Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 22. .IÚNI 1991. HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS 1991 DREGIÐ 19. JÚNÍ VINNINGSNÚMER ERU: 14463 12761 13399 20016 821 7708 11559 19149 20883 4930 10982 18453 20666 23473 6996 8007 10148 19254 7532 9844 15281 20909 3769 14619 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlið 17. Símsvarinn er 38181. Allar gerðir af vatnsdælum Viðgerð og varahlutaþjónusta P. Kárason, Faxafeni 10, s. 685755 SERLEYFISLEIÐIR lÍJ LAUSAR TIL UMSÓKNAR Eftirtaldar sérleyfisleiðir um Vestfirði eru lausar til umsóknar: A) Reykjavík - ísafjörður um isafjarðardjúp og Reykjavík - ísafjörður um Barðaströnd B) ísafjörður - Hólmavík C) Brjánslækur - Breiðavík - ísafjörður Umsóknir sendist skipulagsnefnd fólksflutninga, Vatnsmýrarvegi 10,101 Reykjavík, fyrir 2. júlí 1991. í umsókn skal tilgreina bifreiðakost umsækjenda. Upplýsingar um núverandi ferðaáætlun fást hjá skipulagsnefnd fólksflutninga, í síma 91-19220. Heimilt er að sækja um einstakar eða allar sérleyfis- leiðirnar. Reykjavík, 21. júni 1991. Samgönguráðuneytið óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 24. júní kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 1 stk.Toyota LandCruiserSTWturbo 4x4 dísil 1988 1 stk. Daihatsu Rocky 4x4 bensín 1987 1 stk. Ford Bronco II 4x4 bensín 1984 1 stk. Nissan Patrol pickup 4x4 dísil 1986 2 stk. Nissan Double Cab 4x4 disil 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 minibus 4x4 bensín 1985 1 stk. Mitsubishi L-300sendibifr. 4x4 bensín 1985 3 stk. Subaru 1800 G L station 4x4 bensín 1984-87 1 stk.ToyotaTercelstation 4x4 bensín 1986 1 stk.Audi 100CD bensin 1987 1 stk. Saab 900 I bensín 1988 3 stk. Volvo 244 bensín 1985-87 1 stk. Daihatsu Charade 1000 bensín 1985 1 stk. Fiat 127 Panorama bensín 1985 3stk. Fiat 127 bensín 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins (vélaverkstæði), Borgartúni 5 2 stk. Leyland 600 dísilvélar Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, birgðastöð, Jörfa 1 stk. lyftari, Bolinder LM-218 1965 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, , Reyðarfirði 1 stk. Champion 740 veghefill 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, , Akureyri 1 stk. Champion 740 veghefill 1981 Tilboð verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstödd- um bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboð- um sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Matgæðingur vikunnar Indverskur karríkjúklingur - með kókoshnetubragði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Fyrir nokkrum árum kunni ég vart að sjóða kartöíl- ur. Þá fór ég í þriggja ára doktorsnám tíl Bretlands og bjó á garði öll árin. Þar var maturinn svo vondur að það var aðeins um tvennt að velja: að elda sjálfur annað slagið eða veslast upp. Ég tók fyrri kostinn ásamt ýmsum félögum mínum, meðal annars frá Bangladesh og Indlandi. Við mölluðum margt í sam- einingu, meðal annars eftirfarandi karrírétt frá Suð- ur-Indlandi með mjög mildu bragði. En ég get borið vitni um að þessi réttur er vanabindandi," segir Krist- ján Kristjánsson, menntaskólakennari á Akureyri, sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni, og við vindum okkur beint í uppskriftina. Hráefni 1 meðalstór kjúklingur 2 litlir laukar 3 msk. matarolía 1 tsk. garam masala 1 tsk. turmeric 1 tsk. koriander 1 tsk. kúmenduft 'A tsk. chiliduft 3 msk. tómatkraftur 1 kramið hvítlauksrif (eða ögn af hvítlauksdufti) 70 g kókoshnetukjarni („creamed coconut“, fæst m.a. í Hagkaupi) 1- 2 tsk. salt 2- 3 dl vatn Vi dl rjómi Aðferó Kjúklingurinn úrbeinaður og kjötiö skorið í fremur litla bita. Laukurinn saxaður og hitaður í olíunni í potti í 3^í mín. (hitastilling 3^). Garam masala, tur- meric, koriander, kúmen- og chilidufti blandað saman við laukinn og látið malla í 5-6 mín. (stöðugt hrært í, Kristján Kristjánsson. DV-mynd gk má ekki festast eöa brenna!). Þá er tómatkrafti og hvítlauk loks bætt í og enn hrært í 1-2 mínútur. Síðan er kókoshnetukjarnanum bætt í og hann leyst- ur upp smám saman með vatninu. Þegar því er lokið er kjötíð sett í pottinn og það soðið í um það bil hálf- tíma. Annað slagið skal hrært í pottinum og sósan þynnt meö vatni ef þörf er á. Þess skal gætt að hún verði hvorki of þunn (vatnskennd) né of þykk. Undir lokin er saltinu og rjómanum bætt í. