Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Qupperneq 28
36
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
Menning___________________________
Stjömubíó - Avalon ★★★ lA
Kjarni draumalandsins klofinn
....Ég kom til Ameríku 1914 og það var fallegasti
staður sem ég hafði nokkum tíman séð... “ sagði aðal-
persónan, Sam Kritchinsky, bömunum í ættinni með
reglulegu milhbili áður en sjónvarpið fór að trekkja.
Hann kom frá Póllandi til að upplifa ameríska draum-
inn. En Avalon kýs að bregða ljósi á hvað hann kost-
aði í raun og veru um leið og hún segir ættarsögu, sem
spannar fjóra áratugi í Baltimore í Maryland-fylki.
Avalon er þriðja og besta „Baltimore-mynd“ banda-
ríska kvikmyndagerðarmannsins Barry Levinson.
Heimabær hans og æskuslóðir hafa áður verið um-
hveríl myndanna Diner og Tin Men. Avalon er per-
sónulegasta myndin því hún er lauslega byggð á fjöl-
skyldu Levinson og er hann sjálfur til staðar í mynd-
inni sem átta ára strákur.
Af útlitinu að dæma virðist Avalon vera dæmigerður
óður heimamanns til hinnar fögm Ameríku sem var
og ætti að vera en Barry Levinson er aht of góður
kvikmyndagerðarmaður til að falla í þá gildru. I Rain
Man tókst honum að forðast allar augljósu leiðirnar
th þess kreista tár út úr ástandi bræðranna Raymond
og Charlie Babitt og hér á hann ekki í vandræðum
með að forðast fjölskyldusöguklisjur.
Á léttan, gamansaman og nostalgískan hátt segir
Avalon frá Sam Kritchinsky (Armin Mueller-Stahl), í
raun afa Levinson, sem kemur til fyrirheitna landsins
með lítið annað en drauma í farteskinu. Hann og fjór-
ir bræður verða alhr veggfóðrarar og geta af sér næstu
kynslóð. Hún er yngri, meira aðlöguð og mun kröfu-
harðari og tekur að breyta gamla skipulaginu svo um
munar. Sonur Sam, Jules (Aidan Quinn) og frændi
koma með byltingakennar hugmyndir í viðskiptum
og sölumennskan er að verða allsráðandi á fyrstu
árum sjónvarpsins.
Myndin tekur stakkaskiptum fyrir augunum á okkur
og breytist úr ljúfri fjölskyldusögu í uppgjör Levinson
við samtíð sína og hann er ekki hress með hana.
Hvernig honum tekst að færa áherslumar smám sam-
an yflr á meira gagnrýnið sjónarhorn er meistaralegt.
Við sjáum það ekki strax því afinn er lífsglaður og
ánægður með nýja heimalandið. Hann sér fortíðina
rósrauðum augum en sér ekki hvers vegna gamla
skipulagið riðlast svo mjög. Af því að sagan er sögð
með ótal gleðilegum afturhvörfum þá heldur hún hfs-
gleðinni meðan hann hefur hana. Þegar fer að haha
undan fæti kemur gagnrýni Levinson bersýnhega í
ljós. Afinn endar sem gamalmenni á elliheimih, fjöl-
skyldan, sem allt snerist um, sundruð í tímans rás,
fjölskyldunafnið að breytast í meðfærilegri Kirk og
Kaye, fjölskyldumáltíðin hefur breyst í sjónvarpsmált-
íðina.
Með Avalon hefur Barry Levinson fest sig í sessi sem
Armin Mueller-Stahl leikur ættföðurinn, Sam Kritchin-
sky.
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
einn fremsti dramatíski kvikmyndagerðarmaður
Bandaríkjanna. Stílhnn hans er íjarlægur, með víðum
skotum og löngum pásum en hittir alltaf naglann á
höfuðið. Hann meðhöndlar tilfinningaatriði á öðruvísi
og óvægari hátt. Hann hefur gert eina bestu mynd
ársins með því að fara ótroðinn stig um gamalkunnar
slóðir.
Þýski leikarinn Armin Mueller-Stahl leikur afann
en þetta er önnur bandaríska myndin hans, á eftir
hinni hérlendis ósýndu Music Box. Elijah Wood, sem
hinn ungi Michael/Barry stelur öllum sínum atriðum
og er oft verulega fyndinn.
