Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Qupperneq 13
FIMMTUDAGÖR 13. JÚNÍ 1991. 13 DV Regnboginn - Stál í stál ★ '/2 Nýliða- raunir Þaö eru sjálfsagt ekki margir á fyrsta degi í götulögreglunni sem lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að drepa þjóf í sjálfsvörn. Þetta hendir þó nýliðann Megan Turn- er (Jamie Lee Curtis) í Stál í stál (Blue Steel) þegar hún stendur þjóf að verki í stórri kjörbúð. Ekki fær hún þakklæti frá yfir- mönnum sínum fyrir verknað- inn. Kemur þar til að byssan sem hún segir þjófinn hafa miðað á hana finnst ekki. Hún er ásökuð um gáleysi í starfi og rekin tíma- bundið. Skýringin á hvarfi byssunnar er sú að verðbréfasali einn, sem í kjörbúðinni var, hefur tekið byssuna og fljótlega komast áhorfendur að því að sá er ekki alveg eins og fólk er flest. Ekki nóg með að hann hrífist af því valdi sem byssan gefur honum Kvikmyndir Hilmar Karlsson og byrjar að drepa fólk í tíma og ótíma, heldur skrifar hann nafn Megan á kúlurnar sem gerir það að verkum að lögreglan telur að morðinginn viti hver Megan er. Hún er því ráðin aftur í lögregl- una og nú til morðdeildarinnar. Morðinginn hefur samt ekki til lengdar áhuga á hverjum sem er, heldur beinist nú sjúkur hugur hans að Megan... Byrjunin á Stál í stál er alls ekki slæm, hugmyndin um áhugasama nýliðann sem lendir í ónáð strax á fyrsta degi er ekki svo galin og myndin heldur vel dampi meðan á ráninu í kjörbúð- inni stendur. Einnig er ágæt hug- myndin um geðveika morðingj- ann sem heldur sig guð um leið og hann kemst yfir skotvopn. En nýjabrumið er fljótt að fara af og eftir því sem líður á myndina verður söguþráöurinn rughngs- legri og ósennilegri. Að sama skapi missir leikstjórinn, Kat- hryn Biglow, öll tök á atburðarás- inni sem tekur hverja „óvæntu" stefnuna eftir aðra án þess að koma áhorfandanum á óvart. Jamie Lee Curtis leikur Megan Turner oft meira af vilja en getu og ekki verður Stál í stál til að auka á fallandi stjörnu þessarar ágætu leikkonu. Curtis er samt nokkur vorkunn. Persónan sem hún leikur er látin snúast í of mörgu og verður of flókin fyrir mynd af þessu tagi. Það er ekki nóg með aö allir erfiðleikar sem hugsast getur steðji að henni í vinnunni, heldur er samband hennar við hennar nánustu þvingað og lítt upplífgandi. Þó á Curtis sínar góðu stundir inni á milli en það er meira en hægt er að segja um Ron Silver í hlut- verki morðingjans. Þessi ágæti leikari, sem bæði í Enemies, A Love Story og Reversal of Fort- une sýndi góðan leik er alveg ut- an gátta og leikur hans mjög þvingaður og fráhindrandi. Mikið er um óþarfa subbuskap í myndinni sem er keyrður upp í hægum tökum, má nefna upp- gjörið milli Mergan Turners og fjöldamorðingjans sem allt er sýnt í „slow motion“ greinilega til að auka áhrifín, en í þessu til- felli hefur það öfug áhrif og mað- ur er þeirri stundu fegnastur þeg- ar myndinni lýkur. STÁL í STÁL (BLUE STEEL) Leikstjóri: Kathryn Biglow. Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis, Ron Silver, Clancy Brown, Elisabeth Pena og Louise Fletcher. Menning Bíóhöllin - Með tvo í takinu ★★ Kona á barmi taugaáfalls Með tvo í takinu er nýjasta gamanmynd hins tæp- lega sjötuga leikstjóra Carls Reiner. Hann hefur verið þekktur fyrir dálítið sérstakan og beinskeyttan húmor sem sást best á þeim fjórum myndum sem hann gerði með Steve Martin í aðalhlutverki. Síðustu árin hefur hann verið að róast eilítið, en það leynist enn í honum talsverður galsi, eins og sést í nokkrum atriðum í þess- ari mynd. Kirstie Alley leikur húsmóður, gifta inn í yfir- gangsmikla læknafjölskyldu. Maður hennar (Scott Bakula) er vægast sagt dauflegur og að eggjan yngri Kvikmyndir Gísli Einarsson og villtari systur sinnar (Jamie Gertz) heldur hún fram hjá manni sínum með sjarmör (Sam Elliot) sem hún hlttir úti í búð. Ekki fer nú betur en svo að ástarleik- irnir ganga af honum dauðum á hótelherbergi og hún flýr í ofvæni. Misheppnaður sölumaður (Bill Pulman) flækist inn í málið þegar hann ætlar að setja upp gard- ínu í herberginu en missir hana óvart á líkið og held- ur um leið að hann eigi sökina. En þetta er aðeins byrjunin á flækjunni. Þessari léttu gamanmynd er haldið saman af mjög góðum leikhópi, með hina efnilegu Kirstie Alley í far- arbroddi. Hún virðist vera að sérhæfa sig í konum sem sigla hraðbyri í átt að einhvers konar taugaveiklun og gerir það á skemmtilegan hátt. Sagan er rétt mátulega sennileg til að leyfa dálitla dramatík og smápælingar í sambandi við femínisma og fær hver persóna að lenda í svo sem einum mann- bætandi átökum við sjálfa sig og aðra. Dramað vegur ágætlega upp á móti gamanseminni þó að það risti ekki djúpt. Scott Bakula, sem sló í gegn sem tímaflakkarinn í Quantum Leap, fer hér með sitt fyrsta kvikmyndahlut- verk og það hefði verið óskandi að hann hefði fengið eitthvað betra við hæfi. En það er jú ákveðinn brand- Kirstie Alley leikur húsmóður sem lendir i miklum vanda þegar hún ákveður framhjáhald. ari í sjálfu sér að láta þenna fjölhæfa leikara og söngv- ara í hlutverk rólynds meltingarsérfræðings. Þess má til gamans geta að Carl Reiner er faðir leik- stjórans Rob Reiner, sem gerði Princess Bride og Mis- ery. Það er fyrirtæki Rob Reiner og Stephen King, Castle Rock Entertainment, sem gerir myndina. Sibling Rivalry (band. 1990). Leikstjóri: Carl Reiner (The Jerk, All of Me, Summer School). Leikarar: Kirstie Alley (Mad- house, Look Who’s Talking), Bill Pullman (Spaceballs, Accid- ental Tourist), Jamie Gertz (Don’t Tell Her It’s Me), Sam Elll- ot (Fatal Beauty), Carrie Fisher (When Harry met Sally), Ed O’Neil (Married, with Children), Scott Bakula (Quantum Leap). K : i bloqd h unt itður phfr c.rffnaway PATHE V/DEQ BRIMBORG BÍLAGALLERÍ Faxafeni 8 Simi 91-685870 Opiö virka daga 9-18. Laugardaga 10-16. Escort LX ’85, hvitur, 5 g„ vél 1600, útv./segulb., ek. 48.000. V. 395.000. sjálfsk., vökvast., álfelgur, rafdr. rúður, samiæs., ek. 65.000. V. 1.470.000, einn eigandi. Charade GTi ’88, svartur, 5 g„ 101 ha„ útv./segulb., aukadekk, álfetg- ur, mjög fallegur bill, ek. 38.000. V. 750.000. MMC Pajero Wagon '84, siifur, 4ra g„ vökvast., útv./segulb., breið dekk, ek. 103.000. V. 985.000. AMC Wagoneer limited 87, vin- rauður, sjálfsk., vökvast., álfelgur, allt raidr., ek. 35.000 m. V. 2.150.000, skipti. Feroza EFi Special '90, hvítur, 5 g„ vökvast., útv./segulb., framgrindar- kúla, ek. 11.000, sem nýr bíll. V. 1.290.000. Charade CX ’88, grár met„ sjálfsk., útv./segulb., aukadekk, ek. 26.000. V. 620.000, fallegur bill. MMC Lancer 4WD st. ’88, beige, 5 g„ vökvast., samlæs., útv./segulb., ek. 44.000. V. 965.000, skipti. Volvo 740 GL ’86, grár met„ sjálfsk., vökvast., útv./segulb., ek. 103.000. V. 950.000, skipti. BRIMBORG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.