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og (ef til vill) heitu naan- brauði. Kristján skorar á Guðmund Heiöar Frímannsson heimspeking að vera næsti „matgæðingur vikunnar". „Hann er ekta kokkur, ég er bara áhugamaður í eld- húsinu miðað við hann,“ sagði Kristján. Hinhliðin________________________ Magnús Kjartansson: Ferdinandfeðgamir bestir Magnús Kjartansson hljómlistar- maður gegnir formennsku í Félagi tónskálda og textahöfunda. Það ágæta félag hefur nú formlega haf- iö svokallað íslenskt tónlistarsum- ar í samvinnu við ýmsa aðila, þar á meðal rás 2, og þar ýtti mennta- málaráðherra tónlistarsumrinu formlega úr vör á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn. Þessu veröur síðan fylgt eftir með aukinni spilun á íslenskri tónlist á útvarpsstöðvum og auk- inni og fjölbreyttari plötuútgáfu en hingað til hefur fylgt þessum árs- tíma. Vegna alls þessa fannst DV tilvalið að fá Magnús formann til að sýna á sér hina hliðina. Fullt nafn: Magnús Jón Kjartans- son. Fæðingardagur og ár: 6. júlí 1951. Maki: Sigríður Kolbrún Oddsdótt- ir. Börn: Davíð Vignir, 20 ára, Margrét Gauja, 14 ára, Oddur Snær, 10 ára, og til fjölskyldunnar telst einnig tíkin Fjóla, 2ja ára. Bifreið: Honda Civic Shuttle, ár- gerð 1987. Starf: Hljómlistarmaður. Laun: Þar sem ég vinn hjá sjálfum mér fara þau eftir árferði. Áhugamál: Tónlist, félagsmál og í seinni tíð skógrækt. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Hef aldrei spilað í því og spila ekki í happdrættum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að sitja’með konunni minni viö kertaljós, rauðvín og ost. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fyrir utan að borga laun að fást við þverhausa af öllum stærð- Magnús Kjartansson hljomlistar- maður. um og gerðum. Uppáhaldsmatur: Allur íslenskur matur, ítalskur matur og yfirleitt allt sem ég hef ekki fengið lengi. Mér finnst svo gaman að borða. Uppáhaldsdrykkur: Gott koníak og svo íslenskt vatn daginn eftir. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ragnar Margeirsson sem spilar með KR sem ætti að heita ÍBKR því það eru svo margir Keflvíkingar í liðinu. Uppáhaldstímarit: Keyboárd Play- er. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Mér hefur alltaf fundist Debra Winger leikkona sérlega aðlaðandi. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Pólitískt hlynntur en bíð eftir aðgerðum hennar. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Wolfgang Amadeus Moz- art. Uppáhaldsleikari: Laddi, Siggi Sig- urjóns og Marty Feldman. Uppáhaldsleikkona: Sally Field. Uppáhaldssöngvari: Ray Charles. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð Oddsson, Jack Lange og Martin Luther King. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ferdinand og sonur hans tvímæla- laust. Ég hef þekkt þá svo lengi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég horfi fram til þeirrar stundar aö ekkert verði fyrir varnarlið hér að gera. Ég er andvígur dvöl þess hér. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Guðrún Gunnarsdóttír í góðu skapi, sem hún er reyndar oftast. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Osköp svipaö, held ég. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Her- mann Gunnarsson og Þórir Guð- mundsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Borð- stofuborðið heima hjá mér. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að fá minn tíma til að líða ljúfar og hægar. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Halda upp á afmæhð mitt og planta nokkrum trjám í landskika sem ég á með öðrum austur í Þrastaskógi. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.