Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Side 31
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991.
39
Veiðivon
Óskar Sigurmundsson með fyrsta flugulax sumarsins úr Elliðaánum. Hann vó 9,5 pund og tók i Hundasteinum.
Með honum á myndinni er veiðifélaginn, Ellert Steinþórsson. DV-mynd SK
Enn er beðið eftir göngu í Elliðaámar:
Fyrsti flugulaxinn
kom á land í gær
„Þetta var skemmtileg viðureign
sem tók um tuttugu mínútur. Og þaö
sem gerði þetta enn skemmtilegra
var aö þetta var minn fyrsti flugu-
lax,“ sagði Óskar Sigurmundason í
gærkvöldi en hann veiddi fyrsta
flugulaxinn í Elliðaánum í gær í
Hundasteinum. Laxinn tók Half and
Half númer 10.
Laxinn vó 9,5 pund og er jafnþung-
ur laxi sem veiddist áður í Drauga-
klettum en fjórum sentímetrum
lengri. Lax hefur ekki veiðst ofar en
í Hundasteinum en að sögn Óskars
og Ellerts Steinþórssonar, sem var
með honum á stönginni, voru nokkr-
ir fiskar sjáanlegir í Hundasteinun-
um í gærkvöldi.
Alls eru komnir 6 laxar á land úr
Elliðaánum en 15 á sama tíma í fyrra.
Upp fyrir teljara voru skriðnir 20
fiskar skömmu eftir níu í gærkvöldi
en 44 á sama tíma í fyrra. Veiðimenn
bíða enn eftir göngu í ána en í kvöld
er stórstraumur og þá gæti ýmislegt
gerst. í gær var mjög hátt á flóði eins
og gefur að skilja en engu að síður
urðu veiðimenn ekki varir viö fisk á
göngu í gærkvöldi.
Aðeins 2 á land í Aðaldal
Aðeins tveir laxar komu á land í gær
úr Laxá í Aðaldal og er heildartalan
þá oröin 20 laxar. Annar laxanna
veiddist í gærmorgun og hinn í gær-
kvöldi, báðir á maðk í Kistukvísl.
Þeir voru 7 og 11 pund. í Aðaidalnum
sem víðar bíða menn spenntir eftir
fyrstu alvöru göngu sumarsins.
Dapurt í Norðurá
Veiði er enn dræm í Norðurá og í gær
komu aðeins 4 laxar á land. Ástæðan
er fyrst og fremst mikill kuldi en í
gærmorgun fóru veiðimenn heim
áður en veiðitíma lauk á hádegi.
Hitastigið í gærmorgun var einungis
tvær gráður. Heildarveiðin er komin
í 103 laxa.
Mjög gott í Þverá
Sú veiðiá sem best veiðist í þessa
dagana af þeim sem hafa þegar veriö
opnaðar er Þverá í Borgarfirði. í
gærkvöldi höfðu veiðst 177 laxar og
töldu veiðimenn sig sjá einhverja
göngu í ána. Um þriðjungur veiddra
laxa síðustu dagana hefur verið grá-
lúsugur. Flestir laxanna eru 10-12
pund. -SK/G.Bender
• í gær fréttum við af nokkrum
veiðimönnum sem voru við veið-
ar á Arnarvatnsheiði. Veiddu
þeir í efsta hluta Austurár og
voru aflabrögð góö. AJls veiddu
þeir félagar um 70 urriða, fiesta
á bilinu 2-4 pund.
Reyndir veiðimenn
orðnir svart-
sýnir nyrðra
• Reyndir veiðimenn við Laxá í
Aðaldal eru orðnir uggandi um
veiðina í sumar. Veiöimaður sem
veitt hefur í ánni í áraraöir og
DV talaði við í gærkvöldi sagðist
hafa það á tilfinningunni að sum-
arið yrði í daufara lagi ef taka
mætti mið af aflabrögðum manna
fyrstu dagana.
Heimsmeistarinn sýnir
á Sæmundargötunni
• Heimsmeistarinníkastkeppni,
Neil McKellow, verður í heim-
sókn hér á landi dagana 14.-16.
júni. Neil varð heimsmeistari í
fyrsta sinn árið 1983 og hefur
unnið titilinn átta sinnum. Hann
verður með kastsýningu fyrir
neðan Sæmundargötu (við há-
skólann) á laugardag klukkan ell-
efu og í verslun Veiöimannsins á
fóstudagsmorgun frá klukkan
9.30-12.30 og í Sportvali í Kringl-
unni frá klukkan 14.30-19.00
sama dag.
Veeiðidagur fjölsky Idunnar
yerður á sunnudaginn
• Árlegur veiðidagur fjölskyld-
unnar verður á sunnudaginn, 16.
júní. Þá veröur almenningi boðið
aö veiða ókeypis í mörgum veiði-
vötnum. Stjórn Landssambands
stangaveiðifélaga verður á Þing-
völlum og leiðbeinir veiðimönn-
um sera þangað leggja leið sína
svo eitthvað sé nefnt.