Á bak við tökuvélina er Ahen Daviau sem er einn
sá allra færasti. Hér virðist eitthvað hefta hann, sér-
staklega þegar þörf er á víðum myndum og hann er
langt frá sínu besta. Tónhst Randy Newman er af-
bragð og það er eftirtektarvert hve Levinson forðast
að nota þekkta tónlist frá þessum tíma.
Avalon gekk ekki vel í Bandaríkjunum og þegar að
Óskarnum kom þá var hún sniðgengin. Akademían
og reyndar þjóðin öll hefur aldrei tekið vel í myndir
sem deila á drauminn, sjálfan kjarna draumalandsins.
Avalon (Band.1990) Handrit og Leikstjórn: Barry Levinson
(Good Morning, Vietnam) Leikarar: Armin Mueller-Stahl,
Elizabeth Perkins, Joan Plowright, Aidan Quinn, Lou Jacobi,
Leo Fuchs, Elijah Wood.
Andlát
Dóra Thorberg Þorsteinsdóttir er lát-
in.
Kristín Guðbrandsdóttir lést í
sjúkrahúsi Suðurlands að morgni
miðvikudagsins 12. júní.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Aðal-
bóli í Hrafnkelsdal, Snorrabraut 58,
Reykjavík, andaðist 10. júní.
Una Jónsdóttir, Hjarðarhaga 33,
Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
10. júní.
Jarðarfarir
Þórunn Gunnlaugsdóttir, Hjarðar-
túni 3, Ólafsvík, sem andaðist 6. júní,
verður jarösungin frá Ólafsvíkur-
kirkju laugardaginn 15. júni-kl. 14.
Yngvi Markússon, Oddsparti, sem
lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá
'Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 15.
júní kl. 14.
Hlutavelta
Nýlega héldu þessir þrír krakkar sem
heita Ágúst Flygenring, Sólveig Hlin Sig-
urðardóttir og Sigurmann R. Sigur-
mannsson hlutaveltu til styrktar Krabba-
meinsfélagi íslands. Alls söfnuðu þau
4,500 krónum.
Magnhildur Bender, Bólstaðarhlíð
46, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju á morgun, föstudaginn 14.
júní, kl. 15.
Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir,
Fossheiði 62, Selfossi, fyrrum hús-
freyja á Eystri-Loftsstöðum, verður
jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju
laugardaginn 15. júní kl. 13.30.
Útför Stefáns Björnssonar, fyrrum
bónda á Grund í Svarfaðardal, til
heimhis á Skíðabraut 7, Dalvík, verð-
ur gerð frá Dalvíkurkirkju laugar-
daginn 15. júní kl. 14.
Hjörleifur Magnússon fv. bæjarfóg-
etafuhtrúi, Siglufirði, sem lést í Borg-
arspítalanum laugardaginn 8. júní
sl., verður jarðsunginn frá Siglu-
íjarðarkirkju laugardaginn 15. júní
kl. 11.
Ferðalög
Útivist um helgina
Öræfajökull: Gengin veröur Sandfells-
leið sem er ein greiðfærasta leiðin á jök-
ulinn og er enginn annar útbúnaður.
nauðsynlegur en góðir og vatnsheldir
gönguskór og hlý fót. Gangan á jökullinn
tekur 12-14 tíma. Þann dag sem ekki
verður gengið á jökulinn verður boðið
upp á göngu á Kristínartinda. Einnig er
hægt að slást í fór með Skaftafellshópn-
mn inn í Morsárdal. Fararstjóri: Reynir
Sigurðsson.
Skaftafell - Öræfasveit: Hér er fjöl-
breytni mikh í náttúrufari, fagrir fjalls-
tindar, tignarlegir jöklar og gróðursæld.
Nú er komin göngubrú yfir Morsá sem
auðveldar gönguferðir í Bæjarstaðaskóg,
í Kjós og að Skeiðarárútfalli. Fararstjóri:
Kristinn Kristjánsson.
Núpstaðarskógar: Náttúruvin í hlíðum
Eystrafialls sunnan Skeiðarárjökuls.
Undir Fálkatindi er mjög gott tjald-
stæði og þar hefur Útvist komið upp
ágætri hreinlætisaðstöðu. Gönguferð
að Tvílitahyl, upp á bunka og á Súlu-
tinda. Fararstjóri: Sigurður Einarsson.
Básar: Fjögurra daga ferð á þennan frið-
sæla og fagra stað á mjög hagstæðu verði.
Gönguferðir um Goðaland og Þórsmörk
við allra hæfi. Kvöldvaka viö varöeld.
Fararstjóri: Eghl Pétursson.
Ferðafélag íslands
Ferðir til Þórsmerkur 14.-17. júní.
