Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Page 10
10
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
Utlönd
- handtökur í tengslum við Gandhi-morðið
Framkvæmdastjóri ríkissjón-
varpsins á Indlandi, Shiv Sharma,
særðist alvarlega í skotárás í Nýju
Delhi í morgun. Talsmaður ind-
versku lögreglunnar sagði að fjórir
óþekktir byssumenn hefðu skotið á
bíl Sharma úr ööru farartæki á fjöl-
förnum gatnamótum nálægt virðu-
legasta golfklúbbi Nýju Delhi.
Sharma var á leið til vinnu sinnar
er hann var skotinn. Bílstjóri
Sharma beið bana í skotárásinni en
lífvörður hans slapp meö skotsár.
Bæði herskáir sjíkar, sem krefjast
Þátttakan á öðrum kjördegi indversku kosninganna, sem var í gær, var
dræm og hefur því dregið úr vonum Kongressflokksins um fjölda samúðar-
atkvæða. Simamynd Reuter
sjálfstæðis Punjab, og aðskilnaðar-
sinnar í Kasmír, hafa áður beint
árásum sjnum gegn stjómendum
ríkissjónvarpsins. Saka þeir sjón-
varpið um að reka áróður gegn bar-
áttu þeirra.
Að minnsta kosti átta manns létu
lífið í gær í átökum á öðrum kjördegi
indversku kosninganna. Þátttaka í
kosningunum var dræm vegna mik-
illa monsúnrigninga og ofbeldi var
miklu minna en á fyrsta kjördegi
kosninganna, þann 20. maí þegar
nær hundrað manns biðu bana.
Þessi dræma kosningaþátttaka dró
úr vonum Kongressflokksins um
flölda samúðaratkvæða vegna
morðsins á Rajiv Gandhi, fyrrum
leiðtoga flokksins. Þar með jukust
einnig horfumar á sigri helsta keppi-
nautar Kongressflokksins, Bharati-
ya Janata flokksins. Síðasti kjördag-
ur kosninganna verður á laugardag-
inn en talning hefst á sunnudag. Sér-
fræðingar telja samsteypustjórn nær
óumflýjanlega.
Tveir indverskir tamílar, 48 ára
gömul kona og 25 ára gamall sonur
hennar, voru handteknir í gær í
Madras, sökuð um að hafa veitt
morðingja Gandhis húsaskjól. Lög-
reglan telur nú sannað að konan sem
bar sprengjuna er grandaði Gandhi
hafi verið tamíh frá Sri Lanka. Reuter
Indland:
Sjónvarpsstjóri
særist í skotárás
Móðir Teresa er komin til íraks aö hjálpa bágstöddum.
Símamynd Reuter
Móðir Teresa
komin til íraks
Móðir Teresa er komin til íraks til
að kanna á hvern hátt hún geti að-
stoðað þær fjölskyldur í landinu sem
eiga um sárt að binda. Hún kom til
Bagdad á þriðjudagskvöld og í för
með henni voru tvær aðrar nunnur
og einn prestur.
„Tilgangur heimsóknarinnar er að
víkka út starfssvið hennar og koma
til móts við þá sem minna mega sín,
hina fátækustu allra fátækra, eins
og hún kallar þá,“ sagði séra Kevin
Doheny í samtali við Reutersfrétta-
stofuna. Hann sagði að móðir Teresa
yrði allt að eina viku í írak.
Séra Doheny sagði að móðir Teresa
væri gestur írösku ríkisstjórnarinn-
ar og að hún mundi hafa samvinnu
við heilbrigðisráöuneytið.
Hjálparstofnanir segja að alvarleg-
ur niðurgangur, vannæring og aðrir
sjúkdómar færist í aukana meðal
barna í írak og barnadeildir sjúkra-
húsa utan höfuðborgarinnar væru
að verða yfirfullar.
í lok síðustu viku var tilkynnt um
64 ný kólerutilfelli á ýmsum stöðum
í landinu, þar á meðal Bagdad. Heild-
arfjöldi þeirra er nú kominn upp í
172.
Nefnd sú innan öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna sem fer með við-
skiptaþvinganir ákvað í gær að 31
landi væri heimilt að afhenda íraks-
stjórn tæplega fjóra milljarða dollara
sem höfðu verið frystir í bönkum
þeirra til að hægt yrði að kaupa
matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar.
Reuter
20-35%
AFSLÁTTUR
Á 40 BÍLUM SEM TEKNIR
HAFA VERIÐ UPP í NÝJA
ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR
AÐEINS í FÁA DAGA
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17
SÆVARHÖFDA 2 ® 674848 i