10 laxar komnir
á land úr Blöndu
• Búiö er að opna Blöndu og í
gærkvöldi höföu veiöst 10 laxar
og stærsti laxinn hingað til er 14
pund. Athygli veiðimanna beind-
ist ekki hvað síst að litnum á
Blöndu en hún er óvenju tær
þessa dagana. Engu að síður er
ekki mikiö um lax í ánni enn sem
komiö er.
„Drottningin“ enn óveidd
20 punda hrygnan, sem komin er
í Elliöaárnar, hefur ekki enn
veíöst og hafa veiðimenn ekki
orðið varir ennþá við þennan
risafisk. „Drottningin" er enn í
ánum þvi ekki er enn gengt fyrir
fisk í Elliðavatn.
Fjölmiðlar
íslenski tímaritamarkaðurinn er
erfiður vegna smæðar þjóðarinnar.
Fyrir nokkrum árum breyttist þessi
markaður talsvert, sennilega með
breyttum áherslum i þjóðfélaginu.
Skyndilega fengu menn útgefenda-
draum og glanstímarit litu dagsins
Ijós með opinskáum viðtölum.
Menn lásu þessi blöö upp til agna
en fordæmdu þau í aðra röndina.
Fljótlega fengu glanstímarifin á sig
neikvæðan stimpil, þóttu ómerkileg
og innihaldsrýr. Viðmælendur þess-
ara blaða fengu einnig á sig nei-
kvæðaumræðu.
Umræðan hefur sjálfsagt ekki ver-
ið til út af engu. Blöðin fóru heldur
.geyst i uppsláttum sinum sem
reyndust oftar en ekki vera léleg
viðtöl við fólk sem haföi ekki frá
neinu aö segja.
Mér varð hugsað til tímaritamark-
aöarins er égiletti í gegnum Mann-
líf í gærdag. Margt í þessu blaði
virðist áhugavert þó einhverjum
þyki blaðiö þurfa enn á ný aö velta
séruppúrslúðrinu.
Tilfinning sagði mér að nú væru
menn búnir að fá nóg af glansinum.
Nú á aö taka málín fóstum tökum,
búa til alvörublað með trú verðugu
efni. Hvort svo sé eða ekki merki
ég örlitla breytingu á efhistökum.
Páll Hjálmtýsson upplýsir aö hann
sé hommi. í dag þykja slík viðtöl
ekki skipta miklu máli. Hins vegar
eru ekki nema tæp tuttugu ár síðan
þjóðin féll á hné í hneykslun sinni
yfir sams konar viðtali i tímaritinu
Samúel. Þannigbreytast tímarnir
og mennirnír með. Sjálfsagt þarf
Páll Hjálmtýsson ekki aö flýja land
þó hann gefi yfirlýsingar um sjálfan
sig í viðtali.
Islenska þjóöin breytist hraðar en
hún gerir sér grein fyrir og þess
vegna verður eitthvað nýtt alltaf
fordæmt í upphafi. Síðan slípast
steinamir og allt verður hversdags-
legtáný.
Elín Albertsdóttir
ísi.i-:\siv\
ALFRÆÐI
ORDABOKIN
Ólafsvík: kaupstaður við sam-
nefnda vík, ó utanverðu Snæ-
fellsnesi að norðan; íb.:1193;
helstu atvinnuv.: sjóvarútv.
(53%), þjónusta (17%) og versl-
un (10%). Byggð myndaðist
snemma í Ó, löggiltur verslun-
arstaður 1687. Undir aldamótin
1900 voru 25 bótar og skip í Ó
en með tilkomu vélbóta 1906-37
dró út útgerð vegna hafnleysis.
Miklar hafnarbætur voru gerð-
ar 1926-37 og 1975-83. Elsta hús
í Ó er Gamla pakkhúsið (1844);
sjólfstætt hreppsfélag 1911 og
kaupstaður 1983. ► Fróðór-
hreppur var sameinaður Ó1990.
IB Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýsla.
Veður
Noröaustlæg átt, víðast gola eða kaldi. Skýjað og
dálítil rigning og síðan skúrir norðanlands og aust-
an. Sunnanlands verður bjart veður að mestu en þó
má búast við siðdegisskúrum. Hiti á bilinu 3-14 stig,
svalast á annesjum norðanlands en hlýjast sunnan-
lands.
