Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991. Spumingin Hefur þú komið til Akureyrar? Kristín Hulda Hartmannsdóttir hús- móðir: Já, ég kom þangað fyrir svona níu árum og hef ekki komið þangað síðan. Svanberg Hjelm, atvinnulaus: Já, ég hef einu sinni komið þangað og það var fyrir nokkrum árum. Guðbjörn Ingvarsson, fyrrv. málari: Já, ég hef nú komið þangað en mjög sjaldan. Síðast fór ég fyrir svona ári. Valgeir Gestsson kennari: Já, ég hef komið þangað nokkuð oft, svona 10-12 sinnum. Síðast kom ég þangað fyrir svona fimm árum. Ingibjörg Áskelsdóttir, vinnur hjá Byggt og búið: Já, ég bjó þar í fjögur ár og ætla að fara að heimsækja vin- konu mína, sem býr þar, nú í sumar. Steinunn Bjarnadóttir starfsstúlka: Já, ég hef nú komið þangað en það er mjög langt síðan. Lesendur Bláa lónið - bestu möguleikamir Við Bláa lónið. - Framtíðar heilsulind á íslandi? Stefán Sigurðsson skrifar: Þar sem „Bláa lónið“ við Svarts- engi við Grindavík er hafa skapast óendanlegir möguleikar til að koma upp einhverri bestu meðferðarstöð og hvíldar- og hótelaðstöðu sem þekkist. Þegar ég kom þarna fyrir stuttu og sá hvað þó er búið að gera varð mér ljóst að þarna eiga íslend- ingar gullið tækifæri umfram önnur sem lagðir eru fjármunir i - ef þeir vilja nýta það. En það yröi margt annað að sitja á hakanum í staðinn. Það kostar mikla fjármuni að koma þarna upp heilsu- og hótelaðstöðu sem hægt er að bjóða í samkeppni við aðra slíka staði í heiminum. En aðstæðurnar eru fyrir hendi og það mun betri en víðast hvar annars staðar. Þarna eru skilyrði til að vera úti í nánast hvaða veðri sem er við böð og aðra hugsanlega afþreyingu. Ég kom þarna um helgi og krökkt var af fólki. Maður sá höfuðin standa upp úr lóninu líkt og selshausa á sjó. Allir voru að sækjast eftir vellíðan eða bara að eyða tímanum við af- slöppun í góða útiloftinu. Nú er búið að setja upp þarna mjög viðunandi baðaðstöðu með klefum og sturtu úti við og ágæta litla strönd til að sóla sig á. Þarna eru bekkir og borð fyrir þá sem vilja kaupa sér hressingu og neyta hennar úti. Einnig er á staðnum, spölkorn frá, ágætis veitingastaður, m.a. með vín- veitingaleyfi. Hægt er að segja að þarna sé vísir að alþjóðlegri þjón- ustu. Gististaðinn leist mér ekki eins vel á. Þar var t.d. litla sem enga fyrir- greiöslu var að fá þar hvað varðar upplýsingar, nema hvað allt væri upptekið. Þá aðstöðu þarf að byggja upp miklu betur. Þarna hefði stórt hótel á borð við Hótel Örk verið vel staðsett. Ég er viss um að þetta er staðurinn sem við íslendingar eigum að leggja fjármagn í og það umfram aðra staði eða fyrirtæki sem sögð eru eiga að skila atvinnutækifærum, sem svo aldrei verða aö veruleika, hvað þá að þau standi undir sér. Og til þess að koma þessu af stað þarf fyrst og fremst menn með þekkingu og menn sem hægt er að byggja á. - Við erum búnir að fá nóg af skýjaglópum sem Setja allt sitt traust á opinbera aðstoð þegar á reynir. Sorpa brýtur sig Konráð Friðfinnsson skrifar: Nú hefur Sorpa hafiö starfsemi. Það gerðist með pompi og pragt fyrir fáeinum vikum. Hlutverk stöðvar- innar er það að taka við ruslinu, sem íbúar höfuðborgarsvæðisins leggja henni til, og sem er allnokkuð aö sögn. - Sorpa sér