Hægt verður að velja um þriggja daga
og fjögurra daga ferðir th Þórsmerkur
um næstu helgi. Brottför kl. 20 á fostu-
dagskvöld og th baka er hægt aö koma á
sunnudegi eða mánudegi. Gist í Skag-
fjörðsskála, Langadal, og þar er allt sem
þarf th þjónustu fyrir gesti. Gönguferðir
skipulagðar um Mörkina í fylgd farar-
stjóra. Þátttakendum í helgarferðinni
gefst tækifæri th þess að gróðursetja tré
í hlíðum Valahnúks. Dagsferðir th Þórs-
merkur verða sunnudag 16. júní og
mánudag 17. júní. Brottfór kl.08.. Mið-
vikudagsferðir hefjast 19. júní. Brottfór
kl. 08.
Myndgáta r»v
Merming
Háskólabíó - Ástargildran ★★
Ástsjúkur læknir
Læknirinn Max er myndarlegur maður og er giftur fagurri konu sem
elskar hann út af lífinu. Vandinn sem Max á við að etja er sá að hann
er ástsjúkur og finnst allar konur fallegar og girnilegar. Hann hikar ekki
við að fylgja löngunum sínum eftir og því liggur slóð brostinna hjartna
eftir hann. Ekki fer hjá því að eiginkona hans komist að þessu og verður
ekki alveg ánægð. Hún og eiginmaður viðhalds Max snúa bökum saman
Kvikmyndir
Páll Ásgeirsson
til þess að reyna að venja skötuhjúin af þessum ósið en það reynist erfið-
ara en ætla mætti.
í auglýsingum er þetta sögð vera erótísk gamanmynd og vissulega er
erótískt að sjá fagrar konur striplast í ástarleikjum eins og þær gera
nokkuð í þessari mynd. Hins vegar þótti mér fara minna fyrir gamninu,
þýskættuð kímnigáfa framleiðenda fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér
eins og fleiri bíógestum. En það er hægt að hafa nokkuð gaman af öllu
saman þó ekki sætu allir undir myndinni til enda.
Die Venuslalle - þýsk.
Leikstjóri: Robert Van Ackeren.
Aðalhlutverk: Myriem Roussel, Horst Gunter Marx og Sonja Kirchberger.
Spennandi ferðir 14.-17. júní
1. Látrabjarg - fuglaskoðunarferð. Flug
til og frá Patreksfirði. Gist í Breiöuvík.
Gengið á Látrabjarg, komið við í Örlygs-
höfn (Hnjóti) og víðar.
2. Öræfajökull Skaftafell.
Gengin Virkisjökulleið, nauðsynlegt að
hafa brodda og ísaxir. Upplýsingablaö á
skrifstofunni um búnað þátttakenda. Gist
í tjöldum.
3. Skaftafell - Ingólfshöföi Kjós. Gist
í tjöldum við þjónustumiðstöðina í
Skaftafehi. Gönguferðir um Þjóðgarðinn
m.a. yfir nýja göngubrú á Morsá inn í
Kjós og Bæjarstaðaskóg. Ekið í Ingólfs-
höíða og víðar um Öræfasveit.
4. Hrútfjallstindar - Skaftafell.
Gengin verður Hafrafehsleið. Fariö upp
vesturhhðar Hafrafells og stefnt á Svelti-
skarð og frá Sveltiskarði haldið upp á öxl
sem gengur vestur frá Hrútfjallstindum
og síðan eftir henni að Tindum. Gengið
verður á hæsta tindinn, 1875 m. Gangan
tekur um 14 klst. fram og til baka.
Tilkyimingar
Eldri borgarar
Nokkur sæti laus í Hálandaferð um Skot-
land dagana 9.-23. júlí. Upplýsingar í
síma 26191.
Félag eldri borg-
ara, Kópavogi
Spilað og dansað fóstudagskvöldið 14.
júní kl. 20.30 að Auðbrekku 25. AUir vel-
komnir.
Kynningarbækli.ngur Verk-
fræðingafélags íslands
Verkfræðingafélag íslands hefur gefið út
kynningarbækling. Meginthgangur með
útgáfunni er að efla og styrkja félagasam-
tök verkfræðinga og kynna þýðingu stétt-
arinnar fyrir þjóðfélagið. Bæklingnum
verður dreift víða svo sem th verkfræð-
inga, verkfræðinema, menntaskólanema
sem eru að vejja sér námsbraut, fjöl-
miðla, stofnana og fyrirtækja.