Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 22. JUNÍ 1991. Fréttir Jón Baldvin Hannibalsson er óhress með embættismennina í Brussel: Mér er fjandans sama hvað þessir menn röf la Musteri embættismannanna og skriffinnskunnar, stórhýsi Evrópubandalags- ins í Brussel. „Ég stend við þaö aö hið pólitíska samkomulag um lausn sjávarútvegs- málsins liggur fyrir og ég byggi þaö aö sjálfsögðu á túlkun forseta ráð- herraráðs Evrópubandalagsins. Svo er mér fjandans sama hvað embætt- ismenn bandalagsins í Brussel eru að röfla." Þetta segir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra um þá túlkun embættismanna í Brussel að ráð- herrafundurinn í Lúxemborg hafi ekki komist að þeirri niðurstöðu að gefa eigi sjávarafurðum frá Noregi og íslandi tollfrelsi frá 1. janúar 1993 og einnig sé óljóst með ákvæði veiði- heimildanna. Stjórnmálamenn ráða en ekki embættismenn Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, sem sat einnig hinn sögu- lega fund í Lúxemborg, segir þetta um skoðun embættismannanna í Brussel: „Þeir viröast einfaldlega vera ósáttir við þá pólitísku lausn sem var rædd á fundinum í Lúxemborg. Það sýnir auðvitað best að viö íslending- ar og Norðmenn höfum náð þar ár- angri. Þetta lýsir óánægju embættis- manna í Brussel með að þeir skyldu ekki hafa náö markmiðum sínum. En hvað sem því líður eru það nú stjórnmálamennimir sem taka lokaákvarðanir. Ábyrgðin og valdið er í þeirra höndum. Því verður ekki breytt.“ Jón Baldvin segist hafa fengið út- skrift af ræðu forseta ráðherraráðs Evrópubandalagsins, Jacques F. Poose, á fréttamannafundinum í Lúxemborg um sjávarútvegsmáhn sem hljóði orðrétt svona: „Það liggur fyrir pólitísk lausn á sjávarútvegsmálinu. En eftir stendur mikilvæg tæknileg vinna við út- færslu." Jón segir að samkomulagið í Lúx- emborg taki af öh tvímæh um að fisk- ur og fiskafurðir fái tollfrjálsan að- gang að mörkuðum Evrópubanda- lagsins frá 1. janúar 1993. Um það þurfi ekki að þræta við embættis- mennina í Brussel. Spænskir embættismenn eru í skæruhernaði „Ástæðan fyrir þessum drauga- gangi í Brussel núna er sú að sjávar- útvegsdeild Evrópubandalagsins hefur ekki samningsumboð. Hún átti ekki aðild að þessum fundi í Lúxem- borg. Niöurstaða fundarins er á ráð- herraplani og það er ráðherraráðið sem veitir umboðiö og tekur hinar pólitísku ákvarðanir. Draugagangurinn er í því fólginn að sjávarútvegsdeildin sér að þessi pólitíska lausn hefur kippt fótunum undan þeim. Þeir sjá fram á að for- senda hinnar sameiginlegu fiskveiði- stefnu, krafan um jafnvægi veiði- heimilda fyrir tollaívilnanir, er fokin samkvæmt þessu póhtíska sam- komulagi í Lúxemborg. Embættis- mennimir í þessari deild, sem marg- ir Spánverjar sitja í, hafa þess vegna haíið skæruliðabaráttu gegn sam- komulaginu." Ekki leikurinn „Já, ráðherra“ Um það hvort embættismennimir hjá Evrópubandalaginu séu valda- miklir og spih „Já, ráðherra leik“, sem feh í sér að þeir hafi stjórnmála- mennina í vasanum og stjórni í raun þótt stjórnmálamennirnir haldi ann- að, segir Jón Baldvin: „Nei. Sjávarútvegsdeildin, svo ég taki dæmi um hana, er lí tilfj örlegasta deildin í öllu apparatinu. Forstöðu- maður hennar er spænskur og full- trúi spænskra sjávarútvegshags- muna sem auövitað era í uppreisnar- ham. Lausnin í Lúxemborg þýðir einfaldlega að Spánveijar gjörtöpuðu máhnu. ÞesS" vegna ætla þeir nú að nota hvert einasta tækifæri og hálmstrá sem þeir hafa í tæknilegri útfærslu næstu vikna til aö streitast á rnóti." - En eru þetta fyrstu merki þess að Spánverjar muni ekki samþykkja til- boð Norðmanna í haust og að bakslag komi í samkomulagið í Lúxemborg? „Þetta er vísbending um mikla óánægju Spánverja með samkomu- lagið og að það kraumi undir. Það er ljóst að hagsmunaaðilar innan spænsks sjávarútvegs hafa haflð styijöld á hendur sínum eigin póht- ísku forráðamönnum," segir Jón Baldvin. -JGH Myndhöggvararnir sem nú sýna skúlptúrverk sin i Hafnarfiröi komu saman á Víöistaöatúninu í gær til að vígja nýjan höggmyndagarð sem þar er verið að koma upp. Nöfn listamannanna höfðu verið rafsoðin í járnplötu sem komið