svo um um að þjappa drasli þessu saman í bagga og urða þá undir „grænni torfu“. Ýmsir byijunarörðugleikar hafa háð Sorpumönnum upp á síðkastið. Vél- arnar hafa sem sé tekið upp á þeim ósið að bila og öxlar þeirra og tann- hjól að brotna þegar hæst hefur stað- iö á stönginni. En hverju er um að kenna? Kannski mistökum í upp- setningu tækjanna? Nei, helst lítur út fyrir að skýringuna sé fyrst og fremst að finna hjá „neytendum" sjálfum. Þeir henda járnstöngum, grjóti eða annarri miður heppilegri „fæðu“ í gin Sorpu sem þolir ekki álagið. - Þess vegna „brýtur hún sig“. Og hvað er til ráða? Flokka sorpið samviskusamlega, segja forráða- menn firmans. Hvemig gerum við það? - Jú, með fleiri ílátum heima viö húsin. - Eitt fyrir dósir, annað fyrir lífrænan úrgang, o.s.frv. Alveg er þetta dæmigert ástand. Fyrst er ráðist í stórverkefni og sorp- böggunarstöð byggð. Þegar svo milíj- ónatjón hefur orðið í stöðinni, er far- ið að tala um að máski sé heppilegt að sortéra þaö sem í hana fer. Eg spyr: Hvers vegna í ósköpunum var þá ekki ráðist í það verkefni jafnhliða því sem húsið reis, að fræða fólk um ábyrgð þess í málinu, sem er vissu- lega mikil, t.d. um þá staðreynd, að ófært sé að blanda hvers kyns rusli saman? Þessum nauðsynlega þætti var ekki sinnt sem skyldi. Var t.d. gerð könnun á því hvort svona aðgreining sorps sé yfirleitt framkvæmanleg í heimahúsum? Veröur það t.a.m. ekki erfiðleikum bundið að framkvæma svona sundurgreiningu í fjölbýlis- húsum? Ég hef alla vega htla trú á aö sæmilega skynsamt fólk geri það að leik sínum að kasta í tunnurnar óhreinindum sem það veit að veldur skaða eða eyðileggingu. - Þar ræður vanþekking fremur ferðinni, tel ég. Tökum vel á móti sorainni Gísli Gíslason skrifar: Fólk sem missir ættingja eða ást- vini þarf tíma til aö jafna sig á að- stæðum. Þetta er afar eðlilegt og fylg- ir manninum hvar sem hann býr. Þó eru siðir og trúarbrögð mismun- andi og mikill munur er á sorgarat- höfnum og lífsháttum fólks eftir því hvar það býr í heiminum. - Eitt er þó staðreynd; sorgin knýr alls staðar dyra einhvem tíma og við það verður fólk að sætta sig. Það er afar mismunandi hvemig fólk tekur því þegar sorgin ber að dyram. Sumir vilja ekki hleypa henni inn, vilja ekki vita af henni. Fólk vill úthýsa henni. En sorgin gefur sig ekki, hún treður sér inn. En hún staldrar misjafnlega lengi við og hún fer aftur. Það er staðreynd. - Sorgin sest aldrei alveg að þar sem hún knýr dyra. Hún kemur aldrei til að vera. Það er þetta sem mér flnnst aö fólk eigi að átta sig á. Það þýðir aldrei að „Við förum öll sömu leiðina ein- hvern tímann." úthýsa sorginni. Tökum vel á móti henni þegar hún knýr dyra. Sýnum henni sanngirni og sýnum henni að við séum jafnokar hennar. Hún kem- ur af því aö henni er ætlað að koma þegar þannig stendur á. Þegar við missum kæra vini eöa ættingja. Við eigum, og raunar ber okkur skylda til, að sýna sorginni reisn. Sýnum ekki gunguskap eða linkind. - Allra síst hræsni og sjálfsmeðaumkun. Það er ekkert eðlilegra í þessu lífi en dauðinn, endalok allra í þessari tilveru hér. Við fórum öll sömu leið- ina einhvem tímann. Þótt sumir fari á undan fara allir aðrir á eftir. Að- eins spurning um tíma sem