Akureyri rigning 6
Egilsstaðir súld 6
Kefla víkurflug völlur hálfskýjað 7
Kirkjubæjarklaustur léttskýjaö 10
Raufarhöfn rigning 5
Reykjavik léttskýjað 8
Vestmannaeyjar skýjað 7
Bergen skýjað 11
Helsinki hálfskýjað 12
Kaupmannahöfn þokumóða 14
Ósió skýjað 11
Stokkhólmur rigning 11
Þórshöfn súld 9
Amsterdam skýjað 13
Barcelona heiðskírt 17
Berlin rigning 15
Chicagó skýjað 17
Frankfurt skýjað 15
Glasgow skýjað 10
Hamborg skýjað 13
London skýjað 12
LosAngeles alskýjað 17
Lúxemborg skýjað 11
Madrid heiðskírt 16
Malaga heiðskirt 18
Mallorca heiðskirt 15
Montreal skúr 11
Nuuk alskýjað 1
Paris skýjað 12
Róm þokumóða 20
Gengið
Gengisskráning nr. 110. -13. júni 1991 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 62,610 62,770 60.370
Pund 102,806 103,068 104,531
Kan. dollar 54,717 54,857 52,631
Dönsk kr. 9,0641 9,0872 9.2238
Norsk kr. 8,9468 8,9697 9,0578
Sænsk kr. 9,7025 9,7273 9,8555
Fi. mark 14,7648 14,8025 14,8275
Fra. franki 10,2960 10,3223 10,3979
Belg. franki 1,6963 1,7006 1.7168
Sviss. franki 40,8282 40,9325 41,5199
Holl. gyllini 31,0027 31.0820 31,3700
Vþ. mark 34,9065 34,9957 35,3341
It. líra 0,04698 0,04710 0,04751
Aust. sch. 4,9592 4,9719 5,0239
Port. escudo 0,3940 0,3950 0,4045
Spá. peseti 0,5634 0,5649 0,5697
Jap. yen 0,44255 0,44368 0,43701
Irskt pund 93,430 93,669 94,591
SDR 82,2833 82.4936 81,2411
ECU 71,8982 72,0819 72,5225
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
12. júní seldust alls 173,575 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Skata 0,035 60,00 60,00 60,00
Smáýsa 0,011 30,00 30,00 30,00
Smáufsi 0,291 20,00 20,00 20,00
Smár þorskur 0,826 69,00 60,00 60,00
Koli 2,057 57,94 51,00 60,00
Ýsa 8,650 87,39 30,00 95,00
Ufsi 16,304 50,14 36,00 57,00
Skötuselur 0,141 135,00 135,00 135,00
Karfi 3,499 38,47 35,00 48.00
Steinbítur 2,617 54,17 54,00 55,00
Þorskur 137,529 82,06 76,00 108,00
Lúða 0,572 243,32 150,00 300,00
Langa 0.764 45,00 45,00 45,00
Keila 0,277 16,00 16,00 16,00
Faxamarkaður
12. júni seldust alls 66,650 tonn.
Karfi 6,206 34,97 34,00 36,00
Keila 0,026 20,00 20.00 20.00
Langa 0,176 35,68 30,00 49,00
Lúða 0,441 207,99 130,00 300,00
Skarkoli 1,864 46,41 35.00 100,00
Steinbitur 2,397 50,00 50,00 50,00
Þorskur, sl. 34,306 84,93 85.00 111,00
Ufsi 3,070 50,75 44,00 55,00
Undirmál 0,643 69,47 44,00 72,00
Ýsa,sl. 17,514 81,08 50,00 104,00
Fiskmarkaður Suðurnesja
12. júni seldust alls 73,238 tonn.
Karfi 0,235 55,00 55,00 55,00
Ufsi 3,902 55,05 50,00 57,00
Undirmál. 0,048 30.00 30,00 30,00
Skötuselur 0,058 190,69 185,00 350,00
Rauðmagi 0,048 30,00 30.00 30,00
Lúöa 0,493 368,24 255,00 370,00
Steinbitur 0,028 28,00 28,00 28,00
Skata 0,078 85,83 76,00 89,00
Langlúra 0,077 34,00 34,00 34,00
Öfugkjafta 0,184 27,00 27,00 27,00
Keila 0,179 29,00 29,00 29,00
Bland. 0,026 15,00 15,00 15,00
Ýsa.sl. 25,576 80,07 50,00 97,00
Langa 0,235 39,00 39,00 39,00
Þorskur, sl. 42,066 83,86 61,00 100,00
Fiskmarkaður Þorlákshafnar
12. júni seldust alls 6,954 tonn.
Blandað 0,163 20,00 20,00 20,00
Karfi 1,282 38,78 34,00 39,00
Keila 0,181 30,00 30.00 30,00
Langa 0,031 37,84 35,00 78,00
Lúða 0,285 180,36 160,00 215,00
Skötuselur 0,527 261,69 160,00 350,00
Sólkoli 0,054 30,00 30,00 30,00
Steinbítur 0,639 31,03 20.00 45,00
Þorskur, sl. 2,286 103,29 89,00 105,00
Ufsi 0,423 50,00 50,00 50,00
Ýsa, sl. 1,075 77,63 77,00 79,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI • 653900