var fyrir i garðinum. Listaverkin, sem nú eru i miðbæ Hafnarfjarðar, verða svo flutt í höggmyndagarðinn áður en hann verður formlega opnaður 13. júlí. Á myndinni eru listamennirnir við járnplötuna. DV-mynd BG Sjómaður slasaðist 70 milur út af Reykjanesi: Fékkneta- dreka í höfuðið Elduriíbúð við Holtagerði - engmn var í húsinu Eldur kviknaði í kjallaraíbúö við Holtagerði í Kópavogi um hádegisbilið í fyrradag. Þegar slökkvihð kom á staðinn var íbúöin nánast full af reyk en enginn á staðnum. Tveir reykkafarar fóru inn og brutu síöan glugga í íbúðinni. Eldur reyndist vera í innrétt- ingu i eldhúsi. Slökkvistarf gekk greiölega og var íbúðin síðan loftraest. Skemmdir urðu ekki verulegar en þó er ljóst að tjón varð af völdum reyks og vatns. -ÓTT Sjómaður um borð í Dagfara ÞH 70 slasaöist iha á höfði þegar skipið var á lúðuveiðum um 70 mhur vest- suðvestur af Reykjanesi síðdegis í gær. Maðurinn varð fyrir svoköhuð- um netadreka og rakst hann meðal annars í höfuðið á honum. Tahð var að hann hefði hlotið höfuðkúpubrot og hugsanlega lærbrot. Landhelgisgæslunni var gert við- vart. Læknir taldí að koma þyrfti manninum strax í land með þyrlu. Stóra þyrla Gæslunnar, TF-SIF, var ekki í flughæfu ástandi þegar kahið kom. Var þá óskað eftir aðstoð frá vamarhðinu á Keflavikurflugyelh. Þyrla fór fljótlega þaðan út á mið og náði hún í sjómanninn. Þegar DV fór í prentun undir kvöld var þyrlan nýlega lent viö Borgar- spítalann í Reykjavík með hinn slas- aöa. -ÓTT Þingflokkur Alþýðubandalagsins: Utlendingar komi ekki bakdyrameg- in í landhelgina „Samningur um Evrópskt efna- hagssvæði snýst um fjölmarga grandvaharþætti í sjálfstæðismálum og efnahagslífi íslendinga en ekki aðeins um fisk,“ segir í ályktun sem þingflokkur Alþýðubandalagsins sendi frá sér í gær. Þar er drepið á nokkur meginatriði sem þingflokk- urinn telur að þjóðin þurfi öh að skoða gaumgæfilega áður en samið verði um evrópskt efnahagssvæði, EES. Segir að samkvæmt samningum um EES yrði erlendum fyrirtækjum og erlendum ríkisborguram frjálst að stofna fyrirtæki og kaupa hluta- bréf á íslenskum hlutabréfamarkaði. Slíkt gæti opnað erlendum aðilum leið inn í íslensk útgerðarfyrirtæki og íslenska fiskvinnslu. Þurfi aö tryggja að útlendingar komist ekki bakdyramegin inn í landhelgina í gegnum samruna hlutabréfamark- aðarins hér við hlutabréfamarkað EB eða með öðrum hætti. Þá segir að samningur um EES veiti útlendingum sama rétt th að kaupa land, jarðir og hlunnindi á Islandi sem íslendingar hafa haft ein- ir um aldir. Er spurt hvort setja eigi fyrirvara um varanlegan einkarétt íslendinga th landsins. Segir að ahar leyfisveitingar, sem hingað til hafi takmarkað búsetu og atvinnu útlendinga, verði afnumdar gagnvart íbúum 18 ríkja Evrópu. Ríkisstjómin er vítt þar sem tihaga um gagnkvæmar veiðiheimhdir hafi verið lögð fram án samráðs við utan- ríkismálanefnd sem samkvæmt lög- um eigi aö vera samráösaðih ríkis- stjómarinnar um slík mál. Þá er athygli vakin á áhrifum evr- ópsks efnahagssvæðis á lagasetning- arvald Alþingis, takmörkun fram- kvæmdavaldsins og áhrifum á valda- hlutfóll milh íslenskra dómstóla og hins sérstaka dómstóls EES. Loks er andstaða Alþýðubanda- lagsins við aðhd að Evrópubandalag- inu ítrekuð og athygli vakin á því hvort ekki sé tekin áhætta við samn- ing um EES þar sem núverandi EFTA-ríki verði gengin í EB eftir fá- ein ár og EES-samningurinn þá orð- innnæstamarklaus. -hlh Grásleppuveiöar í Ámeshreppi: Um 200tunnur af hrognum Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Hér í Ameshreppi er búið að veiöa hátt í 200 tunnur af fuhverkuðum grásleppuhrognum. Veðrátta hefur oft verið mjög óhagstæð það sem af er vertíðinni og ekki verið hægt að vitja um netin marga daga í röð og stundum ekki í um hálfsmánaðar- tima. Lýður Hahbergsson og Ásbjöm Þorgilsson í Djúpuvík era aflahæstir með um 100 tunnur. Þeir era hættir grásleppuveiöinni á þessu ári og búnir að taka upp öh net. Þess má geta að þaö má veiða grásleppu til 16. júlí. Veiðum verður haldið áfram á Noröurfirði og á Gjögri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.