyndi að fljúga í gegnum þau.
Bandarísk flugfélög sem fljúga til
Pinatuboeldfjall heldur áfram að
gjósa. Þessi mynd var tekin úr 25
þúsund feta hæð.
Símamynd Reuter
Asíu segja að þau þurfi kannski að
láta vélar sínar fara aðrar leiðir en
venjulega eða aflýsa flugferðum.
Flugvélar sem hafa flogið í gegnum
gosský hafa misst vélarafl en engin
hefur hrapar til þessa.
Reuter
Segulstormur í
átt til jarðar
Mikill segulstormur á leið sinni
um geiminn í hálfan annan dag ógn-
aði rafmagnslínum, gervihnöttum og
fjarskiptum á jörðinni í gær og
nokkrir sérfræðingar sögðust þegar
sjá merki um aukna virkni í segul-
sviði jarðar.
Stormurinn hófst með sólgosi á
mánudag og var styrkur þess sá
hæsti sem mælitæki sýna. Þetta var
sjötta sólgosið frá 5. júní. Gosið kom
úr risastórum sólbletti sem er enn
sýnilegur berum augum um sólset-
ursbil.
Segulstormurinn hefur þær afleið-
ingar að segulsvið jarðar breytir um
lögun og stefnu og talið er að hann
geti varað í allt að tvo sólarhringa,
að því er sérfræðingar segja.
Reuter
Japanskarkonur
í Cresson-bikini
Á meðan Edith Cresson, forsætis-
ráðherra Frakklands, sakar Japani
um að vilja sigra heiminn ganga þús-
undir japanskra kvenna í sumar í
lostavekjandi bikini sem bera nafn
hennar. Það er stærsti framleiðandi
íþróttafatnaðar í Japan sem setti
fatnað með þessu fræga nafni á
markaöinn fyrir fjórum árum.
Cresson þýðir vætukarsi, sem er
grænmetistegund, og með nafngift-
inni höfðar framleiðandinn til heil-
brigði og ferskleika.
Framleiðandinn hefur ekki í
hyggju að breyta um vörumerki þrátt
fyrir spennu þá sem nú ríkir milli
Japana og Cresson. Talsmaður fyrir-
tækisins kveðst gjaman vilja hefja
útflutning á Cresson-línunni en
nafnið kemur í veg fyrir það því
franskt fyrirtæki notar það líka.
Reuter
Frakklands. Simamynd Reuter
. a
a r na leikjaná^
annaöhvort 9-12 f. hádegi
eða 13-16 e. hádegi.
N'ámskeiö I:
hefst þri. 18. júni-fös. 28.
júni '91
Námskeiö II:
hefst þri. 2. júli-fös. 19.
júli '91
Námskeið III:
hefst þri. 6. ágúst-fös.
23. ágúsf '91
Yngst tekið 2ja ára, elst
Kenndir verða
léttirog
skemmtilegir
barnadansar,
farið í leiki og
mikið sungið,
jafnt úti sem
Kennarar verða Auður Haralds danskennari ásamt lærð-
uni kennurum skólans sem hafa áralanga reynslu í barna-
kennslu,
BREKKUVAL
OpSð: 9-18.30 mánudaga-fimmtudaga
9-19.30 föstudaga
10-14.00 laugardaga______________________
HJALLABREKKU 2 - KÓPAVOGI - SÍMI 43544
Oplð: 9-20 mánudaga-4östudaga
10-19 laugardaga og sunnudaga.
EDDUFELLI 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 71661
500 g
Marino
kaffi
AUKANÁMSKEIÐ
vegna mikillar eftirspurnar þriðjud. 22. júlí-föstud. 9. ágúst
13 skipti hálfan eða allan daginn.
Dansskóli Auðar Haralds, skeifunmu b.
Sláið til og höfum gaman i sumar