er af- stæður og hefur engin landamæri og engar strendur. - Það er mikil óvirð- ing við þá sem héðan fara og hvemig sem þeir fara að úthýsa sorginni. Líka að ætla að hanga í henni sem haldreipi. - Sorgin er tímabundiö fyrirbæri sem her að umgangast með virðingu og reisn. Gotthjáverka- lýðsfélögunum Keflvikingur skrifar: Ég fagna þvi mjög að verkalýðs- félög hér á Suðurnesjum skuli hafa brotist undan klafa heiidar- samtaka sinna og gert kjara- samning við Atlantsál sem ein heild. - Þetta er tímamótasam- komulag sem þó mátti sjá fyrir. Það hefur lengi kraumað óánægja vegna fastheldni verka- lýðsfélaga að hvert þeirra þurfi að semja sérstaklega um aðild að verki eins og hér um ræðir. En þá ber nýrra við. Vinnuveit- endasambandið mótmælir því harkalega sem það ætti i raun að fagna og hótar hörðum viðbrögð- um ef í ljós kemur eins og segir í fréttum, „að samkomulagið hafi veriö gert með vilja og vitund samtaka launþega“! - Forsvars- menn VSÍ, og reyndar einnig ASÍ, ættu að skynja að nú em að renna upp nýir tímar. - Stóru samtökin eru ekki lengur einráð. Enginndómurí hassmálum? Margrét Guðmundsdóttir hringdi: Maður les hvað eftir annað fréttir um að smyglurum á hassi og öðrum afbrotamönnum er sleppt úr haldi, eftir að upplýst hefur verið um verknaðinn. Mér er spurn, hvort enginn dómur gangi í svona málum fyrr en eftir dúk og disk. - Þetta eru lögbrot eins og hvað annaö og mér finnst að einmitt í þessum málum þurfi að kveða upp dóma strax að rann- sókn lokinni. Það verður einhver regla að vera á þessum afbrotamálum. Ég sé ekki að hún sé viðhöfð i dag. Alltaf er verið að sleppa mönnum sem flytja inn fíkniefni og það eru áreiðanlega tugir ef ekki hundruð manna sem ganga laus hér og halda uppteknum hætti eftir aö þeim hefur veriö sleppt. Tveir röggsamir ráðherrar Pétur Sigurðsson skrifar: Mig langar til að koma á fram- færi samstöðu minni meö tveim- ur röggsömum ráðherrum, þeim Ólafi G. Einarssyni menntamála- ráðherra og Sighvati Björgvins- syni heilbrigöis- og tryggingaráð- herra. Þeir hafa lagt til atlögu við það óhemju dýra kerfi sem skatt- borgarar standa straum af. Ákvarðanir þeirra eru í raun björgunarstörf í þágu ríkisins en ekki árásir eins og sumir hafa ýjað að sakir vanþekkingar. Ég get ekkert séð aö þvi að skera niöur lyfjakostnaö um tæp- ar 400 millj. króna. Ég get t.d. ekkert séð athugavert við að þeir sem eru fullfrískir greiði algeng- ustu lyf sjálfir. - Kostnaður vegna lánveitinga til námsmanna var orðinn ískyggilegur og á honum mátti sannarlega taka. Ætlumaðhitta ráðherra! Ámi Jónsson hringdi: Fólk fer nú að verða leitt á yfir- lýsingum aðstandenda fýrirtækja sem eru ekki þess ekki umkomin aö standa undir sér. Þetta eru alltaf sömu frasarnir sem maður heyrir; Við viljum að ríkisstjórn- in líti á dæmið, við ætlum nú að hitta ráðherra vegna málsins, við fóram fram á skuldbreytingu á lánum, viö munum sækja um niðurfellingu skulda, o.s.frv., o.s.frv. Skýringin á erfiöleikum fyrir- tækjanna er einfaldlega sú að við- komandi fyrirtæki eru ekki sam- keppnishæf og þar af leiðandi ekki þess verð að stutt sé við rekstur þeirra af opinberri liálfu. - Svona einfalt er þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.